Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 31 MINNINGAR Þú telur tárin mín, Drottinn, og veist hvernig mér líður. Jafnvel þau andvörp sem ég kann ekki að orða, skilur þú og metur rétt. Gef mér nú þann grát sem laugar sárin og leysir kökkinn og vermar hugann. Í Jesú nafni. Amen. Það var hinn 19. ágúst að síminn hringdi og mér var tilkynnt það að hún Sigrún Edda eða Edda eins og hún var oftast kölluð væri látin. Og það fyrsta sem maður spyr sig er af hverju, af hverju þarf fólk að hverfa svona ungt að árum af þessu jarð- ríki? Á heimili Eddu var maður alltaf velkominn og tók hún á móti manni með sínu fallega brosi og útbreidd- an faðminn og maður horfði dolfall- inn á alla englana sem hún átti, er mér eru minnisstæð þau afmæli sem við systkinin fórum í til þeirra Hrannars, Heiðar og Sigmars. Ekki má gleyma jólaboðinu sem hún Edda hélt, ég hafði aldrei séð annað eins, það var allt á borðum og allir gátu fundið eitthvað sem þeir borð- uðu. Ævi Eddu var ekki löng en hún var ekki heldur engin lognmolla og gekk á með skini og skúrum. Edda átti fjögur börn, þau Lenu Rut 21 árs, Hrannar Hólm 20 ára, Heiði Lilju 18 ára og Sigmar Þór 14 ára. Ég minnist mjög frá árinu 1992 þegar ég missti föður minn, bróður Eddu. Þá hafði ég 11 ára gamall skrifað um föður minn og þar sem stafsetningin var ekki alveg upp á sitt besta kom ég til ömmu þar sem Edda var, hún las þetta og bað um leyfi til að leiðrétta og gerði hún það, sem hefði ekki verið neitt mál nema vegna þess að ég var búinn að prenta þetta út í hundrað eintökum. Nú er hún frænka okkar orðin að fallegum engli, því af englum átti hún nóg og dáðist að. Við fylgjumst með og lítum vel eftir englunum þínum fjórum. Guð, þú einn veist og þekkir það sem á hjarta mínu hvílir. Þú þekkir sorg mína, eirðarleysi, ugg og spurningar allar. Ég bið um styrk til að þiggja hvern dag úr hendi þinni. Ég bið ekki um svör við öll- um spurningum mínum – aðeins um styrk til að komast gegnum þetta. Þakka þér allt gott og alla gleði sem þú gafst… sem nú er horfin. Hjálpa mér að halda fast í góðu minningarnar og virða þá látnu með því að lifa í kærleika. Elsku Lena, Hrannar, Heiður, Sigmar og Ármann, foreldrar Eddu, systkini og fjölskyldur ykkar, við fjölskyldan sendum innilegustu samúðarkveðju og biðjum góðan Guð að styrka ykkur og vernda. F.h. fjölskyldu minnar Fannar Geir Ásgeirsson. Kveðja frá vinkonu með þökk fyr- ir gömul kynni. Moldin er þín. Moldin er góð við börnin sín. Sólin og hún eru systur tvær, en sumum er moldin eins hjartakær, því andinn skynjar hið innra bál, sem eilífðin kveikti í hennar sál, og veit, að hún hefur alltaf átt hinn örláta, skapandi gróðrar mátt og gleður þá, sem gleðina þrá, gefur þeim öll sín blóm og strá, allt – sem hún á. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson.) Ég votta börnum Sigrúnar mína dýpstu samúð og bið þeim bless- unar Guðs um alla framtíð. Björk Andersen. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Edda, þakka þér gömlu dagana. Sofðu vært vinan. Samúðarkveðjur til allra ástvina. Ingibjörg Bryndís Árnadóttir. Ég veit ekki hvað ég get sagt. Mér finnst sú staðreynd að þú sért farin frá okkur svo órafjarri raun- veruleikanum. Þú ert yndislegasta og jafnframt hjartahlýjasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Strax í fyrsta skipti er ég kom heim með Heiði voru móttökurnar ofboðslega hlýjar, knús og kossar. Ekki leið nú á löngu þar til ég fór að eyða flest- um stundum með ykkur í Snæ- gilinu. Það var nú ósjaldan sem þú bjargaðir mér frá hræðilegum vist- armat með því að bjóða mér í t.d. framandi fiskrétt! Og alltaf var hlegið jafnmikið við matarborðið. Ef eitthvað kom upp á var aldrei langt í brosið og hláturinn, það þurfti ekki annað en stórt faðmlag. Svo voru bæjarferðirnar okkar nú ófáar. Mér fannst alltaf jafnfyndið hvernig þú tókst oft eftir því hvað okkur Heiði leist vel á, án þess þó að við bentum þér á það, og komst svo örlítið á eftir okkur út úr búð- inni, færandi hendi. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið lengri tíma til að eyða saman, því hver stund með þér var annarri skemmtilegri. Jafnvel þótt ég hafi ekki fengið að kynnast þér fyrr en á síðastliðnu ári líður mér eins og ég hafi þekkt þig alla tíð. Það mætti nú segja að Snægilið hafi verið mitt annað heimili í vetur, og það má með sanni segja að þú hafir verið mér sem önnur móðir, eða „fóstra mín“, eins og þú sagðir alltaf sjálf. Þú hleyptir öllum að og lést öllum líða svo vel í nærveru þinni. Ef eitt- hvað bjátaði á skipti engu máli hvert vandamálið var, alltaf var hægt að leita til þín og þú hafðir bæði rétt svör og góð ráð. Elsku Sigrún mín, ég get líklega aldrei sætt mig við ákvörðun þína en ég veit að ég mun læra að lifa með henni. Ég óska þess frá mínum innstu hjartarótum að þér líði betur þar sem þú ert núna, í faðmi engl- anna. Ég mun alltaf elska þig og þér mun alltaf tilheyra stórt pláss í hjarta mínu. Elsku Lena, Hrannar, Heiður, Sigmar, Ármann og aðrir ástvinir. Megi Guð senda ykkur styrk sinn á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elsku Sigrún. Þín, Aníta. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við leggst út af á mér slökknar svíf um önnur svið Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Elsku amma, afi, Lena Rut, Hrannar Hólm, Heiður Lilja, Sig- mar Þór og Ármann, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og von um að Guð veiti ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Gestur, Hafþór og Kristín. Kæra Sigrún Edda. Með þessum fátæklegu orðum og fallegu kvöldbænaversi kveð ég þig í hinsta sinn með þökkum fyrir vin- áttu frá barnæsku. Margt vorum við búnar að bralla sem stelpuhnátur og þegar við urð- um fullorðnar endurnýjuðum við vináttuna sem hafði aldrei horfið, við einungis geymdum hana í huga okkar og hjarta, stund og stund í gegnum árin, áfram geymist sú vin- átta í huga mér og í hjarta mér minnist ég þín með kærleika og virðingu. Ég veit að þinn elskulegi bróðir, Ásgeir Sigurður, hefur tekið þig að sér núna. Guð blessi þig og varðveiti kæra vina. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég foreldrum Sigrúnar Eddu, systkinum hennar, fjölskyld- um þeirra og fyrrverandi eigin- manni hennar. Megi algóður Guð vernda og styrkja börn Sigrúnar Eddu um ókomin ár, þau Lenu Rut, Hrannar Hólm, Heiði Lilju og Sigmar Þór. Anna Steinunn Þengilsdóttir. málum. Það var eins og orðið nei, væri ekki til í hans orðabók þegar vinnan var annars vegar og þegar kom að því að redda einhverjum um einhver viðvik. Þannig starfaði hann á fullu og þess má geta að tengdason- ur, sonur og dóttursonur lærðu iðn- ina hjá honum. Fyrirtækið rak hann fram að sjötugu með aðstoð sonar og dóttur hin síðari ár. Síðan tók sonur og tengdadóttir við fyrirtækinu og reka með myndarbrag. Þrátt fyrir mikla vinnu var lífið ekki bara málningarvinna. Hjónin voru dugleg að ferðast. Áður fyrr ferðuðust þau á haustin með fossum Eimskipafélagsins og óku vítt og breitt um Evrópu. Síðar tóku sólar- landaferðir við. Síðustu árin voru Kanaríeyjar þeirra helsti áfangastað- ur þar sem þau dvöldu löngum í góðu yfirlæti. Ekki má gleyma sælu- reitnum þeirra hjóna og fjölskyld- unnar sl. fimm ár í Hraunborgum. Það er margs að sakna. Guðmundur var góður og gegn Lionsmaður, traustur mjög og um- hugað um sinn klúbb Muninn. Þar lagði hann hönd á plóginn með mörg góð verkefni. Hann lagði kapp á að styðja við skátahreyfinguna hér í bæ, Sunnuhlíðarsamtökin o.fl góð mál- efni. Það er komið að kveðjustund. Í dag verður Guðmundur jarðsunginn frá Digraneskirkju, og er það vel við hæfi því að hann var málarameistari á þessu fallega húsi við byggingu þess. Þökk fyrir samstarfið og samfylgd- ina innan fjölskyldunnar sl. 35 ár. Megi góður Guð senda tengdamóð- ur minni Jóhönnu Markúsdóttur styrk og blessun því mikið hefur á henni mætt síðustu misseri. Takk fyrir allt og allt. Bjarni Þormóðsson og fjölskylda. Hvað er að deyja? Ég stend á bryggjunni. Skúta siglir út á sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni, uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeild- arhringinn. Einhver nærstaddur segir með trega í röddinni: „Hún er farin!“ Farin hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram siglingu sinni, með seglin þanin í sunnanþeynum og ber áhöfn til annarrar hafnar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyrir augum mínum. Á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: „Hún er farin!“ þá eru aðrir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: „Þarna kemur hún!“ – og svona er að deyja. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Börn og fjölskyldur. „Mínir vinir fara fjöld“ og nú er Guðmundur Helgason málarameist- ari allur. Hann hafði barist árum saman við illvígan sjúkdóm og því áttu leikslokin ekki að koma á óvart. Þó fór svo. Kynnin voru orðin löng, fjórir ára- tugir eða fleiri. Upphaf þeirra má rekja til saumaklúbbs sem nokkrar tvítugar stúlkur stofnuðu um miðbik síðustu aldar. Þær giftust allar á 6. áratugnum og um 1965 ákváðu eig- inmennirnir að grípa í spil saman hálfsmánaðarlega. Guðmundur Helgason var í þessum hópi. Við þetta jukust kynni mjög og samskipti einnig. Á sumrin fór hópurinn oft í helgarferð en á vetrum var haldið þorrablót og sundum skroppið í Lindarbæ á gömlu dansana. Þá var hákarl hafður með sem sælgæti, sumum á næstu borðum til ama. Síð- ar var færst meira í fang, hópurinn, ýmist allur eða hluti hans, ferðaðist til annarra landa og skemmti sér þar saman. Guðmundur var afbragðs- ferðafélagi, þegar ferðast var á eigin vegum, glaðsinna og úrræðagóður. Ekki spillti fyrir að hann var mjög góður bílstjóri. Höfundi þessarar minningargreinar er minnisstætt þegar íbúar bæjarins Pensance á Suður-Englandi klöppuðu honum lof í lófa eftir að hann leysti þar umferð- arþraut. Ekki má gleyma umræðum yfir kaffibollum á spilakvöldum. Þar voru vandamál samtímans krufin og þurfti enginn að fara í grafgötur um afstöðu Guðmundar til þeirra. Hann talaði yfirleitt ekkert tæpitungumál. Hjálpsamur var Guðmundur mál- ari og fljótur að koma til aðstoðar, ekki síst ef félagarnir þurftu á ráð- leggingum eða aðstoð að halda sem snertu iðn hans. Alkunna er að Guð- mundur var ágætur fagmaður og smekkvís á liti. Nú er hann allur. Leifar hins glaða hóps, Guðbjörg og Lýður, Bergdís og Guðmundur H. og Gunnar drúpa höfði og biðja Guðmund að hafa heila þökk fyrir samfylgdina. Spilafélag- arnir og makar flytja Jóhönnu, eig- inkonu Guðmundar, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabarnabörn- um hugheilar samúðarkveðjur. Lýður Björnsson. Fallinn er frá kær félagi og góður vinur eftir harðvítuga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Guðmundur Helga- son gekk til liðs við Lionsklúbbinn Munin í febrúar 1976 og hefur alla tíð verið einn af máttarstólpum klúbbs- ins og gegnt þar flestum embættum, var m.a. formaður 1978 og 1979. Til fjölda ára var hann í forystu fyrir skátasamskiptanefnd og í hans tíð og fyrir hans tilstilli studdi klúbburinn skátana í Kópavogi til að kaupa skála við Elliðavatn og nú seinni ár var hann auk þess fulltrúi klúbbsins í fulltrúaráði Sunnuhlíðar. Hann tók þátt í öllu fjáröflunar- starfi klúbbsins og studdi það með ráðum og dáð. Þegar Lionsklúbbarn- ir ákváðu að kaupa sér húsnæðið í Auðbrekkunni var hann einn af þeim sem gekk sem ötulast fram í því, gaf góð ráð við frágang og fyrir hans til- stilli var ráðist í að ganga strax frá lofti salarins. Allt frá því að Sunnu- hlíð var byggð hefur Lkl. Muninn séð um og málað Sunnuhlíð að utan en Guðmundur stjórnaði því verki, út- vegaði málninguna og skaffaði áhöld án endurgjalds. Við minnumst Guðmundar sem góðs félaga. Af hnyttni og oft kímni- blandaðri ádeilu sendi hann okkur stundum tóninn þegar honum fannst ekki nógu vel að verki staðið og tjáði sig þá gjarnan um hvernig hann vildi að tekið yrði á málum. Ekkert kák eða hálfkák og gera hlutina vel. Við félagar Lionsklúbbsins Mun- ins þökkum honum samfylgdina og vottum eiginkonu og fjölskyldu hans samúð okkar. Daníel G. Björnsson, formaður. Guðmundur Helgason er farinn heim eins og við skátarnir erum vanir að segja þegar samferðamenn okkar ljúka jarðvist sinni. Skátar í skátafé- laginu Kópum eiga Guðmundi margt að þakka þótt hann hafi ekki verið fé- lagi í skátafélaginu. Hann var skáta- pabbi og síðan skátaafi sem bar hag barna og barnabarna sinna fyrir brjósti og þar af leiðandi bar hann hag skátafélagsins Kópa fyrir brjósti sér. Eins og honum var lagið lét hann verkin tala. Hann var einn af félögum í Lionsklúbbnum Muninn sem oft hefur stutt vel við bak skátafélagsins. Ekki er ástæða til að telja upp öll þau mál sem Guðmundur kom að til efl- ingar skátastarfinu í Kópum. Þó er rétt að minnast á kaupin á skátaskál- anum Hvelli, aðstoð og styrkir við byggingu skátaheimils skátafélags- ins og allar þær auglýsingar sem Guðmundur sá um að afla í Ferming- arblaðið til fjölda ára. Alltaf þegar maður hitti Guðmund var það fyrsta sem hann spurði um hvernig starfið gengi í félaginu. Síðustu misseri hafa verið Guðmundi erfið vegna veikinda en það hefur ekki aftrað honum frá því að koma á samkomur skátanna, s.s. vígslu nýs skátaheimilis og sam- fagna með þeim nýjum áföngum í starfi skátanna. Guðmundur og hans fjölskylda bjó við hlið fjölskyldu Elínar í áratugi og voru þau kynni ávallt hlýleg og af hinu góða. Á kveðjustund eru eiginkonu, börnum, tengdabörnum og fjölskyld- um þeirra færðar innilegar samúðar- kveðjur. Minning um góðan mann og skáta- vin mun lifa. Þökkum, þegar sólin blikar, þökkum fyrir regn og vor. Þökkum er lax í straumi stikar, stökkin kalla á þor. Þökkum, þegar finnst oss gaman, þökkum fyrir söng og þrá. Þökkum er allir syngja saman, sækjum brattann á. Þökkum þennan æskuskara, Þökkum fyrir glaða lund. Þökkum þeim sem koma og fara, þökkum helgistund. (H.Z.) Elín Richards, Þorvaldur J. Sigmarsson. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir rúmum 17 árum þegar ég hóf störf hjá hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann var þá fulltrúi Lionsklúbbsins Munins í fulltrúaráði Sunnuhlíðar, einn margra sem hafði staðið að uppbyggingu hjúkrunar- heimilisins. Ég fann strax að þar fór hugmyndaríkur maður sem hugsaði stórt, hafði hugsjónir og barðist fyrir þeim. Hann var líka óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og tala fyrir sínum hugmyndum. Guðmundi var alla tíð mjög annt um hag Sunnuhlíð- ar og kom oft að máli við mig til að fylgjast með stöðu mála hvort sem var í rekstri eða framkvæmdum. Hann kom þá gjarnan sínum hug- myndum að og veitti góð ráð. Félagar í Lionsklúbbnum hafa frá því hjúkrunarheimilið tók til starfa málað bygginguna að utan í sjálf- boðavinnu og var Guðmundur helsti hvatamaður að því verki, auk þess að útvega málningu til verksins. Hann hvatti sitt fólk og lá ekki á liði sínu. Það er duglegt og ósérhlífið fólk í klúbbunum og félögunum hér í Kópa- vogi sem staðið hefur að baki hjúkr- unarheimilisins allt frá fyrstu tíð. Hefur þessi hópur alltaf staðið vörð um velferð Sunnuhlíðar, síðan rekst- ur heimilisins hófst fyrir rúmlega 23 árum, og ber það vott um þann mann- auð sem í klúbbunum býr og hefur verið helsti styrkur Sunnuhlíðar. Ég vil fyrir hönd stjórnar, starfs- fólks og þeirra heimilismanna sem dvalið hafa í Sunnuhlíð þakka Guð- mundi fyrir hans störf fyrir hjúkr- unarheimilið. Ég vil einnig þakka honum góða viðkynningu þessi ár. Fjölskyldu hans og öðrum ástvin- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Jóhann Árnason, fram- kvæmdastjóri Sunnuhlíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.