Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Svan Magnús-son fæddist á Bíldudal 7. júní 1930. Hann andaðist á spítalanum í Finspång í Svíþjóð þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Málfríður Kristjáns- dóttir húsmóðir og Magnús Guðmunds- son sjómaður sem bæði eru látin. Systkini Svans voru þau Rannveig Magnúsdóttir Brink, Hafsteinn Magnússon og sammæðra Magnús Helgason. Þau eru öll látin. Svan kvæntist 16. júní 1951 Hlíf Kristinsdóttur frá Ólafsfirði, f. 18. desember 1933. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Sveinbjörnsdótt- ir og Kristinn Sæ- mundsson, bæði lát- in. Svan og Hlíf eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Hafdís Svansdóttir Skarp, maki Arne Skarp. 2) Kristinn Svansson, d. 1994, maki Díana Vera Jónsdóttir. 3) Aðalheiður Svans- dóttir, maki Hilmar Gunnarsson. Barna- börn og barna- barnabörn eru 12. Svan starfaði sem málari og síðan sem meistari í sinni grein allan sinn starfsaldur, bæði hér heima sem og í Svíþjóð. Útför Svans fór fram í Svíþjóð. Minningarathöfn verður í Graf- arvogskirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Á langri mannsævi má segja að hver dagur verði hvunndags og hverfi í gleymsku þegar frá líður, en nú er eins og fjall hafi fært sig um set við fráfall þitt, kæri vin, ljósbrot minninga leiftra þegar maður rifjar upp okkar kæru kynni. Það má segja að þau hafi hafist á flugvellinum á Alicante þegar þú bauðst mér og dóttur þinni að taka hús hjá ykkur á Grand Vista á Spáni. Þú varst svo sem ekkert að hafa fyrir því að heilsa mér strax, horfðir íbygginn í fyrstu á strákinn meðan þú faðmaðir dóttur þína, augasteininn þinn, að þér og gekkst síðan til mín og heilsaðir; vel- kominn til Spánar; Vertu velkominn í mitt hús. Í hópi félaga og fjölskyldu áttir þú þínar bestu stundir. Þá gastu tekið flugið í þinni einstöku frásagn- arlist þar sem þú varst hafsjór af fróðleik um menn og málefni og grét þá oft kórinn allur af hlátri þegar þú fórst að minnast á einstaka lífs- kúnstnera sem hefðu orðið á vegi þín- um. Eins og til dæmis þegar þú komst einu sinni sem oftar með hóp af málurum frá Svíaríki og einn þeirra var svo óheppinn að missa framtönn í byrjun ferðar, en ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott því á markaðinn hér heima var komið nokkuð sem kallast tonnatak, og ráðdeild þín sem var þér í blóð borin kom sér nú vel. Tonnatakið var keypt og tönnin fest svo rækilega að vísifingur og þumall urðu fastir sam- an sem og tönnin upp í þeim sænska. En málin leystust farsællega og síð- ast þegar þú vissir sat tönnin enn á sínum stað mörgum árum síðar. Svona sögur og minningabrot milda hugarþelið þegar hugurinn reikar og allt verður hverfult á ný. Handverks- maður varstu góður, hafðir næmt auga fyrir litum sem og fólki. Margir sóttust eftir vinnu hjá þér enda hafðir þú mannaforráð alla þína ævi og tölu- vert umleikis í Svíþjóð þegar best lét. Bauðst mönnum vinnu hér frá landi voru í tugatali og eftir því sem ég best veit veittir þú þeim vel bæði með ráðdeild og skjól. En það var einmitt aðalsmerki þitt að hjálpa og styðja og horfa fram á veginn. Enginn lifir þó svo mannsævina alla að sorgin knýi ekki dyra og þið hjónin hafið ekki far- ið varhluta af þeirri staðreynd. Ekki verður hjá því komist að minnast á sundfimi þína en það leið aldrei sá dagur að þú sóttir ekki laugar hvort sem var hér heima á Fróni eða ytra, þann hæfileika að geta flotið og lesið moggann samtímis, það hef ég ekki séð hjá nokkrum fyrr né síðar, en þú sagðir mér einmitt frá því þegar læknarnir voru einhverju sinni að krukka í holdið að það hefði verið eins og að skera í góða eik svo vel værir þú á þig kominn. Þar er kannski kom- inn skýringin á því af hverju þú gast lesið á floti. Ekki má gleyma hlut- skipti eiginkonu þinnar, hennar Hlíf- ar, sem staðið hefur með þér vaktina í rúma hálfa öld og í atgervi hennar öllu fram á hinstu stund hefur hún sýnt og sannað hve einstakan lífs- förunaut þú áttir, svo sannarlega þín stoð og stytta. Lífið sem við höfum fengið að láni er stutt, en minning um líf sem vel var til vandað varir að ei- lífu. Sól mun ætíð skína yfir ævi þína. Ég votta aðstandendum nær og fjær hluttekningu mína. Hilmar Hlíðberg Gunnarsson. Elsku besti afi. Þegar þú veiktist var erfitt að meðtaka það því þú hafð- ir alltaf verið svo heilsuhraustur og kraftmikill maður. En að þú sért nú farinn frá okkur er enn erfiðara að skilja. Ég hef alltaf verið litla afa- stelpan þín og sakna þess að fá sím- hringingu frá þér bara til að heyra þig segja: „I love you!“ Ég veit að það eru allir sammála mér um að þú varst einstakur maður. Fyrir mér varstu besti afi í heimi! Það eru óteljandi minningar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa um þig en þá helst eru minningar um allar góðu stund- irnar sem við áttum saman fjölskyld- an í sumarbústaðnum fræga í Sví- þjóð. Ég man þegar við sátum saman í gufunni og hlupum svo út í kaldann snjóinn og flottu sundlaugina sem þú byggðir, og þegar þú lagðir golfvöll- inn í kringum bústaðinn og kenndir mér að pútta. Allar veiðiferðirnar niður á bryggju og ekki má gleyma spíttbátnum fræga sem sökk. Ég gleymi því heldur aldrei þegar þið gáfuð mér minn fyrsta hest og þú gast ekki annað en látið tárin falla af hrifningu yfir gleði minni. Það var alltaf mikið stuð og gaman í kringum þig enda varstu brandarakall mikill og fólk naut þess að vera í kringum þig. Þú sagðir alltaf við mig að þú værir ríkasti maður í heimi að eiga svona góða fjölskyldu og mig langar til að segja þér að mér finnst ég rík- ust í heimi að hafa átt þig sem afa. Ég mun sakna þín sárlega afi minn en minningin um þig mun lifa í hjarta mínu um alla eilífð. Takk fyrir að hafa verið til. Megir þú hvíla í friði og ró og engl- ar himins vaka yfir þér. Þín dótturdóttir Hlíf. Elsku afi, þú varst fyrirmyndin í lífi mínu. Mig langar til að segja nokkur minningarorð um þig og okk- ar samverustundir. Þegar ég sit hérna og skrifa þá man ég eftir mörg- um skemmtilegum stundum sem við höfum átt saman. Ég man til dæmis eftir því hvað mér fannst gaman að sjá þig ryksuga og slá blettinn og hafa allt í röð og reglu, ég man til dæmis eftir því þegar ég var lítill og mokaði sandi í nokkrar fötur og hellti í laugina þegar þú sást ekki til og þegar þú loksins tókst eftir því hvað ég smástrákurinn var að gera þá fékk ég bágt fyrir en það stóð stutt, ég lét það nú ekki hafa áhrif á mig því á meðan þú varst að moka upp úr laug- inni var ég hinum megin við þig og mokaði sandinum aftur og aftur út í laugina. Það eru einmitt svona atvik sem við gátum grátið af hlátri yfir... Svo erum við nú ennþá með við- urnefnin ,,litli og stóri hvalurinn“ og held ég að þessi nöfn muni vera kennd við okkur í langan tíma. Ég man nú hvað þú hafðir gaman af því þegar við vorum niðri á Hlemmi á leiðinni heim og vissum ekki hvaða strætó við áttum að taka og kom þar að ein vingjarnleg kona og sagði: „Nei, eru þetta ekki litli og stóri hval- urinn sem eru alltaf í Breiðholtslaug- inni!“ og leiðbeindi okkur síðan í hvaða strætó við áttum að fara... Og svona gæti ég nú haldið áfram og tal- ið upp allar okkar skemmtilegu minningar. Þú kenndir mér líka að vera alltaf við aðra eins og ég vildi að aðrir væru við mig, ég mun reyna að fara eftir öllu því jákvæða og góða sem þú kenndir mér afi, því lofa ég. Oft á kvöldin hugsa ég til þín og það er svo skrítið, ég finn fyrir nærveru þinni, ég er ekki frá því að ég sofi bet- ur. Þú veist að ég elska þig af öllu mínu hjarta og sakna þín „puss och kram“. Kær kveðja, þitt barnabarn Viktor Bjarnason (litli hvalurinn). Það er skrýtið til þess að hugsa að ég skuli sitja hér og rifja upp minn- ingar um móðurbróður minn þó svo að ég hafi fyrir nokkru síðan gert mér grein fyrir að veikindi hans væru mun alvarlegri en maður vonaði í fyrstu. Ég var svo lánsamur að geta skroppið í heimsókn til hans og Hlíf- ar út til Svíþjóðar í maí síðastliðnum og átt þar ógleymanlegar stundir með honum. Ég veit að við vissum báðir að þetta væri líklega í síðasta skipti sem við myndum hittast, alla- vega í þessu lífi, en um það var ekkert rætt heldur rifjuðum við upp gamla tíma og nýja, hlógum, sögðum brand- ara, spiluðum tónlist og reyndum að njóta hverrar stundar sem við höfð- um þessa góðu en þó alltof fáu daga í vor. Síðustu mánuði hef ég oft rifjað upp í huga mér allar þær skemmti- legu stundir sem ég, Róbert bróðir og Kiddi frændi áttum á heimili Svans og Hlífar en heimili þeirra stóð okkur alltaf opið. Ekki kynntist ég Svan náið þessi ár þó að ég dveldi löngum stundum á heimili þeirra hjóna sem barn og unglingur heldur meira Hlíf sem allt- af virtist geta passað okkur bræður þó svo að eflaust hafi það ekki verið létt verk á köflum. Eftir að Svan og Hlíf fluttust til Svíþjóðar sá ég þau sjaldan en þá helst í afmælum árin þar á eftir. En eins og hjá mörgum fjölskyld- um þá gera slysin ekki boð á undan sér. Á fimm árum misstum við nána ættingja úr fjölskyldum okkar langt fyrir aldur fram og margir áttu um sárt að binda lengi vel. En það styttir alltaf upp um síðir og það var einmitt eftir eina slíka raun að sólin skein glatt og ég kynnt- ist Svan betur en áður. Ekki man ég nákvæmlega hvar eða hvenær það gerðist en það var eins og við hefðum báðir endurheimt það sem að við höfðum svo sárlega misst. Lífið varð allt í einu betra og yndislegt að vera í návist þeirra hjóna á góðri stund. Eftir þetta töl- uðum við oft um að við hefðum þurft að ná saman miklu fyrr. Því miður ná orð ekki alltaf að lýsa nákvæmlega tilfinningum okkar. Þannig var það t.d um samband okk- ar Svans seinni árin. Við vorum frændur en eins og faðir og sonur, bestu vinir eða bræður. Við fundum eitthvað í návist hvors annars, eitt- hvað sem við héldum báðir að við værum fyrir löngu búnir að missa. Ég ætla að kveðja Svan með uppá- halds setningu hans sjálfs: „When the saints go marching in.“ Ef ein- hver var Saint þá var það hann. Mark Brink. Við minnumst vinar okkar Svans Magnússonar, sem lést í Svíþjóð 19. SVAN MAGNÚSSON ✝ Jenný Odds-dóttir fæddist á Heiði á Langanesi 23. júlí 1935. Hún lést á kvensjúk- dómadeild Land- spítalans við Hringbraut 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Lárus- dóttir frá Heiði á Langanesi, f. 22.2. 1913, d. 20.10. 1983, og Oddur Ingólfur Einarsson, f. 31.3. 1915, d. 17.7. 1990. Jenný var elst fjögurra systkina. Eft- irlifandi eru Lárus Arnþór Brown, Hjalti Már Hjaltason og Guðni Pálmi Odds- son. Jenný giftist 10.11. 1960 Þor- steini Ægi Kristins- syni frá Möðrufelli í Eyjafirði, f. 8.3. 1927, d. 29.4. 1982. Þau stunduðu bú- skap í Möðrufelli þar til þau fluttust til Akureyrar og þaðan til Reykja- víkur. Síðustu 20 árin starfaði Jenný á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Jennýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku systir. Fáa hef ég þekkt jafn gáfaða og göfuglynda sem þig, umhyggja þín fyrir lítilmagnanum var einstök, bæði fyrir mönnum og dýrum, alltaf tókst þú málstað þeirra sem minnst máttu sín. Man ég það er ég lítill snáði beið spenntur eftir af- mælis– og jólagjöfum frá Jenný syst- ur, en þær taldi ég mestar og bestar í heimi og alltaf voru þar hlutir sem ég hafði sérstakt dálæti á, og þá var nú kátt í höllinni og hlýjar hugsanir sendar til stóru systur sem ég var svo stoltur af. Einnig man ég þegar ég kom fyrst í sveitina til ykkar Didda en þið höfðuð þá nýhafið bú- skap á Möðrufelli. Þá var ég tíu ára, og fannst mikið til um að fá að fara í sveit og fá að taka þátt í sveitastörf- unum með ykkur, heyskap og um- gangast dýrin, kýr og kindur, en þar naust þú þín vel. Það var og mikið happ fyrir mig sem ungan mann að eiga vináttu þína og umhyggju, sú umhyggja var alla tíð sterk og fölskvalaus. Alltaf gat ég leitað til þín ef eitthvað bjátaði á, og ekki reyndist þú okkur síður vel þegar við Hjördís vildum hefja búskap, en þú tókst henni strax sem systur, við höfðum um það leyti talað við þig um að okkur langaði til að fá okkur íbúð á leigu og byrja að búa. Það stóð ekki á þér, þú komst til okkar daginn eftir og sagðist vera búin að finna þessa líka fínu íbúð á Vitastígnum, hún væri laus og við þyrftum bara að flytja inn, ekkert mál. Ekki reyndist þú síðri dætrum okkar, þú dekraðir við þær og þeim fannst mikið til um Jenný frænku, þær fengu að fara í fataskápana og snyrtidótið, síðan héldu þær ásamt þér heilmiklar tískusýningar, þá var nú mikið hleg- ið og þú hlóst manna mest, og enn er kom ný kynslóð, barnabörnin, og sagan endurtók sig, ennþá var Jenný uppáhaldsfrænkan. Já, glæsileika þínum var við brugðið, persónuleiki þinn og gjörvi- leiki var með þeim hætti að menn og dýr löðuðust að þér, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, en þrátt fyrir allt þetta sannast stundum að það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki, þú háðir harða baráttu við áunninn sjúkdóm og hafði sá oftar en ekki sigur og ágerðust völd hans eftir því sem árin liðu, en aldrei tókst honum að buga þig eða taka frá þér um- hyggjuna fyrir öðrum. Já, mikið kemur það manni á óvart þegar kall- ið kemur, þótt svo að annar og enn illvígari sjúkdómur hafi leikið þig svo grimmilega síðustu tvö árin. Við vissum öll hvert stefndi, þessi sjúk- dómur lét ekki að sér hæða, hann sigrar oftast að lokum. Elsku systir, mann setur hljóðan, maður verður svo lítill og vanmátt- ugur þegar hinn mikli riddari, dauð- inn, beitir sverði sínu. En hann er líka mildur og líknandi, hann tekur blíðlega í fang sér þá sem orðnir eru máttvana og þreyttir. Minningin um einstaka mann- eskju veitir okkur styrk til að halda áfram í þínum anda eins lengi og okkur gefst kostur á. Og þegar okk- ar stund kemur er ég sannfærður um að þú tekur á móti okkur með umhyggju og hlýju. Hvíl í friði systir góð, takk fyrir allt. Guð veri með þér. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: sofðu rótt. Þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið, svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Hinsta kveðja frá okkur Hjördísi. Hjalti. Í dag er til moldar borin frænka mín og vinkona, Jenný Oddsdóttir. Hún fæddist á Heiði á Langanesi 23. júlí 1935, einmitt þegar sumarið skartaði sínum fegurstu litum. Fyrstu æviárunum eyddi hún í glöð- um hópi móðursystkina sinna, móð- ur sinnar og afa og ömmu, þar til þær mæðgur fluttu til Akureyrar þar sem Jenný stundaði hefðbundna skólagöngu. Ung giftist hún Þor- steini Kristjánssyni frá Möðrufelli í Eyjafirði. Þar bjuggu þau um árabil uns þau fluttust til Reykjavíkur. Þorsteinn lést langt um aldur fram og var að honum mannskaði. Anna móðir hennar flutti einnig til Reykja- víkur ásamt sonum sínum, Lárusi Arnþóri og Hjalta. Gott og náið sam- band var með þeim systkinum og móður þeirra. Um langt árabil vann Jenný á næturvöktum á dvalarheim- ili aldraðra sjómanna á Hrafnistu í Reykjavík og ávann sér vinsældir og traust vistmanna og starfsfólks. Jenný var falleg stúlka. Hún var lífsglöð og listfeng, ljóðelsk og víð- lesin. Á heimili hennar á Kárastígn- um mátti glöggt sjá ást hennar á fal- legum hlutum, málverkum, listmunum og bókum. Nú, þegar sumarið er að kveðja, þá kveður Jenný. Hún laut í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Með þessum fáu orðum kveð ég hana með þökkum fyrir löng og góð kynni. Ég sendi bræðrum hennar, Lárusi Arnþóri, Hjalta og Pálma innilegar samúðar- kveðjur. Bryndís Guðjónsdóttir. Elsku Jenný frænka, við kveðjum þig í dag með mikinn söknuð í hjarta. Þú varst einstök kona, þú hafðir allt til að bera, bæði innri og ytri fegurð, gæsku, þokka og varst ótrúlega list- ræn. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá, þú varst ótrúlega barngóð og ekki má gleyma öllum dýrunum sem þú tókst undir þinn verndarvæng. Lífið er þó ekki gallalaust og þurftir þú að glíma við erfiðleika þess eins og margur annar og voru stundir okkar nú á seinni árum því ekki eins marg- ar og við hefðum viljað. Þrátt fyrir það þá skilur þú eftir þig miklar og góðar minningar, öll ferðalögin sem við fórum saman í þegar við vorum litlar stelpur, sögurnar sem þú sagð- ir okkur og öll lögin sem þú kenndir okkur. Þú varst þessi frænka sem öll börn myndu vilja eiga. Við gleymum aldr- ei þeim stundum sem við áttum með þér, spenningnum þegar þú varst á leiðinni í heimsókn til okkar, með rúsínur í poka og varalitinn í vesk- inu, sem við máttum alltaf punta okkur með. Það var nánast ekkert sem við máttum ekki gera þegar þú varst annars vegar, hvort sem það JENNÝ ODDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.