Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Yellow dock fyrir húðvandamál hrukkunjóli  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn á Akureyri Helgamagrastræti/ Munkaþverárstræti Víðimýri/Kringlumýri Upplýsingar í síma 461 1600 AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ UNDANFARIN ár hefur Lands- banki Íslands veitt tveimur nem- endum Háskólans á Akureyri styrk til framhaldsnáms í greinum sem tengjast sjávarútvegi eða fjármála- starfsemi eða til rannsóknarverk- efnis á sömu sviðum. Hvor styrkur er 500.000 krónur og eru þeir veittir til nemenda sem brautskráðir eru frá auðlindadeild og viðskiptadeild. Styrkjunum var úthlutað í þriðja sinn í vikunni en þá hlutu að þessu sinni Dagný Björk Reynisdóttir og Ríkarður Bergstað Ríkarðsson. Alls bárust tíu styrkhæfar umsóknir. Dagný Björk brautskráðist frá auð- lindadeild sl. vor en Ríkarður braut- skráðist frá viðskiptadeild vorið 2003, af stjórnunar- og fjármálasviði. Dagný er að hefja framhaldsnám við sömu deild í haust og mun leggja áherslu á líftækni. Rannsókn- arviðfangsefni hennar snýr að því að nýta endurnýtanlegar orkuauðlindir Íslands á umhverfisvænan máta til líftækniframleiðslu. Verkefnið miðar að því að nýta örverur og marg- víslegar gastegundir sem finnast á háhitasvæðum á Íslandi og tengja þessa þætti við nýtingu jarðhita, bæði á formi gufu og rafmagns til framleiðslu verðmætra líftæknilegra afurða. Ríkarður hefur frá haustinu 2003 stundað nám við Handelshojskolen í Århus og lýkur því á þessu ári. Loka- ritgerð hans fjallar um alþjóðavæð- ingarferli banka og fjármálafyr- irtækja. Þar fjallar hann um hvernig fyrirtæki í útrás velja sér erlenda markaði til að starfa á og hvernig þeir tengjast núverandi starfsemi á heimamarkaði. Megináhersla er á hvernig fyrirtæki auka smátt og smátt tengsl sín á erlendum vett- vangi og hvernig þau tengsl hafa áhrif á stefnu og hraða alþjóðavæð- ingarferlisins. Landsbankinn styrkir háskólanema Morgunblaðið/Kristján Styrkir Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans, t.v., María Árnadóttir, sem veitti styrk Ríkarðs sonar síns viðtöku, Dagný Björk Reyn- isdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. „ÞAÐ er nú heldur farið róast hér hjá okkur,“ sagði Ás- geir Hreiðarsson, forstöðumaður tjaldsvæðanna að Hömrum og við Þórunnarstræti, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Heldur kuldalegt var um að litast á tjald- svæðunum og því lítið spennandi að vera í tjaldútilegu. Hitastigið fór óþægilega nálægt frostmarkinu í fyrrinótt og úrhellisrigning var á Akureyri í gær og slydda til fjalla. Ásgeir sagði að þeir fáu gestir, sem væru á tjaldsvæð- unum, væru útlendingar og að þeim færi fækkandi. „Það er lítið um að Íslendingar séu á ferðinni eftir að skólar hefja starfsemi sína og tíðarfarið þessa dagana er heldur ekkert spennandi.“ Ásgeir sagði að aðsókn á tjaldsvæðin hefði verið þokkaleg í sumar en ekkert í líkingu við fyrra- sumar. „Gestir í sumar eru 30–35% færri en í fyrrasumar en þá jókst aðsóknin um 20–30% frá árinu áður. Gestum hefur fjölgað árlega undanfarin ár en það er ljóst að nú verður fækkun á milli ára.“ Útilífsmiðstöðin að Hömrum nýtur mikilla vinsælda og þá ekki síst á meðal heimamanna á Akureyri og í dag og á morgun eru hópar með skemmtidagskrá þar, þótt ekki sé hægt að segja að veðurspáin næstu daga sé uppörvandi. Kuldalegt á tjaldsvæðunum Tjaldútilega Það var heldur kuldalegt um að litast á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti í gærmorgun, þegar þetta hollenska par var að taka niður tjaldið sitt. Þau kvörtuðu þó ekki, ætluðu að halda ferðalagi sínu áfram og næsti viðkomustaður var Mývatn. Morgunblaðið/Kristján MIKIÐ annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri undanfarna daga og m.a. verið flogið til Svíþjóðar og Grænlands. Síðastliðinn miðvikudag bárust fjórar beiðnir um sjúkraflug, þar af þrjár á innan við klukku- stund. Um var að ræða sjúkraflug til Grænlands til þess að ná í veikan einstakling, flug á Vopnafjörð þar sem hafði orðið slys og flug með sjúkling í aðgerð frá Ak- ureyri til Reykjavíkur. Allar þessar vélar voru komnar í loftið innan klukkutíma frá því beiðni um fyrsta flugið barst. Fjórða flugið þann daginn var flutningur á sjúklingi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Í þessar fjórar ferðir voru notaðar þrjár vélar og að þeim komu átta flug- menn, fimm neyðarflutningamenn Slökkviliðs Ak- ureyrar og læknir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar er aðeins er til búnaður fyrir tvær sjúkra- flugvélar á Akureyri og þurfti því að taka búnað úr ein- um sjúkrabíl slökkviliðsins í þriðja flugið á miðviku- dag. Sjúkraflug frá Akureyri á árinu eru orðin 201, með 208 sjúklinga en allt árið í fyrra var farið í 301 sjúkra- flug. Í þessar ferðir hafa verið notaðar vélar frá Flug- félagi Íslands en félagið hefur sinnt sjúkraflugi frá Ak- ureyri undanfarin ár. Annríki í sjúkraflugi Sjúkraflug Theodór Skúli Sigurðsson, læknir á FSA, í sjúkraflugi á Grænlandi sl. vetur. ekki heildarflatamál, en í birtu flatarmáli sé ekki reiknað með sameign, sem sé gjarnan 16–18% flatarmáls í fjölbýlishúsum. Auk þess sé byggingarkostnaður lágt metinn í skýrslunni, og engin dæmi séu um að réttur til bygg- ingar bílakjallara sé metinn sér- staklega við sölu. „Hugsunin í skýrslunni er frá- leit. Tiltölulega skýrar upplýsingar eru til um sölu byggingarréttar á þessum tíma. Markaðstölur liggja fyrir og eru um 50% lægri en kaup borgarinnar á Stjörnubíósreitnum, eins og fram kemur í skýrslu borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, sem lögð var fyrir borgarráð í janúar 2005,“ segir í greinargerð með bókun sjálfstæðismanna. Ámælisverð bókun Stefán Jón Hafsteinsson, for- maður borgarráðs, segir að bókun SKÝRSLA innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kaup á svo- kölluðum Stjörnubíósreit byggðist á röngum forsendum og kemst því að rangri niðurstöðu, að mati borg- arstjórnarfulltrúa Sjálfstæð- isflokks. Miðað við réttar for- sendur var kaupverðið 68–73 milljónum króna yfir eðlilegu verði á þeim tíma sem kaupin voru gerð. Innri endurskoðun komst í skýrslu sinni að þeirri niðurstöðu að verðið sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir reitinn hafi verið við- unandi. Í skýrslunni gætir hins vegar ónákvæmni að mati sjálf- stæðismanna, og hugtökum þar ruglað saman. „Vinnubrögð innri endurskoð- unar eru óvönduð og sýna ekki þekkingu á viðfangsefninu. Það er alvarlegt fyrir borgarfulltrúa og borgarbúa almennt ef ekki er unnt að treysta á hlutlausa og nákvæma niðurstöðu innri endurskoðunar. Þess er krafist að skýrslan verði dregin til baka og leiðrétt, og lögð fyrir borgarráð að nýju á næsta fundi borgarráðs,“ segir í tilkynn- ingu frá sjálfstæðismönnum vegna málsins. Reiknað með röngum fermetrafjölda Meðal þess sem fundið er að skýrslunni er að notað hafi verið meðalverð fasteigna árið 2003, sem sé 12–13% hærra en verðið í júlí 2002, þegar kaupin fóru fram. Einnig sé notast við rangan fer- metrafjölda, þ.e. birt flatarmál sjálfstæðismanna um Stjörnubíós- reitinn hafi komið sér verulega á óvart. Afar óvenjulegt sé að sjá jafn harða gagnrýni kjörinna full- trúa á borgarstofnun, líkt og gert sé nú varðandi skýrslu innri end- urskoðunar Reykjavíkurborgar. „Okkur var talsvert brugðið. Þau [borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins] unnu sitt álit á skýrsl- unni án þess að bera það undir innri endurskoðun. Mér finnst bókunin mjög ámælisverð miðað við að þarna er borgarstofnun að störfum, sem alls ekki er hafin yfir gagnrýni, en þarf að njóta mikils trausts. Fullkomnu vantrausti er lýst á hana án þess að sú efnislega gagnrýni sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á skýrslu innri endur- skoðunar hafi verið borin undir hana til andmæla. Það finnst mér í hæsta máta ámælisvert,“ segir Stefán Jón. Kaupverð 68–73 milljón- um yfir eðlilegu verði Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bygging Framkvæmdir eru í fullum gangi á svonefndum Stjörnubíósreit. Sjálfstæðismenn efast um forsendur skýrslu um Stjörnubíósreit Eftir Brján Jónasson og Björn Jóhann Björnsson ÍR 100 ára | Unnið er hörðum höndum að því að rita 100 ára sögu Íþróttafélags Reykjavíkur, en félagið mun fagna 100 ára afmælinu 11. mars 2007. Ritnefnd bókarinnar safnar nú myndum og öðrum fróðleik úr starfi ÍR í gegnum tíðina, og biður álla sem eiga eitthvað áhugavert að koma því í ÍR-heimilið til Þorbergs Eysteins- sonar með viðeigandi upplýsingum. Seltjarnarnes | Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú hafist handa við að leggja ljósleið- ara inn á fyrstu heimilin á Sel- tjarnarnesi. Verkefnið hafði áður tafist vegna þess að þau tilboð sem OR bárust í lagningu ljósleið- arans voru hærri en reiknað hafði verið með. Samningar náðust við verktaka um að hefja verkið á Sel- tjarnarnesi og er hann innan kostnaðaráætlunar. Ljósleiðarar lagðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.