Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Jó-hannsson fædd- ist á Brúarlandi í Mosfellssveit 12. ágúst 1933. Hann lést á Landspítalan- um 18. ágúst síðast- liðinn. Foreldar hans voru Jóhann Sigurjónsson, bók- haldari í Reykjavík, f. 4. mars 1911, d. 31. des. 1956 og Guðrún Magnús- dóttir, símstöðvar- stjóri á Brúarlandi (Varmá) í Mosfellssveit, f. 6. apríl 1913, d. 8. ágúst 2000. Systkin Sig- urjóns eru Jón Magnús, f. 1935, Margrét Helga, f. 1940, og Matt- hildur, f. 1942. Systkini samfeðra eru Helgi, f. 1956, d. 1956, og Jó- hanna Á. H., f. 1957. Sigurjón kvæntist hinn 4. júní 1960 Ernu Þorleifsdóttur, fyrrum félagsráðgjafa, f. 9. apríl 1939, d. 7. mars 1994. Foreldrar hennar voru Þorleifur Guðmundsson framkvæmdastjóri og Guðrún Bergsdóttir húsfreyja. Börn Sig- urjóns og Ernu eru: 1) Jóhann, f. 8. nóvember 1960. Sonur hans er Aron, f. 1994. 2) Þórgunnur, f. 8. maí 1963, í sambúð með Marvin E. Wallace. Dóttir hennar er Erna Sif Óskarsdóttir, f. 1983. Eitt barnabarn, Aníta Björt, f. 2002. 3) Katrín, f. 24. ágúst 1964. Sonur hennar er Davíð Þór Katrínarson, f. 1993. 4) Anna Guð- rún, f. 25. júní 1968. Sonur hennar er Freyr Vilmundar- son, f. 2003. Eftirlifandi sam- býliskona Sigurjóns er Ingibjörg Þórar- insdóttir, f. 25. ágúst 1933, fyrrum skólastjóri Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1953. Hann stund- aði nám í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands á árunum 1953-1956 en lauk ekki námi heldur sneri sér að blaðamennsku sem átti þá hug hans allan. Fram til ársins 1978 starfaði Sigurjón aðallega sem blaðamaður en þá flutti fjölskyld- an til Noregs og þar var hann lektor við Blaðamannaháskólann í Ósló til ársins 1982. Eftir heim- komu var hann við ýmis störf til ársins 1987 en þá hóf hann kennslu við fjölmiðlabraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og starfaði þar þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 2003. Útför Sigurjóns verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég kynntist Sigurjóni þegar hann var á ungum aldri, því að ég var náinn vinur Ásmundar föðurbróður hans frá árum náms og starfa í Kaup- mannahöfn. Ég minnist þess hve mér þótti Sigurjón tiltakanlega fallegur og ljúfur piltur. Síðan vissum við ávallt hvor af öðrum, en kynni okkar voru stopul uns hann hóf fyrir nokkr- um árum sambýli með Ingibjörgu Þórarinsdóttur, kennara og skóla- stjóra, sem var og er náinn vinur okk- ar Sigríðar konu minnar. Þau Ingi- björg voru bekkjarsystkin frá Menntaskólanum á Akureyri. Nú höfðu þau bæði misst maka sína, en börnin voru komin vel á legg þegar þau brugðu á það heillaráð að taka saman og búa sér fagurt heimili hérna í Vesturbænum. Með sanni má segja að með þeim hafi verið jafnræði um gáfur og glæsileika. Ingibjörg var ásamt okk- ur hjónunum meðlimur í litlum gam- algrónum vinahópi fólks sem kemur saman öðru hvoru til skrafs og skemmtunar; og nú bættist Sigurjón í þennan kærleiksflokk sem mikill au- fúsufélagi. Oftast tókum við Sigurjón þátt í hinum almenna fagnaði, en stundum fengum við færi á að draga okkur til hlés og ræddum tveir saman um margvísleg hugðarefni okkar. Það var í senn fróðlegt og fjarska notalegt að sitja við hlið hans og ræða við hann. Hann var hæglátur og hóg- vær, skipulegur í framsetningu og umtalsgóður um alla menn. Hann hafði verið blaðamaður og ritstjóri um áratuga skeið og kunni frá mörgu að segja af þeim vettvangi. Nokkur ár dvaldist hann í Noregi, tengdist þeim frændaheimi traustum böndum og lærði margt af Norðmönnum – og þeir af honum, því að hann var um skeið lektor við blaðamannaháskól- ann í Ósló. Á síðari árum vann hann mjög að söfnun heimilda um ýmsa þætti í íslenskri blaðaútgáfu sem lítt hafa verið kannaðir til þessa. Ekki veit ég gjörla hvar það verk var á vegi statt við fráfall hans, en ég vona að það hafi verið komið svo vel áleiðis að það verði gefið út á prent, eða að minnsta kosti einhverjir mikilvægir hlutar þess. Ég veit að ég mæli fyrir munn okk- ar allra í litla vinafélaginu okkar þeg- ar ég lýsi sárum söknuði eftir góðan dreng og hugljúfan vin. Öll sendum við Ingibjörgu og börnunum þeirra beggja hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Jónas Kristjánsson. Genginn er góður vinur, Sigurjón Jóhannsson, sem í mínum huga var og er Diddó og ekki annað. Hvernig gælunafnið kom til veit ég ekki né man ég okkar fyrstu kynni; hann var einfaldlega hluti af stórfjölskyldunni á Brúarlandi í Mosfellssveit sem mér, og fleirum sem fetuðu þar fyrstu sporin á menntabrautinni, var fram- an af ekki almennilega ljóst hvar end- aði og hvar byrjaði. Það gerði heldur ekkert til því hlýjan og hispursleysið geislaði af öllu þessu fólki og manna- munur ekki gerður, hvorki með tilliti til stéttar né aldurs. Diddó var 5 árum eldri en ég en það er aðeins tala á blaði. Hann ákvað strax að ég væri jafningi. Að mínu viti lýsir það Diddó mjög vel. Hann kom framan að hlutunum og gekk út frá því góða á meðan nokkur kostur var. Létt lund var honum eðlislæg og enn hlýnar mér um hjarta þegar ég heyri kumrandi og kitlandi hláturinn sem oft kom áður en aðrir viðstaddir höfðu komið auga á hið broslega á líð- andi stund. Vegna miseldris vorum við ekki skólafélagar á Brúarlandi. En tilver- an hagaði því svo að við urðum báðir blaðamenn. Keppinautar til að byrja með, hann á Þjóðviljanum en ég á Tímanum, en það breyttist árið 1962 þegar Hilmar A. Kristjánsson gerði tilraun með að gefa út nýtt síðdeg- isblað, Mynd, og safnaði þangað liði af blöðunum sem fyrir voru. Þar urð- um við Diddó samherjar og þar var stofnað til vináttu sem ekki rofnaði síðan, þó við yrðum aftur keppinaut- ar meðan hann var á Fálkanum en ég á Vikunni. Við áttum líka eftir að verða samherjar á ný og gott er að minnast ferðar sem við fórum saman til Óslóar fyrir Vikuna eftir að ég var orðinn ritstjóri þar öðru sinni. Um skeið hvarf Diddó til Noregs en ég upp í Borgarfjörð, hvort tveggja álíka langt í tíma frá höfuð- borgarsvæðinu. En alltaf var sem við hefðum hist síðast í morgun þegar fundum bar saman. Síðast hittumst við í Þjóðarbókhlöðunni þar sem hvor var að sinna sínum hugðarefnum og endaði með því að bókavörðurinn bað okkur góðfúslega að hypja okkur að minnsta kosti fram á gang með sam- ræðurnar. Diddó kom víða við um dagana og lagði gjörva hönd á margt. Nú er hann enn horfinn til nýrra heim- kynna og verka. Þangað fylgir hon- um þökk fyrir velvild og vináttu alla tíð. Sigurður Hreiðar. Þegar góðir vinir og félagar falla frá er fyrsta tilfinningin oft söknuð- ur. Það var einmitt söknuður sem mér var efst í huga þegar ég heyrði um andlát Sigurjóns Jóhannssonar. Síðan reikaði hugurinn að öllu því sem við gerðum saman um nokkurt árabil. Ég átti því láni að fagna að vinna að ýmsum verkefnum með hon- um og kynnast honum sem blaða- manni og félaga. Það var bæði dýr- mæt og skemmtileg reynsla. Alltaf síðan þegar ég hef hitt hann á förnum vegi eða við hist við ýmis tækifæri minnist ég þess hve þetta tímabil í lífi okkar var gefandi. Kynni mín af Sigurjóni hófust þeg- ar hann var ritstjóri Vinnunnar hjá Alþýðusambandi Íslands og ég fræðslufulltrúi MFA. Sigurjón hafði mikla reynslu af blaðamennsku og það var reyndar sameiginlegt áhuga- mál okkar á þeim tíma og alla tíð var það áhugaefni hans og lífsstarf. Á þessum tíma, þ.e. á níunda ára- tug síðustu aldar, var allt fræðslu- starf innan verkalýðshreyfingarinnar í mikilli endursköpun og mótun innan MFA og Alþýðusambandsins. Á námskeiðum hjá Félagsmálaskóla Alþýðu var ákveðið að flétta inn í nám fyrir launafólk kennslu í fjölmiðlun, framkomu í sjónvarpi, ritun blaða- greina og fleira sem tengist þekkingu á sviði fjölmiðla. Í þessu efni leituðum við til fagmanna á öllum sviðum og þar reyndist Sigurjón Jóhannsson haukur í horni. Hann hafði yfirgrips- mikla þekkingu á blaðamennsku síð- ustu áratuga. Hann bjó út námskeið þar sem hann sýndi þróun blaða- mennskunnar, sýndi hvernig myndir, fyrirsagnir og hönnun blaða breytt- ust í tímans rás, nýjungar urðu til og tæknibreytingar mótuðu stöðugt störf blaða- og fréttamanna. Hann hafði unnið á ýmsum dagblöðum og tímaritum og gat miðlað okkur hinum af skemmtilegri og dýrmætri reynslu sinni. Síðar þegar Tómstundaskólinn setti upp viðamikið námskeið í fjöl- miðlun var hann einn af helstu hug- myndasmiðum þess og umsjónar- maður. Sigurjón var hlýr og þægilegur kennari sem hafði ætíð tilfinningu fyrir fólkinu í kringum sig. Ég held að þetta hafi einkennt hann alla tíð. Þegar hann fjallaði um áhugamál sitt þá duldist engum að þar fór maður sem tók starf sitt alvarlega og reyndi af fremsta megni að miðla því besta sem hann hafði sjálfur lært af langri reynslu. Ég átti þess síðar kost að fara með Sigurjóni og Gylfa Má Guð- jónssyni til Murikka í Finnlandi þar sem við dvöldum saman í Norræna MFA-skólanum í vikutíma. Þar sá ég hve hæfileikar Sigurjóns nutu sín þegar hann sýndi ljósmyndir sem hann hafði sjálfur tekið, dramatískar og fullar lífi en um leið blandaðar mannlegum harmleik þegar byggðin í Vestmannaeyjum fór undir hraun í janúar 1973. Þarna kynntist ég manninum Sigurjóni Jóhannssyni, lífsstíl hans, húmor og hæfileikum. Þarna skildi ég til fulls hve auðvelt hann átti með að afla sér trausts og vinsælda hvar sem hann fór. Hvort sem hann kenndi blaðamennsku í Blaðamannaskólanum í Osló, hjá Fé- lagsmálaskóla Alþýðu eða Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti var þarna sami gamli, góði drengurinn á ferð að miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Í hvert sinn sem við hittumst eftir þessa skemmtilegu ferð til Finnlands voru alltaf tilefni til að rifja upp ýmis atvik sem kölluðu fram dillandi hlátur hans og kankvíst bros. Eftir þetta áttum við Sigurjón eftir að vinna ýmis verk saman, sérstak- lega að ýmsum ritum sem voru unnin í tilefni að stórafmælum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ. Þetta voru skemmtileg verkefni. Sigurjón var ætíð frumlegur og fundvís á efni, en við hlið sér hafði hann oft allt of óþol- inmóðan samverkamann. Það lá nefnilega ekki alltaf mikið á hjá Sig- urjóni. Hann hafði alltaf nógan tíma. Í þessum verkefnum unnum við sam- an sem einn maður þó ólíkir værum að mörgu leyti. Það er ekki svo langt síðan Sig- urjón kom til okkar á skrifstofu Efl- ingar – stéttarfélags og bauð fram nýjar hugmyndir að efni fyrir Frétta- blað Eflingar. Hann hafði fylgst með blaði félagsins og vildi gjarnan leggja okkur lið. Ekki ólíkt Sigurjóni. Við fengum þarna kærkomið tækifæri til að endurnýja samstarfið. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir góða samfylgd, allt það sem Sigurjón Jóhannsson miðlaði mér og ekki síð- ur hvernig alúð hann sýndi allri kennslu og tilsögn á þeim tíma sem við störfuðum saman. Fjölskyldu Sig- urjóns votta ég samúð mína. Þráinn Hallgrímsson. Snemma á starfsferli Fjölbrauta- skólans í Breiðholti var tekin um það ákvörðun í stjórn skólans að hleypa af stokkunum sérstakri fjölmiðla- braut, þar sem leitast yrði við að tengja saman almennt framhalds- skólanám og ýmsar sérgreinar fjöl- miðlunar svo sem íslenskt mál, ljós- myndun, tölvuvinnslu o.fl. Auglýst var eftir manni til að veita forstöðu slíkri námsbraut og bárust nokkrar umsóknir, þar á meðal umsókn frá Sigurjóni Jóhannssyni. Sigurjón var á þeim tíma vel kunnur sem fjöl- miðlamaður, bæði sem blaðamaður og félagi í stjórnum hagsmunasam- taka auk þess sem nokkra athygli hafði vakið að hann hafði verið í fram- haldsnámi við norskan blaðamanna- skóla og sent útvarpi og blöðum áhugaverða fréttapistla frá Noregi. Er ekki að orðlengja það, að Sig- urjón var ráðinn til að veita fjölmiðla- brautinni forstöðu. Kom fljótt í ljós, að þar var réttur maður á réttum stað. Tekið var af fagmennsku og mikilli kunnáttu á öllum þeim málum sem upp komu og leið ekki á löngu uns brautin var komin í fastan farveg við sívaxandi aðsókn. Aðsóknin varð reyndar svo mikil að innan nokkurra missera þurfti að ráða annan fjöl- miðlamann að brautinni. Varð þá fyr- ir valinu ungur fjölmiðlafræðingur, sem m.a. var fyrrum FB-nemandi, Magnús Ingvason. Með ráðningu Magnúsar hófst mikilsháttar sam- starf þeirra Sigurjóns um fjölmiðla- brautina sem innan tíðar var komin í fremstu röð sinnar tegundar á land- inu og til mikils sóma fyrir þá félaga báða og þá ekki síður Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti sem stofnun. Mjög reynir á hæfileika manna til samstarfs undir kringumstæðum sem þessum. Sumir leiðast inn á þá braut að setja sig á háan hest gagn- vart yngri vinnufélögum, en slíku var ekki til að dreifa þar sem Sigurjón Jóhannsson var. Einkar þjált geðslag naut sín til fulls í slíku samstarfi. Sjálfur var hann sífrjór í hugsun, ætíð að leita fyrir sér með góðar lausnir og þá ekki síður að laða fram það besta hjá samstarfsmönnum og nemendum, en hvort tveggja tókst Sigurjóni sérstaklega vel. Þá er að geta þess, að starfið í fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti náði langt út fyrir veggi skólans. Dæmi um slíkt er fyrirferðarmikil þátttaka brautarinnar í útgáfu Breiðholtstíð- inda og hvernig þeir starfsmenn og stjórnendur brautarinnar hafa tengt saman yngri og eldri nemendur, og þar með talda löngu útskrifaða, með félagslegum hætti; heimsóknum, fyr- irlestrum og fundahöldum. Má full- yrða að vinnubrögð af því tagi eru til marks um framúrskarandi skóla- starf, lýðræðisleg vinnubrögð og samþættingu atvinnulífs og skóla. Með hliðsjón af framanskráðu má sjá, að Sigurjón Jóhannsson var skólamaður af bestu gerð. Einn af þeim sem telja má til hornsteina í far- sælu skólastarfi. Á kennarastofunni var Sigurjón líka góður félagi. Í frímínútum sat hann oftast við „gáfumannaborðið“ svokallaða, ætíð stilltur vel og yfir- vegaður, ýmist alvörugefinn eða glettinn eftir málsatvikum eða kring- umstæðum, sífellt reiðubúinn til þátt- töku í daglegri umræðu og ætíð að leggja gott til mála, en það var eitt megineinkenni hans. Það var nota- legt að hafa hann að borðfélaga eða sem sessunaut og verður þar nú skarð fyrir skildi. Sigurjón Jóhannsson var hvers manns hugljúfi. Langt út yfir gröf og dauða mun áhrifa hans gæta; prúð- mannleg framkoma hans og persónu- leg reisn, yfirveguð stilling og já- kvætt viðmót, framúrskarandi þekking ásamt hjartans auðmýkt og lítillæti, vinsemd hans og hlýja. Allt eru þetta eiginleikar sem umvefja samferðamennina. Sigurjóns verður sárt saknað, mjög sárt, en söknuðinum fylgir einnig gleði, gleði yfir að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng. Þökk fyrir það. Samúðarkveðjur til aðstandenda Þorkell St. Ellertsson. Það er með miklum trega sem ég og samstarfsmenn mínir við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti kveðjum kæran og traustan vin, Sigurjón Jó- hannsson framhaldsskólakennara. Sigurjón hóf störf við FB árið 1987. Þar veitti hann fjölmiðlabraut skól- ans forstöðu og undir hans hand- leiðslu óx hún og dafnaði jafnt og þétt. Sigurjón hafði ríkan metnað fyrir hönd skólans og nemenda. Hann var sífellt að leita leiða til að gera skólann og brautina sem besta og var frumkvöðull á ýmsum sviðum. Reynslu sína frá fjölmörgum dag- blöðum og tímaritum sem og kennslustörfum við blaðamannahá- skólann í Osló í Noregi nýtti hann vel og nemendum var ljóst að þar talaði maður með mikla reynslu. Væntumþykja Sigurjóns gagnvart nemendum skein alltaf í gegn og þeir fundu sterklega fyrir því. Hann var alla tíð sérlega vinsæll og virtur kennari og lögðu nemendurnir sig fram við að vinna vel undir hans leið- sögn. Hann gerði ríkar kröfur um fagleg og metnaðarfull vinnubrögð og stoltastur var hann þegar hann tók við góðu og vel unnu verkefni. Sigurjón hafði tröllatrú á ung- dómnum og lét það óspart í ljós. Hann gaf nemendum kost á tölu- verðu frjálsræði og þeir vissu að það var vandmeðfarið. Sigurjón lét af kennslustörfum fyr- ir aldurs sakir árið 2003 og hugðist setjast í helgan stein, þá rétt tæplega sjötugur að aldri. FB mátti þó illa við að missa jafn góðan og hæfan starfs- mann og var hann beðinn um að koma aftur til starfa við hin ýmsu verkefni fyrir skólann. Þau verk leysti hann jafn vel og venjulega. Veikindi Sigurjóns bar brátt að. Þegar starfsmenn kvöddust sl. vor var hann jafn hress og venjulega og fullur tilhlökkunar að takast á við næstu verkefni sem m.a. voru fólgin í því að hafa umsjón með 30 ára afmæl- isriti skólans nú í október. Skjótt skipast veður í lofti og nú aðeins tveimur mánuðum síðar er hann all- ur. Við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning Sigurjóns Jóhannssonar lifa. F.h. starfsfólks Fjölbrautaskólans í Breiðholti Magnús Ingvason. SIGURJÓN JÓHANNSSON  Fleiri minningargreinar um Sig- urjón Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Davíð Logi Sigurðs- son; Þorgrímur Gestsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.