Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „VEL skilgreind eignarréttindi leiða til aukinnar náttúruverndar,“ segir Michael De Alessi, en hann starfar hjá Reason- stofnuninni í San Francisco í Bandaríkj- unum. En stofnunin hefur frá 1968 stuðl- að að hugmyndum frjálshyggjunnar m.a. með tímaritaútgáfu og er virt í Banda- ríkjunum. Í erindi sínu, sem bar yfirskriftina „Náttúruauðlindir – einkaeign eða rík- iseign“, ræddi Alessi m.a. framseljanleg- an kvóta (Individual Transferable Quota) og bar Ísland saman við Nýja- Sjáland hvað það varðar. Hann bendir á að í Nýja-Sjálandi er litið á kvótann sem vel varin eignarrétt- indi, sem svipi t.a.m. til afsalsbréfs af húsnæði. Hann segir að vegna þess hve réttindin séu skýr, þá hafi Nýsjálending- ar t.d. verið afar nýjungagjarnir í því þegar kemur að verndun fiskimiðanna. Þ.e. hvernig þeir nýti sér vísindin og setji sér kvóta. Hann bendir á að útgerðarfyr- irtækin veiði oft minna en sjávarútvegs- ráðuneytið gefi leyfi fyrir. „Þeir hafa náð að gera ýmsa áhugaverða samninga sín á milli. Tökum sem dæmi tvær útgerðir, t.a.m. útgerðir með hörpudisk og ostrur, en þær hafa áhrif á hvor aðra. Þær hafa einnig áhrif á útgerðir með uggfiska. Eigendur útgerðanna þriggja hafa gert samninga sín á milli um að stýra útgerð- unum sem einni einingu. Þar með hafa þeir tekið með í reikninginn hvaða áhrif hver og ein útgerð hefur á þá næstu. Þetta er einstakt hvað útgerð varðar,“ segir Alessi. Hann bendir á að umhverfissinnar ræði gjarnan um nauðsyn fjölstofna- stjórnunar (multispecies management), og bætir því við að slíkt sé uppi á ten- ingnum í Nýja-Sjálandi. Hann segir eignarréttindin gera þeim kleift að vera nýjungagjarna þegar það kemur að fjöl- stofnastjórnun. Útgerðirnar ráði til sín sína eigin vísindamenn og greiði sjálfar fyrir vísindarannsóknir auk þess sem ríkið komi að slíku. „Virði kvótans er þær fjárhagslegu væ vel varðveittum Alessi og bætir dragi úr því ver framtíðinni. Hann tekur öfgakennt dæmi að fara illa með f tekið það sem þ Þar sé kerfið m eignarréttindi sé menn eins miki horft til fram Michael De Alessi hjá Reason-stofnuninni fjallaði um n „Vel skilgreind leiða til aukinnar „Eignarréttur og framtíðin“ var yfirskrift fundar sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir í gær. Jón Pétur Jónsson ræddi við Michael De Alessi, einn fyrirlesara á fundinum, en hann fjallaði um eignarréttindi og náttúruauðlindir. Miklar umræður stefnu RSE – Ra FLEIRI nemendur en luku síðasta ári við Landakotsskóla, hófu nám við skól- ann í haust. Þeir voru 150 í fyrra en á þriðjudag hófu um 154 nemendur nám og enn er verið að vinna umsóknir vegna nýrra nemenda. Skólinn hefur pláss fyrir yfir tvö hundruð nemendur og segist Fríða Regína Höskuldsdóttir, nýr skóla- stjóri Landakotsskóla, sannfærð um að hann verði fljótur að fyllast, það vilji hún sjá sem fyrst. Landakotsskóli á sér tæplega 110 ára sögu og var lengst af í eigu kaþólsku kirkjunnar en var í kjölfar fjárhagserf- iðleika gerður að sjálfseignarstofnun í fyrra. Erfiðar deilur hafa staðið innan skólans undanfarna mánuði og náðu há- punkti sínum í kjölfar þess að aðstoð- arskólastjóra var sagt upp störfum og skólastjóri sagði starfi sínu lausu. Sjö kennarar sendu meðal annars frá sér yf- irlýsingu í júní þar sem þeir gagnrýndu „aðför fyrrverandi kennararáðs og skólanefndar að skólastjóra, aðstoðar- skólastjóra, kennurum og nemendum“. Deilurnar hafa vissulega haft nokkur áhrif og þannig hafa einhverjir foreldrar kosið að senda börn sín annað í skóla auk þess að nokkrir kennarar hafa sagt upp störfum. „Viljum bara frið til að kenna“ Þegar blaðamaður lagði leið sína í Landakotsskóla fyrsta skóladaginn, virt- ist flestum þar þó umhugað um að horfa fram á veginn. Menntaðir kennarar eru í nær öllum stöðum en tveir stundakenn- arar kenna smíðar og trúarbrögð. Fundað var með foreldrum barna í skólanum 18. ágúst og á þeim fundi segir Fríða Regína sal skólans hafa verið full- an af fólki og sama hafi verið uppi á ten- ingnum í Kristskirkju þegar skólinn var settur. Stemmningin hafi verið góð. „Ég er mjög ánægð með skólann eins og hann er og treysti því að hann haldi áfram að vera jafngóður. Þetta er fá- mennur minnihluti sem lætur neikvætt í sér heyra,“ segir Jóhanna Sara Krist- jánsdóttir sem verður á vegi blaðamanns á göngunum, en hún er foreldri við skól- ann. Elín Oddgeirsdóttir er nýr kennari við Landakotsskóla en hún kennir fyrsta bekk. „Ég er svo lánsöm að vera ekki inni í þessum deilum og ég ætla ekki að setja mig inn í þær. Þetta eru gamlar væringar og mér finnst óþarfi að vera stöðugt að strá salti í sárin. Mér finnst komið nóg og við viljum bara fá frið til að kenna, allavega við sem vorum að byrja.“ Tveir aðrir kennarar sitja í mötuneyt- inu og hafa kennt mun lengur við skól- ann en Elín. Þau segjast hafa hugleitt að hætta þegar deilurnar komust í hámæli en á endanum ákveðið að halda áfram störfum. Þau sjái ekki eftir því og starfið fari vel af stað. Fólk meitt eftir átökin „Ég vissi náttúrulega að ég væri að fara út í hörkuvinnu hérna. En allt þetta tilfinningarót, og þessi ónafngreindu öfl er erfitt að kljást við,“ segir Fríða Reg- ína. Hún segir það hafa verið nokkuð erfitt að hefja störf í spennuþrungnu andrúms- lofti en jafnframt að hún hafi talið að þarna gæti verið virkilega þörf fyrir hana og frestaði því doktorsverkefni sínu. „Mörgum sem hafa gengið í skól- ann hefur runnið ástandið til rifja og höfðu samband við mig og hvöttu til þess að sækja um. En það hefði ég aldrei gert nema eftir að ég hitti skólastjórn í fyrsta skipti og sá hversu ábyrg og traust þessi stjórn er. Um starfsfólkið vissi ég ekki Nemendum hefur fjölgað í Landakotsskóla Deilurnar höfðu áhrif á alla en flestir horfa nú fram á veginn Fríða Regína Hö Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is EKKERT gerir nemendurnir. B í tíma til fjórða og spjallaði við unda bekk. Krakkarnir í nokkuð hressir ur í skólanum o miðlafársins far sér þótt hann st tíma. Þau hafa v skólanum. Þau höfðu ým væri skemmtile en meðal svara voru: Stærðfræ dans, íþróttir, „ „eiga vini og þe skóli“, skrift, læ úrufræði, tölvur arar. „Mér finns kennarinn er gó „Mér finnst bar sem sögðust ekk neitt í skólanum anna voru að sk því að upplifa fy Landakotsskóla sumt vera öðruv Það ríkti til dæm „Við g eitthv FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN Í UMÖNNUNARSTÖRFUM Ýmiss konar grunnþjónusta hinsopinbera er í nokkru uppnámiþessa dagana vegna skorts á starfsfólki. Þetta á við um umönnunar- störf og störf við ræstingar á hjúkr- unarheimilum aldraðra, störf á frí- stundaheimilum grunnskóla í Reykja- vík, á leikskólum og stöður ófaglærðra starfsmanna á sjúkrahúsum. Afleiðing- arnar eru m.a. þær að innlagnir á hjúkrunarheimili hafa verið stöðvaðar og foreldrar, sem vinna fullan vinnu- dag, hafa lent í umtalsverðum vand- ræðum vegna þess að þeir hafa ekki getað komið börnum sínum í gæzlu eft- ir skóla. Ekki þarf að fjölyrða um þau óþægindi og hugarangur, sem þetta getur valdið í mörgum fjölskyldum, sem hafa reitt sig á að þessi þjónusta standi til boða eins og lofað hefur verið. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að helzta ástæða manneklunnar í op- inberri þjónustu sé þensla á vinnu- markaði, en þá fari fólk úr opinberum störfum og yfir í einkageirann. Opin- berar stofnanir séu ekki samkeppnis- hæfar þegar að launakjörum kemur. Ýmsir viðmælendur blaðsins láta í ljós þá skoðun að störf við umönnun, hvort heldur er ungra eða aldinna, séu ekki nægilega mikils metin og launin ekki í samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til fólks í þessum störfum. Þegar þær tölur eru skoðaðar, sem birtar eru í blaðinu í gær og dag um laun þeirra, sem vinna störf ófaglærðra í heilbrigðiskerfinu, fer varla á milli mála að það er rétt mat. Spurningin er hins vegar hvernig sá vandi er leystur til lengri tíma. Ekki er víst að það ger- ist með miðstýrðum kjarasamningum. Þegar eftirspurn eykst á vinnumark- aði, eru opinberar stofnanir augljós- lega ekki í stakk búnar að bregðast við með því að gera betur við starfsfólk sitt. Þær skortir þann sveigjanleika, sem einkafyrirtæki hafa. Ef menn vilja að laun fyrir þau störf, sem um ræðir, séu í betra samræmi við þá spurn, sem er eftir fólki í þau, hljóta þeir að reyna að efla einkaframtak í mennta- og heil- brigðiskerfinu, fjölga þannig vinnu- veitendum og auka samkeppni á milli þeirra. Þótt þjónustan sé áfram fjármögnuð af almannafé, fer ekki á milli mála, eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á, að með einkarekstri og samkeppni má tryggja betri nýtingu fjármuna, meiri sveigjanleika og betri kjör starfs- manna. Það er t.d. umhugsunarvert, sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að hið einkarekna hjúkrunarheim- ili Sóltún hefur nú þegar mannað allar stöður fyrir veturinn og telur sig vel samkeppnisfært, þótt aðrir séu í vand- ræðum. Annað, sem liggur í augum uppi í þessu máli, er að þeirri spurn sem er eftir fólki til starfa við rekstur umönn- unarstofnana, er að stórum hluta full- nægt með erlendum starfsmönnum. Velferðarkerfið væri illa statt án þessa fólks, sem er reiðubúið að leggja fram starfskrafta sína, oft fyrir lítil laun. Við eigum að meta það að verðleikum. HAUSTLÍNAN Á HAFNARBAKKANUM Fáránlegt ástand er nú í fataverzlun íEvrópusambandinu. Heilu haust- línurnar af fötum eru geymdar í gámum á hafnarbakkanum, en hillur verzlana eru tómar fyrir vikið. Tízkuverzlanir og fatainnflytjendur sjá fram á gjaldþrot, atvinna starfsmanna þeirra er í hættu. Ástæðan? Vanhugsuð ákvörðun fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins í júní síðastliðnum um að setja tímabund- inn kvóta á innflutning vefnaðarvöru frá Kína sem „neyðarráðstöfun“. Ákvörðunin var tekin undir þrýstingi frá samtökum vefnaðariðnaðarins í Evr- ópu, sem telur ódýran innflutning frá Kína ógna sér og atvinnu starfsmanna sinna. Raunar hefur verið sýnt fram á að fyrirtæki í fataverzlun, -hönnun og -dreifingu hafi jafnvel enn fleira fólk í vinnu en vefnaðarverksmiðjurnar, sem kvarta undan samkeppni frá Kína. Þau eru bara ekki eins vel skipulagður þrýstihópur og vefnaðariðnaðurinn. Áratugagamalt kerfi innflutnings- kvóta á vörur frá Kína var aflagt um síð- ustu áramót. Það hafði verið fyrirséð í tíu ár. Þau fyrirtæki, sem bjuggu sig ekki undir afnám innflutningskvótanna eru þau, sem nú krefjast bráðabirgða- kvóta. Fyrirtækin, sem breyttu starfs- háttum sínum, færðu vinnuaflsfreka framleiðslu úr landi og einbeittu sér fremur að hönnun, þróun og dreifingu, tapa á ákvörðuninni. Með öðrum orðum græða þeir stöðnuðu á ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar, en hinir fram- sýnu og framsæknu tapa. Kröfurnar um framlengingu gamallar verndarstefnu koma einkum frá illa reknum fyrirtækjum í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. Framkvæmdastjórnin hefur látið undan þeim, en ekki er sam- staða innan ESB um stefnuna. Í síðustu viku skrifuðu viðskiptaráðherrar Dan- merkur, Svíþjóðar, Finnlands og Hol- lands þannig grein í The Financial Times og gagnrýndu viðskiptahömlur fram- kvæmdastjórnarinnar. Þeir bentu á að þær tækju mið af gömlum viðskiptahátt- um, þar sem fyrirtæki í útflutningi fram- leiða vörur sínar og reyna síðan að koma þeim á framfæri við innflytjendur í öðr- um löndum. Í slíku umhverfi geta við- skiptahindranir hugsanlega „virkað“, að því leyti að þær bitna aðallega á útflutn- ingslandinu. En reyndin er sú að í Evr- ópu er fjöldinn allur af fyrirtækjum í fata- og tízkuiðnaði, sem tekur virkan þátt í þróun og hönnun vöru, sem er framleidd í Kína eða annars staðar þar sem hagkvæmt er. Þessi fyrirtæki hafa gert pantanir langt fram í tímann. Það er ástæðan fyrir því að nú sitja 58 milljón peysur og 15 milljón buxur ótollaf- greiddar í vöruskemmum í innflutnings- höfnum Evrópusambandsins. Afleiðingarnar eru þær að neytendur tapa; þeir hafa úr minna framboði að velja og verðið er hærra en ella. Tízku- verzlanir, hönnuðir og dreifingarfyrir- tæki, sem hafa aðlagazt hnattvæðing- unni, tapa og störf í þeim greinum glatast. Fyrirtæki, sem hafa hagað sér eins og hnattvæðingin hafi ekki átt sér stað, fá gálgafrest og störf í óhagkvæmri og ósamkeppnishæfri framleiðslu eru „varin“. Þó er næsta augljóst að vefn- aðariðnaður í ESB nær ekki að framleiða 58 milljón peysur til að fullnægja eftir- spurn neytenda fyrir veturinn. Svona bjánagangur er því miður oft- ast niðurstaðan þegar látið er undan kröfum um verndarstefnu í stað þess að stuðla að frjálsum alþjóðaviðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.