Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skyr mun hafa veriðþekkt matvara víðaí nágrannalöndum
okkar fyrr á öldum en er
nú aðeins til á Íslandi, að
því er segir á heimasíðu
skyr.is. Þar kemur og
fram að hér hafi skyrið
verið ómissandi undir-
stöðufæða þjóðarinnar allt
frá landnámi og margir
telji það gómsætasta ís-
lenska réttinn. Skyrið er
holl fæða og til eru þeir
sem telja að íslenska þjóð-
in eigi tilvist sína skyrinu
að þakka. Með auknum
áhuga fólks á hollu mataræði hafa
vinsældir próteinríks og fitu-
snauðs skyrsins aukist mjög, eins
og sjá má af stóraukinni neyslu
skyrs og skyrafurða á borð við
skyrdrykki.
Tveir íslenskir aðilar eru í far-
arbroddi útbreiðslu skyrsins er-
lendis og fara þeir ólíkar leiðir að
markinu. Átaksverkefnið Áform
hefur unnið að markaðssetningu
íslenskra landbúnaðarafurða,
þ.á m. skyrs, í Bandaríkjunum
undanfarin ár. Áform hefur að-
stöðu hjá Bændasamtökum Ís-
lands. Fyrirtækið Agrice vinnur
að því að framleiðsla skyrs hefjist
erlendis eftir íslenskum upp-
skriftum og aðferðum. Agrice er
að tveimur þriðju í eigu mjólkur-
framleiðandans MS/MBF.
Íslenska mjólkin er einstök
Sala íslensks skyrs hefst í dag
verslunum Whole Foods Market
keðjunnar í Bandaríkjunum. Að
sögn Baldvins Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Átaks, er miðað við
að þessar 28 verslanir, sem mynda
eitt sölusvæði, selji 2–3 tonn af
skyri á viku.
„Við erum að selja skyr erlendis
úr íslenskri mjólk, af því að það
hefur verið sannað með rannsókn-
um að mjólkin úr íslensku kúnum
er allt öðru vísi en fæst úr öðrum
kúakynjum. Íslenska mjólkin er
m.a. talin eiga sinn þátt í lægri
tíðni sykursýki meðal íslenskra
barna en meðal barna sumra ann-
arra þjóða,“ sagði Baldvin. Hann
segir og að þeir erlendir sérfræð-
ingar sem bragðað hafi íslenskar
mjólkurafurðir, hvort heldur
mjólkina sjálfa, osta, smjör eða
skyr, ljúki upp einum rómi um
bragðgæði og sérstöðu afurðanna.
Baldvin segir Áform leggja
áherslu á sérstöðu íslensku kúa-
mjólkurinnar í markaðssetningu
sinni. Grundvöllur hennar sé að ís-
lenskir bændur séu að framleiða
mjólk úr kúastofni sem er hvergi
annars staðar til í heiminum. Ís-
lenska mjólkin sé því einstök á
heimsvísu. Baldvin kvaðst vera
ósammála þeirri stefnu að semja
við erlendar verksmiðjur um að
framleiða skyr úr útlendri mjólk.
„Dansk-íslenskt skyr eða
skosk-íslenskt skyr mun ekki gera
neitt annað en að eyðileggja fyrir
íslenska skyrinu sem byggist á ís-
lenska bóndanum og íslensku
mjólkinni. Þegar og ef sú staða
kemur upp að ekki verður hægt að
anna eftirspurn erlendis eftir ís-
lensku skyri, kemur til greina að
framleiða einhvers konar afbrigði
þess erlendis,“ sagði Baldvin.
„Það á að eiga vörumerkið skyr
fyrir íslenska mjólk. Það blasir við
að innflutningur landbúnaðaraf-
urða mun aukast, sem þýðir að ís-
lenskir bændur þurfa að hugleiða
hvernig þeir geti skapað sér af-
komu í greininni í framtíðinni. Það
gera þeir m.a. með því að fram-
leiða þessa einstöku mjólk og af-
urðir úr henni.“
Selja framleiðslurétt á skyri
Agrice hefur valið þá leið að
selja erlendum framleiðendum
framleiðslurétt á skyri. Samning-
ar hafa náðst við Thise mjólk-
urbúið á Jótlandi og Kingdom
Cheese í Skotlandi um framleiðslu
skyrs eftir íslenskum uppskriftum
og aðferðum, að sögn Skúla Böðv-
arssonar framkvæmdastjóra
Agrice. Skúli kvaðst ekki geta
upplýst um áætlað framleiðslu-
magn skyrs erlendis, né heldur
áætlaðan útflutning héðan, því
samningaviðræður stæðu yfir við
erlenda samstarfsaðila. Hann tel-
ur víst að þessi framleiðsla verði
ábatasöm fyrir Íslendinga.
„Við verðum með sölu á skyri
héðan, eins og við getum afgreitt,
en erlendu markaðirnir eru svo
miklu stærri en við ráðum við að
sinna. Það verður framleitt skyr
erlendis eftir uppskriftum úr
mjólkuriðnaðinum héðan og við
fáum greidd framleiðslugjöld af
því,“ sagði Skúli. Erlenda skyrið
verður merkt skyr.is.
Skúli sagði að þessi leið væri
svipuð og Norðmenn hefðu farið
við framleiðslu Jarlsbergs-osts.
Þeir hafi selt framleiðsluleyfi á
ostinum m.a. til Bandaríkjanna og
víðar. Osturinn sé framleiddur
þar úr innlendri mjólk, en með
norskum aðferðum.
Skúli sagði ekki hægt á þessu
stigi málsins að meta hve miklu
framleiðsluleyfi á skyri muni skila
hingað til lands. Það mun m.a.
ráðast af framleiðslumagni. Skúli
sagði áætlanir gera ráð fyrir að
skyr, sem framleitt verður í Dan-
mörku, komi þar á markað 10. jan-
úar 2006 og skyr frá Kingdom
Cheese um svipað leyti á markað
á Bretlandseyjum. Þar verður
skyrið m.a. markaðssett í stærstu
borgum Englands og á Írlandi til
að byrja með.
Fréttaskýring | Íslenska skyrið nýtur auk-
inna vinsælda og er selt á nýja markaði
Sigurför
skyrsins
Skiptar skoðanir eru um hvort skyn-
samlegt sé að framleiða skyr erlendis
Þjóðarrétturinn færir út kvíarnar.
Farnar eru ólíkar leiðir við
markaðssetningu skyrs
Sala á íslensku skyri hefst í
dag í 28 af 179 verslunum Whole
Foods Market í Bandaríkjunum.
Samtímis er unnið að því að hefja
framleiðslu á skyri eftir íslensk-
um aðferðum og uppskriftum í
Danmörku og Skotlandi og hefur
íslenskt skyr verið flutt til
Danmerkur í kynningarskyni.
Skyr og skyrafurðir hafa notið
mikilla vinsælda hér á landi og
því ekki ofsagt að skyrið fari sig-
urför um heiminn.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HUNDURINN Ben, sem er labrador-tegundar, skellti
sér til sunds í Stíflulóni í Úlfarsá á dögunum og stefndi
í humátt á eftir tveimur öndum þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins var þar á ferð. Ekki fylgir sögunni
hvernig fiðurféð brást við heimsókn hundsins sem
sýndi mikla hundasundstakta í lóninu.
Morgunblaðið/Ingó
Hundasund í Stíflulóni