Morgunblaðið - 26.08.2005, Side 49

Morgunblaðið - 26.08.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 49 MENNING Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun fyrir fagurkera á öllum aldri lifun 1 lifun tímarit um heinili og lífsstíl - 06 2005 hlýlegt haust ljós í rökkrinu þök með hlutverk hönnun í hávegum á mótum tvennra tíma uppskerutíð í eldhúsinu himnesk bláberjaterta SEGJA má að árlegur viðburður verði til á Skógum nú um helgina en þá verður haldin öðru sinni djasshátíðin Jazz undir fjöllum. Sigurður Flosason er einn af umsjónarmönnum hátíðarinnar: „Það sem er ekki hvað síst skemmtilegt við hátíðina er að núna er hún að verða árlegur við- burður. Við héldum hana fyrst í fyrra og gekk það frábærlega. Á fjórða hundrað manns mættu og varð gífurlega skemmtileg stemn- ing.“ Dagskráin stendur á laugardag og sunnudag og haldnir verða þrennir tónleikar með einvalaliði íslenskra djasstónlistarmanna: „Við Íslendingar eigum svo mikið af fínum djassleikurum. Japanskur tónlistarfræðingur, sem hafði kannað íslenskt tónlistarlíf, hélt því fram við mig að mikið væri af fínum tónlistarmönnum í íslensku poppi og klassík en hlutfallslega væri langmest af frábærum djass- leikurum á Íslandi. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held það sé sannleikskorn í því: við höfum mjög háan gæðastand- ard. Það má segja við séum með úrtak af landsliðinu hjá okkur í ár.“ Stórskotalið djassheimsins Þeir sem spila á Skógum um helgina verða Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Gunnarsson orgelleikari, Matthías Hemstock trommuleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson trommu- og slagverksleikari, Sig- urður Flosason saxófónleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari. Skógar eru landsmönnum vel kunnir fyrir fegurð, segir Sig- urður: „En ekki hefur verið haldin nein sambærileg tónlistarhátíð í þessu sveitarfélagi. Það þótti til- valið að slá tvær flugur í einu höggi: vekja athygli á þessum fal- lega stað og leyfa gestum og heimamönnum að heyra skemmti- lega tónlist.“ Sigurður segir að haft hafi verið að leiðarljósi að hafa dagskrána aðgengilega og létta og er miða- verði stillt mjög í hóf. Síðdegistón- leikar sem haldnir verða í Byggða- safninu á Skógum á laugardegi og sunnudegi kl. 15 kosta t.d. ekki annað en aðgangsmiða að safninu. Á laugardag kl. 21 eru síðan tón- leikar í Fossbúð og aðgangseyrir sömuleiðis hófstilltur. Á laugardagskvöld verður kvöldverður í boði í félagsheim- ilinu og segir Sigurður aldrei að vita nema þar bresti á músík óundirbúið. „Það er um að gera fyrir tjald- vagnaóða Íslendinga að stefna suður þennan fína malbikaða veg. Hér er nóg pláss, Hótel Skógar opið og allir velkomnir.“ Tónlist | Djasshátíðin Jazz undir fjöllum haldin öðru sinni á Skógum Erum með úrtak úr landsliðinu Havanaband Tómasar R. Einarssonar verður meðal gesta á hátíðinni á Skógum. Björn Thoroddsen gítarleikari. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is RITHÖFUNDURINN og ljóð- skáldið Sjón, handhafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2005, er nýkominn frá Helsinki í Finnlandi en þar var hann í tilefni af útgáfu skáldsögu sinnar Skugga- Baldurs á finnsku. Að sögn Sjóns hefur skáldsagan fengið góða dóma og er mikill áhugi fyrir henni þar í landi. „Ég kom einnig fram á árlegri ljóðahátíð sem haldin er í tengslum við Listahátíð í Hels- inki en hún er fastur punktur í menningarlífi Finna,“ sagði Sjón. Nýlega var Skugga-Baldur einnig gefinn út á norsku af bókaforlaginu Tiden, sem einbeitir sér að útgáfu verka eftir unga höfunda, en áður hefur bók Sjóns, Augu þín sáu mig, verið gefin út í Noregi. Hinn 16. september næstkomandi verður frumsýnt dansverkið Rökk- urglóð (Hämärän Hohde) eftir finnska danshöfundinn Tetri Kek- oni, við tónlist júgóslavneska tón- skáldsins Jovanka Trbojevic. Í verkinu, sem er 50 mínútur að lengd, er fléttað saman tónlist Trbojevic og texta eftir Sjón. „Ég hitti þá sem að sýningunni koma fyrst í október á síðasta ári og kláraði minn hlut í vor en textann las ég inn á band sem spilað er af í sýn- ingunni,“ útskýrir hann. Það er Avanti-kvartettinn sem flytur tónlistina í Rökkurglóðum. Verkið verður sýnt út september í Stoa, menningarmiðstöð Helsinki en einnig er verið að skipuleggja ferða- lag með það um heiminn. Sjón er nú staddur í Visby í Got- landi á alþjóðlegri ljóðlistarhátíð. Sjón á ferð og flugi Sjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.