Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 26.08.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 23          Hlátur, faðmlög, kossarog almenn gleði ein-kenndi litríkan hópþeirra sex hundruð kvenna sem komu saman í Hall- grímskirkju í gær við setningu aðalfundar hinna alþjóðlegu kvennasamtaka Ladies Circle International. Konurnar voru hver annarri glæsilegri og skrýddust margar hverjar þjóð- búningum sínum við hátíðlega at- höfnina og fóru síðan í skrúð- göngu frá Hallgrímskirkju að Kjarvalsstöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi en þau voru stofnuð árið 1930 í Englandi af eiginkonum þeirra manna sem voru í Round Table samtökunum, en sú tenging er löngu liðin tíð. Ladies Circle International hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim sjö- tíu og fimm árum sem liðin eru síðan þau voru stofnuð, og nú eru um 10.000 konur um víða veröld meðlimir í samtökunum. Um 150 íslenskar konur eru í þessum samtökum, flestar á suðvest- urhorninu, á Akureyri og Húsa- vík. Þátttakan á aðalfundinum hefur aldrei verið meiri, um 600 konur eru saman komnar hér á landi af þessu tilefni og eru frá 28 þjóðlöndum. Samtökin eru fyrst og fremst vinaklúbbar kvenna undir fjörutíu og fimm ára aldri sem taka þátt í hverskonar góðgerðar- starfsemi. Hér innanlands styrkja þær ýmis samtök og einstaklinga annað hvert ár en hitt árið taka þær þátt í sameiginlegu al- þjóðlegu verkefni. Undanfarin ár hafa samtökin einbeitt sér að því að hjálpa götubörnum og fátækum einstæðum mæðrum á Fil- ippseyjum. Ladies Circle International brugðust skjótt við þegar flóðbylgjan mikla reið yfir Asíu í fyrra og lét fé af hendi rakna til hjálparstarfa. Eins hafa þessar konur byggt upp skóla á Indlandi og fæðingarheimili í Afríkuríkinu Zambíu. En markmið samtak- anna er ekki síst að efla vináttu og skilning kvenna á milli hvar sem er í heiminum. Ekki voru all- ar konurnar í þjóðbúningi, þær belgísku skreyttu sig á annan hátt. Sigrún Björg Jakobsdóttir þingstjóri lengst til vinstri í íslenskum kyrtilbúningi, því næst kona frá Hollandi, Zambíu, Botsvana, Svíþjóð og Noregi. Þessar tvær komu frá Wales.Kátar konur og litríkar Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is DAGLEGT LÍF  KVENNAÞING | Um 600 konur á aðalfundi kvennasamtakanna Ladies Circle International Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.