Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÍU framboð bárust í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Framboðsfrestur rann út í gær en forvalið fer fram í húsnæði VG í Reykjavík laugardaginn 1. október nk. Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Árni Þór Sigurðsson, Ásta Þor- leifsdóttir, Grímur Atlason, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Magnús Bergsson, Sóley Tómasdóttir, Svan- dís Svavarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Þorvald- ur Þorvaldsson. Kosningarétt í forvalinu hafa allir félagsmenn í VG sem búsettir eru í Reykjavík, en frestur til að ganga í flokkinn og hafa atkvæðisrétt í for- valinu, rennur út föstudaginn 23. september. Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla verður í Suðurgötu 3 miðvikudaginn 28. september og föstudaginn 30. september frá kl. 17–21. Tíu taka þátt í forvali VG KOSNINGAMIÐSTÖÐ Gísla Mar- teins Baldurssonar veður opnuð í dag, laugardaginn 17. september, í Aðalstræti 6, með fjölskylduhátíð sem hefst kl. 14. Gísli Marteinn sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Meðal þess sem verður á dag- skrá fjölskyldu- hátíðarinnar er ávarp Gísla Mar- teins. Þá munu Lilli klifurmús og Mikki refur halda uppi fjörinu og Stebbi og Eyfi syngja. Í boði verða kaffiveitingar og er fjölskylduhátíðin öllum opinn. Þá hefur framboð Gísla Marteins opnað vefsíðu þar sem finna má um- fjöllun um áherslur Gísla Marteins í málefnum borgarinnar, auk þess sem síðunni er ætlað að vera vett- vangur skoðanaskipta um þau verk- efni sem framundan eru í við stjórn borgarinnar. Á síðunni er einnig hægt að skoða stuðningsyfirlýsingar við Gísla, myndir úr kosningabarátt- unni og styðja fjárhagslega við bakið á framboðinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Gísli mun daglega fram að próf- kjöri skrifa dagbók (blogg) inn á síð- una. Slóðin á vefsíðuna er www.- gislimarteinn.is. Gísli Marteinn opnar kosn- ingamiðstöð Gísli Marteinn Baldursson HELGA Kristín Auðunsdóttir lög- fræðinemi hyggst gefa kost á sér sem 1. varaformaður á 38. þingi Sambands ungra Sjálfstæðis- manna hinn 30. september nk. í Stykkishólmi. Helga Kristín er 25 ára meist- aranemi í lög- fræði við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Hún situr í stjórn Heimdallar, er í ritstjórn vefritsins tíkin.is auk þess sem hún hefur verið í forystu ým- issa félagasamtaka t.a.m. félags um bætta vínmenningu og hefur einnig skrifað reglulega pistla á vefritið Deiglan.com og frelsi.is. Helga Kristín er fædd og uppalin í Borgarnesi en er nú búsett í Reykjavík. Framboð til varaformanns SUS Helga Kristín Auðunsdóttir ♦♦♦ ♦♦♦ GUNNAR Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, telur Landvernd vera komna langt út fyrir verksvið sitt með kæru sinni vegna framkvæmda við Urriðaholt. „Mér finnst Land- vernd vera komin langt út fyrir það markmið sem félagið hefur og mað- ur getur lesið um í þeirra plöggum, þ.e.a.s. að stuðla að fræðslu um nátt- úruvernd og standa fyrir ráð- stefnum og fundum og fleiru. Ég get ekki séð að það sé Landvernd til framdráttar að kæra ákvarðanir bæjarstjórnar Garðabæjar, sem hefur í einu og öllu farið eftir lögum og reglum í þessu samhengi,“ segir Gunnar. Aðalskipulag svæðisins hefur ver- ið staðfest af umhverfisráðherra og segist Gunnar ekki trúa því að um- hverfisráðherra brjóti náttúru- verndarlög. „Í viðtölum við for- svarsmenn Landverndar hefur komið fram að sérstaklega vel hafi verið staðið að undirbúningi þess- arar skipulagstillögu og við höfum tekið vel tillit til þeirra athuga- semda sem komið hafa fram,“ segir Gunnar. „Við höfum lagt áherslu á það að ákveðnir hlutar svæðisins sem hafa hæsta verndargildið séu verndaðir, svo sem Urriðavatnið og lífríki þess, lindir við vatnið og hrauntanginn.“ Gunnar segir bæjarstjórn Garða- bæjar hafa staðfest fundargerð byggingarnefndar, sem heimili framkvæmdir á svæðinu, enda liggi þá fyrir hönnunargögn sem séu í anda deiliskipulags svæðisins. Bæjarstjóri Garðabæjar Landvernd komin út fyrir verksvið sitt SAMGÖNGUVIKA í Reykjavík hófst í gær og er borgin að taka þátt í verkefninu í þriðja skipti en að auki eru um eitt þúsund borgir í Evrópu þátttakendur í ár. Afhend- ing Samgöngu- blómsins mark- aði upphafið að þessu sinni og er það í fyrsta skipti sem blómið er af- hent – en það er tákn verkefnisins í Evrópu. Vestur- bær Reykjavíkur hlaut Samgöngu- blómið í ár og verða unnin ýmis verkefni tengd samgöngum, bæði með skólabörnum og hverfisráði, allt næsta ár og verður afraksturinn kynntur í Samgönguvikunni 2006. Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra viðburða hjá Höfuð- borgarstofu, var ákveðið að reyna virkja almenning frekar í tengslum við Samgöngvikuna og tilvalið að hefja leikinn í gamalgrónu hverfi eins og Vesturbænum. „Á hverju ári framvegis verður eitt hverfi val- ið lykilhverfi Samgönguviku og þangað færi ákveðinn hluti af fjár- magni verkefnisins. Nú er verið að opna þessar hverfismiðstöðvar, nýj- ar þjónustumiðstöðvar í öllum hverfum, þannig að það er hægt að tengja þetta verkefni þessum nýju miðstöðvum.“ Sif Ægisdóttir, gullsmiður, sá um gerð blómsins, úr nýsilfri og ís- lensku fjörugrjóti. Mun það færast á milli hverfismiðstöðva á ári hverju en í ár tekur Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri hverfismiðstöðvar Vesturbæjar, Vesturgarðs, við blóminu. Í dag er hjólreiðum gert hátt undir höfði og verða hóphjólreiðar í miðborginni. Hjólalestir leggja af stað kl. 13 frá fjórum stöðum á höf- uðborgarsvæðinu, Spönginni í Grafarvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni við Hjarðarhaga og verslunarmið- stöðinni Firði í Hafnarfirði og mæt- ast þær í Nauthólsvík. Þaðan hjóla allir saman upp að Skólavörðuholti, niður Laugaveg og enda við Hljóm- skálagarð þar sem dagskráin held- ur áfram fram eftir degi. Meðal annars sýna ofurhugar kúnstir sín- ar á hjólum og Hjólreiðafélag Reykjavíkur sér um hjólreiða- keppni meistaranna en í henni verða farnir tíu hringir í kringum tjörnina. Á morgun kl. 14 verður farið í Vesturbæjargöngu þar sem Guðjón Friðriksson rýnir í sögu hverfisins og skipulag. Gangan hefst við Ing- ólfsnaust á horni Vesturgötu og Aðalstrætis. Samgönguvika hófst í gær í Reykjavík með afhendingu Samgöngublómsins Hvatt til breyttra samgöngu- hátta Óskar Dýrmundur Ólafsson EFTIR að Slippstöðin á Akureyri hafði fengið þriggja vikna greiðslu- stöðvun vegna fjárhagserfiðleika lagði fjármögnunarfyrirtækið SP- fjármögnun á fimmtudag hald á tæk- in sem Slippstöðin hefur notað við stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar. Þar hefur Slippstöðin verið undir- verktaki tveggja erlendra fyrirtækja við gerð fallganga og samsetningu vélbúnaðar í stöðvarhúsinu. Yfir 30 starfsmenn Slippstöðvar- innar hafa unnið við virkjunina, lang- flestir frá Póllandi. Oddur Friðriks- son, aðaltrúnaðarmaður verkalýðs- félaganna á virkjunarsvæðinu, kom Pólverjunum til aðstoðar í gær þegar þeir voru orðnir verklausir. Oddur sagðist hafa áhyggjur af Pólverjun- um, þeir hefðu verið skildir eftir í reiðileysi en vonandi myndi þýski að- alverktakinn DSD ráða einhverja þeirra til starfa. „Þeir munu hinkra við hérna í skálunum um helgina og vonandi finnst einhver lausn á þeirra mál- um,“ sagði Oddur. Landsvirkjun fylgist með Slippstöðin hefur verið með tvo verksamninga við Kárahnjúkavirkj- un, annars vegar við samsetningu stálröra í fallgöngunum og hins veg- ar við samsetningu hverfla og vél- búnaðar í stöðvarhúsi virkjunarinn- ar inni í Valþjófsstaðarfjalli. Sam- setning röranna var stutt á veg kom- in neðst í göngunum þegar tækin voru numin á brott af svæðinu í fyrradag. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka, sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að mál Slippstöðvar- innar leystist farsællega. Lands- virkjun hefði í raun engin bein af- skipti af málinu, að öðru leyti en því að fylgjast með hvað aðalverktakinn myndi til bragðs taka. Um stórt verk væri að ræða sem ekki mætti verða löng töf á. Sigurður tók jafnframt fram að Landsvirkjun hefði á sínum tíma lýst ánægju með að þýsku verktakarnir skyldu ráða íslenskan undirverktaka í jafn stórt verkefni. Vonir stæðu til að íslenskt fyrirtæki héldi verkinu áfram. Hald lagt á tæki Slippstöðvarinnar við Kárahnjúka Pólskir starfsmenn skildir eftir verklausir KRAKKAKÓR leikskólans Tjarnarborgar söng nokkur lög í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í gærdag við hátíðlega athöfn eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafði afhent Óskari Dýrmundi Ólafssyni Samgöngublómið sem markar upphaf Samgönguviku í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell Krakkakór í listasafni MAÐURINN sem höfuðkúpu- brotnaði í vinnuslysi á Hellis- heiði á fimmtudag er á batavegi á Landspítalanum. Hann losn- aði úr öndunarvél á gjörgæslu- deild í gær en verður áfram til eftirlits á deildinni. Hann slas- aðist þegar hann kastaðist út úr vörubíl sem runnið hafði stjórn- laust niður brekku í grennd við Hellisheiðarvirkjun. Í öndunarvél eftir eldsvoða Á gjörgæsludeild er einnig kona sem hlaut alvarleg bruna- sár í eldsvoða í Stigahlíð 27. ágúst sl. Líðan hennar er óbreytt og er hún tengd við öndunarvél að sögn vakthaf- andi læknis. Á batavegi eftir vinnuslys
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.