Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 24
til Würzburg s: 570 2790 www.baendaferdir.is Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug- myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. í Þýskalandi 1. - 4. desember 2005 8. - 11. desember 2005 Verð kr. 58.150 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Blönduós | Þessi unga snót, Þórunn Hulda Hrafnkelsdóttir sem á Blönduósi býr hjólaði af öryggi eftir Árbrautinni móti haustinu og fram- tíðinni. Svipurinn lýsir undrun og varkárni, eig- inleikum sem koma sér vel hverjum þeim sem tilbúinn er að mæta lífinu af einlægni og festu. Nú þegar skammdegið tekur sífelltstærri hluta af deginum og tæp vika er þangað til nóttin verður jafnlöng deginum er rétt að hafa varan á þegar út í umferðana og lífið er komið. Ör- yggishjálmurinn er höfuðnauðyn og end- urskinsmerkin verða sífellt mikilvægari til að vegferðin verði traustari. Þórunn Hulda er á réttri leið. Morgunblaðið/Jón Sigrðsson Fljóð á ferð Varkárni Akureyri | Suðurnes | Árborgarsvæðið | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hreyfing er komin á viðræður milli Vegagerðarinnar á Sauðárkróki og bænda í Akra-hreppi eftir að sveitar- stjórn veitti framkvæmdaleyfi til lagn- ingar nýs kafla á þjóðvegi 1, niður frá Öxnadalsheiði vestanverðri. Í vegaáætl- un var veruleg fjárveiting til þessarar framkvæmdar árið 2004 en þar sem framkvæmdaleyfi lá ekki fyrir var ekki unnt að ganga frá samningum eða eign- arnámi þess lands sem til þurfti fyrr en nú. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni mun samningaleiðin reynd til þrautar, og er gert ráð fyrir að útboð geti farið fram í vetur og framkvæmdir þá hafist næsta vor. Á umræddum vega- kafla eru 4 einbreiðar brýr og mörg um- ferðarslys hafa orðið þarna, enda veg- urinn barn síns tíma.    Skagfirskir trillukarlar og smábáta- sjómenn kættust þegar ljóst varð að nýr sjávarútvegsráðherra var einn af þing- mönnum kjördæmisins og þykjast þeir nú eygja nokkra von um að unnt verði að fá dragnótaveiðar takmarkaðar á Skagafirði. Segja þeir að dragnótaveiðin hafi, eftir að hún var leyfð innan fjarðar, nánast drepið niður allt fiskirí á firð- inum. Hvort nándin við ráðherrann dug- ar þeim til að ná þessum markmiðum sínum á svo eftir að koma í ljós, en koma dagar, koma ráð og nýjar kosn- ingar.    Eins og í flestum skólum landsins hófst kennsla í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra í lok ágúst, og eru nem- endur um 420. Að sögn Ásbjörns Karls- sonar áfangastjóra er nú heimavist skólans fullsetin, en það er breyting frá fyrra ári. Einnig sagði hann að nú væri í fyrsta sinn starfrækt annað stig vél- stjórnarbrautar með 15 nemendum og einnig rafiðnabraut en enginn stundaði það nám á síðasta ári. Sagði Ásbjörn ánægjulegt hversu mjög verkgreina- brautirnar væru að eflast, og aukin ásókn í það nám. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Heilsugæslustöðinni áReyðarfirði var nýlegaefhent Carl Zeiss Opmi eyrnasmásjá að gjöf. Hún er flutt inn af Austurbakka hf. og kostaði tæplega 1 milljón kr. Að sögn Guðjóns Leifs Gunn- arssonar, yfirlæknis á Reyð- arfirði, mun hún auka fjöl- breytni þjónustu heilsu- gæslustöðvarinnar. Hún auðveldar allar rannsóknir á eyrum og hægt verður að tengja við hana myndavél, einnig nýtist hún m.a. við leit að aðskota- hlutum í augum, skoðun sára og eftirlit með fæðingarblettum Gefendur voru Kvenfélag Reyðarfjarðar, Rafveita Reyð- arfjarðar, Rafmagnsverkstæði Árna Elíssonar, Rauðakross- deildin á Reyðarfirði, Sparisjóð- ur Norðfjarðar, Íslandsbanki og Eimskip. Gunnþóra Snæþórsdóttir hjúkrunarforstjóri og Guðjón Leifur Gunnarsson yfirlæknir tóku við gjöfinni. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Höfðingleg gjöf Jakob Hóli orti umsamfélag við menn,hunda, hesta, ís- lenska náttúru og sam- félagið í göngum: Þessar stundir þrái mest, þörf er mér að lofa, að fara um með hund og hest, og heldur lítið sofa. Kveða stökur, kneyfa vín, kofans hlýju njóta. Eiga vinar góðlegt grín, glaður sof́a og hrjóta. Rúnar Kristjánsson: Haustið kemur húmi mettað, hlýtur brátt sinn valdasess. Senn mun verða í sveitum rétt- að, september er tími þess. Síðan fer að frysta meira, fönn og kuldi merkja svið. Og kannski að fuglaflensuveira fylgi svo í kjölfarið! Einar Kolbeinsson vaknaði að morgni 5. sept- ember: Sem ég árin sjálfur glæst, saman kann að leggja, þá er orðinn því sem næst, þrjátíu og tveggja. Enn af göngum pebl@mbl.is Vestmannaeyjar | Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hefur skipað Pál Sigurjóns- son verkfræðing formann starfshóps sem fjallar um samgöngur milli lands og Eyja. Nefndin var upphaflega skipuð 12. maí 2004 til að fara yfir framtíðarkosti hvað samgöngur við Vestmannaeyjar varðar. Hlutverk nefndarinnar er að skoða mögu- leika er varða jarðgangagerð milli lands og Eyja, ferjuhöfn í Bakkafjöru, endurnýjun Herjólfs og aðra þá kosti sem kunna að vera í stöðunni. Páll hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á þeim málum sem nefndinni er ætlað að fjalla um. Fyrrver- andi formaður var Kristján Vigfússon, þá staðgengill siglingamálastjóra, en hann hefur horfið til annarra starfa. Með Páli í hópnum eru: Jón Eðvald Malmquist, lög- fræðingur í samgönguráðuneytinu, Gunn- ar Gunnarsson aðstoðarvegamálstjóri, Ingi Sigurðsson fv. bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum og formaður Ægisdyra, Páll Zóphóníasson tæknifræðingur fv. bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þá hefur samgönguráðherra einnig ákveðið að skipa nefnd um bætta nýtingu samgangna milli lands og Eyja í kjölfar stórbættrar þjónustu á Bakkaflugvelli og ákvörðunar um fjölgun ferða Herjólfs. Markmiðið er að leita leiða til eflingar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum. Formaður nefndarinnar verður Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og með honum í nefndinni verða Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Ársæll Harðarson markaðsstjóri Ferða- málaráðs, Kristín Jóhannsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi Vestmannaeyja og Áslaug Rut Áslaugsdóttir formaður ferða- málasamtaka Vestmannaeyja. Samgöngur milli lands og Eyja Arnar Sigurmundsson, Sturla Böðv- arsson, Páll Sigurjónsson, Guðjón Hjör- leifsson og Ragnhildur Hjaltadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.