Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Mikil upp- bygging átti sér stað hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) á síðasta ári og var aukning mikil á flestum sviðum starfseminnar. Þannig var mikil vinna lögð í þróun upplýsinga- og fjárhagskerfa og er þeirri þróun ekki lokið að sögn tals- manna HSS. Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS segir rekstur stofnunarinnar hafa verið erfiðan á síðasta ári. Að- gangur að tölulegum upplýsing- um hafi ekki verið nægilegur til að nýta mætti þær á öruggan hátt sem forsendur ákvarðana. Segir Sigríður sífellt unnið að því að bæta upplýsingar bæði í rekstri og starfsemi stofnunar- innar. „Eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2005 er rekstrarhalli nú tæpar 11 m.kr. eða 2% umfram fjár- lög,“ segir Sigríður. „Vissulega er þetta góður árangur en bet- ur má ef duga skal. Árangur sem þessi hefur náðst með mik- illi vinnu margra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að starf- semin er enn að eflast og aukast.“ Nefnir Sigríður í þessu sam- hengi að aukning á komum á heilsugæsluna sé um 15% á þessu tímabili og smávægileg aukning sé líka á starfsemi á dag hefur lækkað um 61% á milli áranna 2002 og 2004. Lyfjakostnaður hefur minnkað um 10% á þessu tímabili eða um eina milljón króna Sífellt er unnið að því að hagræða í rekstri og gera betur,“ segir Sigríður. sjúkrahússins þrátt fyrir gífur- lega aukningu á starfsemi sjúkrahússins milli áranna 2003 og 2004. „Skemmst er að minnast þess að fjöldi sjúklinga af Suðurnesj- um sem liggur á Landspítala háskólasjúkrahúsi að meðaltali Rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nálgast jafnvægi Sex mánaða upp- gjör lofar góðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rekstur batnar Góðar batahorfur eru á rekstri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Sandgerði | Vilji er fyrir því í þeim sveitarfélögum sem koma að Miðnesheiði, Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ, að skapa þar hugsanlegt griðland fyrir refi ásamt því að vinna að fækkun sílamáva á Reykjanesi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Náttúrustofu Reykja- ness í Sandgerði í fyrra- dag. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir sveit- arstjórnarmönnum hug- myndir um friðun refs á Miðnesheiði og er næsta skref að senda ráðherra bréf þar sem beðið verður um að refur verði friðaður tímabundið á Mið- nesheiði til fimm ára. Að sögn Sveins Kára Valdimars- sonar, forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness, hefur sílamávi farið ört fjölgandi á Reykjanesi, en hann náði fyrst fótfestu þegar engir refir voru á svæðinu. „Við erum að tala um tíu hreiður sem fundust 1958 og nú erum við að tala um stærsta sílamávsvarp í heimi,“ segir Sveinn Kári. „Aðalhættan felst í mögulegum árekstrum við flug- vélar. Það hafa orðið tvö slys á flug- vellinum, fyrst 1974 og nú síðast 1999 þegar breiðþota frá Air Atlanta þurfti að nauðlenda af því að hreyfill eyði- lagðist í árekstri við máv.“ Sveinn Kári segir að með fjölgun refa verði mögulega hægt að halda síla- mávastofninum í skefjum. „Við teljum að þarna hefði aldrei farið af stað mávavarp ef tófa hefði verið á svæð- inu,“ segir Sveinn. „Það má benda á að við höfum mjög sterkar og góðar vís- bendingar til þess að varpið hafi verið að færast frá þeim grenjum sem hafa fundist á svæðinu síðastliðin ár. Á grenjatímanum eru sílamávurinn, eggin og ungarnir helsta fæða tófunnar.“ Einhver sauðfjárrækt á sér enn stað á svæðinu og einnig eru æðavörp við heiðina. „Við viljum ekki að bændur megi ekki takast á við dýrbít, en mér sýnist að bæði sauðfjárbændur og æða- bændur séu hrifnir af þessum hug- myndum,“ segir Sveinn Kári. „Því það er hægt að girða fyrir refinn, en ekki fyrir sílamávinn, því hann kemur að of- an.“ Sveinn Kári segir að með griðlandi fyrir refi opnist möguleiki á því að fylgjast með mófuglum og bera saman við svæði á Mosfellsheiði. Þannig verði hægt að meta áhrif refsins á mófugla með vísindalegum aðferðum. „Það má benda á það að mófuglar hafa þróast með refnum og þeir kunna að fela sig mun betur en mávurinn,“ segir Sveinn Kári. „Hreiður mávanna eru ekki mjög vel falin, svo það mætti hugsanlega álykta að refurinn leiti frekar í mávinn. Það er allavega áhugavert rannsókn- arefni. Rannsóknirnar eru alveg nauð- synlegar með þessu til að skoða og meta hvernig markmiðin eru að nást.“ Vilja siga rebba á sílamávinn SAMSKIP hafa sótt um lóð á Ak- ureyri fyrir framtíðaraðstöðu fé- lagsins við Laufásgötu og Gránu- félagsgötu. Erindið var til umfjöllunar á síðasta fundi um- hverfisráðs, sem vísaði því til um- sagnar stýrihóps um Akureyri í öndvegi, þar sem þetta svæði var skilgreint sem hluti af samkeppn- issvæðinu. Umrætt svæði er við Tangabryggju og nær frá athafna- svæði Eimskips og norður með ströndinni austan við Norðlenska. Samskip kaupa frystigeymslu Norð- lenska, sem verður rifin ásamt fleiri húsum á svæðinu. Hólmar Svansson, deildarstjóri afgreiðslna hjá Samskipum, sagðist gera ráð fyrir að erindið yrði af- greitt á næsta fundi umhverfisráðs. „Þetta er komið á beinu brautina og við fögnum því að fá að byggja hér upp framtíðaraðstöðu, eftir töluvert langa meðgöngu.“ Landflutningar-Samskip eru með starfsaðstöðu á tveimur stöðum í bænum, skrifstofuaðstöðu og vöru- afgreiðslu í eigin húsnæði við Tryggvabraut, auk þess sem félagið leigir húsnæði og gámaaðstöðu við Fiskihöfnina. Ráðgert er að byggja um 1.700 fermetra hús á væntan- legu framtíðarsvæði félagsins, sem er alls um 8.000 fermetrar. Hólmar sagði stefnt að því að hefja fram- kvæmdir með vorinu og að starf- semin verði komin á einn stað næsta haust eða vetur. Aðspurður hvort nauðsynlegt sé fyrir fyrirtæk- ið að vera niðri við höfn, nú þegar flutningar félagsins milli landshluta fara nær eingöngu landleiðina, sagði Hólmar: „Við erum skipa- félag, eigum skip og leigjum skip sem sigla út um allan heim. En eins og staðan er núna er ekki hag- kvæmt að flytja með skipum sjóleið- ina milli landshluta en það gæti breyst.“ Þekkist hvergi að ryðja burt starfsemi í fullum gangi Í verkefninu Akureyri í öndvegi, var mikið horft til þess að byggt yrði íbúðahverfi niðri við sjó, m.a. þar sem Eimskip hefur starfsað- stöðu og á því svæði sem Samskip eru að sækja um. Hólmar sagði að þar sem byggð hafi verið bryggju- hverfi, væri um að ræða svæði sem ekki væru nýtt lengur t.d. sem iðn- aðarsvæði. „Það þekkist hvergi í heiminum að taka starfsemi í fullum gangi eins og er þarna á Eyrinni og ryðja henni í burtu af því menn vilja byggja bryggjuhverfi. Það mun ekki gerast á næstu 50 árum.“ Samskip vilja starfsemina á einn stað Sækja um lóð við Tanga- bryggju Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is ÆFINGAR eru nú hafnar á gam- anleikritinu Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið þykir drep- fyndið en er jafnframt rómantískur gamanleikur, hraður, fullur af mis- skilningi, framhjáhöldum og ást. Það er eftir sama höfund og skrif- aði leikgerðina af Sex í sveit, einni vinsælustu sýningu Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp, brúðguminn vaknar með konu sér við hlið, konu sem hann hefur aldrei áður augum litið, veit ekkert hver er né hvað hafði gerst kvöldið áður. Hann flækist inn í atburðarás sem hann ræður ekki við, brúðurin á leið inn í herbergið sem er í rúst og nakin ókunnug kona í rúminu. Þetta er í stuttu máli efni leikrits- ins, segir í frétt frá leikfélaginu. Leikarar eru þau Álfrún Örnólfs- dóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lut- hersdóttir og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórð- arson, Örn Árnason þýddi, Frosti Friðriksson hannar leikmynd og búninga, en ljósahönnun er í hönd- um Björns Bergsteins Guðmunds- sonar. Frumsýnt verður 20. okt. Morgunblaðið/Kristján Æfingar Leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar fyrir framan Samkomuhúsið. Æfa grínleikinn Fullkomið brúðkaup Tónleikar | Tónleikar í anda Sig- urveigar Hjaltested og Stefáns Ís- landi verða haldnir í Ketilhúsinu laugardaginn 17. september kl. 17. Tónleikarnir eru þeir fimmtu í röð tónleika sem haldnir eru víðsvegar um landið. Á tónleikunum munu tveir ungir afkomendur söngvar- anna ástsælu, þau Stefán Helgi Stef- ánsson tenór og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran rifja upp með áheyrendum góðar stundir frá fyrri árum. Ingibjörg er sonardóttir Sig- urveigar Hjaltested og hefur undan- farin fjögur ár stundað nám í ljóða- og óperusöng við Tónlistarháskól- ann í Nürnberg og í lauk í sumar sem leið mastersprófi frá framhaldsdeild skólans. Stefán Helgi mun m.a. tak- ast á við söngperlur sem langafi hans Stefán Íslandi söng og túlkaði svo listilega á sínum tíma. Ljóðaganga við Fagraskóg | Lagt verður upp í árlega Ljóðagöngu á morgun, sunnudaginn 18. september kl. 14, en að þessu sinni verður farið í Fagraskóg. Með fræðslu, ljóðalestri og söng verður Davíðs Stefánssonar minnst á bernskuslóðum hans, en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu skálds- ins. Farið verður með hópferðabíl frá Amtsbókasafninu á Akureyri kl. 14 og ráðgert að ljúka ferðinni þar aftur ekki síðar en kl. 17. Leiðsögumaður verður Erlingur Sigurðarson og auk hans munu koma fram lesarar og tónlistarmenn. Ljóðagangan er að þessu sinni samstarfsverkefni Amts- bókasafnsins, Skógræktarfélags Ey- firðinga og Populus tremula ásamt heimamönnum í Fagraskógi. Boðið upp á ketilkaffi og meðlæti. Að- gangseyrir er enginn og allir vel- komnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.