Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 28
28 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Selfoss | „Mér finnst aðalkosturinn við sam-
eininguna vera sá að svæðið verður öflugra
með aukinn slagkraft gagnvart mikilvægum
hagsmunum, svo sem samgöngubótum á
Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrand-
arvegi. Einnig gagnvart höfninni í Þorláks-
höfn og svæðinu í heild sem öflugu atvinnu-
og þjónustusvæði. Þannig náum við frekar til
fólks sem vill setjast hér að. Auknar kröfur
íbúa á öllum aldri um faglega og góða þjón-
ustu eru sífellt að aukast,“ segir Þorsteinn
Hjartarson forseti bæjarstjórnar Hvera-
gerðis sem er formaður samstarfsnefndar
um sameiningu í Ölfusi og Flóa. Nefndin er
þessa dagana að kynna sameiningartillöguna
sem kosið verður um 8. október í sveit-
arfélögunum á svæðinu. Á kynningarfundum
liggur Þorsteinn ekkert á skoðunum sínum,
segist fylgjandi sameiningunni og dálítið
heillaður af þeirri hugsun að horfa á svæðið
sem eina heild. „Ég er búinn að starfa víða á
Suðurlandi og mér finnst ástæðulaust að íbú-
ar bindi sig við gömul og úrelt hreppamörk.
Það eru aðstæður og umhverfi íbúanna á
svæðinu sem skipta höfuðmáli. Þéttbýlið og
sveitirnar, sem umlykja það, eiga svo margt
sameiginlegt og sýn á heildarhagsmuni er
heillandi viðfangsefni,“ segir Þorsteinn sem
er starfandi skólastjóri í Fellaskóla í Reykja-
vík jafnframt því að gegna trúnaðarstörfum í
sveitarstjórn Hveragerðisbæjar. Þá er hann
mikill hestamaður og einn af eigendum Eld-
hesta í Ölfusi sem hafa nýlega stækkað
sveitahótel sitt.
Gaman í bæjarmálunum
„Þetta er 5. árið sem ég keyri á milli og ég
kann því ágætlega. Vinnustaðurinn þannig
staðsettur að ég er bara hálftíma í vinnuna
þegar aðstæður eru góðar,“ segir Þorsteinn
sem ekur á hverjum degi frá Hveragerði í
Breiðholtið til vinnu. „Ég nota tímann til að
velta fyrir mér viðfangsefnum dagsins,
skólastarfinu og stundum pólitíkinni. Varð-
andi pólitíkina þá mæðir ekki svo mikið á
mér þar sem við í Hveragerði erum með afar
öflugan bæjarstjóra og góða embættismenn,
þannig að flest mál vinnast fljótt og vel.
Sjálfur á ég sæti í fáum nefndum svo fund-
arsetur eru ekki miklar. Þó hefur vinna í
tengslum við samstarfsnefnd um sameiningu
í Ölfusi og Flóa verið töluverð enda hlutverk
okkar að koma af stað umræðu um kosti og
galla sameiningar og um mögulega framtíð-
arsýn nýs sveitarfélags. Ég hef gaman af því
að starfa í bæjarmálunum og fá tækifæri til
að móta nánasta umhverfi og samfélag. Svo
er þetta auðvitað ennþá skemmtilegra þegar
svona mikill uppgangur er hérna í Hvera-
gerði og á öllu Árborgarsvæðinu,“ segir Þor-
steinn en á líflegum kynningarfundum hefur
það oft komið í hans hlut að svara fyr-
irspurnum á fundum með íbúunum. „Við er-
um ekki að sameinast til að verjast heldur til
að eflast enn frekar, sækja fram og ýta undir
meiri slagkraft til framtíðar gagnvart
stórum hagsmunamálum 11 - 12 þúsund íbúa
á svæðinu. Einnig til að auka þjónustu við
alla íbúa og auka áhrif svæðisins út á við,
einkum í samgöngu- og atvinnumálum,“
sagði Þorsteinn í inngangi sínum á kynning-
arfundi í Hveragerði á miðvikudagskvöld.
Skólastarfið er gefandi
„Ég fer alltaf eina hestaferð á sumri sem
leiðsögumaður, gjarnan inn á hálendið. Það
er gaman að ferðast á dugmiklum gæðingum
með góðu fólki og það er oftast talverð af-
slöppun í því fólgin. Óneitanlega er maður
oftar en ekki undir álagi í því sem maður er
að fást við og því er gott að geta slappað af
úti í náttúrunni. Samvistir við fjölskyldu
mína eru mér einnig afar mikilvægar,“ segir
Þorsteinn sem er mikill fjölskyldumaður og á
börn á öllum skólastigum frá leikskóla upp í
háskóla. Sjálfur er hann langt kominn með
mastersverkefni í stjórnun menntastofnana
og upplýsingatækni,en hann fékk námsleyfi
skólaárið 2003 - 2004 vegna rannsókn-
arstarfa í framhaldsnámi sínu.
„Það er afskaplega gefandi að starfa sem
skólastjóri. Það er mikilvægt og krefjandi
verkefni að vinna með börnum og unglingum
og leitast stöðugt við að skapa þeim gott um-
hverfi til náms og þroska. Ég og samstarfs-
menn mínir höfum reynt að leggja aukna
áherslu á nemendalýðræði í skólanum og því
reynum við að gefa nemendum kost á því að
hafa nokkur áhrif á skólastarfið en það tel ég
afar mikilvægt. Þá erum við í Fellaskóla m.a.
að vinna að þróunarverkefnum sem miða að
því að auka fjölbreytta og sveigjanlega
kennsluhætti, styðja við heilbrigða lífshætti
og jákvæða hegðun nemenda,“ segir Þor-
steinn Hjartarson að lokum.
Finnst heillandi að horfa
á svæðið sem eina heild
Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson
Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri, forseti bæj-
arstjórnar Hveragerðis og hestamaður.
Eftir Sigurð Jónsson
ÁRBORG
LANDIÐ
Húsavík | Guðmundur Ármann opn-
ar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík í
dag kl 15. Á sýningunni, Láréttri
birtu, sýnir Guðmundur 46 verk. Mál-
verk, tréristur og kolteikningar og
eru þau gerð á árunum 2003, 2004 og
2005.
„Viðfangsefnið er sótt í náttúruna,
hina síbreytilegu birtu sem ljær land-
inu, himninum, vatninu, fjöllunum og
gróðrinum, litbrigði sem við nemum í
umhverfinu,“ segir Guðmundur um
verk sín. „Skynjun sem grópast í vit-
undina verða að minni sem er viðmið í
sköpunarferlinu. Myndirnar eru
óhlutlægar þar sem hefðbundið mótíf
er horfið og eftir standa laréttir lit-
borðar sem fljóta frjálst á myndflet-
inum og skapa litaskala sem minnir á
náttúruupplifun við mismunandi
birtuskilyrði. Málverkin eru lagskipt
olíumálverk, þar sem undirlitur er
málaður í littón sem gefur ákveðinn
litblæ. Síðan eru gegnsæir litir mál-
aðir þannig að undirlitur skín í gegn.“
Ferlinu lýkur svo ekki fyrr en sýn-
ingargestir hafa skynjað myndirnar
og lagt sinn dóm á hvernig til hefur
tekist.
Sýningin verður opin til sunnu-
dagsins 25. september og verður opin
daglega kl. 14 til 18.
Safnahúsið á Húsavík
Lárétt birta
Grímsey | Það er sannarlega
létt yfir kvenfélagskonunum í
Baugi á heimskautsbaug.
Framundan er ferð á fram-
andi slóðir Slóveníu, með sigl-
ingu til hinna sögufrægu Fen-
eyja. Það er ferðanefnd Baugs
sem á veg og vanda af ferð-
inni. Þær eru Guðrún Gísla-
dóttir, Stella Gunnarsdóttir
og Unnur Ingólfsdóttir. Kon-
urnar njóta afraksturs þriggja
ára söfnunar.
Það er 30 manna hópur sem
leggur af stað frá Keflavík-
urflugvelli, kvenfélagskonur
og makar, tilhlökkun í toppi.
Heldur verður rólegt um að
litast í byggðinni góðu við
nyrsta haf. Íbúar verða í um
6–8 húsum af tæplega 30.
Hjálp er fengin frá fasta-
landinu bæði til að sinna
versluninni Grímskjörum og
flugvellinum. Að sjálfsögðu
liggur öll sjómennska niðri á
meðan ferðalangar bregða
undir sig betri fætinum og
skvetta úr klaufunum við
Adríahafið.
Baugskonur leggja í hann
Ljósmynd/Helga Mattína
Alsælar Baugskonur með farmiðana til Slóveníu.
Vestmannaeyjar | Lyf og heilsa hafa opnað apótek á Strandvegi 48
í Vestmannaeyjum. Í apótekinu er auk lyfja boðið upp á úrval
heilsu-, hjúkrunar- og snyrtivara. Eins og í öðrum apótekum Lyfja
og heilsu er í boði heimsending á lyfjum og þeir viðskiptavinir sem
taka lyf að staðaldri, eiga kost á tölvustýrðri lyfjaskömmtun. Við-
skiptavinir geta auk þess fengið blóðþrýstingsmælingu í apótekinu.
Lyf og heilsa í Vestmannaeyjum hefur opið frá 9 til 18 á virkum
dögum, frá 10 til 16 á laugardögum og frá 14 til 14:30 á sunnudög-
um. Hildur Steingrímsdóttir er lyfsali apóteksins en Hildur hefur
starfað sem lyfjafræðingur í tæp 30 ár, þar af sem lyfsali hjá Lyfj-
um og heilsu síðastliðin 5 ár.
Næstu daga verða ýmis opnunartilboð á lausasölulyfjum, vítam-
ínum og snyrtivörum og eru þau kynnt nánar í verslun Lyfja og
heilsu í Vestmannaeyjum.
Apótekarar Starfsfólk Lyfja og heilsu í Vestmannaeyjum er boðið og búið að
aðstoða viðskiptavini verslunarinnar.
Lyf & heilsa
opna nýtt
apótek í Heimaey
Vopnafjörður | Kvenfélagið Lindin á
Vopnafirði stofnaði árið 1998 menntasjóð til
styrktar Vopnfirðingum. Konur, tvítugar
og eldri, sem stunda bóklegt nám jafnt í
skóla sem á annan hátt, hafa forgang að
styrkjum. Veittar hafa verið um 800 þúsund
krónur í styrki frá stofnun sjóðsins 1998 og
mest af þeim peningum verið borgað beint
úr sjóðum Kvenfélagsins, þar sem verið var
að búa til höfuðstól fyrir sjóðinn.
„Þetta skiptir máli fyrir konurnar og þær
hafa þakkað fyrir vegna þess að þær eru
ánægðar að vera metnar einhvers“ segir
Ágústa Þorkelsdóttir á Vopnafirði. „Þær
þurfa t.d. að kaupa sér tölvur og fargjöld
vegna námsins. Við höfum verið óskaplega
hamingjusamar með menntasjóðinn og
hreppurinn hefur stutt okkur þar með 50
þúsundum á ári. Vegna fjölda umsókna í
sjóðinn verður haldið áfram að auka höf-
uðstólinn jafnt og þétt og stefnt að því að
hann verði 2,5 milljónir króna.“
Menntasjóður vex