Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 32
32 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Þ
egar ég fór að kynna mér
Völuspá varð ég al-
gjörlega heilluð. Í Völu-
spá er raunverulega allt
– þetta er sköpunarsaga
og þarna er líka tortíming. Í þessu
eina verki má segja að sé allur skali
mannlegra tilfinninga; ást, svik, hat-
ur, stríð, vinskapur og svo fram-
vegis,“ segir Kristín og flettir í gegn-
um hina nýju og litríku útgáfu af
Völuspá. Hún bætir við að í verkinu
sé einnig tímalaus boðskapur sem
heilli.
„Efni Völuspár á fullt erindi við
fólk í dag. Á hverjum einasta degi
sjáum við það sem kemur fyrir í verk-
inu eiga sér stað. Allt er í blóma, það
gengur vel og margvísleg sköpun er í
gangi. Síðan koma peningar inn í spil-
ið, ágirnd, græðgi og svik, rétt eins og
í Völuspá. Menn eyðileggja fyrir
sjálfum og allt fer óskaplega illa.
Jörðin rís hins vegar aftur úr sæ og
það góða birtist á nýjan leik. Ógnin er
hins vegar yfirvofandi. Þetta er
hringrás og á eins vel við í dag og á
sínum tíma,“ segir hún.
Eddukvæðin álitin „tabú“
Kristín bendir á að með breyttum
tímum þurfi að meðhöndla fornt efni
á borð við Völuspá á nýjan hátt. Ann-
ars sé hætta á að það deyi út.
„Til að Völuspá haldi áfram að lifa
verður hún að vera eðlilegur hluti af
okkar menningarumhverfi en ekki
sett upp á stall eða geymd í gler-
hirslum. Við verðum að hafa dálítinn
húmor og þora að skapa eitthvað nýtt
úr verki eins og Völuspá,“ segir hún
og bendir á að erlendis hafi margir
notað Eddukvæðin sem uppsprettu
hugmynda.
„Hér á landi hefur hins vegar verið
ákveðinn hátíðleiki í kringum þau og
að meðhöndla þau hefur orðið hálf-
gert „tabú“. Tolkien leitaði mikið til
Eddukvæða og tók alls kyns nöfn og
fyrirbæri upp úr þeim sem börn
þekkja úr Hringadróttinssögu en átta
sig ekki á að eru sprottin úr okkar
nánasta menningararfi. Við eigum
líka að taka þátt í að skapa eitthvað
nýtt sem þetta,“ segir hún.
Leit á Völuspá sem áskorun
– Varst þú ekkert hrædd við að
meðhöndla Völuspá, einmitt vegna
hátíðleikans sem þú nefnir að sé í
kringum verkið?
Kristín hristir höfuðið. „Nei, ég var
það ekki. Ég var búin að melta þetta
lengi með mér og var hvergi smeyk.
Ég leit einfaldlega á þetta sem áskor-
un,“ svarar hún ákveðin.
Fyrir áratug var hin upprunalega
Völuspá, ásamt endursögn Þórarins
Eldjárns, gefin út í litlu broti og þýdd
á nokkur tungumál. Kristín var feng-
in til að myndskreyta bókina. Hún
hafði frjálsar hendur um myndvinnsl-
una og sökkti sér í Völuspá og allt
sem henni tengdist. Myndirnar voru
svarthvítar klippimyndir. Það var
þarna sem Kristín uppgötvaði að hún
vildi gera bók eins og þá sem út kem-
ur í dag – litríka og fallega bók sem
ætluð væri börnum á öllum aldri og
þar sem mynd og texti féllu saman í
eina heild.
Vinnur markvisst með liti
Mál og menning gefur bókina út en
það var Þórarinn sem endursamdi öll
erindi Völuspár að nýju og Kristín
hannaði bókina frá upphafi til enda.
Hún lagði mikla áherslu á að hún
væri heildræn. Miðgarðsormurinn er
framan á bókinni og á saurblöðum og
titilsíðum hennar. Aftan við seinasta
erindið birtist hann síðan aftur og bít-
ur þá í skottið á sér. Kristínu þótti
þetta upplagt, enda fer sagan í Völu-
spá í hring. Hún gerði myndirnar
með textann í huga, þannig að á
hverri síðu verður kvæðið hluti af
myndinni. Hún segist hafa reynt að
búa til sterka myndræna heild og
bendir á að sá sem á horfi verði að
upplifa eitthvað í myndinni.
„Ég vinn markvisst með liti í
tengslum við tilfinningarnar, drama-
tíkina og átökin sem eiga sér stað í
kvæðinu. Börn sem skoða bókina
geta skynjað hvað um er að vera, þótt
þau skilji ekki textann til fulls. Þegar
allt hefst aftur í lok verksins nota ég
bjarta liti og hef mikla lífsgleði í
myndunum. Ragnarök eru aftur á
móti dökk og drungaleg. Í bókinni
eru miklar andstæður og það er gam-
an að leika sér með þær,“ segir hún
og bætir við að hún hafi lagt áherslu á
að flæðið í bókinni væri gott. Fenr-
isúlfurinn stykki til dæmis stundum á
milli opna og sömuleiðis Askur
Yggdrasils þegar allt væri tekið að
klofna og fara í sundur.
Engar málamiðlanir
„Ég ákvað að í eitt skipti skyldi ég
gera bók sem væri nákvæmlega eins
og ég vildi hafa hana. Það er svo oft
sem maður hefur lítinn tíma til að
vinna verk en ég ákvað að í þessu til-
felli skyldu ekki gerðar neinar mála-
miðlanir. Markmiðið var að gera bók
sem ég væri fullkomlega sátt við og
ekkert minna en það. Ég eyddi því
öllum mínum tíma í þetta,“ segir hún
og bætir brosandi við: „Eftir fræði-
vinnu, endalausan lestur og miklar
vangaveltur settist ég síðan á gólfið,
eins og krakkarnir, og fór að mála.
Síðan málaði ég og málaði og kláraði
allan pappírinn sem ég hafði safnað
upp í mörg ár.“
Kristín handmálaði grunnana í
myndunum og skannaði þá síðan inn í
tölvu. Þar klippti hún þá inn í teikn-
ingar. Á bak við hverja mynd er
ákveðinn grunnur og oft fleiri en
einn. Með Kristínu í málningarvinn-
unni á gólfinu var ung dóttir hennar.
„Ég er búin að vinna svo mikið og
lengi með Völuspá að hún er farin að
líta á Fenrisúlf sem hálfgerðan fjöl-
skylduvin,“ segir Kristín og hlær.
„Um daginn fékk hún að leira þar
sem hún var stödd. Aðspurð hvað hún
væri að leira sagði hún að auðvitað
væri það Fenrisúlfurinn – eins og
ekkert væri sjálfsagðara en að sitja
og leira þennan úlf!“
Í myndskreytingum Völuspár not-
ar Kristín bæði vatnsliti og akrýl-
málningu. Hún málar ýmist eða
þrykkir og notar margvíslega tækni.
„Ég fékk mikla útrás fyrir sköp-
unargleðina og skemmti mér kon-
unglega. Það er yndisleg tilbreyting
að geta ráðið ferðinni sjálf,“ segir
hún.
Víða bregður fyrir handskrift í
bókarmyndunum. Kristín skrifaði
upp alla Völuspá, „svona til að ná enn
betri tengingu við hana“. Hluta papp-
írsins málaði hún síðan og notaði í
grunna. Það sama má segja um
gamla kennslubók í Eddukvæðum frá
föður hennar. Þá bók tók hún í sund-
ur og málaði síður úr henni. Henni
þótti síðan þjóðráð að þrykkja Mið-
garðsorminn með rauðvínstöppum.
Meðan á vinnslu bókarinnar stóð varð
frægur fornleifafundur á Aust-
fjörðum. Á Vestdalsheiði fannst
beinagrind af ungri konu frá tíundu
öld sem talin var hafa verið völva.
Kristín klippti út fréttir af fundinum,
fannst þær eiga vel heima í bókinni
og málaði dagblaðaúrklippurnar.
Hún bendir á að í verkinu séu hinar
og þessar skírskotanir sem þessar.
„Daginn sem ég byrjaði að vinna
myndina af Eldjötninum var til dæm-
is ráðist inn í Írak, þannig að hann er
sprottinn úr því. Hann réðst inn og
kveikti í öllu,“ segir hún.
Vann forrit fyrir UNESCO
Kristín útskrifaðist árið 1992 úr
grafískri hönnun í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Síðan þá hefur
hún tekið ýmis námskeið í málun.
Hún vann lengi við almenna grafíska
hönnun og myndskreytti bækur sam-
hliða því. Seinustu ár hefur hún hins
vegar unnið sjálfstætt. Ótölulegur
tími hefur farið í vinnslu Völuspár en
auk þess hannaði Kristín nýverið útlit
á kennsluforrit í tilfinningaleikni sem
Námsgagnastofnun bjó til og
UNESCO keypti. Samtökin hyggjast
gefa forritið til nokkurra ríkja í Norð-
ur-Afríku. Kristín bendir kankvís á
að myndirnar í því verði að öllum lík-
indum þær myndir eftir hana sem
koma munu fyrir augu flestra.
Kristín hefur skrifað sjálf tvær
lestrarbækur, Kata og ormarnir og
Kata og vofan. Hún útskrifast nú í
febrúar úr bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands, með ritlist sem auka-
grein, og vonast til að skrifa enn frek-
ar í framtíðinni.
Myndskreytingar vanmetnar
Aðspurð segir Kristín stöðu mynd-
skreyta á Íslandi vera slæma. „Þetta
er mjög illa borgað og lítill skilningur
er fyrir myndskreytingum. Þær eru
oft afgreiddar á síðustu stundu og
sem eitthvað aukreitis. Oft er leitað
að lægstu tilboðum í stað þess að fólk
sé valið eftir því hvað það hafi fram að
færa. Þá snýst þetta um hver sé tilbú-
inn að fá sem minnst borgað fyrir
verkið. Þetta er óviðunandi og er ein-
ungis að versna,“ segir hún og hristir
höfuðið.
„Við þurfum viðhorfsbreytingu
gagnvart myndskreytingum. Texti
hefur alltaf notið virðingar á Íslandi
en við höfum ekki áttað okkur á mik-
ilvægi hins sjónræna. Fólk man lengi
eftir barnabókunum sem það las,
jafnvel alla ævi, og því höfum við enn
meiri ástæðu en ella til að vanda til
verka varðandi þær,“ segir hún.
Þrátt fyrir að hafa unnið með Völu-
spá í öll þessi ár hefur Kristín ekki
sagt skilið við heim Eddukvæða. Hún
hefur meðal annars í hyggju að búa til
teiknimynd upp úr kvæðinu, stutt-
mynd með frumsamdri tónlist. Nú
vantar aðeins tónskáldið.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytir hefur í áratug gengið með þá hugmynd í maganum að setja Völuspá í nýjan
búning. Hún hafði samband við Þórarin Eldjárn sem féllst á að enduryrkja kvæðið. Skrautlegur Miðgarðsormur skríður
loks í verslanir í dag, þrykktur með rauðvínstöppum. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Kristínu og komst að því að
fimm ára dóttir hennar er farin að líta á Fenrisúlfinn sem fjölskylduvin.
Tíu ára með-
ganga Mið-
garðsormsins
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Askur Yggdrasill og nornirnar Urður, Verðandi og Skuld við Urðarbrunn. Kristín var lengi að skissa Ask Ygg-
drasil og ákveða hvernig hún vildi hafa hann. Loks fann hún Askinn í Kaupmannahöfn – í líki fléttutrés. Hún mál-
aði síðan blaðsíður úr Eddukvæðum og notaði í myndina af trénu.
sigridurv@mbl.is
Baldur hinn hvíti drepinn og móðir hans er mædd af sorg. „Loki kom því
við að Baldur yrði drepinn. Hann er ein af skemmtilegustu fígúrunum í
Völuspá. Hann er vondur og hann er stríðnispúki en guðirnir hafa hann
samt með sér. Mér finnst það vera lýsandi fyrir það að gott og illt helst allt-
af í hendur og í myndinni leik ég mér með það. Það er aldrei hægt að losa
sig við skugga sinn og skuggi Baldurs er Loki, sem er algjör andstæða
hans,“ segir Kristín.
Í dag verður opnuð sýning á
myndunum úr Völuspá. Sýningin
er í Galleríi Sævars Karls,
Bankastræti 7. Opnunar-
athöfnin stendur frá kl. 14-16 og
sýningin til 7. október.
Morgunblaðið/Árni Sæberg