Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 35 MENNING Launavernd Ert þú að gleyma einhverju mikilvægu? Ertu búinn að tryggja þér og fjölskyldunni áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs? Skynsemin segir þér hvað er rétt að gera. Ekki hugsa málið – kláraðu það! Í ÞESSARI viku kemur út hjá Máli og menn- ingu Völuspá í nýstárlegri mynd, sérstaklega ætluð yngstu lesendunum. Það eru Þórarinn Eldjárn og Kristín Ragna Gunnarsdóttir sem eiga heiðurinn af bókinni; Kristín Ragna myndskreytir kvæðið og Þórarinn enduryrkir textann á nútímamáli. Samstarf þeirra Kristínar og Þórarins átti upphaf sitt í ekki ósvipuðu verkefni fyrir tíu árum en þá var gefin út á Norðurlönd- unum bókin Svört verða sólskin þar sem saman var safnað mörg- um helstu goðsögum Skandinavíu í nýjum þýðingum, þ.á m. Völu- spá. „Er kom að Völuspá þótti sjálfsagt að nota frumtextann, en þó þyrfti að setja skýringar,“ seg- ir Þórarinn. „Loks var ákveðið að enduryrkja kvæðið á nútímamáli frekar en að notast við neð- anmálsgreinar sem fáir lesa.“ Sú bók var ekki síst ætluð framhalds- skólanemum sem gætu þá haft fyrir framan sig frumtexta kvæðisins annars vegar og enduryrk- ingu Þórarins hins vegar þar sem kvæðinu er snarað yfir á nútímamál. „Í þessari nýju útgáfu okkar Kristínar er gengið skrefinu lengra og frumtextinn ekki hafð- ur með. Mest munar þó um að Kristín hefur gert alveg nýja myndskreytingu við allt kvæðið í full- um litum og mjög skemmtilegri útfærslu. Miðað er við að verkið henti yngri börnum en ekki er farið út í styttingu eða samantekt á efni Völuspár heldur er hvert erindi fyrir sig, að undanskildu dvergatali, umort.“ Vandasamt verk Skiljanlega var ekki létt verk fyrir Þórarin að enduryrkja Völuspá: „Meðalhófið er mjög vand- ratað – ekki síst þegar í kvæðinu eru ótal staðir þar sem fræðimenn greinir á um merkingu. Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera svona end- ursögn hlýtur þá að taka afstöðu. Sem rithöf- undur, en ekki fræðimaður, þá geri ég það auð- vitað á endanum út frá mínu brjóstviti og eftir því hvað hljómar best. Þetta lítur út fyrir að vera mjög einfalt, sérstaklega þegar verkinu er lokið, en það eru margar spurningar sem taka þarf afstöðu til. Ekki er hægt að draga fram skýringar eða nota fræðimennsku til að leysa málin heldur verður verkið að standa eins og það er.“ Þórarinn heldur upprunalegum bragarhætti, fornyrðislagi: „Það er frekar laust og frjálst form með nokkuð afmörkuðum atkvæðafjölda og stuðlar í einni línu, stundum tveir, og höfuðstafur.“ Segist Þór- arinn kíminn vonandi hafa farið rétt með formið. „En það er ekkert stór- mennskubrjálæði á ferð: að halda að þetta verk komi í stað Völuspár. Vonin er frekar sú að börn verði kunnug kvæð- inu í þessu formi og það verði þá til þess að þau taki frumútgáfunni fagnandi sem gömlum vini þegar þau hitta hana síðar á ævinni, á síðari stig- um skólakerfisins.“ Frásögnin studd með myndum Þórarinn reynir að orða kvæðið þannig að börn geti skilið hvert erindi fyrir sig og fá þau stuðning úr myndskreytingu Kristínar Rögnu: „Meiningin er sú að hafa ekki mikinn texta á hverri síðu og hægt að ímynda sér að foreldrar lesi fyrir börnin. Þá gefst með myndunum mikið af tengingum sem gefa kost á að velta fyrir sér efninu sem fjallað er um. Myndir Kristínar eru gríðarlega vel útfærðar og mikil vinna lögð bæði í þær og útlit bókarinnar sjálfrar. Fegursti safn- gripur þó ekki væri fyrir annað.“ Völuspá fyrir litla víkinga Þórarinn Eldjárn Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Í LISTASAFNI Íslands stendur nú yfir sýningin Íslensk myndlist 1945–1960: Frá abstrakt til raunsæis. Sú nýbreytni er á sýningunni að sýningargestir geta hringt í listaverkin, ef svo mætti að orði komast. Þar er að þakka verkefninu Halló listaverk! en hægt er að nota farsíma til að sækja upplýsingar um 20 listaverk á sýningunni með því að hringja í símanúmerið sem hvert verk hefur. Gestir sýningarinnar geta loks sagt frá reynslu sinni með því að senda sms- skilaboð eða tölvupóst sem síðan má lesa á heimasíðu Listasafnsins, www.listasafn.is. Einnig er hægt að sækja myndir af listaverkunum 20 og gerast áskrifandi að sms-tilkynningum um safnviðburði. Upplýsingarnar um verkin eru bæði á íslensku og ensku en um er að ræða samnorrænt til- raunaverkefni, Nordic Handscape, sem helgað er miðlun menningararfs með notkun far- síma. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og hófst árið 2004. Auk Listasafns Íslands taka þátt í verkefninu Statens historiska museer í Svíþjóð, ABM utviklingen í Noregi, Nationalmuseet í Danmörku og Museiverket í Finnlandi. Sýningin í Listasafni Íslands stendur til 30. október og er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Aðgangseyrir er 400 kr. en ókeypis er í safnið á miðvikudögum. Morgunblaðið/Júlíus Hægt að hringja í listaverkin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.