Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 37

Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 37
sjúklinga með hjartabilun,“ segir Vil- borg. Vilborg er ein af þremur íslensk- um konum sem hafa valið hjartalyf- lækningar sem sérgrein en getur ekki svarað því hvers vegna svo fáar konur velja sér þennan starfsvett- vang. „Karlkyns sjúklingar hafa vissulega hlotið meiri athygli hjarta- lækna eins og nýjar rannsóknir benda einmitt til. Ég hef aðallega verið að skoða áhættuþætti karla hingað til, áður í rannsóknarþýði Hjartaverndar á Íslandi og núna í doktorsverkefninu. Áhugi á áhættuþáttum kvenna er ekki síðri í rannsóknarhópnum og við höfum nýlega lokið viðamikilli rannsókn á konum, segir Vil- borg. Hún segir að konur fái einkenni um hjarta- og æða- sjúkdóma almennt síðar á ævinni en karlar, en þær sem greinist eftir tíðahvörf hafi jafnan fleiri áhættu- þætti, t.d. sykursýki, háan blóðþrýst- ing og háa blóðfitu. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma eftir tíðahvörf hjá kon- um sé svipuð eða jafnvel hærri en hjá körlum. Vilborg bendir á að almennt hafi orðið bylting í greiningu og með- ferð sjúklinga með hjarta- og æða- sjúkdóma á síðustu áratugum þannig að fleiri lifa af hjartaáfallið en geta þó hlotið skaða í hjartavöðvanum. Af þeim sökum fer hópur fólks með hjartabilun stækkandi og hjarta- sjúkdómar eru nú eitt stærsta heil- brigðisvandamálið sem blasir við heiminum. Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg stendur framarlega í meðferð hjartasjúklinga, m.a. með hjartaskiptum sem nokkrir Íslend- ingar hafa gengið í gegnum á sjúkra- húsinu. Sjálf hefur Vilborg verið í sérfræðinámi og búið í Gautaborg í fimm ár ásamt fjölskyldu sinni. Hún starfar nú sem sérfræðingur í hjarta- bilunar- og hjartaskiptateymi spít- alans. „Hérna öðlast ég mjög góða þekkingu bæði í vísindarannsóknum og meðferð sjúklinga með hjartabil- un, meðal annars fyrir og eftir hjartaskipti,“ segir Vilborg að lok- um. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 37 DAGLEGT LÍF Súpersól Salou 23. september frá kr. 24.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær fyrir sunnan Barcelona með frábærar strendur og fjölbreytta afþreyingu. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 24.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð í 5 daga. Síðustu sætin Kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð í 5 daga. ÍSvíþjóð hafa nú spunnist tals-verðar umræður um hvort rétt-lætanlegt sé að sænskir grunn- skólar geti krafist þess að foreldrar leggi til allt að sem samsvarar rúm- lega fjögur þúsund íslenskum krónum á barn á misseri til að standa straum af kostnaði við ferðalög og heimsóknir bekkjarins á menningarstofnanir. Í Göteborgs Posten er greint frá því að hjá nokkrum sveitarfélögum sé það nú til alvarlegrar skoðunar að banna slíkt alfarið eða setja hámark á þá upphæð sem hægt er að krefjast af foreldrum. Grunnskólanám eigi að vera ókeypis og ekki eigi að mismuna börnum eftir fjárhag foreldra. Þess má geta að nemendur í sænskum grunnskólum fá yfirleitt allar stíla- bækur og skriffæri í skólanum sér að kostnaðarlausu. Í sveitarfélaginu Partille, sem er nágrannasveitarfélag Gautaborgar, hefur nú verið lagt blátt bann við því að rukka foreldra vegna ferðalaga eða uppákoma hjá bekknum. Í Kortedala, einum bæjarhluta Gautaborgar, hefur verið sett hámarksupphæð sem hægt er að fara fram á frá foreldrum á önn; 50 sænskar krónur á nemanda, þ.e. um 410 íslenskar krónur. „Margir íbúar hverfisins hafa ekki svo mikið fé á milli handanna og það getur verið erfitt að segja frá því að maður hafi ekki efni á að leggja fram peninga,“ segir verkefnisstjóri í Kortedala í GP. „Í þessu sveitarfélagi eru margir sem hafa ráð á að borga fyrir skólaferða- lög. En þeir hafa ekki tíma til að koma með eða skipuleggja basar,“ segir skólanefndarmaður í Partille. Í GP kemur fram að ákvörðun sveitarfé- lagsins um bann við að rukka foreldra hafi í för með sér að auknar kröfur verði gerðar til starfsfólks skólanna um að finna upp á einhverju sem hægt er að gera með nemendum án þess að kostnaður hljótist af, en foreldrarnir þurfi líka að leggja sitt af mörkum. Skólastjóri í Kortedala segir að for- eldrar, sem gjarnan vilja borga fyrir að börnin þeirra fari með skólanum í leikhús eða ferðalög, hafi lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Forsvars- menn menningarstofnana lýsa einnig áhyggjum af þeim afleiðingum rukk- unarbanns að grunnskólanemendur missi t.d. af heimsóknum í leikhús og söfn. Í sænskum grunnskólalögum segir að grunnskólanám skuli vera nem- endum að kostnaðarlausu en á því geti þó verið sú undantekning að nem- endur þurfi að greiða óverulega upp- hæð fyrir einstaka uppákomur. Von er á nýjum grunnskólalögum þar sem lagt er til að skólar megi alls ekki rukka foreldra. Morgunblaðið/Þorkell Bannað að rukka for- eldra fyrir skólaferðalög  SVÍÞJÓÐ Barnafólk er ekki vinsælt starfs- fólk hjá breskum vinnuveit- endum að því er fram kemur í niðurstöðum breskrar könnunar á meðal 420 fyrirtækja og m.a. er greint frá á vef Aftenposten. Hlutastarf eftir fæðingarorlof Vinnuveitendur nýta æ meiri tíma í að skipuleggja fæðing- arorlof starfsmanna sinna og hlutfall þeirra sem þykir það og fleira fjölskyldutengt neikvætt hefur aukist úr 11 í 26% á einu ári. Foreldrar ungra barna eiga rétt á hlutastarfi eftir fæðing- arorlof samkvæmt breskum lög- um en nú hafa samtök vinnuveit- enda varað við því að réttindin nái einnig til foreldra eldri barna. Verkalýðsleiðtoginn Brendan Barber telur lögin mikilvæg rétt- indi og gagnrýnir vinnuveitendur fyrir fornfáleg viðhorf. Hann tel- ur að þeir ættu fremur að líta á lögin sem möguleika til að halda góðum starfskröftum og hvetja þá til dáða. Barnafólk ekki vinsælt starfsfólk  KÖNNUN | Bretland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.