Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
INNANLANDSFLUGIÐ TIL
KEFLAVÍKURFLUGVALLAR
Smátt og smátt hefur orðið tilvíðtæk málefnaleg samstaðaum að Reykjavíkurflugvöll-
ur eigi að hverfa og það landrými,
sem hefur farið undir hann, verði
tekið til annarra nota. Þetta er í
samræmi við niðurstöðu meiri-
hluta þeirra, sem greiddu atkvæði
fyrir nokkrum árum í kosningu
meðal Reykvíkinga, sem borgar-
stjórnin efndi til fyrir nokkrum
árum. Þar með er miklum áfanga
náð í umræðum um framtíðar-
skipulag höfuðborgarinnar og ná-
grannasveita.
Eftir eru umræður um það,
hvort flytja eigi innanlandsflug til
Keflavíkurflugvallar eða byggja
nýjan flugvöll nær höfuðborginni,
sem mundi þjóna innanlandsflugi.
Landsbyggðarfólk hefur á all-
mörgum undanförnum árum lagzt
á þá sveif, að byggja eigi nýjan
flugvöll nær höfuðborginni en
Keflavíkurflugvöllur er. Hefur
þeirri skoðun verið lýst, að mikið
óhagræði væri í því að hafa innan-
landsflugvöll svo fjarri miðju höf-
uðborgarsvæðisins, sem Keflavík-
urflugvöllur er. Miklar og
snöggar breytingar í veðri valdi
því, að stundum tefjist flug og
stundum sé tekin snögg ákvörðun
um að fljúga og af þeim sökum
feli staðsetning innanlandsflugs á
Keflavíkurflugvelli í sér mikið
óhagræði fyrir íbúa landsbyggð-
arinnar. Þá sé ljóst að vegalengd-
in á milli Keflavíkurflugvallar og
Reykjavíkursvæðisins lengi mjög
þann tíma, sem það taki lands-
byggðarfólk að komast til höfuð-
borgarinnar.
Margt hefur breytzt á þeim
tíma, sem þessar umræður hafa
staðið. Höfuðborgarsvæðið hefur
þanizt út. Það getur tekið jafn
langan tíma að komast úr vest-
urbæ Reykjavíkur eða af Sel-
tjarnarnesi til Kjalarneshluta höf-
uðborgarinnar eins og það tekur
að aka frá Hafnarfirði til Kefla-
víkurflugvallar svo að dæmi sé
tekið. Þegar farið er til Keflavík-
urflugvallar er aðal vandinn sá að
komast út úr þéttbýlinu. Um leið
og komið er út úr Hafnarfirði tek-
ur 15–20 mínútur að aka til Kefla-
víkur. Umræður um vegalengdir á
höfuðborgarsvæðinu og þann
tíma, sem tekur að ferðast um
það, hafa öðlast alveg nýja vídd.
Reykjanesbrautin er að gjör-
breytast. Nú eru komnar tvær ak-
reinar á hana að hluta til. Allir
sem þar fara um finna hvað í því
felst mikil breyting og mikið ör-
yggi. Verði heimilað að auka öku-
hraðann í 110 km styttist sá tími
enn, sem þessi ferð tekur.
Hins vegar er æskilegt að verði
sú ákvörðun tekin að innanlands-
flug skuli fara um Keflavíkurflug-
völl verði jafnframt teknar
ákvarðanir um að greiða fólki leið
út úr mesta þéttbýlinu á höfuð-
borgarsvæðinu eða inn í það, ef
svo ber undir. Það er meiri
ástæða til að verja umtalsverðum
fjármunum til þess en að byggja
nýjan flugvöll fyrir innanlands-
flug.
Morgunblaðið er þeirrar skoð-
unar, að tímabært sé að taka af
skarið með það að Keflavíkurflug-
völlur eigi í framtíðinni að þjóna
innanlandsflugi og hefja undir-
búning að því, að sú verði raunin.
Að þessu leyti er blaðið sammála
því, sem fram kom hjá Sturlu
Böðvarssyni, samgönguráðherra,
á fundi í Reykjanesbæ í fyrra-
kvöld, sem Hjálmar Árnason, for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins, efndi til.
Það kostar mikla fjármuni að
byggja nýjan flugvöll fyrir innan-
landsflug nær höfuðborginni.
Þeim fjármunum væri betur borg-
ið til frekari samgöngubóta á
landsbyggðinni og á höfuðborg-
arsvæðinu.
ÍBÚAÞING OG OPIÐ LÝÐRÆÐI
Íbúaþing í einstökum sveitar-félögum eru að breiðast út. Í
Morgunblaðinu í gær var skýrt frá
umræðum á íbúaþingi í Reykja-
nesbæ og á undanförnum mánuð-
um og misserum hafa slík þing
verið haldin í sveitarfélögum víða
um land.
Íbúaþing eru áhrifarík aðferð til
þess að auka tengsl á milli íbúanna
og hinna kjörnu fulltrúa og veita
íbúum viðkomandi sveitarfélags
tækifæri til að hafa áhrif á stefnu-
mótun í einstökum málaflokkum í
sinni heimabyggð.
Íbúaþingin hafa tekizt mjög vel
og full ástæða er til að ætla að þau
hafi fest sig í sessi og verði reglu-
legur þáttur í starfsemi sveitarfé-
laga.
En jafnframt er ástæða til fyrir
sveitarfélögin að stíga nýtt skref í
átt til opnara lýðræðis. Það er
kominn tími til að þau noti at-
kvæðagreiðslu meðal íbúa sinna
um einstök mál, sérstaklega þegar
um er að ræða grundvallarmál,
sem reglulegan þátt í stjórnun
sveitarfélags.
Reykjavíkurborg efndi fyrir
nokkrum árum til atkvæðagreiðslu
um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Seltjarnarneskaupstaður notaði
slíka atkvæðagreiðslu til að gera
út um erfiðar deilur um skipulags-
mál í bæjarfélaginu.
Í framhaldi af íbúaþingunum er
tilefni til að sveitarfélögin taki al-
mennar atkvæðagreiðslur upp sem
reglulegan þátt í starfsemi sinni.
Það á enginn að vera hræddur við
opið lýðræði.
H
eildarlaun félagsmanna Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur hafa
hækkað um tíu prósent frá því í
fyrra samkvæmt nýrri launakönnun
félagsins. Grunnlaunin hækkuðu þó
aðeins meira, eða um 11% á milli ára. Félagsmenn
VR hafa að meðaltali 300 þúsund kr. í heildarlaun á
mánuði en í fyrra voru launin að meðaltali 273 þús-
und á mánuði. Hæstu heildarlaunin eru greidd hjá
fjarskipta- og tölvufyrirtækjum en lægstu heild-
arlaunin greiða verslanir með lyf, hjúkrunarvörur
og snyrtivörur. Vinnuvikan er óbreytt milli ára, þ.e.
hún er 45 klukkustundir að meðaltali.
Launakönnun VR var kynnt á blaðamannafundi í
gær. Samkvæmt könnuninni eru karlar með rúm-
lega 23% hærri heildarlaun en konur. Kynbundinn
launamunur er 14%, en það er sá munur sem er á
launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til
vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og mennt-
unar.
Til samanburðar var kynbundinn launamunur
15% á síðasta ári, 16% árið 2001 og 18% árið 2000.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði á fund-
inum í gær að launamunur kynjanna, hvort sem lit-
ið væri til heildarlauna eða kynbundins launamun-
ar, hefði því sem næst staðið í stað síðustu árin. Það
væri áhyggjuefni. Karlar fengju að meðaltali 337
þúsund krónur í heildarlaun á mánuði en konur um
274 þúsund krónur.
Gunnar Páll sagði að þótt mikill árangur hefði
náðst frá árinu 1960, þegar launamunur kynjanna
hefði verið um 50%, væri sá munur sem enn væri til
staðar óþolandi óréttlæti. Hann tók dæmi og sagði:
„Hvað myndi fólk segja ef það kostaði t.d. 14%
meira fyrir konur að fara í sund, eða ef það væru
greiddar 14% lægri barnabætur með stúlkubörn-
um? Ef staðan væri þannig myndi heyrast hljóð úr
horni.“
Gunnar Páll sagði að vegna launamunarins og
þess að þrjátíu ár væru liðin frá kvennafrídeginum
hefði stjórn VR ákveðið að fara í auglýsingaherferð
til að vinna gegn launamun kynjanna. Herferðin
ber yfirskriftina: „Láttu útlitið ekki blekkja þig.“
Fyrirsæturnar í herferðinni eru: Gísli Marteinn
Baldursson, stjórnmála- og sjónvarpsmaður, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking-
arinnar, Þorgerður K. Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Egill Helgason þáttastjórnandi.
Andliti þeirra hefur verið breytt í hitt kynið, eins og
sjá má á meðfylgjandi mynd.
Heildarlaun félagsmanna VR hækka um tíu p
Karlar eru með rúm
hærri heildarlaun en
VR hrindir af stað átaki til að útrýma launamun kyn
Gísli Marteinn Baldursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir eru fyrirsætur
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
+&(:0-(0,/
5/604,/:&//
(0,/03,/,-
A! "0&!
!(6
B
%. 0 "'G NNN
E
E
#E
"E
#E
E
"E
E E
E
KARLAR vinna nær fimm tíma lengri vinnu-
viku en konur, samkvæmt launakönnun
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þeir
vinna að meðaltali 47,6 klukkustundir á viku
en konur 42,7 klukkustundir á viku. Með-
alvinnuvikan er 45 klukkustundir. Af starfs-
stéttum vinna stjórnendur og sérfræðingar
lengst, eða 47 klukkustundir að meðaltali á
viku.
Í könnuninni kemur fram að fleiri vinna
fjarvinnu í ár en í fyrra eða 28% samanborið
við 23%. Þá kemur fram að þeir sem hafa far-
ið í starfsmannaviðtal eru með 4% hærri
heildarlaun en þeir sem ekki hafa farið í slíkt
viðtal.
Könnunin var gerð í janúar og mars á
þessu ári. Hún náði til alls 16.638 fé-
lagsmanna. Svör bárust frá 8.390 fé-
lagsmönnum og er það 50,4% svarhlutfall.
Þetta er í sjöunda sinn sem VR stendur fyrir
launakönnun sem þessari. Þátttakan í henni
hefur nær tvöfaldast frá árinu 2003.
Karlar vinna
lengur