Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VEGNA greinarskrifa Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag sé ég ástæðu til að setja nokkur orð á blað þar sem verulega hallar réttu máli í skrifum þingmanns- ins, einkum í minn garð. Þannig er að vest- firskir sveitarstjórn- armenn komu saman á Fjórðungsþingi Vestfirðinga fyrstu helgina í september. Þingin eru fyrst og síðast samstarfsvett- vangur sveitarstjórn- armanna, en jafnan er ýmsum gestum boðið s.s. alþingismönnum kjördæmisins og forstöðumönnum stofnana á fjórðungsvísu. Einnig eru fyrirlesarar fengnir til liðs við þingið í samræmi við efni þess hverju sinni. Mikilvægt er að allir þeir sem vinna að framgangi Vest- fjarða ráði ráðum sínum reglulega og hafa Fjórðungsþing lengst af reynst góður vettvangur til þess. Ólundarleg skrif Þetta árið kvað hins vegar við nýjan tón í umfjöllun um þingið og birtist hann á heimasíðu alþing- ismannsins á meðan Fjórðungs- þing stóð enn yfir. Vöktu þessi skrif athygli mína þar sem þau birtust einnig á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Í þessum skrifum sá þingmaðurinn ástæðu til að kveinka sér undan umræðum og tillöguflutningi sem fram fóru fyrri dag þingsins. Uppistaðan í heimasíðuskrifunum birtist síðan í Morgunblaðinu um liðna helgi og voru það álíka ólundarleg skrif og hin fyrri. Fjórðungsþing ekki Alþingi Í stað þess að greina á upp- byggilegan hátt frá því sem var meginefni þingsins, og vekja þannig jákvæða at- hygli á störfum Fjórð- ungsþings, fór þing- maðurinn mörgum orðum um málflutning minn í umræðunum. Þar gagnrýndi ég þingmenn allra flokka fyrir að nota Fjórðungsþing sem vettvang fyrir langar pólitískar orðræður. Það er nefnilega þannig að und- angengin ár hefur það færst í vöxt á Fjórðungsþingi að þingmenn fari mikinn í ræðuhöldum og hefur stundum vart mátt á milli sjá hvort menn eru staddir á hinu háa Alþingi eða á þessum samráðsvett- vangi sveitarstjórnarmanna. Um- ræðan hefur í reynd snúist upp í karp milli ríkisstjórnarliða og stjórnarandstöðu, mörgum sveit- arstjórnarmönnum til armæðu, enda hefur þeim þá gefist tak- markaðri tími til að láta sín sjón- armið í ljósi. Þessi þróun mála varð kveikjan að tillögu minni um að fela stjórn Fjórðungssambands- ins að endurskoða fundarsköp þingsins. Er skemmst frá því að segja að sú tillaga var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Virðingarleysi við samkomuna Í Morgunblaðsgrein sinni ber þingmaðurinn m.a. upp á mig að ég hafi haldið því fram að gagn- rýnin umræða um byggðamál ætti ekki heima á Fjórðungsþingi. Slíkri fullyrðingu vísa ég til föð- urhúsanna. Öll verkefni sveit- arstjórnarstigsins eru byggðamál, og því til umræðu á Fjórðungs- þingi, en kjarninn í mínu máli var sá að ef sveitarstjórnarmennirnir kæmust að fyrir orðræðum þing- manna, þá væru þeir fullfærir um að setja sjálfir fram gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda í byggða- málum. Ég lét einnig þá skoðun mína í ljósi að mér fyndist karp þingmannanna ekki sérstaklega til þess fallið að vekja með manni von um að samstaða næðist í þeirra hópi um bestu leiðirnar til að ná árangri til framtíðar fyrir Vest- firði. Þess í stað væri helst sem þeir nýttu þennan vettvang sveit- arstjórnarmanna til æfinga í ræðu- snilld fyrir komandi haustþing og það þætti mér virðingarleysi við samkomuna. Það er vissulega virðingar- og þakkarvert þegar þingmenn kjör- dæmisins, og aðrir gestir, sjá sér fært að sitja Fjórðungsþing en því fylgir einnig sú ábyrgð að stuðla að uppbyggilegri umræðu um mál- efni fjórðungsins – umræðu sem skilar okkur fram á veginn. Hafa skal það sem sannara reynist Birna Lárusdóttir svarar grein Sigurjóns Þórðarsonar ’Í Morgunblaðsgreinsinni ber þingmaðurinn m.a. upp á mig að ég hafi haldið því fram að gagnrýnin umræða um byggðamál ætti ekki heima á Fjórðungs- þingi. Slíkri fullyrðingu vísa ég til föðurhús- anna.‘ Birna Lárusdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ. STREITA er algengasta dán- arorsökin á Vesturlöndum, sam- kvæmt niðurstöðu fjölda rann- sókna þar sem hún er meginorsök hjartaáfalls og stuðlar að mörgum öðrum sjúkdómum, þar á meðal ofnotkun eitur- lyfja. Þreyta og streita eru sagðar vera algengustu vandamálin sem hrjá okkar heimshluta. Önnur vandamál eru oft afleiðing þeirra; eins og þunglyndi, kvíði, offita, svefnleysi og einbeiting- arskortur. Algengasta leiðin til að takast á við streitu er að meðhöndla ein- kennin með því að taka inn róandi lyf, drekka áfengi, reykja, borða of mikið eða horfa á sjónvarpið. Í framhaldinu þurfum við að fá örv- un, eins og kaffi eða sykur, til að bæta upp orkumissinn eða til að vekja okkur upp af dvalanum. Þetta er eins og að keyra með ann- an fótinn á bensíninu og hinn á bremsunni, ef við líkjum vélinni við hjartað og nýrnahetturnar. Við erum meira en hugur og líkami Önnur leið til að höndla streitu er að leita til sálfræðinga og ráð- gjafa, stundum lærir fólk að slaka á og breyta um lífsstíl. Þess háttar leiðir eiga vissulega rétt á sér og geta fleytt okkur langt en það sem enn vantar upp á er að líta á mann- eskjuna sem heild, finna innra með okkur hvað liggur undir streitu- viðbrögðum og taka með í reikn- inginn að við erum meira en líkami og hugur. Ef við ætlum að læra að lifa með öllu því áreiti sem nútímasamfélag innifelur og halda viti og heilsu er mikilvægt að læra að takast á við streitu. Við höfum til- hneigingu til að loka augunum fyrir því sem við finnum og flýja veruleikann. Sam- félagið býður okkur endalausa möguleika á að flýja okkur sjálf. Auk þess höfum við tilhneigingu til að nálgast heiminn vit- rænt, með huganum, en meirihlutinn af okkur sjálfum verður eftir fyrir ut- an. Við þurfum að innlima andlega þáttinn í okkur sjálfum og upplifa heiminn meira innan frá í stað þess að loka okkur inni í huganum. Þeg- ar við viðurkennum og upplifum óendanleikann innra með okkur sjálfum, við getum kallað það guð- sneistann eða uppsprettuna innra með okkur, þá höfum við lykilinn að innra friði og hamingju. Kundalini-jóga Kundalini-jóga er aldagömul teg- und af jóga og býður upp á mjög virkar leiðir til að takast á við streitu og álag nútímans. Það er hannað fyrir venjulegt fjöl- skyldufólk sem lifir erilsömu lífi og hefur ekki of mikinn tíma aflögu né eirð í sér til að setjast niður mitt í öllu álaginu og slaka á eða hugleiða tilgang lífsins. Mikið af því jóga sem er í boði er upphaflega sniðið að þörfum þeirra sem völdu að helga líf sitt andlegri iðkun, æfing- ar sem hjálpuðu þeim að sitja leng- ur í hugleiðslu. Kundalini-jóga er byggt upp á æfingum sem hjálpa okkur markvisst að örva inn- kirtlakerfið, lyfta orkunni okkar svo við náum að finna þessa innri gleði sem er okkur eiginleg og að takast á við líf okkar af æðruleysi og innri styrk. Það er bæði byggt upp á líkamlegum æfingum sem koma okkur í gott líkamlegt form og öndunaræfingum sem hreinsa, auka orkuflæðið og tengja okkur betur við okkur sjálf. Kundalini- hugleiðsla er aðgengileg fyrir alla, líka þá sem eru ekki vanir að hug- leiða. Og það byggist á æfingum sem koma jafnvægi á heilahvelin og á orkustöðvarnar. „Streita rænir þér frá sjálfum þér,“ segir Yogi Bhajan sem færði Vesturlandabúum kundalini-jóga. Fólk sem lifir undir miklu álagi þarf vissulega að þjálfa líkamann og halda honum í góðu formi, það getur til dæmis fyrirbyggt vöðva- bólgu og byggt upp almennt út- hald. En það er ekki nóg að koma sér í gott form ef það bitnar á heildinni. Taugakerfið, nýrnahett- urnar og ónæmiskerfið eru þegar undir álagi ef við búum við streitu. Við þurfum líka að hugsa um að hlaða batteríin og næra andann. Ef við hugsum um heildina þá skilar það sér í auknum afköstum og betri líðan. Algerlega samstillt slökun læknar líkamann Kundalini-jóga kennir okkur leiðir til að vekja kraftinn innra með okkur og auka meðvitund okk- ar um þá ávana sem við höfum tam- ið okkur. Hver tími byggist á seríu af æfingum, sem kallast kría og hafa ákveðið markmið eins og að koma jafnvægi á lifrina eða melt- inguna, bæta svefninn eða byggja upp styrk. Hver kría hefur líka áhrif á heildina og þess vegna erum við endurnærð og í jafnvægi á eftir. Kundalini er vitund okkar. Hún liggur í dvala í öllum manneskjum og undir ákveðnum kring- umstæðum vaknar hún. Þegar það gerist vöknum við og þekkjum okk- ar sanna sjálf. Það er reynsla sem ekki er hægt að lýsa, og hver og einn upplifir hana á sinn hátt. Yogi Bhajan sem áður var nefnd- ur hefur líka sagt: „Algerlega sam- stillt slökun læknar líkamann. Til þess að svo megi verða þarf sam- vinnu milli allra þriggja þáttanna í okkur sjálfum; líkama, hugar og sálar.“ Okkur er ekki kennt það í skólum. Við verðum sjálf að sækja okkur þá þekkingu. Andinn er sterkari en líkaminn, ef við ræktum hann. Streita rænir þér frá sjálfum þér Guðrún Arnalds fjallar um streitulosun ’Kundalini-jóga er alda-gömul tegund af jóga og býður upp á mjög virkar leiðir til að takast á við streitu og álag.‘ Guðrún Arnalds Höfundur er hómópati, kundalini- jógakennari og leiðbeinandi í líföndun. NÚ ER orðið ljóst hvernig ráð- stafa eigi andvirði Símans. Flestir sem tjáð sig hafa um málið eru sam- mála um ágæti þeirra verka sem á að vinna. Eitt af þeim brýnu verkum sem ákveðið hefur verið að ráðast í er lagning Sundabrautar. Fyrsta áfanga á að leggja fyrir hluta þessara peninga en seinni áfangann á að fjármagna með veggjaldi líkt og gert var með Hvalfjarð- argöngin. Lagning Sundabrautar er mikið þjóðþrifamál og á eftir að nýtast bæði höf- uðborgarbúum og öðr- um landsmönnum vel. Hagkvæmni slíkrar framkvæmdar þarf vart að fjölyrða um. Eitt atriði hefur þó stungið í augun en það er að seinni hluta fram- kvæmdarinnar skuli vera ráðgert að fjár- magna með veggjaldi. Er með ólíkindum að slík tillaga komi fram og þá sérstaklega þeg- ar litið er til þess að gjaldtaka er á sama vegi skammt frá eða um Hvalfjarð- argöngin. Að reikna með að þurfa að greiða á tveim stöðum til að komast í eða úr miðborginni vestanverða er með öllu fráleitt. Þeir íbúar Reykja- víkur sem búa á Kjalarnesi geta ekki ekið milli borgarhverfa án þess að greiða sérstaklega fyrir. Akurnes- ingar og aðrir sem aka oft um Hval- fjarðargöngin á leið sinni inn eða út úr höfuðborginni verða komnir með tvo veglykla í framrúðuna. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Sú grundvallarhugsun verður að vera við lýði að vegir landsins verði til af- nota fyrir alla án sérstakra vegtolla vegna umferðar. Við erum að greiða til viðhalds og uppbyggingar vega með sérstöku gjaldi sem lagt er á eldsneyti, með vegtolli eru sumir not- endur farnir að greiða tvöfalt. Leita verður annarra leiða til að fjármagna þessa veglagningu sem sannarlega verður eðlilegur hluti af þjóð- vegakerfi landsins, eign okkar allra og til afnota fyrir alla landsmenn óháð notkun án sérstakrar gjaldtöku. Töluverð andstaða er við gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin og hefur verið bent á að þessi gjaldtaka standi fyr- irtækjum norðan Hvalfjarðar fyrir þrifum. Ferðaþjónusta líður sérstaklega þar er höfuðborgarbúar veigra sér við að greiða tvö þúsund krónur auka- lega þegar þeir fara í sinn sunnudagsbíltúr. Þetta gjald þarf ekki að greiða þegar ekið er eft- ir öðrum leiðum út úr borginni, t.d. austur fyr- ir fjall eða út á suð- urnes. Fyrir mig að bjóða venslafólki í kaffi, það býr flest allt í höf- uðborginni en ég bý á Akranesi, fylgir að allir verða að greiða tvöþús- und krónur í gangagjöld fyrir að koma. Að sjálf- sögðu dregur þetta úr því að fólk skjótist upp á Skaga í kaffi eða heim- sókn. Ef rukkað væri einnig á nýrri Sunda- braut kostaði kannski fjögur þúsund krónur fyrir mitt fólk að kíkja í kaffi til mín! Það er um 40 mínútna akstur upp á Akranes og verður með nýrri Sundabraut væntanlega innan við 25 mínútur. Skottúr sem stoppar fáa í að skjótast. Fleiri þúsund króna kostnaður stoppar þó marga af og fækkar ferðum eins og allir hljóta að sjá og skilja. Fyrirhuguð lagning Sundabrautar er mjög af hinu góða og styttir leiðina út úr borginni, gerir hana opnari og aðgengilegri. Vegatollur mun aftur á móti skemma þennan ávinning. Skor- að er á ráðamenn að finna aðra leið til að fjármagna seinnihluta Sunda- brautar. Sundabraut Björn Elísson fjallar um veg- tolla á þjóðvegum landsins Björn Elíson ’Skorað er áráðamenn að finna aðra leið til að fjármagna seinnihluta Sundabrautar.‘ Höfundur er markaðs- og atvinnu- málafulltrúi Akraneskaupstaðar. EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orkubomba og hreinsun Vítamín, steinefni og jurtir ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.