Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sækjum styrk í
íslenskt náttúruafl!
„Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár.
Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem
ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang-
hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi
og ég fæ ég sjaldan kvef.“
Fjölbreytt virkni í einum skammti.
Bryndís Magnúsdóttir
Reykjavík
Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef
Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is
INNAN Krabbameinsfélagsins
eru nú starfandi sjö
stuðningshópar á höf-
uðborgarsvæðinu sem
halda uppi öflugu
fræðslu- og fé-
lagsstarfi. Félagar
stuðningshópanna hafa
flestir kynnst krabba-
meini af eigin raun og
er stuðningurinn sem
þeir veita í formi jafn-
ingjafræðslu. Margir
af sjálfboðaliðum
stuðningshópanna
telja sig ekki hafa
fengið nægan stuðning
og fræðslu í sínum
veikindum og vilja miðla þeim sem
eru veikir af reynslu sinni og styðja
þá í baráttunni við sjúkdóminn.
Sjálfboðaliðar stuðningshópanna
heimsækja sjúklinga á spítala eða
heim sé þess óskað.
Almennt er talið mikið áfall að
greinast með krabbamein og væri í
raun ástæða til að veita fólki sem
fær þessa sjúkdómsgreiningu áfalla-
hjálp sem er fyrirbyggjandi íhlutun
sem veitt er þeim sem orðið hafa fyr-
ir hættu sem ógnar lífi eða limum.
Slíkri reynslu fylgir oft mikill ótti og
hjálparleysi sem setið getur eftir í
huga fólks og valdið alvarlegri
streitu, þunglyndi eða jafnvel ofsa-
kvíða.
Ástæðan fyrir því að
talið er mikilvægt að
veita fólki áfallahjálp
er að reyna að fyr-
irbyggja að eðlileg
streituviðbrögð heil-
brigðs fólks við alvar-
legum atburðum þróist
yfir í sjúkdóms-
einkenni. Því mætti
telja eðlilegt að fólk
sem greinist með jafn
alvarlegan sjúkdóm og
krabbamein fái áfalla-
hjálp samhliða lík-
amlegri lækn-
ismeðferð.
Þannig getur jafningjafræðsla og
annar félagslegur stuðningur frá
þeim sem gengið hafa í gegnum líka
lífsreynslu haft mikið að segja í
bataferli sjúklinga. Þar má sem
dæmi nefna tilfinningalegan stuðn-
ing sem felur í sér samúð, um-
hyggju, huggun og samkennd. Það
dregur úr áfallinu sem greining
krabbameinsins veldur að tala um
líðan sína. Einnig eru upplýsingar
og leiðbeiningar mjög mikilvægar og
flýta fyrir bata. Komið hefur í ljós að
ótti sjúklings við krabbameinið
minnkar þegar hann fær meiri upp-
lýsingar um sjúkdóminn og hittir
annað fólk með líka reynslu. Það
veitir einnig mikla sjálfsstyrkingu
að taka þátt í hópstarfi sem með-
limur stuðningshóps. Upplýsingar
um starfsemi stuðningshópanna má
finna á vefsíðu KÍ www.krabb.is.
Stuðningshóparnir kynna starf-
semi sína á sameiginlegum fræðslu-
og kynningarfundi 21. september kl.
20 í Ými, Skógarhlíð 20. Fundurinn
er öllum opinn.
Hlutverk stuðningshópa í end-
urhæfingu fólks sem greinst
hefur með krabbamein
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir
fjallar um stuðningshópa innan
Krabbameinsfélagsins ’Þannig getur jafn-ingjafræðsla og annar
félagslegur stuðningur
frá þeim sem gengið
hafa í gegnum líka lífs-
reynslu haft mikið að
segja í bataferli sjúk-
linga.‘
Gunnjóna Una
Guðmundsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi,
Krabbameinsfélagi Íslands.
SENNILEGA er umgengni borg-
aryfirvalda um aðalskipulag hinna
og þessara svæða borgarinnar
glöggur vitnisburður um óvönduð og
illa unnin mál frá upphafi. Ég hef
alltaf haldið að aðalskipulag hefði að
geyma framtíð-
arhugmyndir og þar
með fyrirætlanir um
byggingar og tengdar
framkvæmdir á til-
teknum svæðum.
Þetta þýðir að með því
að skoða aðalskipulag
átt þú að fá nokkuð
skýrar hugmyndir um
framtíð nánasta um-
hverfis þíns. Svona
hélt ég að þetta væri.
Raunin er hins veg-
ar allt önnur. Að-
alskipulag er bara píp,
það er þarna til þess að hafa eitthvað
á blaði, á því á alls ekki að taka
mark. Aðalskipulagi er flaggað þar
til hinir raunverulegu hagsmunir
koma upp á yfirborðið og þá fara
þeir einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn af
stað.
Í Reykjavík er hverfi kennt við
skugga, ekki vegna þess að á það
hafi vantað örnefni heldur vegna
þess að lega þess skapar langa
skugga. Hverfið er líka opið fyrir
norðangarranum, það er í rauninni á
mörkum hins byggilega heims.
Sunnan í móti er annað loftslag en
norðan í móti. Eina örugga leiðin til
að gera svæðið óbyggilegt er að
setja það í skugga og skapa norð-
anbálinu aðstæður til loftfimleika í
kringum endalausa skessukatla há-
hýsa og turna. Að vísu hafa skipu-
lagsyfirvöld samviskusamlega
skyggt skipulagsteikningar með
skuggavarpi hingað og þangað eftir
tímum dags og árs. Minna fer fyrir
hugsanlegum áhrifum turnanna á
vindgang hverfisins eða möguleikum
fólks til að njóta lífsins þar.
Skuggahverfið er byggingar- og
menningarsögulegt djásn á íslensk-
an mælikvarða, þar eru hús og götur
sem eiga erindi inn í framtíðina,
söguleg verðmæti og bara einfald-
lega sniðugt umhverfi. Áberandi í
jaðrinum er Barónsreitur sem svo er
kallaður. Hann afmarkast af Vita-
stíg, Skúlagötu, Barónsstíg og
Hverfisgötu, í rauninni snýst hann
annars vegar um Bjarnaborgina og
hins vegar um Barónsfjósið. Svo illa
vill til að á milli þessara bygginga er
óbyggt svæði. Samkvæmt aðal-
skipulagi frá 2001 á að byggja þar
tvö hús, hvort um sig tvær hæðir og
ris. Allt í góðu samræmi við húsin
sem eru fyrir og í góðri
sátt við íbúana og um-
hverfið.
Nú kemur hins vegar
á daginn að að-
alskipulagið er ekki
virði þess pappírs sem
það er prentað á. Borg-
aryfirvöld hyggjast
standa fyrir tveimur
byggingum en þær
verða ekki tvær hæðir
heldur fjórar og fimm
plús ris. Þessum bygg-
ingum er ætlað að leysa
brýnan húsnæðisvanda
háskólanema í borginni, það er víst
gott að byggja yfir stúdenta vegna
þess að þeir þurfa ekki bílastæði.
Þetta vita allir sem stunda há-
skólanám.
Þétting byggðar er sjálfsagt hið
besta mál, en ég held að hún eigi
ekki við þar sem byggð er þétt.
Skuggahverfið og Þingholtin skulda
Reykjavík engar nýbyggingar, þetta
eru þéttbýlustu svæði borgarinnar.
Ég hlýt sem kjósandi með full þegn-
réttindi að lýsa frati á þá kosnu full-
trúa sem hyggjast valta yfir hags-
muni og vilja íbúanna til að þjóna
einhverjum allsendis óljósum hags-
munum fólks sem byggir hús.
Steypa er náttúrulega flott en hún á
bara ekki alls staðar við.
Það alvarlegasta í þessu öllu sam-
an er að þrátt fyrir fjálglegar yf-
irlýsingar um samráð og möguleika
íbúa til að gera athugasemdir er
ljóst að það stendur ekki til að hlusta
á þá. Nýlega var birt auglýsing um
breytingar á téðu aðalskipulagi, aug-
lýsingin var í meginatriðum röng,
t.d. hvað varðaði hæð húsanna skeik-
aði þremur hæðum og út af fyrir sig
ekki minnst á þá staðreynd að bíla-
stæði verða engin enda verið að
byggja yfir stúdenta sem ekki eiga
bíla. Trú þessara kjörnu fulltrúa
okkar á samráðið er svo mikil að þeir
ætla að bjóða byggingarnar út fyrir
áramót og hefja framkvæmdir fyrir
vorið. Hér um slóðir hafa framtíð-
ardraumar fólks m.a. byggst á að-
alskipulagi sem gerir ráð fyrir ný-
byggingum sem eru í samræmi við
hæð og útlit þeirra húsa sem eru í
nágrenninu. Það er hið besta mál.
Okkur er öllum ljóst að ef þú býrð í
borg máttu eiga von á húsum í
kringum þig en að þér eigi að stafa
ógn af þessum húsum sýnist óþarfi.
Barónsreiturinn sem nafngift er
skilgetið afkvæmi þess sálarleysis
sem einkennir opinberar nefndir
hverju nafni sem þær nefnast. Allt í
einu er bílastæðið við 10/11 orðið að
viðfangsefni steypubraskara, um-
hverfið sem er og hefur verið er orð-
ið aukaatriði, meginmálið er að gera
eitthvað við Barónsreitinn. Ég sem
íbúi við þennan reit er alls ekki að
mótmæla byggingum þeim sem gert
er ráð fyrir í aðalskipulagi, heldur
þeirri aðför að mannlífi sem felst í að
drekkja umhverfi, sem lætur lítið yf-
ir sér og á rétt á samhljómi gamals
og nýs, í steypu og munaðarlausum
bílum.
Allt er afstætt, líka skipulag, í lág-
reistri byggð eru hús yfir þremur
hæðum stórhýsi. Ef borgaryfirvöld
vilja byggja upp á við er deginum
ljósara að Hverfisgatan er ekki rétti
vettvangurinn.
Það sem er sárast í allri þessari
dellu er varnarleysi þitt sem íbúa
gagnvart einhverri nefnd sem hefur
á valdi sínu að hundsa þig, viðhorf
þín og hagsmuni. Í þeirra hugum er
nóg að auglýsa eftir athugasemdum
og handlanga þær síðan í ruslið. Allt
samráðið, sýningarnar og grennd-
arblablabla eru innantóm trix þegar
hinir raunverulegu hagsmunir koma
upp á yfirborðið. Það getur ekki ver-
ið ósanngjörn krafa að við byggingu
borgarinnar byrgjum við hana ekki í
leiðinni.
Að byrgja borgina
Kristófer Már Kristinsson
fjallar um skipulagsmál
Kristófer Már
Kristinsson
’Það sem er sárast íallri þessari dellu er
varnarleysi þitt sem
íbúa gagnvart einhverri
nefnd sem hefur á valdi
sínu að hundsa þig …‘
Höfundur er háskólanemi
og íbúi við Barónsreit.
ÉG LAS greinar Jóns Bjarnason-
ar forystumanns vinstri-grænna í
Morgunblaðinu ný-
lega. Ummæli hans
minna óneitanlega á
öfugmælavísur þótt
þær séu ekki í bundnu
máli. Sem gamall sam-
vinnustarfsmaður
finnst mér rétt að gera
nokkrar athugasemdir
við málflutning hans.
1. „Félagshyggja
Framsóknarflokksins
týnd.“
Stærsta og mynd-
arlegasta fé-
lagshyggjufyrirtæki
landsins er rekið í
Skagafirði af fram-
sóknarmönnum og
heitir Kaupfélag Skag-
firðinga. Vegna póli-
tískrar blindu sér
greinarhöfundur það
auðsjáanlega ekki.
Vonandi sjá aðrir
Skagfirðingar það og
standa þétt með for-
ystu þess.
2. „Framsókn
þvingaði risaálveri upp
á Austfirðinga.“
Sveitarfélög á Aust-
fjörðum standa ein-
huga að fram-
kvæmdum á
Austfjörðum og hafa
birt áskoranir um að hefja fram-
kvæmdir í þessa átt í mörg ár.
3. Álverið á Reyðarfirði. „Hún
mun eins og önnur orkufrek stóriðja
skila litlu til þjóðarbúsins og önnur
byggðarlög munu blæða eins og
kemur sárlega á daginn.“
Lítum til Akraness, kjördæmis
þingmannsins. Hundruð starfs-
manna fyrirtækjanna þar eru varla
sammála þingmanninum. Eða myndi
stöðvun rekstrar og framkvæmda
þar leysa vanda Vestfirðinga?
4. „Ísfirðingar fórnarlömb stór-
iðjustefnunnar.“
Það hafa oft verið erfiðleikar í út-
gerð á Vestfjörðum þótt ekki hafi
verið framkvæmdir við verksmiðjur
á Akranesi og við Kára-
hnjúka. Staðreyndin er
að það eru mörg önnur
atriði en stóriðju-
framkvæmdir er valda
hér um. Þrátt fyrir það
þarf að leysa vanda
Vestfirðinga.
5. „Þjóðin vildi fá að
eiga Landssímann.“
Íslendingar keyptu
og eiga Landssímann
og ekkert verri Íslend-
ingar en Jón Bjarna-
son. Hann er nú rekinn
með svipuðu formi og
tíðkast í okkar ná-
grannalöndum og sam-
þykktar hafa verið af
félagshyggjuflokkum
þar. „Enginn bóndi
myndi selja bestu kúna
úr fjósinu“. Það gerum
við ekki heldur. 4%
vextir af 67 milljörðum
gefa meiri tekjur í rík-
issjóð en verið hafa af
Landssímanum á und-
anförnum árum.
Það eru til snjallar,
rímaðar öfugmælavísur
sem gaman væri að
birta. En það á ekki við
hér. Því hér er verið að
ræða lífsafkomu fjölda
manna, á Akranesi, í
Hafnarfirði og fyrir austan. Íslend-
ingar eru nú í öðru sæti þjóða heims
um lífsgæði. Við framsóknarmenn
höfum alltaf reynt að velja bestu úr-
ræðin og þau sem duga best í þjóð-
félaginu á hverjum tíma og þá helst
ef hægt er í formi félagshyggju og
samvinnu. Og það hefur borið árang-
ur eins og annað sætið sýnir.
Öfugmælavísur
Jóns Bjarnasonar
Gunnar Sveinsson gerir at-
hugasemdir við grein Jóns
Bjarnasonar
Gunnar Sveinsson
’Við framsókn-armenn höfum
alltaf reynt að
velja bestu úr-
ræðin og þau
sem duga best í
þjóðfélaginu á
hverjum tíma og
þá helst ef hægt
er í formi fé-
lagshyggju og
samvinnu.‘
Höfundur er fv.
kaupfélagsstjóri í Keflavík.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn