Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 46

Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orðatiltækið sitja við kjöt-katlana í merkingunni‘njóta hins besta; veranálægt þeim sem tekur ákvarðanir og njóta góðs af’ er al- gengt í nútímamáli. Það á rætur sínar að rekja til Biblíunnar (2. Mós 16, 3) og vísar upphaflega til hins góða og áhyggjulausa tíma er gyðingar sátu yfir soðkötlum í Egyptalandi. Í nútímamáli vísar líkingin trúlega til þess að þeir sem næst sitja kjötkötlunum eiga auð- veldast með að krækja sér í bestu bitana, svipað og þeir sem sitja við þann eldinn sem best brennur. Nú- tímamyndin er býsna gömul en stundum ber við að í stað forsetn- ingarliðarins við kjötkatlana séu notaðir aðrir, t.d. umhverfis kjöt- katlana eða að kjötkötlunum, t.d.: ... þegar menn sitja of lengi að kjötkötlunum ... er sem stjórn- arherrarnir fari full frjálslega með vald sitt (Frbl. 13.8.05). Slík mál- beiting samræmist ekki málvenju en hana má rekja til merkingar- skyldra orðasambanda, t.d. sitja einn að sínu eða að sínu er best að búa. Orðatiltækið reisa sér hurðarás um öxl ‘færast of mikið í fang; ætla sér ekki af’ er gamalt í íslensku (17. öld) og búningur þess er fast- mótaður. Líkingin er augljós, hurðarás ‘dyratré, þverbjálki yfir dyrum’ hefur þótt þungur og lítt meðfærilegur og því verða þeir sem ‘taka sér eða reiða sér hurð- arás um öxl’ að vera menn til að ráða við hann, annars getur farið illa. Nafnorðið burðarás vísar hins vegar til meginstoðar, áss sem ber e-ð eða heldur e-u uppi. Ekki gengur að rugla saman burðarási og hurðarási eins og gert er í eft- irfarandi dæmi: Ungt fólk er farið að stunda mun meiri viðskipti en áður og reisir sér því miður oft burðarás um öxl (Blaðið, 30.8.05). Umsjónarmanni þykir dæmið bera vott um lítt skiljanlegt klúður en góðviljaðir menn kynnu að vilja líta svo á að hér hafi prentvillupúk- inn verið á ferð. Í pistlum sínum hefur umsjón- armaður nokkrum sinnum vikið að því að í nútímamáli hefur hlaupið mikill vöxtur í orðasambandið vera + að + nafnáttur (dvalarhorf). Það er eldfornt í íslensku að þessi orð- skipan geti vísað til dvalar eða ástands, t.d.: Hann/hún er að skrifa bréf. Hins vegar hafa Ís- lendingar fram til þessa verið sam- mála um að ekki gengur að segja *Hann/hún er að skrifa vel. Ástæð- an er sú að í fyrra tilvikinu er um að ræða verknað sem er afmark- aður í tíma (skrifa bréf) en síðara dæmið (skrifa vel) er tímalaust ef svo má segja, það er ekki afmark- að í tíma. Það er nýmæli að nota nafnhátt- arsambönd sí og æ án tillits til merkingar og trúlega á það upp- runa sinn í íþróttamáli, t.d. liðið er að leika vel; markmaðurinn er að standa sig vel í markinu og við er- um ekki að spila flókinn fótbolta. Umsjón- armaður telur að þessa hafi fyrst tekið að gæta upp úr 1990 og þá eink- um í íþróttalýs- ingum. Nú virð- ist honum hins vegar svo komið að málbeitingar þessarar gæti á öllum sviðum málsins. Um þetta skulu tilgreind nokkur dæmi (ekki verður hirt um að tilgreina heim- ildir en innan sviga skal sýnd hefð- bundin málbeiting): laun stjórn- enda banka eru að hækka umfram önnur laun (hafa hækkað); Flugið er að hagnast (hefur skilað hagn- aði; skilar hagnaði); Við erum að horfa á ýmis tækifæri (við sjáum ýmis tækifæri); Landið er að fá þjónustu (fær þjónustu); Við erum að sjá útrás í dag (nú má sjá útrás); Fyrirtækið er að sigla lygnan sjó (siglir lygnan sjó); Fyrirtækin eru að eiga í viðskiptum (eiga við- skipti); Það er ekkert að ganga hjá okkur (ekkert gengur); draga úr kennslu sem er ekki að skila okkur tekjum (skilar ekki) og Ferðaþjón- ustan er ekki að bregðast nógu hratt við (hefur ekki brugðist nógu hratt við). Nú má vel vera að sumum þyki málbeiting þessi í alla staði eðlileg, jafnvel ‘flott’, en umsjónarmanni þykir hún ekki rismikil. Þess ber einnig að gæta að í máli þeirra sem nota nafnháttarsambönd í síbylju glatast sá merkingarmunur sem er á ósamsettri sögn og orða- sambandinu vera að + nh. Sem dæmi má taka að mikill merking- armunur er á því að segja Kenn- arinn les mikið og Kennarinn er að lesa bókina. Þessi munur hverfur í máli þeirra sem kjósa að segja Kennarinn er að lesa mikið og Kennarinn er að lesa bókina. Kunningi umsjónarmanns sagði honum frá því að hann hefði átt von á greiðslu sem ekki barst. Hann sendi banka sínum fyr- irspurn um þetta efni. Hann fékk eftirfarandi svar: Tölvan er ekki að finna færsluna. — Um þetta finnst umsjónarmanni viðeigandi að nota gamlan málshátt: Ekki er það vak- urt þótt riðið sé. Úr handraðanum Eitt einkenna íslensku er að hún er afar gagnsæ, í flestum tilvikum má auðveldlega ráða merkingu orðasambanda af merkingu ein- stakra liða. Sem dæmi má taka að það mun ekki vefjast fyrir mönn- um að ráða í merkingu orða- sambandanna ganga frá e-u [frá- gangur] og e-ð gengur af [afgangur]. Slíkur skilningur er hluti af eðlilegri málkennd. Í sum- um tilvikum hafa þó þær líkingar, sem liggja að baki tilteknum orða- samböndum, bliknað með breytt- um þjóðfélagsháttum. Sem dæmi má taka að ætla má að orða- sambandið snúa á e-n ‘leika á e-n’ sé ekki lengur gagnsætt, það ligg- ur ekki í augum uppi hver upp- hafleg vísun þess er. Í slíkum til- vikum nægir oft að tilgreina eitt dæmi, þá blasir uppruninn við. Umsjónarmaður rakst á eftirfar- andi dæmi í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar (innan hornklofa eru innskot umsjónarmanns): tekur [hann] nokkur áratog í svo miklum jöt- unmóði, að hann snýr á Jón. Jón finnur fljótt, hvaðan á sig stendur veðrið, færist þá einnig í ásmegin, og réttir svo af sér, að hann snýr [bátnum] á hina. — Það er óþarft að hafa mörg orð um þetta dæmi, hver og einn getur séð að líkingin vísar hér til kappróðurs. Tveir menn róa, sinn á hvort borð, og öðrum tekst að snúa [bátnum] á hinn (rær svo knálega að báturinn snýst á hinn). Merkingarbreyt- ingin snúa á e-n ‘hafa betur í róðri; sigra e-n’ > snúa á e-n ‘leika á e-n’ er auðskilin. Orðatiltækið reisa sér hurð- arás um öxl ‘færast of mik- ið í fang; ætla sér ekki af’ er gamalt í ís- lensku (17. öld) og bún- ingur þess er fastmótaður. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 60. þáttur A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Spirulina FRÁ Orka og vellíðan Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur síðustu daga, eins og félagið hefur jafnan verið duglegt við, vakið athygli á launamun kynjanna í tengslum við birtingu niðurstaðna úr launakönnun félagsins. Ég er þakklátur félag- inu fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í átaki VR, sem ég styð heilshugar. Jöfn tækifæri Mismunun sem bygg- ist ekki á neinu öðru en kynferði er óréttlæti, sem við eigum að berj- ast gegn, hvort sem um er að ræða laun eða tækifæri í lífinu almennt. Þeir sem ekki geta sjálfir sett sig í spor fólks sem verður fyrir barðinu á kynjamis- rétti hljóta að minnsta kosti að geta hugleitt hvernig þeim þætti ef þeirra nánustu, til dæmis börnin þeirra, fengju ekki að njóta verðleika sinna vegna slíkra sjónarmiða. Ég á í það minnsta mjög auðvelt með að ímynda mér hversu óréttlátt mér þætti ef dæt- ur mínar yrðu fyrir barðinu á svo ómálefnalegri mismunun, eins og að fá ekki sömu tækifæri og drengir, sem hefðu í engu meiri hæfileika eða væru á engan hátt betur til þess fallnir að nýta tækifærin í lífinu en þær. Heiðarleiki og sanngirni Vissulega þarf að taka tillit til þess í hverju máli, að engir tveir ein- staklingar eru eins og að aðstæður eru ólíkar. Persónulegir kostir eru matskenndir og það að einn hafi meiri tækifæri en annar getur helgast af aðstæðum, tilviljun og fleiri þáttum sem eru óháðir kyni. Það verður seint fundin einhver töfralausn eða fullkomin viðmiðunarregla sem leysir fólk undan því að framkvæma hið vanda- sama mat á verðleikum annars fólks. Krafan hlýtur hins vegar alltaf að vera sú, að það sé gert heiðarlega og án fordóma. Launamunur staðreynd Niðurstöðurnar úr launakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur benda því miður enn til þess að konur séu ekki alltaf metnar að verðleikum. Í einstökum tilvikum á launamunurinn sér sjálfsagt eðlilegar skýringar, en niðurstaða könnunarinnar hlýtur að vekja grunsemdir um að ekki sé allt með felldu. Það er afskaplega erfitt að trúa því, að persónulegir kostir karla vegi í svo mörgum þessara tilvika þyngra en persónulegir kostir kvenna að það réttlæti muninn sem fram kem- ur í könnuninni. Ég tek þátt í átakinu sannfærður um það, að þótt þokast hafi í rétta átt sé enn talsvert verk fyr- ir höndum. Hugarfarsbreyting Spurningin hlýtur að vera: Hvers konar samfélag viljum við eiga þátt í að skapa fyrir okkur og börnin okkar? Ég vil vera í liðinu sem leggst á árarn- ar með Verslunarmannafélagi Reykjavíkur í átaki þess til að tryggja raunverulega og varanlega breytingu á hugarfari Íslendinga í jafnrétt- ismálum. Leggjumst á árarnar Gísli Marteinn Baldursson fjallar um jafnréttismál ’Ég vil vera í liðinu semleggst á árarnar með VR í átaki þess til að tryggja raunverulega og varanlega breytingu á hugarfari Íslendinga í jafnréttismálum.‘ Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er varaborgarfulltrúi og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. ALÞJÓÐA geðheilbrigðisdag- urinn er 10. október, en í tengslum við daginn er um all- an heim ýmislegt á dagskrá til að vekja athygli á geðheil- brigðismálum. Síðastliðið ár var yfirskrift alþjóða geðheilbrigðisdagsins „Tengslin milli lík- amlegrar og and- legrar heilsu“ og byggir þema dagsins í ár á þeirri yfirskrift með áherslunni „Andleg og líkamleg heilsa yfir æviskeið- ið“. Markmiðið er að vekja fólk til vitundar um að tengslin milli andlegrar og lík- amlegrar heilsu eru órjúfanleg. Á Íslandi er al- þjóða geðheilbrigð- isdagurinn nú hald- inn hátíðlegur í 10. skiptið með fjöl- breyttum hætti. Lýð- heilsustöð – Geðrækt mun m.a. standa fyrir kynningarátaki nú á haust- og vetrarmánuðum þar sem Geðorðin 10 verða kynnt. Geðorðin 10 eru tíu setningar sem minna á hvað við getum gert daglega til að efla geðheilsuna. Geðorðin eru byggð á eiginleikum sem taldir eru einkenna þá sem búa við velgengni í lífinu – og þeir sem tileinka sér að lifa í samræmi við boðskap geðorðanna eru lík- legri til að búa við hamingju og velferð í sínu lífi. Greinaskrif um Geðorðin 10 Á næstu 10 vikum munu birtast stuttir pistlar þar sem ein- staklingar úr íslensku samfélagi taka fyrir eitt geðorð hver og túlka á sinn hátt. Fyrsti pistillinn birtist laugardaginn 24. september og hefur yfirskriftina „Hugsaðu jákvætt, það er léttara“. Geðorðin 10 á alla strætisvagna Geðorðin 10 eiga svo eftir að birtast á öllum strætisvögnum í Reykjavík, eitt geðorð verður á hverjum vagni í einn mánuð. Geðorðin 10 á alla ísskápa – jólagjöf sveitarfélaga til heim- ilanna í landinu Lýðheilsustöð hefur látið setja geðorðin á segla, ætlaða á ís- skápa, og boðið sveit- arfélögum að fá slíka segla sér að kostn- aðarlausu til að dreifa á öll heimili í sveitar- félaginu. Þetta verður gert rétt fyrir jólin og má líta á það sem jóla- gjöf til heimila í land- inu frá Lýðheilsustöð og sveitarfélögunum. Geðræktarkassinn Geðræktarkassinn verður einnig kynntur, en slíkur kassi er að sögn höfundar hans, Elínar Ebbu Ás- mundsdóttur, eins nauðsynlegur á hverju heimili og sjúkrakassi. Geðrækt fyrir börn Andleg og líkamleg heilsa barna og ung- linga leggur grunninn að velferð þeirra. Því er mikilvægt að allt forvarnarstarf taki mið af þessu samspili. Vinir Zippý eða „Zippy’s Fri- ends“-verkefnið er forvarnarverk- efni á sviði geðheilsu fyrir börn (geðrækt fyrir börn) sem er að hefjast hjá Lýðheilsustöð. Um er að ræða námsefni ætlað 6-7 ára börnum, sem notað hefur verið með góðum árangri víða um heim. Á ráðstefnu, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum þann 7. október í tengslum við alþjóða geðheilbrigð- isdaginn, verður þetta verkefni kynnt sérstaklega. Á ráðstefnunni verður auk þess fjallað um mik- ilvægi forvarnarstarfs á sviði geð- heilsu, stöðuna í geðheilbrigð- ismálum á Íslandi í dag og áhugaverð úrræði í geðheilbrigð- ismálum. Það er engin heilsa án geðheilsu Guðrún Guðmundsdóttir fjallar um geðheilbrigðismál Guðrún Guðmundsdóttir ’Markmiðið erað vekja fólk til vitundar um að tengslin milli andlegrar og líkamlegrar heilsu eru órjúf- anleg.‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur MS og verkefnisstjóri Geðræktar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.