Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 47
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í FEBRÚAR síðastliðnum urðu tölu-
verðar umræður um rjúpnaveiðar á
Alþingi. Þar voru ræddar breytingar
á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun
og veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum. Mörgum þingmönnum
þótti tilefni til að fara hægt í breyt-
ingar á þessum málum. Var sér-
staklega óskað eftir því, að farið yrði
eftir tillögum náttúrufræðinga, enda
væru þeir bestu sérfræðingarnir í
þessum málum.
Ákvörðun umhverfisráðherra síð-
ustu viku ágústmánaðar um að leyfa
aftur veiðar á rjúpu er mjög umdeild.
Aðaltrompið er stytting veiðitímans
en hver er raunveruleg vernd rjúp-
unnar þegar hún er tekin að setja á
sig vetrarbúninginn en enginn er
snjórinn? Sennilega hefði verið betra
að stytta veiðitímann framan af frem-
ur en síðustu vikurnar því skamm-
degið er rjúpunni óneitanlega mjög
mikið skjól.
Mikil grimmd fylgir veiðum
Skoðum aðeins brot úr ræðu þing-
forseta, Halldórs Blöndal, á Alþingi 7.
febrúar 2005: „Menn hafa þar ýmsir
miklar og þungar og ríkar áhyggjur
af því hvernig fuglaveiðar hér á landi
hafa verið auglýstar á netinu, bæði
erlendis og hér á landi. Þar er enginn
munur gerður á tegundum. Eins og
ég sagði í fyrri ræðu minni var þar
flaggað með straumandarsteggi. Ég
hygg að okkur þyki flestum nokkuð
mikið um þegar veiðimaðurinn hefur,
eins og ég sagði áðan, meira en 20
dauða rauðhöfða í kringum sig og
meira en 20 grænhöfða. Þetta eru
ekki veiðar sem Íslendingar stund-
uðu með slíkri grimmd áður. Skipu-
lagning þessara veiða og sá mikli
þrýstingur og þær miklu auglýsingar
sem hafðar eru í frammi til þess að fá
menn á þær veiðarnar eru með ólík-
indum.“ Bestu þakkir herra þing-
forseti fyrir þarfa ábendingu!
Ráðstafanir ráðherra
Gert er ráð fyrir að stórt svæði á Suð-
vesturlandi lúti áfram friðun. Ítrekað
er bann við notkun vélsleða, fjórhjóla
og annarra torfærutækja við rjúpna-
veiðar. Þetta er allt saman gott og
vel. Til varnar rjúpunni hyggst um-
hverfisráðherra „vænta góðs sam-
starfs með veiðimönnum, landeig-
endum og öðrum veiðirétthöfum um
rjúpnaveiðina á þessu hausti“. Og
einnig eigi að efna til „sérstaks hvatn-
ingarátaks til veiðimanna um hófleg-
ar veiðar“! Hvað er átt við með svona
orðskrúðshætti? Kannski svipað því
að fara fram á það við ofbeldisfulla
karla sem eru vanir að berja kon-
urnar sínar að sýna „hófsemi“ með
því að berja þær ekki eins mikið og
áður? Eða tilmæli til skattsvikarans
um „hófsemi“, að hann svíki aðeins
minna undan skatti en áður? Að vísu
er þessi samanburður ekki réttur því
annars vegar er um að ræða það sem
er heimilt og hins vegar hrein lög-
brot.
Ekki fer umhverfisráðherra nánar
út í þessa sálma þó svo ástæða sé til
að sett verði strangari skilyrði fyrir
veiðum en verið hefur og efla nauð-
synlegt virkt eftirlit með veiðum.
Ekki er líklegt að lögreglan hafi meiri
tíma aflögu til að sinna þessum mála-
flokki en verið hefur enda verið í nógu
að snúast undanfarnar vikur að eltast
við þá sem enn eru að mótmæla
Kárahnjúkavirkjun.
Byssueign og byssuburður virðist
vera eins og hver önnur tískubóla
meðal margra Íslendinga sem þurfa
að sýna öðrum mátt sinn og megin.
Hér er mikil hætta á ferð. Þegar t.d.
mikil misnotkun á áfengi og öðrum
vímugjöfum fer saman við meðferð á
byssum geta slíkir einstaklingar orð-
ið samfélaginu dýrt spaug.
Flest rök hallast að því, að ráð-
herra hafi orðið fyrir mjög miklum
þrýstingi veiðimanna og þeirra sem
hag hafa af veiðum sem þessum. Í
ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir
árið 2004 kemur fram, að hvorki
meira né minna en 45 fyrirtæki hafi
gild leyfi til að versla með skotvopn
og skotfæri á Íslandi! Þetta er ótrú-
lega há tala hjá fámennri þjóð. Aukn-
ar veiðar stuðla að meiri sölu og um-
sýslu auðs. Greinilegt er, að
umhverfisráðherra hefur látið undan
þrýstingi gróða- og ævintýrahyggj-
unnar á kostnað náttúruverndar.
Mætti biðja guð almáttugan um að
koma vitinu fyrir umhverfisráðherra
íslensku þjóðarinnar!
GUÐJÓN JENSSON,
Arnartanga 43, Mosfellsbæ.
Ráðherrann og rjúpan
Frá Guðjóni Jenssyni:
TILLAGA F-listans um að
Reykjavíkurborg leiti eftir við-
ræðum við sex nágrannasveit-
arfélög á höfuðborg-
arsvæðinu um
sameiningu var lögð
fram á borgarstjórn-
arfundi 6. september
sl. Hún hlaut dræm-
ar undirtektir full-
trúa R- og D-lista í
borgarstjórn, sem
vísuðu tillögunni frá,
þrátt fyrir að um
augljósa almanna-
hagsmuni sé að
ræða. Spyrja má að
því hvort fulltrúum
þessara flokka sé
meira annt um hags-
muni sveitarstjórn-
armanna en annarra
íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu.
Yfirgnæfandi rök
með sameiningu
Rökin með samein-
ingu sveitarfélag-
anna sjö á höf-
uðborgarsvæðinu eru
afar sterk. Sveitarfélögin mynda
eitt atvinnusvæði og eina skipu-
lagslega og samgöngulega heild.
Á höfuðborgarsvæðinu er mikið
og gott byggingarland, sem þarf
að skipuleggja vel og nýta með
heildrænum og hagkvæmum
hætti. Einnig þarf að skipuleggja
samgöngukerfi út frá heildarhags-
munum og langtímasjónarmiðum.
Forðast þarf að gengið sé á sam-
eiginleg útivistarsvæði og nátt-
úruperlur vegna skammtímahags-
muna eins sveitarfélags á kostnað
heildar- og framtíðarhagsmuna.
Slíkar fyrirætlanir hafa verið uppi
hjá þeim sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu, sem búa við
mest landþrengsli. Mikið hagræði
fælist í því að sameina yfirstjórn
höfuðborgarsvæðisins og draga úr
yfirbyggingu stjórnkerfisins á
sama tíma og íbúa- og hverf-
alýðræði yrði tryggt.
Smákóngaveldið
er tímaskekkja
Afstaða Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn kemur ekki á óvart.
Þar á bæ standa menn vörð um
smákóngaveldi flokksins í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavík-
ur, sem er í senn tímaskekkja og
gengur þvert á almannahagsmuni.
Sama gera bæjarstjórarnir í
Kópavogi, Seltjarnarnesbæ og
Mosfellsbæ, sem allir eru oddvitar
Sjálfstæðisflokksins í þessum
bæjarfélögum, en Fréttablaðið
bar tillöguna í borgarstjórn um
sameiningu undir þá. Tilsvör bæj-
arstjórans í Mosfellsbæ, Ragn-
heiðar Ríkharðsdóttur, voru þó
mun hógværari en hinna bæj-
arstjóranna, þeirra Gunnars Birg-
issonar í Kópavogi og Jónmundar
Guðmarssonar á Seltjarnarnesi.
Ragnheiður kom að vísu með til-
lögu sem fær ekki staðist, þar sem
hún sagði koma til greina „að búa
til þrjú álíka stór sveitarfélög á
svæðinu, sem gætu keppt hvert
við annað um þjónustu“.
Fjögur sveitarfélaganna sjö
með 12,2% íbúanna
Af 183.845 íbúum sveitarfélag-
anna sjö á höfuðborgarsvæðinu
bjuggu hinn 1. desember sl.
113.730 eða 61,9% í Reykjavík.
Næstfjölmennasta sveitarfélagið
var Kópavogur með 25.784 íbúa
eða 14%. Fjöldi íbúa í Hafnarfirði
var 21.942 eða 11,9%. Í Garðabæ,
voru íbúarnir 9.036 eða 4,9%, en í
Mosfellsbæ 6.782 eða 3,7%. Á Sel-
tjarnarnesi voru íbúar 4.547 tals-
ins eða 2,5%, en á Álftanesi 2.024
eða 1,1%. Af þessum tölum má sjá
að þrjú fjölmennustu sveitarfélög
höfuðborgarsvæðisins eru með
samanlagt 87,8% íbúanna á meðan
12,2% búa í fjórum fá-
mennustu sveit-
arfélögunum. Íbúatöl-
urnar leiða í ljós að
það er tómt mál að
tala um að búa til þrjú
álíka stór sveitarfélög
á höfuðborgarsvæð-
inu. Enginn getur ætl-
ast til að sameining
sveitarfélaga á svæð-
inu hefjist með því að
minnka Reykjavík um
helming. Það væri
skref í ranga átt og
myndi stuðla að enn
óraunsærri skipulags-
hugmyndum en svo-
nefndar „Eyjabyggð-
artillögur“
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík bera vitni
um. Þar skyldi komið
fyrir 20.000 manna
byggð á dýrum land-
fyllingum vestast í
borginni. Nær úti-
lokað yrði að koma
þaðan umferð sem næmi 60.000
bílum á sólarhring austur fyrir
miðborgarsvæðið. Þetta myndi
leiða til óleysanlegrar umferð-
arteppu og einnig hafa í för með
sér hættuástand ef rýma þyrfti
borgina vegna mengunarslyss eða
náttúruhamfara.
Tvö sveitarfélög
raunhæfur möguleiki
Raunhæfur möguleiki væri að
mynda tvö sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu, sem gæti orðið
góður áfangi að heildarsamein-
ingu síðar meir. Nyrðra sveitarfé-
lagið væri þá t.d. myndað við sam-
runa Reykjavíkur, Seltjarnarness
og Mosfellsbæjar í eitt sveitarfé-
lag með 125.059 íbúa. Í því tilviki
myndaðist syðra sveitarfélagið við
samruna Kópavogs, Garðabæjar,
Hafnarfjarðar og Álftaness í eitt
sveitarfélag með 58.786 íbúa. Það
skal þó tekið fram að land-
fræðilega félli Kópavogur betur
að samruna nyrðri sveitarfélag-
anna vegna flókinna marka
Reykjavíkur og Kópavogs, sem
oft hafa leitt til deilna og skipu-
lagsvandræða, t.d. við Elliðavatn
og í Fossvogsdal.
Heildarhagsmunir ráði
Ljóst er að Mosfellsbær og
Garðabær eru þau sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu sem eru
hvað ríkust af hagkvæmu bygg-
ingarlandi til nota á næstu ára-
tugum. Það er því afar þýðing-
armikið að þessi tiltölulega
fámennu en landríku sveitarfélög
sameinist næstu nágrannasveit-
arfélögum sínum á komandi árum
svo að nýting landsins verði skyn-
samleg og hagkvæm. Rökin fyrir
því að tvö fámennustu sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu,
Seltjarnarnes og Álftanes, sam-
einist nærliggjandi sveit-
arfélögum eru margþætt. Fá-
menni þessara sveitarfélaga og
heildarhagsmunir íbúa höfuðborg-
arsvæðisins vega þar þyngst.
Ekki má heldur gleyma að vegna
landþrengsla í Seltjarnarnesbæ lá
við skipulagsslysi þar þegar
meirihluti bæjarstjórnar vildi
reisa mikla byggð á náttúru- og
fornminjasvæði vestan Nesstofu.
Framsýnt skipulag útivistarsvæða
höfuðborgarsvæðisins er mál sem
varðar alla íbúa þess og næst best
fram í sameinuðu sveitarfélagi.
Sameining sveit-
arfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu
Ólafur F. Magnússon fjallar um
sameiningu sveitarfélaga
Ólafur F. Magnússon
’Rökin meðsameiningu
sveitarfélag-
anna sjö á höf-
uðborgarsvæð-
inu eru afar
sterk.‘
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
SÍÐUSTU daga hefur umræðu
um framtíð Reykjavíkurflugvallar
borið mikið á góma í
fjölmiðlum. Undirrit-
aður hefur í þeirri um-
fjöllun saknað umræðu
um mikilvægi flugvall-
arins í tengslum við
heilbrigðisþjónustu
landsbyggðarinnar.
Síðustu ár hefur
miðstöð sjúkraflugs á
Íslandi verið á Ak-
ureyri, m.a. vegna hag-
stæðrar land-
fræðilegrar legu.
Fjórðungssjúkrahús
Akureyrar, Slökkvilið
Akureyrar og Flug-
félag Íslands hafa staðið á bakvið
starfsemina með því að tryggja
nauðsynlega mönnun og tækjabún-
að. Aukin umsvif á Austurlandi síð-
ustu misseri hafa ítrekað sannað
mikilvægi sjúkraflugsins og stað-
setningu miðstöðvar þess á Ak-
ureyri.
Upptökusvæði Fjórðungssjúkra-
húss Akureyrar og sjúkraflugsins
nær frá Blönduósi til Hafnar á
Hornafirði og austur-
strandar Grænlands, í
nýlegu útboði er gert
ráð fyrir að þetta svæði
nái einnig yfir Vest-
firði. Síðastliðið ár voru
sjúkraflugin rúmlega
300, um 200 þeirra end-
uðu í Reykjavík.
Reykjavík, höf-
uðborg allra lands-
manna, gegnir ábyrgð-
arhlutverki við að
tryggja sem greiðastan
aðgang að þeirri heil-
brigðisþjónustu sem
veitt er á höfuðborg-
arsvæðinu og ekki gefst kostur á
annarsstaðar. Fjöldamargir sjúk-
lingar um land allt þurfa reglulega
að leita sér þjónustu á Landspít-
alanum, öll aukaferðalög geta reynst
þeim ofviða.
Í bráðatilvikum þar sem mínútur
geta skilið á milli lífs eða dauða
gegnir sjúkraflug beint til Reykja-
víkur höfuðmáli, en þar eru hjarta-
þræðingar, taugaskurðlækningar og
nýburalækningar efst á lista.
Pólitískt fjaðrafok og fast-
eignamarkaðurinn eiga ekki að ráða
þegar jafnmikilvægt mál er til um-
ræðu og framtíðarstaðsetning
Reykjavíkurflugvallar.
Reykjavíkurflugvöllur –
sjónarmið læknis
á landsbyggðinni
Theódór Skúli Sigurðsson
fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Pólitískt fjaðrafok ogfasteignamarkaðurinn
eiga ekki að ráða þegar
jafnmikilvægt mál er til
umræðu og framtíð-
arstaðsetning Reykja-
víkurflugvallar.‘
Theódór Skúli
Sigurðsson
Höfundur er umsjónarlæknir sjúkra-
flugs Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar.
ÞAÐ ER áberandi skortur á sjálfs-
virðingu þeirra sem skemmta sér
undir áhrifum, um þessar mundir.
Þeir sem ekki
drekka hafa
fylgst með því
hvernig ölvun er
orðin almennari í
skemmtanalífinu.
Það er varla
hægt lengur að
fara á mannamót
án þess að horfa
upp á fólk neyta
áfengis. Þær
bæjarskemmt-
anir sem ég fór á í sumar einkennd-
ust af almennri áfengisneyslu. Það
var áberandi hverjir voru með
áfengi og hve margir. Ungt fólk
með barn í vagni og áfengi í flösku-
statífum á vagninum. Fullorðið fólk
með börnum sínum og kippu af
áfengi í hinni hendinni. Fólk sem
var í sínum heimi. Mín skoðun er sú
að börn eiga ekki að þola áfeng-
isneyslu annarra í hvaða mynd sem
hún er. Ég veit að áfengisneyslu
fylgir ölvun, sem leiðir af sér dóm-
greindarleysi, sem getur leitt margt
verra af sér. Þar er hægt að sjá
mörg dæmi. Sumir segja að þetta
sé hluti af menningunni. Ég segi að
þetta sé ómenning. Nú er komið að
okkur sem erum ekki sátt við þessa
þróun að snúa þessu við. Við skul-
um afþakka gylliboð þeirra sem
reyna að sannfæra okkur um nauð-
syn áfengisneyslunnar þegar kemur
að skemmtun. Það eru fjölmargir
aðrir möguleikar í lífinu.
AÐALSTEINN
GUNNARSSON,
formaður Barnahreyfingar
IOGT á Íslandi.
Við skulum afþakka gylli-
boð um áfengisneyslu
Frá Aðalsteini Gunnarssyni:
Aðalsteinn
Gunnarsson