Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Fjölbreytt starf í
Grensáskirkju
NÚ eru allir fastir liðir safn-
aðarstarfsins í Grensáskirkju komn-
ir í gang að nýju eftir hlé yfir sum-
arið.
Guðsþjónustur eru alla sunnu-
daga kl. 11 árdegis og samtímis
þeim sunnudagaskóli sem Jóhanna
Sesselja Erludóttir (Lella) sér um.
Kyrrðarstundir í hádegi eru alla
þriðjudaga kl. 12.10. Leikið er á
orgel frá kl. 12 en á stuttri helgi-
stund er sálmur, ritningarlestur,
altarisganga og fyrirbænastund.
Stundinni lýkur upp úr kl. 12.30 og
þá er hægt að kaupa einfaldan máls-
verð á sanngjörnu verði.
Samverustundir aldraðra eru
sem fyrr á miðvikudögum kl. 14. Á
dagskrá er biblíulestur og bæn en
að því loknu kaffi og meðlæti sem
konurnar í Kvenfélagi Grens-
ássóknar annast.
Kvenfélagið heldur annars sína
föstu fundi annað mánudagskvöld í
mánuði.
VD KFUM og KFUK 6–9 ára er í
Grensáskirkju á þriðjudögum kl.
15.30 og YD KFUM og KFUK 10–12
ára á þriðjudögum kl. 17. Unglinga-
starfið verður á miðvikudags-
kvöldum kl. 20.
Foreldramorgnar eru í Grens-
áskirkju á mánudögum kl. 10-12.
Hversdagsmessur í Grens-
áskirkju. Alla fimmtudaga kl. 19
eru hversdagsmessur í Grens-
áskirkju. Um er að ræða messu með
einföldu formi og léttum söngvum
en Þorvaldur Halldórsson söngvari
leiðir sönginn. Töluðu orði er mjög
stillt í hóf en lagt upp úr andrúms-
lofti bænar og lofgjörðar. Í hverri
messu er bæna- og lofgjörðarstund,
auk altarisgöngu. Um er að ræða
stutta messu sem er lokið fyrir kl.
20.
ALFA-námskeið hefst í Grens-
áskirkju miðvikudagskvöldið 21.
sept. kl. 20. Eftir fyrsta kvöldið
verður námskeiðið á miðvikudags-
kvöldum kl. 19.30–22 en síðasta
kvöldið er 23. nóv. ALFA er tíu
vikna námskeið um grundvall-
aratriði kristinnar trúar sem hefur
notið mikilla vinsælda víða um heim
undanfarin ár. Hægt er að koma á
fyrsta kvöldið án allra skuldbind-
inga um áframhaldandi þátttöku.
12-spora-starf í Grensáskirkju.
Næsti 12-spora-hópur fer af stað í
Grensáskirkju fimmtudagskvöldið
22. sept. kl.. 20 og verður svo viku-
lega á þeim sama tíma, kl. 20–22. Í
12-spora-starfi kirkjunnar vinna
einstaklingar í eigin lífi með hjálp
sporanna 12 sem margir kannast
við úr AA. Um er að ræða upp-
byggilega sjálfsskoðun á kristnum
grunni, óháð því hvort glímt er við
sérstök „vandamál“. Nokkur fyrstu
skiptin er hægt að koma og kynna
sér hvað þarna er á ferð án þess að
ákveða áframhaldandi þátttöku.
Nánari upplýsingar um starfið í
Grensáskirkju eru á vef kirkjunnar,
www.kirkjan.is/grensaskirkja.
Samtal um sorg
í Neskirkju
SÍÐASTLIÐINN vetur hófst nýtt
starf í Neskirkju við Hagatorg und-
ir yfirskriftinni Samtal um sorg sem
fór fram vikulega á fimmtudögum í
hádeginu.
Starfið hófst á ný fimmtudaginn
8. september kl. 12.05–13 og verður
í allan vetur nema þegar fimmtu-
daga ber upp á almennan frídag.
Samtal um sorg er vettvangur
þeirra sem glíma við sorg og missi
og vilja vinna úr áföllum sínum.
Missir á sér ekki aðeins stað við
dauðsfall, heldur getur hann verið
fólginn í fleiru eins og t.d. skilnaði,
atvinnumissi, heilsubresti o.fl.
Prestar Neskirkju leiða fundina
til skiptis. Hver fundur hefst með
stuttri bæn. Fundarreglur eru
kynntar, fundarstjóri tjáir sig um
sorg og missi og gefur síðan orðið
laust. Allir mega tjá sig en enginn er
skyldugur til þess. Fundinum lýkur
með bæn. Þau sem tíma hafa eftir
að fundi lýkur er bent á að kaffihús
kirkjunnar er opið alla virka daga
og þar er hægt að sitja og spjalla yf-
ir veitingum, tengjast Netinu, skoða
blöð og bækur svo nokkrir mögu-
leikar séu nefndir. Allir velkomnir.
Barnastarf
Bústaðakirkju
BARNASTARF Bústaðakirkju býð-
ur börnum og fjölskyldum þeirra á
leiksýningu næstkomandi sunnudag
18. september klukkan 11 í Bústaða-
kirkju. Þar mun STOPP-leikhóp-
urinn flytja leikritið: Kamilla og
þjófurinn eftir Kari Vinje.
Sögur Kari Vinje eru einstakar
því þær eru uppfullar af mannlegri
hlýju og húmor ásamt því að fræða
börnin um kristilega hugsun og
gjörðir. Sögur hennar eins og:
„Ósýnilegi vinurinn“, „Við Guð er-
um vinir“ og „Kamilla og þjófurinn“
hafa löngum verið vinsælar og víða
lesnar í sumarbúðum, leikja-
námskeiðum og æskulýðsstarfi
kirkjunnar. Sjáumst hress á sunnu-
daginn!
Barnastarf Bústaðakirkju.
Haustlitaferð
starfs aldraðra í
Bústaðakirkju
Á hverju hausti hefst starf aldraðra
í Bústaðakirkju með haustlitaferð. Í
ár verður ferðin farin miðvikudag-
inn 21. september. Lagt verður af
stað frá kirkjunni klukkan 13, áætl-
uð heimskoma er um kl. 17.30.
Skráning er þegar hafin hjá kirkju-
vörðum kirkjunnar í síma 553 8500.
Miðvikudagssamverurnar hefjast
síðan 28. september og verða frá kl.
13–16.30.
Safnaðarstarf Bústaðakirkju.
Mömmumorgnar
í Seljakirkju
MÖMMUMORGNAR eru farnir af
stað í Seljakirkju. Mömmu-
morgnarnir eru alla þriðjudags-
morgna milli kl. 10–12. Ester Sig-
urðardóttir hefur tekið við umsjón
morgnanna. Hollur morgunverður,
gott úrval af leikföngum fyrir börn-
in, umfram allt heilbrigt samfélag í
uppbyggilegu umhverfi. Áhugaverð
fræðsla verður öðru hvoru er snert-
ir velferð barna og nýbakaðra for-
eldra. Nánari upplýsingar um starf
kirkjunnar á seljakirkja.is. Verið
velkomin!
Lóðafram-
kvæmdum og
klukkuturni fagnað
Á KIRKJUDEGI Langholtssafnaðar
sunnudaginn 18. september verður
því fagnað að lokið er við að ganga
frá lóð kirkjunnar og nýr klukku-
turn hefur verið reistur.
Athöfn hefst við klukkuturninn
kl. 10.45. og síðan hefst hátíðamessa
kl. 11 þar sem að séra Kristján Val-
ur Ingólfsson predikar og Kór
Langholtskirkju syngur.
Eftir messuna er boðið upp á létt-
ar veitingar. Fjölmargir hafa unnið
að því að þessu stóra takmarki, að
fullgera lóð Langholtskirkju, er
náð. Söfnuðurinn kostar sjálfur
stærstan hluta þessa stóra verkefnis
en Reykjavíkurborg studdi mjög
myndarlega við söfnuðinn að þessu
verki en einnig studdu ýmsir aðrir
aðilar við þetta brýna verkefni.
Samkoma með léttri
tónlist í Selfosskirkju
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 21. sept-
ember næstkomandi kl. 20.30 verð-
ur samkoma í Selfosskirkju. Tónlist
með léttri sveiflu einkennir stund-
ina (þ.e. hér er um svokallaða
„popp-messu“ að ræða). Þorvaldur
Halldórsson, söngvari, hefur veg og
vanda af músíkinni, og leiðir mikinn
og fjörlegan almennan söng. Sókn-
arprestur flytur stutta hugleiðingu.
Samkomur á borð við þessa hafa
tvisvar áður verið haldnar í kirkj-
unni á þessu ári og þátttaka verið
bæði mikil og góð. Vonandi verður
svo einnig að þessu sinni.
Gunnar Björnsson,
sóknarprestur.
Galatabréfið – texti,
trú og tilgangur
FIMMTUDAGINN 22. september
hefjast á vegum Leikmannaskóla
Þjóðkirkjunnar og Reykjavík-
urprófastsdæmis eystra Biblíu-
lestrar í Breiðholtskirkju í Mjódd.
Farið verður yfir Galatabréfið og
skoðuð tilurð bréfsins og þau vanda-
mál sem það fæst við. Í tengslum við
efni bréfsins verður síðan fjallað um
böl og þjáningu, fyrirgefningu og
trú, fyrirheit og frelsun. Einnig
verður reynt að sýna fram á hvern-
ig texti bréfsins hefur haft áhrif á
kristinn Guðs og mannskilning.
Kennari á námskeiðinu er sr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson dr.theol, hér-
aðsprestur og stundakennari við
Háskóla Íslands og er þetta fimmti
veturinn sem hann leiðir slíka Bibl-
íulestra á vegum Leikmannaskólans
og Reykjavíkurprófastsdæmis
eystra.
Námskeiðið hefst 22.september
kl. 20 og er kennt í Breiðholtskirkju
í Mjódd í tíu skipti, 2 tíma í senn.
Skráning fer fram í síma 535 1500
eða á vef Leikmannaskólans,
www.kirkjan.is/leikmannaskoli.
Vetrarstarf
Digraneskirkju
SÚ nýbreytni verður í starfinu í vet-
ur að ráðinn hefur verið æskulýðs-
fulltrúi sem annast mun barna- og
unglingastarf í Digraneskirkju.
Starf KFUM&K með 10–12 ára
börnum verður eftir sem áður
óbreytt og er á þriðjudögum kl. 17.
En nú verður starf 6–9 ára barna í
höndum
æskulýðsfulltrúa og annarra leið-
toga á fimmtudögum kl. 17.
Unglingastarf (8. bekkur) er á
fimmtudögum kl. 20. Æskulýðs-
fulltrúi Digraneskirkju er Anna
Arnardóttir.
Foreldramorgnar eru á mið-
vikudögum kl. 10–12 í hennar um-
sjón.
Starf eldri borgara. Anna Sig-
urkarlsdóttir hefur annast um starf
eldri borgara allt frá því kirkjan var
vígð fyrir 10 árum. Nú lætur hún af
störfum sem leiðtogi en Kjartan
Sigurjónsson, organisti Digra-
neskirkju, hefur tekið að sér að
leiða starfið í vetur með dyggum
stuðningi þeirra sem starfið sækja.
Það mun vera á þriðjudögum eins
og áður og hefst með leikfimi kl. 11,
hádegisverði og samveru í safn-
aðarsal að aflokinni helgistund í
kirkjunni. Leikfimi er einnig á
fimmtudögum kl. 11.
Alfa-starfið er á þriðjudögum kl.
19 og hefst með kvöldverði.
Allar frekari upplýsingar um
starfið í Digraneskirkju má finna á
heimasíðu kirkjunnar: www.digra-
neskirkja.is
Prestsvígsla
að Hólum
SUNNUDAGINN 18. september kl.
14 verður vígsluathöfn í Hóladóm-
kirkju.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup vígir Sólveigu Höllu
Kristjánsdóttur, guðfræðing, til
prestsþjónustu við Akureyr-
arkirkju. Sr. Svavar A. Jónsson lýsir
vígslu. Vígsluvottar verða sr. Gunn-
ar Jóhannesson, sr. Hannes Örn
Blandon prófastur, sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir og Pétur Björgvin
Þorsteinsson djákni. Kór Akureyr-
arkirkju leiðir söng, organisti Björn
Steinar Sólbergsson.
Verið velkomin heim að Hólum.
Fermingarfræðsla í
Hallgrímskirkju
VETRARNÁMSKEIÐ fyrir börn
sem hyggjast fermast í Hallgríms-
kirkju á næsta vori hefst næstkom-
andi þriðjudag kl. 15.15. Börn sem
enn hafa ekki skráð sig geta komið
á þriðjudaginn og skráð sig þá.
Þau börn sem voru á haust-
námskeiði fyrir fermingarbörn fá
innan skamms upplýsingar um
framhald fræðslunnar, auk þess
sem boðað er til foreldrafundar fyr-
ir foreldra allra fermingar-
barnanna fimmtudaginn 29. sept-
ember kl. 20.
Tólf sporin í
Hallgrímskirkju
Í VETUR verður aftur boðið upp á
tólf spora hópastarf í kjallara Hall-
grímskirkju, eins og undanfarna
vetur. Fundirnir verða á þriðju-
dagskvöldum kl. 19–21 í samtals 30
vikur. Fyrstu fjórir fundirnir eru
kynningarfundir og eru öllum opn-
ir. Kynningarfundirnir verða
þriðjudagana 27. september, 4., 11.
og 18. október. Eftir kynning-
arfundina fer starfið fram í litlum
lokuðum hópum svokölluðum fjöl-
skylduhópum. Í fjölskylduhópunum
deilir fólk reynslu sinni, styrk og
vonum hvert með öðru og myndar
þannig vináttu- og trúnaðartengsl.
Í tólf-spora-starfinu er unnið eftir
vinnubókinni Tólf spor – andlegt
ferðalag en hún fæst í Kirkjuhúsinu
og í stærri bókaverslunum, auk þess
sem hún verður til sölu á kynning-
arkvöldunum.
Þátttaka í tólf-spora-starfi er
ókeypis og í boði kirkjunnar að öðru
leyti en því að kaupa þarf vinnubók-
ina og leggja fram lítils háttar í
kaffisjóð vikulega.
Safnaðarstarf
Lágafellssóknar
SUNNUDAGINN 18. september er
guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.
11. Prestur sr. Ragnheiður Jóns-
dóttir. Lestur ritningartexta: Grét-
ar Snær Hjartarson, formaður eldri
borgara í Mosfellsbæ. „Vorboð-
arnir“, kór eldri borgara, syngja
ásamt kór Lágafellssóknar undir
stjórn Jónasar Þóris, organista. Að
athöfn lokinni bjóðum við í kirkju-
kaffi í safnaðarheimilinu, Þverholti
3. Þar mun verða sagt frá Fær-
eyjaferð eldri borgara sem farin var
á umliðnu sumri og sýndar verða
myndir úr ferðinni.
Sunnudagaskólinn verður kl. 13 í
Lágafellskirkju – athugið breytta
staðsetningu! Hvetjum við foreldra
og aðra forráðamenn til að koma
með börnin og eiga stund með þeim
í kirkjunni. Hreiðar Örn og Jónas
Þórir hafa umsjón með stundinni.
Fyrirbænaþjónusta í Lágafells-
kirkju á mánudögum kl. 19.30. Um-
sjón hefur Þórdís Ásgeirsdóttir,
djákni.
Kyrrðarstundir í Lágafellskirkju
á miðvikudögum kl. 18. Umsjón
hafa prestar og leikmenn. Jónas
Þórir spilar á orgel í upphafi stund-
ar.
Foreldramorgnar á mið-
vikudögum kl. 10–12 í safn-
aðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð.
Umsjón hefur Arndís Bernharðs-
dóttir.
Safnaðarbréf hefur borist inn á
öll heimili í Mosfellsprestakalli, þar
er að finna allar upplýsingar um
safnaðarstarfið Í Lágafellssókn
fram að jólum. Einnig má sækja
upplýsingar inn á heimasíðu kirkj-
unnar: kirkjan.is/mos.
Prestarnir og sóknarnefnd.
Sporin 12 í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
ENN á ný verður haldið af stað í
andlegt ferðalag á þessu hausti og
er þetta fjórða árið sem Fríkirkjan í
Hafnarfirði býður upp á þetta góða
starf sem vakið hefur mikla athygli
en þátttaka hefur verið mun meiri
en búist var við.
Sporin 12, andlegt ferðalag er
leiðsögn fyrir fólk sem mætt hefur
misjöfnu á lífsleiðinni og vill bæta
líðan sína eða sættast við fortíðina.
Þótt í þessu starfi sé byggt á
reynslusporum AA samtakanna er
ekki verið að glíma hér við alkóhól-
isma heldur hvers kyns annað mót-
læti sem fólk kann að hafa orðið fyr-
ir. Reynslusporin 12 og boðskapur
trúarinnar hafa reynst fólki vel í
slíku uppbyggingarstarfi.
Starfið fer fram á fimmtudags-
kvöldum í vetur og verður fyrsti
kynningarfundur haldinn 22. sept-
ember kl.20 í safnaðarheimili Frí-
kirkjunnar.
Sorgin og lífið
SORGIN er eitt af mikilvægustu
verkefnum lífsins. Fyrirhuguð er
tónleikaröð í Laugarneskirkju und-
ir yfirskriftinni sorgin og lífið. Þar
mun Erna Blöndal söngkona flytja
lög og ljóð, ásamtvalinkunnum tón-
listarmönnum. Þeir sálmar og ljóð
sem Erna flytur eiga það sameig-
inlegt að hafa orðið henni til hugg-
unar í sorg.
Að tónleikum loknumverður boð-
ið upp á kaffisopa í safnaðarheim-
ilinu og samtal um sorg og sorg-
arviðbrögð. Fyrstu tónleikar í
þessari röð verða í Laugarneskirkju
fimmtudaginn 22. september kl.
20:00 og er aðgangur ókeypis.
Ferð eldri borgara
í Stykkishólm
FARIÐ verður í haustferð eldri
borgara þriðjudaginn 20. sept., lagt
verður af stað frá Grafarvogskirkju
kl. 10. Farið verður í skoðunarferð
um Stykkishólm eftir hádegisverð.
Kirkjan skoðuð og norska húsið
(minjasafn). Á heimleiðinni verðu
viðkoma í Bjarnarhöfn. Ferðin kost-
ar 2.000 krónur.
Morgunblaðið/ArnaldurGrensáskirkja