Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 49
MESSUR Á MORGUN
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar
úr kór Áskirkju syngja. Organisti Kári Þor-
mar. Prestur sr. Þórhildur Ólafs.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11:00. Flutt verður leikritið Kamilla
og þjófurinn eftir Kari Vinje. Flytjendur
eru Stoppleikhúsið. Foreldrar, afar og
ömmur sérstaklega hvött til þátttöku
með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14:00.
Kirkjukór Bústaðakirkju syngur. Organisti
Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Molasopi eftir
messu. Sr. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn
syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks-
son. Vænst er þátttöku fermingarbarna
og foreldra. Barnastarf á kirkjuloftinu
meðan á messu stendur. Æðruleysis-
messa kl. 20:00. Stundina leiðir sr. Karl
Matthíasson en sr. Hjálmar Jónsson pré-
dikar. Hörður Bragason og félagar sjá
um tónlistina, Anna Sigríður syngur með.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í
umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og
unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11.
Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson.
Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Molasopi eftir messu. Sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili:
Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjart-
an Ólafsson. Sr. Sváfnir Sveinbjarnar-
son. Félag fyrrum þjónandi presta.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna-
starf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Hópur úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti
Hörður Áskelsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11:00. Organisti Douglas A.
Brotchie. Umsjón barnaguðsþjónustu
Erla Guðrún Arnmundardóttir, Þóra Mar-
teinsdóttir, Hrafnhildur Héðinsdóttir og
Annika Neumann. Léttar veitingar eftir
messu. Sr. Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Hátíðarmessa og barnastarf.
Kirkjudagur Langholtssafnaðar. Kl.
10.45 hefst athöfn við hinn nýja klukku-
turn Langholtskirkju og kl. 11 verður
gengið til hátíðarmessu þar sem því
verður fagnað að lóð kirkjunnar er fullfrá-
gengin sem og nýr klukkuturn hefur verið
reistur. Sr. Kristján Valur Ingólfsson pre-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt sókn-
arpresti sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Kór
Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns
Stefánssonar. Eftir messuna verður boð-
ið upp á léttan hádegisverð. Barnastarf í
safnaðarheimilinu kl. 11 undir stjórn
Rutar, Steinunnar og Arnórs. Hressing
eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11:00. Umsjón
sunnudagaskóla er í höndum Hildar Eirar
Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þor-
valdar Þorvaldssonar. Kór Laugarnes-
kirkju syngur við guðsþjónustuna, Gunn-
ar Gunnarsson leikur á orgelið en
Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari og
framkvæmdastjóri safnaðarins þjónar
ásamt fulltrúum lesarahóps. Messukaffi
Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að
guðsþjónustu lokinni. Guðsþjónusta kl.
13:00 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu í Hátúni 12. Guðrún K. Þórs-
dóttir djákni og Sigurbjörn Þorkelsson
framkvæmdastjóri þjóna ásamt Gunnari
Gunnarssyni og hópi sjálfboðaliða. Guðs-
þjónusta kl. 14:00 í Sóltúni. Jón Jó-
hannsson djákni, Gunnar Gunnarsson
organisti og Þorvaldur Þorvaldsson ein-
söngvari leiða stundina.
NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl.
11. Félagar úr Háskólakórnum leiða
safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þór-
hallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Ferming-
arbörn eru sérstaklega minnt á messu-
sókn í vetur. Börnin byrja í kirkjunni en
fara síðan í safnaðarheimilið. Brúður,
söngur, sögur, leikir og margt fleira. Öll
börn fá kirkjubók og límmiða. Umsjón-
arfólk er Guðmunda, Björg og Ari. Kaffi,
djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir
messu.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Í guðsþjónustunni verður lögð
áhersla á að kynna og útskýra einstaka
liði hennar með það að markmiði að
opna kirkjugestum inn í heim helgihalds-
ins. Fermingarbörn og foreldrar/forráða-
menn þeirra sérstaklega boðin velkomin.
Kammerkór kirkjunnar leiðir almennan
safnaðarsöng. Organisti Pavel Manasek.
Sr. Arna Grétarsdóttir. Sunndagaskólinn
á sama tíma.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Athugið
breyttan guðsþjónustutíma. Safnaðar-
presturinn Hjörtur Magni Jóhannsson
leiðir guðsþjónustuna. Anna Sigríður
Helgadóttir og Carl Möller sjá um tónlist-
ina. Sungnir verða léttir söngvar við upp-
haf barnastarfs vetrarins. Predikun verð-
ur bæði í orði og myndrænu formi við
hæfi barna. Í lok samverunnar verður far-
ið út að Tjörn þar sem öndunum verður
gefið brauð. Allir hjartanlega velkomnir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Taize-messa kl. 11.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Gunn-
björg Óladóttir og Krisztína Kalló Szklen-
ár leiða tónlist og kirkjukórinn söng sem
kominn er frá Taize í Frakklandi. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í safnaðarheim-
ilinu. Kaffi, djús og kex að stundinni lok-
inni.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Bryndís Malla Elídóttir predikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Gísla Jónassyni.
Organisti Keith Reed. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra. Barna-
guðsþjónusta á sama tíma í umsjá Þóru,
Sólveigar og Jóhanns. Eftir messu verður
fundur með foreldrum fermingarbarna
vorsins 2006.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11:00.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra-
neskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á
sama tíma í kapellu á neðri hæð. Súpa í
safnaðarsal að messu lokinni (www.-
digraneskirkja.is).
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
klukkan 11:00. Sr. Svavar Stefánsson
predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Guðmundi Karli Ágústssyni og Ragnhildi
Ásgeirsdóttur djákna. Fermingarbörn úr
Fella- og Hólasókn boðuð til messunnar
ásamt foreldrum sínum. Stuttur fundur
eftir messuna með þeim. Sunnudaga-
skóli í umsjá Sigríðar Rúnar Tryggvadótt-
ur. Organisti Lenka Mateova. Þriðjudag-
inn 20. september kyrrðarstund kl.
12:00 og að stundinni lokinni, kl. 13:00,
er haustlitaferð fullorðinna. Farið verður
til Þingvalla og kostar 500 krónur. Barna-
og æskulýðsstarfið er í fullum gangi, sjá
nánar á heimasíðu kirkjunnar (www.kirkj-
an.is/fella-holakirkja) og í Mbl. (staður
og stund).
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna
Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Hörður Bragason.
Fermingarbörnum úr Borga-, Engja-,
Korpu-, Rima- og Víkurskóla og foreldrum
þeirra er sérstaklega boðið til messu. Að
lokinni guðsþjónustu verður haldinn
fundur, þar sem verður meðal annars
rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna
sjálfa og það sem henni tengist. Að lokn-
um fundinum verður hádegisverðarhlað-
borð á boðstólum en hver fjölskylda
kemur með veitingar á það hlaðborð.
Foreldrar eru beðnir að koma með veit-
ingar í kirkjuna kl. 10:30. Barnaguðs-
þjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00.
Prestur séra Elínborg Gísladóttir. Um-
sjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stef-
án Birkisson. Barnaguðsþjónusta í Borg-
arholtsskóla kl. 11:00. Prestur séra
Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón:
Gummi, Ingólfur og Tinna. Undirleikari:
Guðlaugur Viktorsson.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris
Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór
kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18
(sjá einnig á www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í kirkjunni
kl. 12:30 í umsjón Önnu Kristínar, Pét-
urs Þórs og Sigríðar. Guðsþjónusta kl.
14:00. Fermingarbörn og foreldrar eru
hvött til þátttöku. Samvera með þeim í
Borgum eftir guðsþjónustu. Sóknarprest-
ur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og
þjónar fyrir altari. Sigríður Stefánsdóttir
aðstoðar. Félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Sigrún Steingrímsdóttir. Bæna- og kyrrð-
arstund þriðjudag kl. 12:10.
LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli í Lindaskóla kl. 11.
Laufey Geirlaugsdóttir söngkona syngur
einsöng í guðsþjónustunni og kynnir ný-
útkominn geisladisk sinn, Lofsöngur til
þín. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng,
organisti Hannes Baldursson. Guðmund-
ur Karl Brynjarsson sóknarprestur þjón-
ar.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Söngur, sögur, líf og fjör! Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson pré-
dikar. Kór Seljakirkju leiðir almennan
söng. Organisti Jón Bjarnason. Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar. Þorvaldur Halldórsson leið-
ir tónlist. Altarisganga.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun-
guðsþjónusta kl. 11.00. Friðrik Schram
kennir um efnið: Hvert er hlutverk okkar í
áætlun Guðs, út frá Efesusbréfinu. 3.
hluti. Börnin verða í þremur aldursskipt-
um hópum. Samkoma kl. 20.00 með
mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Edda
Matthíasdóttir Swan predikar. Alfa-nám-
skeið hefst á þriðjudag kl. 19.00.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9,
Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl.
11:00. Bænastund alla miðvikudaga kl.
20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn
á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf
velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu-
dag kl. 20. Tone Gjeruldsen frá Noregi
talar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a:
Samkoma sunnudag kl. 14. Bryndís
Svavarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbæn-
ir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir
velkomnir. Þriðjudaginn 20. september
er bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir.
Föstudaginn 23. september er unglinga-
samkoma kl. 20. Allir unglingar velkomn-
ir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Laugardag-
ur: Fundir hjá KFUM og KFUK á Holtavegi
28. Framhaldsaðalfundur KFUM og KFUK
í Reykjavík kl. 13:00 og í beinu framhaldi
kl. 14:00 stofnfundur KFUM og KFUK á
Íslandi. Hátíðarkaffi á eftir. Allir fé-
lagsmenn KFUM og KFUK velkomnir.
Sunnudagur: Samkoma í húsi KFUM og
KFUK á Holtavegi 28, kl. 17. Athugið
breyttan tíma. Gospelkór KFUM og KFUK
syngur. Fréttir af KFUM og KFUK á Ís-
landi. Ræðumaður: Kjartan Jónsson.
Barnastarf á meðan samkoman stendur
yfir. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11:00.
Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Almenn
samkoma kl. 16:30. Ræðum. Hafliði
Kristinsson. Barnablessun og skírn á
samkomunni. Gospelkór Fíladelfíu leiðir
söng. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Barnakirkja meðan á samkomu stendur,
öll börn velkomin frá 1–12 ára. Hægt er
að hlusta á beina útsendingu á Lindinni
fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is. –
Miðvikud. 21. sept. Kl. 18–20 er fjöl-
skyldusamvera, „súpa og brauð“. Jón
Þór Eyjólfsson sér um biblíulestur. Allir
velkomnir. Alla miðvikudaga kl. 12–13 er
hádegisbænastund. Allir velkomnir. fila-
delfia@gospel.is www.gospel.is.
KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30
á föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga
heilögu, mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdeg-
is á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti,
dómkirkja og basilíka: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl.
18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00.
„Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu-
stund er haldin í Kristskirkju á hverju
fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e.
frá kl. 18.30 til 19.15. Trúfræðsla
barnanna hefst að nýju laugardaginn 10.
september kl. 13.00 í Landakotsskóla.
Barnamessan er kl. 14.00 í Kristskirkju.
Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar-
daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka
daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakra-
mentisins“: Tilbeiðslustund á mánudög-
um frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölf-
usi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00.
Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður,
Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30.
„Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu-
stund á hverjum degi kl. 17.15. Karmel-
klaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30.
Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík,
Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu-
daga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur,
Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl.
18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00.
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl.
18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl.
16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét-
urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugar-
daga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga:
Messa kl. 11.00. „Ár altarissakrament-
isins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstu-
degi kl. 17.00 og messa kl. 18.00.
KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA:
Laugardagur.
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja-
vík. Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjón-
usta kl. 11:00. Ræðumaður: Halldór
Engilbertsson. Loftsalurinn Hólshrauni
3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíu-
fræðsla kl. 11:00. Ræðumaður: Gavin
Anthony. Safnaðarheimili aðventista
Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Ræðu-
maður Stefán Rafn Stefánsson. Safn-
aðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Ræðu-
maður: Reynir Guðsteinsson. Aðvent-
kirkjan Brekastíg 17, Vestmannaeyjum:
Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta
kl. 11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
14.00 verður messa með altarisgöngu.
Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Fé-
lagar í Félagi eldri borgara eru sérstak-
lega boðnir velkomnir, en eftir messu
mun Kvenfélag Landakirkju bjóða þeim
til kaffisamsætis í safnaðarsalnum. Fyrir
messuna verður stuttur haustfundur
starfsfólks, sóknarnefndar og presta um
starfið framundan og hefst hann kl.
13.00 í fræðslustofunni. Barnaguðsþjón-
usta verður í kirkjunni kl. 11.00 árdegis
undir handleiðslu presta og barnafræð-
ara kirkjunnar, þeirra Sigurlínar, Elfu
Ágústu, Snjólaugar, Guðrúnar, Guðrúnar
Helgu og Gísla gítarleikara. Á sama tíma
og stað hefst líka samvera Kirkjuprakk-
ara (6–9 ára barna). TTT-starfið verður í
kirkjunni kl. 12.30 og eru báðir þessir
þættir í umsjá Völu Friðriksdóttur og Birk-
is Más Guðbjörnssonar. Prestarnir.
LÁGAFELLSKIRKJA: Sunnudaginn 18.
september er guðsþjónusta í Lágafells-
kirkju kl. 11. Prestur sr. Ragnheiður
Jónsdóttir. Lestur ritningarteksta: Grétar
Snær Hjartarson, formaður eldri borgara
í Mosfellsbæ. „Vorboðarnir“, kór eldri
borgara, syngja ásamt kór Lágafells-
sóknar undir stjórn Jónasar Þóris org-
anista. Að athöfn lokinni bjóðum við í
kirkjukaffi í safnaðarheimilinu í Þverholti
3. Þar mun verða sagt frá Færeyjaferð
eldri borgara sem farin var á umliðnu
sumri og sýndar myndir úr ferðinni.
Sunnudagaskólinn verður kl. 13 í Lága-
fellskirkju – athugið breytta staðsetn-
ingu! Hvetjum við foreldra og aðra for-
ráðamenn til að koma með börnin og
eiga stund með þeim í kirkjunni. Hreiðar
Örn og Jónas Þórir hafa umsjón með
stundinni.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Inga-
son. Organisti Antonía Hevesi. Kór Hafn-
arfjarðarkirkju. Sunnudagaskólar í
Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama
tíma.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Sunnu-
dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund
fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 13.
Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn
Úlriks Ólasonar.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl. 11. Létt og skemmtileg stund
fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl.
13. Hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir
sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar.
ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka
á Ásvöllum: Barnaguðsþjónusta kl. 11–
12. Léttar kaffiveitingar eftir samveru.
Guðsþjónusta kl. 20, léttar kaffiveitingar
eftir samveru.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Sunnudagaskólinn, yngri og eldri hópar,
mæta á sama tíma. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Félagar úr Kór Vídalíns-
kirkju leiða safnaðarsönginn. Sr. Friðrik
J. Hjartar þjónar. Molasopi eftir messu.
Allir velkomnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sara og Oddur kynna barnastarf
Sunnudagaskólans. Álftaneskórinn leiðir
safnaðarsöng undir stjórn organistans
Bjarts Loga Guðnasonar. Sr. Birgir Ás-
geirsson og Gréta Konráðsdóttir djákni
þjóna.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Kór
kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Alex-
öndru Kunáková organista. Meðhjálpari
er Kristjana Gísladóttir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Laufey Gísladóttir, umsjónarmaður
sunnudagaskólans, Arnhildur H. Arn-
björnsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir,
Sara Valbergsdóttir. Messa kl. 14. Sam-
félagið um guðs borð. Prestur sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Ræðuefni: Hamfarirnar
við Indlandshaf og í Bandaríkjunum. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Há-
kon Leifsson. Meðhjálpari Helga Bjarna-
dóttir. Kaffiveitingar í boði sóknarnefnd-
ar eftir messu.
HÓLADÓMKIRKJA: Prestsvígsla sunnu-
dag kl. 14. Jón Aðalsteinn Baldvinsson
vígslubiskup vígir Sólveigu Höllu Krist-
jánsdóttur guðfræðing til prestsþjónustu
við Akureyrarkirkju. Sr. Svavar A. Jóns-
son lýsir vígslu. Vígsluvottar verða sr.
Gunnar Jóhannesson, sr. Hannes Örn
Blandon prófastur, sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir og Pétur Björgvin Þorsteins-
son djákni. Kór Akureyrarkirkju leiðir
söng, organisti Björn Steinar Sólbergs-
son.
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
20.30. Séra Guðmundur Guðmundsson.
Forsöngvari Sigrún Arna Arngrímsdóttir.
Organisti Hjörtur Steinbergsson.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson þjón-
ar. Kór Glerárkirkju syngur. Organisti
Hjörtur Steinbergsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri:
Sunnudagaskóli kl. 11. Samkoma kl.
17. Erlingur Níelsson talar. Allir velkomn-
ir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11, verum með frá byrjun. Foreldrar
hvattir til að nýta sér þennan stuðning
við uppeldið. 19. sept: Kyrrðarstund kl.
18. Tólf-spora kynningarfundur kl. 20.
Allir velkomnir.
ODDASÓKN: Guðsþjónusta í Kapellunni
Lundi, Hellu, kl. 14. Sóknarprestur.
SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Valdimar Kristjónsson. Sr.
Helga Helena Sturlaugsdóttir.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Barnasamkoma kl. 11.15 á lofti safn-
aðarheimilisins. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu eftir messuna. Morg-
untíð þriðjudaga til föstudaga kl. 10. For-
eldramorgunn miðvikudaginn 21. sept.
kl. 11. Fundurinn fær heimsókn frá hár-
greiðslustofunni Mansý.
EYRARBAKKAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Fermingarbörn og foreldrar sérstak-
lega boðuð. Fundur með fermingarbörn-
um og foreldrum strax eftir messu.
Barnastarfið byrjar kl. 11. Það verður
samhliða almennu guðsþjónustunni 1.
og 3. sunnudag hvers mánaðar, en börn-
in fara fram í safnaðarheimili fyrir prédik-
un og fá fræðslu og sunnudagaskóla-
stund við sitt hæfi. Aðra sunnudaga
verður sunnudagaskóli kl. 11.
Guðspjall dagsins:
Jesús læknar á
hvíldardegi.
(Lúk. 14.)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Blönduóskirkja, Austur-Húnavatnssýslu.