Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 51 MINNINGAR hinn sami af einstakri ljúfmennsku Torfa frænda á Patró, hvort sem hann þáði af honum aðstoð við að beita maðki eða bita af besta harð- fiski í heimi sem Torfi verkaði að sjálfsögðu sjálfur. Ýmsar myndir af Torfa hafa runnið í gegnum hugann undan- farna daga. Bognu fingurnir að beita maðki. Torfi að fara í skóna eftir að hafa keyrt langan veg, hann keyrði víst sjaldan í skóm. Dottandi yfir sjónvarpinu með hálfopin augun. Kallinn með lopa- húfu á höfðinu og stærðarinnar bros sem sagði meira en þúsund orð. Það er þetta bros og einstakur persónuleiki Torfa frænda sem við munum sakna hvað mest en um leið þakka fyrir að hafa fengið að njóta. Við erum sérstaklega þakk- lát fyrir að hafa fengið að hitta Torfa jafnoft í sumar og við gerð- um. Minningar um ljúfar samveru- stundir verða alltaf með okkur. Elsku Odda, Stína Begga, Rún- ar, Nonni, Kolla, Tóti og börn, ykk- ur sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guð og englarnir vaka yfir Torfa og við vitum að hinum megin taka Valla og Bára á móti honum með opnum örmum. Helga Dögg, Bjarni, Björgvin Haukur og Inga Sif. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku besti afi. Við minnumst þín. Núna hvílir þú þig, en það er eins og þú sért bara sofandi þótt þú sért dáinn. Ég eyddi mörgun stundum fyrir vestan hjá þér og ömmu. Þá gerðum við ýmislegt skemmtilegt saman. Ég hugsa til baka til allra stundanna við vatnið í Sauðlauksdal. Þér þótti svo gaman að veiða og mér líka. Reyndar veiddum við sjaldan mikið. Mesti tíminn fór í að hlusta á þig segja mér sögur af þér. Að veiða var svo gaman, en nú förum við ekki aftur. Þú varst alltaf til staðar ef eitt- hvað var að, þegar einhver þurfti hjálp. Þú hjálpaðir ömmu og öllum hinum. Þú gerðir allt fyrir mig. En nú vantar þig, allt er búið. Horfinn, farinn! Mér þykir það svo sárt að þú sért ekki lengur hér. Við áttum eftir að gera svo mikið saman. Af hverju valdi Guð þig, af hverju ekki einhvern annan? Ég sakna þín og elska þig. Guð valdi þig, en þannig er lífið. Guð velur einhvern til að deyja og nú valdi hann þig. Ég vildi ekki láta þig deyja strax. Af hverju ekki bara eftir tvö ár eða fimm ár. Það er mjög erfitt að missa þig. Það er svo sárt að missa einhvern sem er manni ástkær. Ég veit þú verður allaf hjá okkur, í hjörtum okkar. Sofðu rótt, elsku afi. Þú ert besti afi í öllum heiminum. Takk fyrir allt. Þín Torfey Rós. Enginn fær nokkurn tímann að vita hvað hefði getað gerst. Er það? Það er hægt að gera sér hug- mynd um það, en maður veit aldrei fyrir víst. Og maður verður að sætta sig við orðinn hlut, fortíðinni er ekki hægt að breyta. Minningar, myndir úr lífi þínu, er það eina sem er eftir. Sumar eru góðar, aðrar slæmar, sumar léttar, aðrar erf- iðar. En allar minningarnar og myndirnar þarf að passa vel upp á, skoða oft og rifja upp allar stund- irnar sem við áttum saman. Einn daginn sjáumst við aftur, afi, einhvers staðar í betri heimi, sjáumst við aftur, einhvern tímann og þar bíður þú eftir okkur og tek- ur á móti okkur með hlýju og ást, sem þú áttir alltaf nóg af. Svo tek ég fram myndirnar og minningarnar mínar og sýni og segi mínum eigin börnum og barnabörnum frá afa mínum sem var alltaf svo blíður og góður við alla. Sunnefa. Í hvert sinn er við missum vin, deyjum við lítið eitt. Við þykjumst vita að vinir Torfa Jónssonar reyna sannleiksgildi þessa ævaforna spakmælis þar sem þeir kveðja hann hinsta sinni í dag. Í hugum okkar stendur eftir orðstír um góðan mann, tryggan og hreinskiptinn vinum sínum, ær- ingja sem sáldraði hvarvetna í kringum sig hlýju og glaðværð. Torfi Jónsson hefur hin síðari ár aðstoðað eldri borgara hér á Pat- reksfirði með því að aka þeim fram og til baka í félagsstarfið sem starfrækt er í Eyrarseli. Starf þetta leysti hann af hendi með um- hyggju og nærgætni. Umhyggja sem ætíð vakir, eignast mörg og fögur blóm. Listin sú, er lagið krýnir, liggur mest í eftirhljóm. Gull á hjálmi dagsins drýgir dvergur sá er kveikir eld, Þegar hlýr á verði vakir vestanblær um fagurt kveld. (Guðmundur Friðjónsson.) Komið er að kveðjustund, við þökkum samfylgd og samstarf lið- inna ára og biðjum honum Guðs blessunar á ljóssins leið. Megi góður Guð blessa minningu Torfa Jónssonar og milda sorg hinna nánustu. Fyrir hönd Eyrarsels, Halldís Atladóttir, Þuríður Ingimundardóttir. ✝ Matthildur Sig-urðardóttir fæddist á Akrahóli í Grindavík 1. júní 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 10. september síð- astliðinn. Matthildur var dóttir hjónanna Sigurðar Árnason- ar, f. 9.7. 1868 í Galtarholti í Borg- arhr. í Mýrasýslu, d. 25.11. 1946, sjómað- ur og bóndi í Grindavík, og Gunnhildar Magn- úsdóttur, f. 8.11. 1884 í Akurhús- um í Grindavík, d. 15.4. 1953. Systkini Matthildar voru Margrét Sigurðardóttir, f. 28.2. 1909, d. 13.10. 1994, Valgerður Sigurðar- dóttir, f. 13.8. 1911, d. 13.7. 1982, Þórdís Sigurðardóttir, f. 1.10. 1917, d. 8.2. 2003, Kristján Ólafur Sigurðsson, f. 7.5. 1919, d. 18.8. 2001. Matthildur giftist 4. júní 1932 Sveinbirni Ágústi Sigurðssyni, f. 11.8. 1906 á Þúfnavölum á Skaga- strönd, d. 28.6. 1975, skipstjóra og útgerðarmanni í Grindavík. For- eldrar hans voru Sigurður Jóns- son, skipstjóri á Móum, Skaga- strönd, f. 9.12. 1870, í Sauðanesi í Torfalækjarhr. í A-Hún., d. 6.2. 1944, og Björg Bjarnadóttir, f. 1.9. 1875 á Björgum á Skaga, d. 6.7. 1959. Börn Matthildar og Ágústs eru: 1) Bjarni Guðmann Ágústsson, f. 9.12. 1931, vélstjóri, búsettur í Þórdís Ágústsdóttir, f. 20.10. 1942, húsmóðir, búsett í Grindavík, gift Marteini Karlssyni, f. 13.2. 1945, bifreiðastjóra, þau eiga tvö börn. 9) Sigríður Björg Ágústsdóttir, f. 17.2. 1946, verslunarmaður, búsett í Grindavík, gift Sigurjóni Jóns- syni, f. 24.2. 1944, jarðvinnuverk- taka, þau eiga eitt barn. 10) Sig- urður Magnús Ágústsson, f. 13.6. 1948, aðstoðaryfirlögregluþjónn, búsettur í Grindavík, kvæntur Alb- ínu Unndórsdóttur, f. 21.9. 1947, leikskólakennara, þau eiga þrjú börn. 11) Hrönn Ágústsdóttir, f. 1.4. 1951, verkakona og húsmóðir, búsett í Grindavík, gift Þorsteini Óskarssyni, f. 26.11. 1945, skip- stjóra, þau eiga þrjú börn. 12) Matthildur Bylgja Ágústsdóttir, f. 4.8. 1952, verkakona og húsmóðir, búsett í Grindavík, sambýlismaður hennar er Walter Borgar, f. 12.8. 1943, Bylgja á tvö börn frá fyrra hjónabandi. 13) Sveinbjörn Ægir Ágústsson, f. 28.1. 1954, húsa- smíðameistari og lögregluvarð- stjóri, búsettur í Reykjanesbæ, kvæntur Sólveigu Sveinsdóttur, f. 29.4. 1955, ritara, Sveinbjörn Ægir á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. 14) Sjöfn Ágústsdóttir, f. 25.8. 1956, húsmóðir, búsett í Grindavík, gift Finnboga Jóni Þorsteinssyni, f. 23.6. 1953, vélfræðingi, þau eiga eitt barn. Sjöfn á tvo syni með fyrri sambýlismanni sínum, Óskari Kristni Óskarssyni, f. 25.7. 1957, rafvirkja, d. 15.3. 1987. Á unglingsárum sínum starfaði Matthildur við fiskvinnslu og sem kaupakona á ýmsum heimilum í Grindavík. Eftir að hún gifti sig helgaði hún heimilinu krafta sína. Útför Matthildar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Grindavík, kvæntur Láru Karen Péturs- dóttur. Bjarni á fjög- ur börn frá fyrra hjónabandi. 2) Ólafur Ágústsson, f. 22.7. 1935, vélstjóri, bú- settur í Grindavík, var kvæntur Unni Guðmundsdóttur, f. 10.7. 1938, Unnur lést 25.4. 1997, og eiga þau þrjú börn. 3) Hildur Sigrún Ágústsdóttir, f. 25.8. 1939, húsmóðir, bú- sett í Kópavogi, gift Guðlaugi Ósk- arssyni, f. 7.6. 1935, útgerðar- manni, þau eiga fjögur börn. 4) Hallbera Árný Ágústsdóttir, f. 19.10. 1938, húsmóðir, búsett í Grindavík, gift Guðmundi Jóni Bjarna Finnssyni, f. 18.5. 1942, pípulagningameistara, þau eiga tvö börn, Hallbera átti eina dóttur með fyrrv. sambýlismanni sínum, Níels Adolf Guðmundssyni, f. 23.5. 1937, stýrimanni, d. 25.3. 1960. 5) Alda Ágústsdóttir, f. 7.8. 1940, hús- móðir, búsett í Grindavík, gift Kára Hartmannssyni, f. 23.2. 1940, sjómanni, þau eiga þrjú börn. 6) Bára Ágústsdóttir, f. 7.8. 1940, húsmóðir, búsett í Grindavík, gift Jens Valgeiri Óskarssyni, f. 20.1. 1941, skipstjóra og útgerðarmanni, þau eiga fimm börn. 7) Ása Ágústs- dóttir, f. 18.10. 1941, húsmóðir, bú- sett í Grindavík, gift Guðmundi Sævari Lárussyni, f. 17.7. 1938, vélstjóra, þau eiga tvö börn. 8) Ég var stödd í Kaupmannahöfn ásamt móður minni og systrum í tilefni 91 árs afmælis hennar, þeg- ar ég fékk þær fréttir að tengda- móðir mín til tæplega 40 ára væri látin. Það var með trega og söknuði sem minningar liðinna áratuga spruttu fram. Ég hitti hana fyrst í Hraunteigi, litla húsinu sem allur hennar ætt- bogi er kenndur við. Kærastinn hafði boðið mér í mat þangað, en þar bjuggu hún og Ágúst ásamt fimm yngstu af fjórtán börnum þeirra sem voru enn í heimahús- um. Því er skemmst frá að segja að mér var strax tekið sem einni af þessari stóru fjölskyldu og hefur það haldist síðan. Þegar við Siggi hófum búskap gat ég alltaf leitað til hennar með allt sem gott var að vita um heim- ilishald. Hún lagði til að best væri að baka á fimmtudögum, þrífa á föstudögum og leggja lokahönd á vikuleg þrif ásamt þvotti á laug- ardögum. Oft kom hún í heimsókn og tók þá til hendinni ef henni þótti þörf á. Í sláturtíðinni mætti hún óbeðin til allra þeirra í fjöl- skyldunni sem stóðu í sláturgerð og saumaði, hrærði og fól upp manna hraðast, þannig að allt gekk fljótt og vel fyrir sig. Sú hefð að fagna saman nýju ári hélst alla tíð, það voru sannkall- aðar gleðistundir þar sem Matta hélt lengst út við spilamennsku og fjör. Sögur hennar þar sem hún sagði okkur frá fyrri tíð og hvernig lífið var þá, voru oft tilefni um- hugsunar og umræðna í saman- burði við nútíma þjóðfélag. Tengdamamma mín var skelegg kona, skemmtileg og hlý, mér reyndist hún alltaf góð vinkona og börnum mínum yndisleg amma. Ég þakka henni samfylgdina og veit að vel verður tekið á móti henni á æðra tilverustigi þangað sem hún undir lokin var farin að þrá að komast. Þín tengdadóttir og vinkona Albína Unndórsdóttir. Elsku amma. Margar góðar stundir hef ég átt með þér. Það hefur alltaf verið hefð að þið amma Stína komuð til mömmu og pabba á jóladag ásamt okkur. Þið komuð um hádegi og fóruð seint heim um kvöld. Þá var alltaf tekið í spil. Þér fannst ekki leiðinlegt að spila og þú varst beinskeytt ef meðspilar- arnir voru ekki að standa sig, þá sérstaklega karlmennirnir. Alltaf var spiluð vist og kani. Mér fannst gaman að fylgjast með, enn meir þegar ég hafði aldur til að spila með. Þú upplifðir tímana tvenna, og varst dugleg að segja okkur sögur frá gamla tímanum. Þú sagðir að aldrei myndir þú vilja að ala upp 14 börn í dag, eins og þú gerðir. Það væru alltof miklar kröfur með börn í nútímasamfélagi. Þú varst alveg einstök, alltaf með fullt hús af fólki, bæði börn, tengdabörn og barnabörn. Ég minnist jólanna þegar ég var barn. Þá var alltaf farið á aðfanga- dagskvöld fyrst heim til ömmu Stínu í blokkina og síðan heim til þín í Hraunteig. Þar komu allir saman í kaffi og kökur, og var ávallt mikið húllumhæ. Árið 1990 fluttuð þið báðar ömmur mínar í Víðihlíð og var mikill samgangur ykkar á milli. Elísabet María kom oft með mér í Víðihlíð og hagaði sér eins og heimaríkur hundur. Þegar við komum til þín, þá fór hún alltaf strax í hilluna og sótti barbie-dúkkuna sem þú heklaðir fötin á. Hún var rosalega ánægð þegar þú gafst henni svona föt á sína barbie dúkku. Þú varst mikil handverkskona, prjónaðir, heklaðir og varst dugleg í keramiki þegar heilsan leyfði. Þá hluti sem þú hef- ur gert þykir mér rosalega vænt um. Það var alveg sama hversu veik þú varst, alltaf þakkaðir þú mér fyrir komuna, alveg til síðasta dags. Amma, síðustu dagana talaðir þú um að almáttugurinn myndi ekki vilja að taka þig. Nú kom hann og tók þig alveg eins og þú vildir fá að fara. Og saman eruð þið afi eftir 30 ára aðskilnað. Ég veit að þér líður vel núna og ert sátt. Ég þakka all- ar þær ánægjustundir sem ég og mín fjölskylda höfum fengið með þér. Öllum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Salbjörg Júlía. Hún elsku amma mín er dáin. Ég var yngsta barnabarnið henn- ar, og mínar fyrstu minningar um hana eru eftir að hún fer á dval- arheimili aldraða í Víðihlíð Grinda- vík. Ömmu fannst gaman að föndra og gaf hún mér marga fallega hluti sem ég mun varðveita vel til minn- ingar um hana. Nammidósin henn- ar var vinsæl, þar var alltaf úrval af ýmsu góðgæti. Einnig minnist ég þess að amma var alltaf í mat hjá okkur á þrettándanum og spil- aði eins og herforingi langt fram á nótt. Ég á eftir að sakna þessara stunda með henni. Guð geymi þig, amma mín. Þorsteinn Finnbogason. Elsku Matta mín, loksins fékkstu hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Það verð ég að segja að mörgum hef ég kynnst um ævina en fáum eins merkilegum og þér. Það var svo gaman að hlusta á þig segja sögur frá því í gamla daga, já, þú hafðir skemmtilega frásagn- arhæfileika. Svo var stundum átak- anlegt að hlusta á þig segja frá erf- iðleikunum frá því í gamla daga. Já, þú hafði sko lifað tímana tvenna og oft þurft að taka á hon- um stóra þínum. Kannski er ég bara gömul sál, en mér fannst svo gaman að hlusta á hvað hafði drifið á þína daga. Sagan þín er ein sú merkilegasta sem ég þekki. Ekki get ég gleymt spila- mennskunni um jólin, þú hafðir alltaf skoðanir á sögnum annarra enda ekki skoðanalaus manneskja. Ég held að þú hafir verið tapsár í spilum. Þér vegnaði vel um ævina. Þú eignaðist 14 börn við erfiðar að- stæður. Flestum þeirra hef ég kynnst og eru þau harðduglegt fólk og fínar manneskjur. Einu sinni var mér sagt að þú ættir einn þriðja af íbúum í Grindavík. Geri aðrir betur. Mikið rosalega þykir mér vænt um að hafa heimsótt þig í vikunni sem þú kvaddir. Þú kvaddir okkur Salbjörgu og Elísabetu Maríu. Þú þakkaðir okkur fyrir komuna og kvaddir okkur með nafni. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Elsku Matta mín, ég vil þakka þér fyrir að hafa tekið mér svo vel og hjá þér fannst mér ég alltaf vel- kominn. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Magnús Már Jakobsson. MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Skötuveisla á Þor- láksmessu, aðfanga- dagskvöld eftir pakka, að horfa á kampavín- stappana dansa á ára- mótunum og fylgjast með flugeld- unum á hólnum. Brúna kakan, bananakakan, heimagerða kæfan og brauðið. Allt þetta flaug í gegnum hugann þar sem ég sat og reyndi að halda aftur af táraflóðinu í jarðarför- inni. Að fá að alast upp með ömmu og afa voru forréttindi, ég man enn eftir því að fá að sofa hjá þeim, klukkunni í stofunni, gömlu gufunni og lyktinni heima hjá þeim, old spice og ilmvatninu hennar ömmu. Amma reyndi nokkrum sinnum að kenna STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Steinunn Þórð-ardóttir fæddist á Grund á Akranesi 26. júlí 1915. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða 29. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 2. september. mér að koma til af- leggjurum en gafst upp. Það var yndislegt að koma til hennar á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum, þá gat oft orðið hávaði, en amma hafði jafnaðar- geð, mesta lagi hastaði á „strákana“ sína. Ég naut þeirra forrétt- inda að búa á móti henni í næstum ár og geta skroppið yfir til hennar. Skemmtileg- ast var að fara á mánudögum þegar Adda og Ása voru í heimsókn. Þá voru rifjaðar upp gamlar minningar, þær rifust aðeins systurnar og hlógu svo að öllu saman. Ég veit ekki hvort Mogginn er les- inn á himnum en ef svo er þá send- um við Kristján Már og Sigríður Tinna afa og Adda kveðju, elsku amma Steina. Vonandi líður ykkur vel. Harpa Sigríðar og Kristjánsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.