Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI GARY Doer, forsætisráðherra Manitoba, tilkynnti á dögunum að fylkisstjórnin myndi verja átta milljónum dollurum, um 425 milljónum íslenskra króna, í flóða- varnir við suðurhluta Winnipegvatns á næstu dögum og vikum, en lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Gimli, Winnipeg Beach og Dunnottar við vesturströnd vatnsins. Síðan í júlí hefur yfirborð Winnipegvatns lengst af verið hærra en eðlilegt er á þessum árstíma og óttast menn flóð með norðanvindunum í október og nóv- ember áður en vatnið frýs. Að undanförnu hefur yf- irborðið verið um 60 sm hærra en eðlilegt er og þó það lækki eitthvað er flóðahætta mikil. Haustið 1997 blésu sterkir norðanvindar með þeim afleiðingum að yfirborðið hækkaði um tæplega tvo metra og er talið að ástandið geti orðið verra í haust. Árið 1974 voru byggðir samtals um 100 km varn- argarðar frá Gimli og suður með vesturströnd vatnsins og síðan norður með austurströndinni. Byrjað er að lagfæra þessa garða og byggja nýja. Auk þess er gert ráð fyrir að koma um 200.000 20 kg sandpokum fyrir á svæðinu og dælur verða til taks. „Ég er með flokk af strákum sem eru að höggva tré í varnargarðinn og nemendur við gagnfræðaskólann í Gimli og fleiri vinna í sjálfboðaliðsstarfi við að koma sandpokum fyrir við hús og víðar,“ segir Grétar Ax- elsson, stöðvarstjóri eldvarna hjá skógrækt Manitoba í Gimli. Hann bætir við að starfsmenn eldvarnanna vinni 12 tíma á dag við gerð flóðavarnanna. „Hér er hættu- ástand,“ segir Grétar. Morgunblaðið/Steinþór Síðan í júlí hefur Winnipegvatn af og til flætt yfir miðbryggjuna í Gimli og búist er við flóðum síðar í haust. Ríflega 400 milljónir króna í flóðavarnir TÆPLEGA 130 nemendur eru skráðir í nám hjá íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg í vet- ur en þeir voru liðlega 50 fyrir tveimur árum, að sögn dr. Birnu Bjarnadóttur, prófessors við deild- ina. Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda nemenda við íslenskudeild- ina síðan Birna Bjarnadóttir hóf þar störf haustið 2003. Auk hennar kennir Helga Hilmisdóttir íslensku við deildina, en dr. David Arnason veitir deildinni forstöðu. „Þegar ég byrjaði voru liðlega 50 nemendur í deildinni en fjöldinn hefur meira en tvöfaldast,“ segir Birna. Birna segir að nú séu um 50 nemendur í norrænni goðafræði, um 25 í þjóðsögum og um 15 á fyrsta, öðru og þriðja ári í tungu- málinu sjálfu. Fornsögurnar eru kenndar á vormisseri og eru þegar um 30 stúdentar skráðir, en þeim getur fjölgað þegar nær dregur. Kanadísk-íslenskar bókmenntir eru líka kenndar á vormisseri og þar eru tæplega 10 nemendur skráðir en þeim getur líka fjölgað. Auk kennslunnar býður deildin upp á röð fyrirlestra á hverju starfsári og í fyrrakvöld var til dæmis Guðbergur Bergsson, rit- höfundur, með fyrirlestur en í næstu viku verður hann með fyr- irlestra í Edmonton, Markerville og Calgary. „Þetta er eina ís- lenskudeildin í útlöndum sem nýt- ur þar að auki stuðning beggja vegna Atlantshafs og er í lifandi tengslum við Ísland og íslenska menningu,“ segir Birna. Morgunblaðið/Steinþór Dr. Birna Bjarnadóttir hefur kynnt starfemi íslenskudeildarinnar víða og nýlega greindi hún frá henni á hátíð í Kinmount í Ontario. Nemendafjöldi meira en tvöfaldast á tveimur árum ● LANDSBÓKASAFNIÐ hefur mynd- að öll tölublöð blaðsins Lögbergs, sem gefið var út í Winnipeg í Kan- ada 1888 til 1959, og eru þau að- gengileg á Netinu (á slóðinni www.timarit.is). Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti blaðið Lögberg – Heimskringlu í Winnipeg í vor sem leið og greindi þá frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að láta mynda öll tölublöð Lög- bergs, Heims- kringlu og Lög- bergs – Heimskringlu í Landsbókasafninu. Heimskringla kom fyrst út 1886 og Lögberg 1888 en blöðin voru sam- einuð 1959 og hafa síðan komið út undir nafninu Lögberg – Heims- kringla. Skömmu síðar var hafist handa við að mynda Lögberg og um liðna helgi voru allir 72 árgangarnir komnir inn á Netið. Byrjað er að mynda Heimskringlu frá 1886 og þegar allt blaðið verð- ur komið á stafrænt form hefst síð- asti áfanginn sem er að mynda Lögberg – Heimskringlu. „Það er skemmtilegt að skoða gömlu blöð- in með þessum hætti,“ segir David Jón Fuller, sem tók við ritstjórn Lögbergs – Heimskringlu í lok ágúst. Lögberg frá upphafi á Netinu David Jón Fuller. FRÉTTIR HJÁLPARSTARF kirkjunnar sam- þykkti á aðalfundi sínum nýlega stefnu og fimm meginmarkmið til ársins 2010. Með vísan til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og stefnumót- unar Þjóðkirkjunnar hyggst Hjálp- arstarf kirkjunnar þrefalda tekjur sínar á tímabilinu, laga aðstoð við Íslendinga að þörfum þeirra, efla tengslanet stofnunarinnar og koma á langvarandi samvinnu við stjórn- völd um miðlun fjár til þróun- arhjálpar og neyðaraðstoðar. Þá hyggst Hjálparstarfið gera fræðslu um hjálparstarf að föstum lið í öllu fræðsluefni þjóðkirkjunnar og gera stofnunina sýnilegri og þekkt- ari, þannig að meirihluti þjóð- arinnar þekki merki hennar og starf bæði innanlands og utan. Verkefnum Hjálparstarfs kirkj- unnar hefur fjölgað mikið á und- anförnum 10 árum og þau aukist að umfangi. Starfsmönnum hefur þó ekki fjölgað. Stofnunin stendur nú á tímamótum og hyggst leita allra leiða til að fræða og virkja al- menning og stjórnvöld til umfangs- meiri verkefna á sviði þróun- araðstoðar. Til þess þarf fleira starfsfólk sem mun einnig gera Hjálparstarf kirkjunnar að öflugri talsmanni fátækra landa á al- þjóðavettvangi, segir í frétta- tilkynningu. Hjálparstarfið hyggst þrefalda tekjurnar HJARTAVERND hefur gefið út áfangaskýrsluna „Markaðssetning óhollrar fæðu sem beint er að börnum í Evrópu“, en hún er skýrsla fyrsta áfanga af þremur í verkefninu „Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdóm- ar sem má forðast“. Verkefnið er unn- ið í samvinnu við evrópsk hjarta- verndarfélög og samtök þeirra með styrkveitingu frá Evrópusambandinu en alls koma hjartaverndarsamtök frá tuttugu löndum Evrópu að verk- efninu. Í fyrsta áfanganum var gerð könn- un á markaðssetningu á matvælum sem beint er að börnum og hvaða reglur giltu þar um. Að sögn Vil- mundar Guðnasonar, forstöðulæknis Hjartaverndar, voru helstu niður- stöður þær að mjög mismunandi regl- ur gildi á milli landa Evrópu, en Ís- land sé alls ekki verst setta þjóðin í Evrópu þegar kemur að markaðs- setningu matvæla sem beint er að börnum. Vilmundur segir hins vegar ljóst að frekari rannsókna á málinu sé þörf og eins sé höfðað til barna og ungmenna með ýmis matvæli eins og annars staðar í Evrópu. Í skýrslunni kemur einnig fram að skilgreina verði betur hvað óhollur matur sé svo hægt sé að sporna við offituvandanum. Markaðssetning óhollrar fæðu sem beint er að börnum í Evrópu Frekari rann- sókna þörf ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, mun flytja tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku þar sem lögð er áhersla á að innanlands-, sjúkra- og öryggisflug verði áfram á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflug- völl til Keflavíkur. Í tillögunni er tekið undir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að all- ir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þurfi að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborg- arsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa. Í greinargerð segir Ólafur m.a. að það séu augljósir hags- munir íbúa höfuðborgarsvæðisins að flugvöllur sé staðsettur þar. Það varði í senn atvinnutækifæri, þjónustu, samgöngur og öryggismál á svæðinu um leið og það tryggi grundvöll inn- anlandsflugs. Flugrekstraraðilar telji að innanlandsflug legðist að mestu niður við flutning á starfsemi Reykja- víkurflugvallar til Keflavíkur en við það myndi umferð og slysahætta aukast verulega á vanbúnum þjóð- vegum landsins. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista Segir útilokað að flytja innanlandsflug til Keflavíkur STJÓRN Geðhjálpar fagnar 1,5 milljarða framlagi ríkisstjórn- arinnar á næstu 5 árum til þess að byggja húsnæði og bæta endurhæf- ingarúrræði handa geðsjúkum. „Framlagið markar tímamót í málefnum geðsjúkra á Íslandi, sem hafa því miður allt of lengi setið á hakanum í uppbyggingu hins ís- lenska velferðarsamfélags. Stjórn Geðhjálpar væntir þess einnig að leitað verði til Geðhjálpar og ann- arra notenda um fyrirhugaða upp- byggingu, en sú ósk er í fullu sam- ræmi við evrópska aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum og yfirlýsingu evrópskra ráðherra um geðheil- brigðismál frá því í janúar 2005,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Tímamót í málefnum geðsjúkra“ Sýning í Fold opnuð kl. 15 Rangt var farið með tímasetningu á opnun sýningar Haraldar (Harry) Bilsons í Galleríi Fold í blaðinu í gær. Rétt er að sýningin verður opn- uð kl. 15 í dag, laugardag. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ÞINGMENN og aðrir forystumenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs munu í byrjun næstu viku sækja Suðurnes heim og meðal ann- ars fara á vinnustaði, skóla og fleiri stofnanir. Þá verður einnig boðið til fundarhalda en á mánudag 19. sept- ember verða Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason, Þuríður Bachman, Dögg Hugosdóttir og Katrín Jak- obsdóttir í Vitanum í Sandgerði og er bæjarbúum boðið í létt kaffispjall sem hefst kl. 17.30. Á sama tíma sitja fyrir svörum Kolbrún Halldórsdóttir, Stein- grímur J. Sigfússon, Svandís Svav- arsdóttir og Dagur Snær Sævarsson á Saltfiskssetrinu í Grindavík. Heimsókninni lýkur svo með opn- um stjórnmálafundi í Ingimund- arbúð á Ránni í Keflavík þriðjudags- kvöldið 20. september kl. 20 þar sem meðal annars verða rædd málefni Suðurnesja. Vinstri grænir heimsækja Suðurnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.