Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 63

Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 63 DAGBÓK Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm raðhúsi á einni hæð í Fossvogi. Góður afhendingarfrestur. Sterkar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm sérhæð á framan- greindum svæðum. Afhendingartími eftir samkomulagi. Sterkar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. SÉRHÆÐ VIÐ ÆGISÍÐU EÐA Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Þórarinn B. Þorláksson óskast Óska eftir mynd eftir Þórarinn B. Þorláksson. Tilbúinn að greiða gott verð fyrir „réttu myndina“. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „Þórarinn - 17676“ Dagar íslensks prentiðnaðar verða haldnir22. og 23. september. Dagskráin erverkefni prentsmiðja innan Samtakaiðnaðarins, Prenttæknistofnunar, Fé- lags bókagerðarmanna, Ljósmyndarafélags Ís- lands og fleiri hagsmunaaðila og fagfélaga í upplýs- inga- og fjölmiðlagreinum. Efnt verður til ráðstefnu í tengslum við Daga íslensks prentiðn- aðar í Salnum í Kópavogi og er viðfangsefni hennar bein markaðssókn og nýjungar við miðlun upplýs- inga. Virtir fyrirlesarar, innlendir og erlendir, koma fram og er boðið upp á námstefnur síðari daginn, þar sem erlendu fyrirlesararnir fara dýpra ofan í viðfangsefni sín á ráðstefnunni. Meðal þeirra eru Donald G. Krause, höfundur metsölubókarinnar The Art of War for Executives, og José M. Pons, prófessor við IESE-háskólann í Barcelona til 14 ára og stjórnarformaður markaðsráð- gjafarfyrirtækisins AXIOMA. Innlendu fyrirles- ararnir eru Baldur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Prentsmiðjunnar Odda hf., Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Sím- ans, Sólveig Hjaltadóttir, deildarstjóri söludeildar TM og leiðbeinandi hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, og sýnt verður viðtal við Ólafur Jóhann Ólafs- son, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Time Warner, sem tekið var í New York. Að erindunum loknum verður efnt til pallborðsumræðna. Þátttakendur verða m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson, frétta- stjóri Stöðvar 2, Sigurður G. Guðjónsson, stjórn- arformaður Blaðsins, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda. Haraldur Dean Nelson, upplýsingastjóri Sam- taka iðnaðarins, segir að fáar ef nokkrar greinar hafi tekið jafnstórstígum breytingum og prentiðn- aður. „Tæknibreytingar hafa t.a.m. verið mjög örar og menn hafa mátt hafa sig alla við að fylgjast með. Starfsemi prentfyrirtækja hefur breyst þannig að í stað framleiðslu á prentvöru, ef svo má að orði komast, eru þau orðin það sem ég vil kalla há- tæknivædd þjónustufyrirtæki. Þetta hefur ekki gerst í einni svipan, en við höfum þurft að bregðast við þessu breytta hlutverki, ásamt fyrirtækjunum sjálfum. Markaðsstarf er stór þáttur í starfseminni og því eru markaðssókn og nýjungar viðfangsefni ráðstefnunnar, enda horfa menn til þess hver fram- tíðin er í greininni. Hvað prentiðn varðar líta Sam- tök iðnaðarins sífellt meira til þjónustu við upplýs- inga- og fjölmiðlagreinar í heild, það er ekki bara í prenti heldur útgáfustarfsemi og auglýsinga- starfsemi. Þær greinar eru að skarast æ meira og renna saman,“ segir hann. Ráðstefnan er öllum op- in en tilkynna þarf þátttöku á vefsetri SI, www.si.is, fyrir 20. september. Prentþjónusta | Ráðstefna um markaðssókn og nýjungar haldin í Salnum í Kópavogi Framtíð prentiðnaðar rædd  Haraldur Dean Nel- son er úr Keflavík og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1987. Hann starfaði meðal annars sem lögreglumaður og kennari um tíma og lauk BA-prófi í sagn- fræði og íslensku árið 1994. Haraldur er upplýsingastjóri SI og stjórnarformaður Prenttæknistofnunar. Hann er kvæntur Guðrúnu Huldu Gunn- arsdóttur sjúkraliða og stúdent frá MA. Þau eiga Gunnar Lúðvík Nelson og Maríu Dögg Nelson. Afturför í kennslu grunnskólabarna ÉG er mjög ósátt við ýmislegt sem börnunum okkar er kennt nú til dags. T.d. í reikningi eru þau með bækur sem heita Geisli sem mér finnst vera rugl og margir kennarar eru mjög mikið á móti. En þetta er bara það sem þeir eiga að kenna þó að þeir skilji það ekki sjálfir. Þegar mín börn voru í barnaskóla urðu þau að læra mengi en þeirri kennslu var sem bet- ur fer hætt því hún skilaði ekki góð- um árangri. Skriftin er mjög áferð- arljót, hún kallast tengiskrift. Sumir stafir eru prentstafir en aðrir skrif- stafir. Þetta er ekki mjög læsilegt og líkist helst læknaskrift. Þriðja atriðið sem ég er ósátt við er réttritunin. Börnin skrifa oft ritgerðir sem kenn- arinn fer yfir og lætur hann börnin ekki vita um stafsetningarvillur. Kennararnir skrifa bara gott eða ágætt en leiðrétta hana ekki. Ég fór í búð um daginn og keypti tvö stykki af hlut sem kostaði 15 krónur. Konan fór í vélina og reiknaði út upphæðina. Nokkrum dögum síðar fór ég aftur og keypti 20 stykki af 15 króna hlutnum, þá var karlmaður við afgreiðslu og er hann sagður eigandi verslunarinnar. Hann þurfti líka að fara í reiknivélina. Hvert stefnum við? Amma í Reykjavík. Ökuskírteini MÉR er alveg ómögulegt að skilja af hverju lögreglustjóraembættið er ekki með aðstöðu til þess að taka myndir af fólki fyrir ökuskírteini, myndin myndi þá fara beint inn í kerfið hjá þeim og þeir þyrftu ekki að standa í því að skanna hana inn eða prenta út. Veit ég að þetta tíðkast víða erlendis og ekki er tekið við myndum sem fólk kemur með sjálft. Einnig þyrftu íslensk ökuskírteini að vera bæði á ensku og íslensku, það er miklu algengara að Íslendingar þurfi að sýna ökuskírteinið á ferða- lögum erlendis en hér heima, t.d. þeg- ar verið er að leigja bílaleigubíl. K.S. Vantar skemmtikrafta ÖRYRKJAR í húsum Öryrkjabanda- lagsins á Hátúnssvæðinu efna til Gospelkvölds síðasta fimmtudag í hverjum mánuði. Okkur bráðvantar skemmtikrafta sem vilja vinna fyrir okkur í sjálf- boðavinnu. Eru ekki einhverjir skemmtikraftar sem vilja leggja okk- ur lið? Það væri vel þegið. Svipað ákall var í Morgunblaðinu fyrir ári en bar ekki mikinn árangur. Vonumst eftir betri árangri nú. Gunnar G. Bjartmarsson. Villi er týndur VILLI týndist frá Hagamel og er hans sárt saknað. Hann er grá- bröndóttur og eyrnamerktur 1271. Þeir sem vita um Villa eru beðn- ir að hafa samband við Sigurlaugu í síma 662-1045 eða 860-8014. Grábröndótt læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT læða með grárri rönd á baki fannst við Týsgötu sl. fimmtudagskvöld. Þeir sem kannast við kisa vinsamlega hafið samband í síma 894 4277. Páfagaukur týndist DÍSARPÁFAGAUKUR týndist frá Stífluseli sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi sam- band í síma 692 8523. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90 ÁRA afmæli. 19. september nk.verður níræður Kristmann Jónsson, Hofslundi 4, Garðabæ. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu í dag, laugardag, milli kl. 15 og 18. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Hlutavelta | Þær Ylva Örk og Ásta héldu tombólu og söfnuðu þær 2.389 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Baráttuvilji. Norður ♠G93 ♥ÁKDG N/Allir ♦962 ♣ÁKD Suður ♠Á74 ♥653 ♦G87 ♣G832 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Þrjú grönd er eðlileg niðurstaða, en ekki er samningurinn góður. Út kemur spaðasexa, fjórða hæsta. Hvernig er best að spila? Ef málið snerist eingöngu um spað- ann væri rétta íferðin sú að setja níuna úr borði. Þannig má tryggja aukaslag á litinn þegar útspilið er frá K10 eða D10, en ef gosanum er stungið upp þarf vest- ur að eiga KD. Líkurnar eru því tveir á móti einum níunni í hag. En hér hangir auðvitað fleira á spýtunni – tígullinn er galopinn og að öllum líkindum getur vörnin hirt þar fjóra slagi ef hún kemst að, svo besti möguleiki sagnhafa er að stinga upp spaðagosanum. En segjum nú að austur eigi kóng eða drottningu. Hvað þá? Norður ♠G93 ♥ÁKDG ♦962 ♣ÁKD Vestur Austur ♠K10862 ♠D5 ♥92 ♥10874 ♦10543 ♦ÁKD ♣94 ♣10765 Suður ♠Á74 ♥653 ♦G87 ♣G832 Þá er uppgjöf freistandi, en sannir baráttumenn reyna til þrautar og spila upp á draumaleguna að ofan. Spaða- drottningin er dúkkuð og nú verður austur að taka tígulslagina þrjá áður en hann heldur áfram með spaðann. En það er ekki sjálfgefin vörn og ef austur geymir svo mikið sem einn tígul, verður honum spilað þar inn í endastöðunni. Í síðasta slag á austur lauftíuna eftir og verður að gefa suðri slag á gosann. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 17. sept-ember, verður fimmtugur Þor- björn Ágúst Erlingsson, kvikmynda- fræðingur, Rauðarárstíg 22, Reykjavík. Hann verður að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.