Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 65 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning stendur yfir í postulíns- og framsagnarnámskeið. Komdu í heimsókn, kíktu í blöðin, fáðu þér kaffisopa og kynntu þér haustdagskrána. Við getum líka sent þér netbréf. Síminn okkar er 588 9533. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dag- skrá opin fólki á öllum aldri. Unnið er við frágang á vetrardagskrá, óskir og ábendingar vel þegnar. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. All- ar uppl. á staðnum og í síma 575 7720 og www gerduberg.is. Hraunsel | Pútt á Vallarvelli kl. 10– 11.30. Hæðargarður 31 | Félagstarfið er opið öllum 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á tölvu-, listþæf- ingar- og framsagnarnámskeið stendur yfir. Ef þú vilt hitta skemmtilegt fólk þá kíktu við, fáðu þér kaffisopa, líttu í dagblöðin og skoðaðu haustdagskrána. Við getum líka sent þér netbréf. Síminn er 568 3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kl. 9– 15 verður vinnu- og tiltektardagur. Við viljum hvetja alla til að mæta. Hádegisverður fyrir þá sem leggja hönd á plóginn. www.gospel.is Bænastund kl. 20. KFUM og KFUK | Fundir hjá KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Framhalds- aðalfundur KFUM og KFUK í Reykja- vík kl. 13 og í beinu framhaldi kl. 14 stofnfundur KFUM og KFUK á Ís- landi. Hátíðarkaffi á eftir. Allir fé- lagsmenn KFUM og KFUK velkomnir. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. Bd3 c5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Rbc6 8. Dg4 c4 9. Be2 Rf5 10. a4 Da5 11. Bd2 Bd7 12. Dh5 h6 13. Bg4 g6 14. Dh3 0-0-0 15. Re2 Rce7 16. 0-0 Bxa4 17. Hfb1 b5 18. Bc1 Hdg8 19. Df3 Dc7 20. h4 g5 21. h5 Bxc2 22. Hxb5 Be4 23. Dh3 Kd7 24. Ba3 Hb8 25. Bd6 Rxd6 26. exd6 Kxd6 27. Ha6+ Kd7 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Chartres. Amir Bagheri (2.537) hafði hvítt gegn Manuel Apicella (2.553). 28. Bxe6+! fxe6 29. Dxe6+ Ke8 30. Hc6! Án þessa leiks hefði fórnin vart gengið upp. 30. … Dd8 31. De5! Hxb5 32. Dxh8+ Kd7 33. Hd6+! Kxd6 34. Dxd8+ hvítur hefur nú gjörunnið tafl. 34. … Ke6 35. Rg3 Bc2 36. Kh2 Hb6 37. Da8 a6 38. Rf1 Bd1 39. f3 Hb2 40. Dxa6+ Kf7 41. Da1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Í LISTASAFNI Íslands verða á morgun, sunnudag, tónleikar El- ínar Halldórsdóttur sópr- ansöngkonu. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina „Gullkorn“ en Elín mun syngja íslensk og þýsk ljóð eftir ýmsa höfunda. Má þar nefna verk eftir Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Gylfa Þ. Gíslason, Robert Schumann, Jo- hannes Brahms og Richard Strauss. Um undirleik sér Jörg Sonderm- an, konsertmeistari og píanóleik- ari. Elín hefur búið og starfað í Re- gensburg í Þýskalandi síðustu 3 ár en er nú flutt þaðan. Auk margs konar söngverkefna starfaði hún þar m.a. sem kórstjóri gosp- elkórsins Spirit of Joy og kvenna- sveitarinnar Femmes Fatales sem hún setti á laggirnar í samvinnu við sína bestu einkanemendur. Tónleikarnir annað kvöld hefj- ast kl. 20. Elín Halldórs- dóttir á tónleikum í listasafni Elín Halldórsdóttir Í SAFNAHÚSINU á Húsavík opnar í dag listamaðurinn Guðmundur Ármann sýningu á verkum sínum. Sýningin ber yfirskriftina „Lá- rétt birta“ og getur þar að líta 46 verk, bæði málverk, trérist- ur og kolateikn- ingar sem Guð- mundur hefur unnið á síðustu þremur árum. Viðfangsefni Guðmundar er náttúran en myndir hans eru, eins og segir í tilkynningu, óhlutlægar þar sem hefðbundið mótíf er horfið og eftir standa láréttir litaborðar sem fljóta frjálst í myndfletinum. Sýning Guðmundar stendur til sunnudagsins 25. september og er hún opin daglega frá kl. 14 til 18. Guðmundur Ármann í safnahúsinu Guðmundur Ármann HELGA Ármanns opnar í dag sýn- ingu í Grafíksafni Íslands – sal Ís- lenskrar grafíkur. Er þetta þriðja einkasýning Helgu en hún á að baki fjölda sam- sýninga bæði hérlendis og erlendis. Á sýningunni gefur að líta klippi- og rifrildisverk, eins og það er orð- að í tilkynningu, lituð með kolum og rauðkrít. Eru verkin unnin úr margskonar pappír sem spannar allt frá handgerðum gæðapappír til tímarita og dagblaða. Helga útskrifaðist frá graf- íkdeild Myndlista- og handíðaskól- ans árið 1986 og starfrækti ásamt öðrum listakonum gallerí og vinnu- stofuna Art-Hún í Stangarhyl 7 í Reykjavík frá 1988 til 2000. Grafíksafn Íslands er til húsa í Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin stendur til 2 október og er opin frá fimmtudegi til sunnu- dags frá 14 til 18. Eit verka Helgu Ármanns. Klippimyndir og rifrildi TÓNAR munu óma um Sauð- árkrókskirkju annað kvöld en þá munu Alexandra Chernyshova sópran og Gróa Hreinsdóttir píanóleik- ari halda tónleika. Á efnisskrá er 20. aldar kirkjutónlist og kunn verk úr óperum eftir tónskáld á borð við Lehár, Rachm- aninov og Bellini. Hilmar Jónsson, rithöf- undur og tengdafaðir Alex- öndru, verður kynnir á tón- leikunum auk þess sem hann les eigin ljóð milli söng- atriða. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og kostar aðgangur kr 1.000 en 500 fyrir 16 ára og yngri og eldri borgara. Alexandra hefur opnað heimasíðu www.simnet.is/ chernyshova. Chernyshova á Sauðárkróki Alexandra Chernyshova. KÁTT verður á hjalla í Stúd- entakjallaranum í kvöld en þá heldur hljómsveitin Days of our Lives tónleika ásamt hljómsveit- unum Reykjavík! og Hoffman. Piltarnir úr Days of our Lives eru á leið til Englands í kynn- ingar- og tónleikaferð og eru tón- leikarnir haldnir sérstaklega af því tilefni. Hefjast tónleikarnir klukk- an kl. 22 og er aðgangur að þeim ókeypis. Hljómsveitin Days of our Lives. Kveðjutónleikar Days of our Lives STRAUMAR er yfirskrift sýn- ingar sem verður opnuð í dag í Galleríi 100° í húsi Orkuveit- unnar. Á bak við sýninguna standa listakonurnar Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá. Eins og segir í tilkynningu spinna þær á sýningunni saman þræði sína um íslenska náttúru, árfarvegi, fjallshlíðar og mosaeyj- ar. Á sýningunni gefur að líta verk með margskonar aðferð: teikningar, málverk, mosaverk, lágmyndir og hreyfimyndir unnar sérstaklega fyrir sýningarrýmið. Þetta er fjórða sýningin sem Guðbjörg, Guðrún og Kristín halda saman en þær sýndu fyrst saman árið 2001 í listasalnum Man í Reykjavík. Stofnuðu þær skömmu síðar sýningarhópinn Andrá (Moment). Sýningarstjóri Strauma er Oddný Eir Ævarsdóttir sem jafn- framt skrifar leiðarvísi um lands- lag sýningarinnar. Á döfinni hjá hópnum er sýning í Þjóðminja- safninu árið 2006. Straumar í Orkuveituhúsinu Laugardagur 17. september 15.00. Eftirmiðdagsspjall í Norræna húsinu. Lars Saaby Christensen, Einar Már Guðmundsson, Karin Wahlberg, Ævar Örn Jós- efsson, Roy Jacobsen, Einar Kárason (á skandinavísku). Bókmenntahátíð AF óviðráðanlegum ástæðum frest- ast tónleikar Kvennakórs Reykja- víkur sem vera áttu í Breiðholts- kirkju laugardaginn 17. september kl. 17, um tvær vikur. Tónleikarnir verða á sama stað laugardaginn 1. október kl. 17. Þar verður fagnað útgáfu á nýjum geisladiski kórsins „Konum“. Tónleikum Kvennakórs Reykjavíkur frestað KOMIN er út hjá Máli og menningu bókin Frost eftir Roy Jacobsen í þýðingu Stefáns Hjörleifssonar. Roy Jacobsen er með vinsælli skáldsagnahöf- undum Noregs og hefur í tvígang verið tilnefndur til Nor- rænu bókmenntaverðlaunanna, í seinna skiptið fyrir skáldsöguna sem nú er komin út. Segir sagan frá Gesti Þórhallssyni sem þrettán ára hefnir föður síns og banar Víga-Styr, einum voldugasta manni Íslands í upphafi 11. aldar. Flýr hann í kjölfarið land og hrekst um héruð Noregs og fer með mönnum Danakonungs og Eiríks Jarls í herför til Englands. Bókin er 491 bls. og kostar á til- boðsverði 3.990 kr. Ray Jacobsen er þátttakandi í Bók- menntahátíð sem haldin er í Reykjavík. Söguleg skáldsaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.