Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 67
MENNING
GESTIR Minjasafnsins á Akureyri
hafa í sumar notið þess að Gunn-
laugur P. Kristinsson var með
myndavél sína á lofti um áraraðir
við hin ýmsu tækifæri í bænum.
Sýning á ljósmyndum sem Gunn-
laugur tók á árunum 1955 til 1985
stendur yfir í safninu og hefur feng-
ið góðar viðtökur. „Ég er orðinn
hálfskakkur í annarri öxlinni því ég
hef fengið svo mikið klapp á hana
vegna sýningarinnar, “ segir Gunn-
laugur í léttum dúr þegar Morg-
unblaðið sækir hann heim. „Þetta
hefur komið mér mjög á óvart en ég
er jafnframt ákaflega stoltur.“
Sýningunni, sem ber yfirskriftina
Myndir úr lífi mínu, lýkur í dag og
verður Hörður Geirsson, starfs-
maður safnsins, með leiðsögn um
hana af því tilefni milli kl. 14. og 16.
Venjulegt fólk
Gunnlaugur var iðinn við að
mynda fólk við hversdagleg störf,
ekki síst eitt og annað sem tengdist
starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga en
hann var starfsmaður KEA í 40 ár.
Ýmis starfanna eru yngri kynslóð
nútímamannsins framandi og því
góð heimild um liðinn tíma. Þarna
eru mörg skemmtileg augnablik;
t.d. úr iðnaðarhúsnæði KEA í
Gilinu, þar sem Listagilið er nú;
þarna er Níels „Nelli“ Halldórsson
að búa til brjóstsykur, konur að
pakka inn smjörlíki og fólk að bar-
dúsa í Flóru, Sjöfn og mjólk-
ursamlaginu.
Á veggjum Minjasafnsins má
einnig sjá ungar stúlkur með mjólk-
urkassa (!) á sparksleða fyrir utan
KEA-búð, ungan dreng máta föt í
Herradeild KEA, bakara útbúa
rjómabollur, fólk á leið upp rúllu-
stigann í stórverslun KEA við Hafn-
arstræti. Og svo alls kyns mannlífs-
myndir af ýmsum stöðum í bænum.
Gunnlaugur svarar neitandi, þeg-
ar spurt er hvort hann hafi smitast
ungir af ljósmyndadellunni. „Ekki
að því ég best man. Mamma átti
myndavél sem ég fékk stundum að
nota, stóra 6x11 kassavél. Það var
það fyrsta. Svo fékk ég einhverja
„millivél“ þar til ég eignaðist Super
Ikonta vél, 6x6, sem ég notaði alla
tíð síðan. Myndirnar á sýningunni
eru til dæmis allar teknar á hana.“
Gunnlaugur tók langmest í svart-
hvítu, átti stækkara og vann mynd-
irnar sjálfur. Hann var farinn að
mynda töluvert áður en hann hóf
störf hjá KEA en þegar þangað var
komið jókst notkun vélarinnar.
„Mér varð oft hugsað til þess þegar
einhverjar breytingar voru fram-
undan að nauðsynlegt væri að festa
það gamla á filmu. Mig grunaði ein-
hverra hluta vegna að breyting-
arnar yrðu miklar og að síðar meir
myndi margur verða forvitinn um
það hvernig hlutirnir hefðu litið út
áður. Og ég hef orðið áþreifanlega
var við að svo er. Margir hafa farið
oftar en einu sinni á sýninguna.“
Á sýningunni er mynd af krökk-
um hangandi aftan í bíl; „hann
Hörður á Minjasafninu sagði mér að
þetta væri kallað að teika. Ég teik-
aði aldrei bíl en ég hékk stundum
aftan í þeim þegar ég var strákur!“
segir Gunnlaugur. Ein myndin er
svo af dóttur hans að elta pissubíl-
inn, sem Akureyringar kölluðu svo.
Gunnlaugur tók líka myndir af
húsum og bæjarhlutum. „Ég tók til
dæmis myndir af túnunum ofan við
bæinn, þar sem Lundahverfið er nú.
Þá var þar enginn byggð.“
„Gunborg motionerar“
Veggspjald vegna sýningarinnar
var útbúið og á því er mynd af eig-
inkonu Gunnlaugs, hinni sænsku
Gunborg, sem nú er látin. „Gunborg
motionerar“ stendur á filmuumslagi
Gunnlaugs, og að myndin sé tekin
30. júní 1962. kl. 19.00. „Henni
fannst nú stundum nóg um hvað ég
var mikið með myndavélina á lofti!
Þessi mynd er tekin heima í Norð-
urbyggðinni. Hún stillti sér ekkert
upp; hafði gaman að grípa í sippu-
bandið og ég festi atvikið á filmu.
Mér þykir mjög ánægjulegt að sjá
núna hvað myndin hefur tekist vel.“
Gunnlaugur telur sig eiga 16-17
þúsund myndir í filmusafni sínu, en
líklega sé þar ekki allt talið. „Ég er
enn að rekast á filmur í dótinu
mínu.“ Filmusafn hans er nú komið
á Minjasafnið til varðveislu. „Ég er
afar ánægður með að Hörður minn
skyldi setja upp sýninguna og að
filmurnar mínar skuli vera á safn-
inu, aðgengilegar fyrir aðra í fram-
tíðinni,“ segir Gunnlaugur.
Ljósmyndir | Myndir Gunnlaugs P. Kristinssonar sýndar í Minjasafninu á Akureyri
Akureyringar hvunndags
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gunnlaugur: Orðinn hálf skakkur í
annarri öxlinni...
„Gunborg motionerar“ Eiginkona Gunnlaugs, hin sænska Gunborg, sippar
fyrir utan heimili þeirra í Norðurbyggðinni 30. júní 1962 kl. 19.00. Þetta er
ein myndanna á sýningu Gunnlaugs í Minjasafninu á Akureyri.
SMÁSAGAN Manntafl eftir Stefan
Zweig, er hiklaust ein af perlum
skáldverka tuttugustu aldarinnar.
Hún er uppgjör snillings af gyð-
ingaættum við nasisma Hitlers, sem
hafði lagt undir sig hans heimaland.
Hún er uppgjör við stríð og hörm-
ungar þess, ómennskt ofbeldið og
niðurlægingu mannanna. En, eins
og öll góð skáldverk, er hún óend-
anlega rík af áleitnum spurningum.
Í kvöld frumsýnir leikhópurinn
Þíbilja leikgerð Þórs Tulinius af
Manntafli á nýuppgerðu Nýja sviði
Borgarleikhússins. Leikgerð Þórs
er einleikur, í flutningi hans sjálfs,
en Hilmir Snær Guðnason leikstýrir.
Þór Tulinius las Manntafl fyrst
um tvítugt, og segir söguna hafa
haft mikil áhrif á sig og setið í sér.
En hvers vegna kaus hann að beita
einleiksforminu við túlkun hennar.
„Ég hef verið að velta einleikjum
fyrir mér, og var jafnvel að hugsa
um að leikstýra öðrum í þannig
verki. En svo vaknaði löngunin hjá
mér að leika einleik sjálfur. Í Leik-
listarskólanum fékk maður ein-
staklingsverkefni og það þótti mér
alltaf mjög gaman. Einu sinni fékk
ég Kristínu Bjarnadóttur til að
semja fyrir mig einþáttung, og mér
fannst gaman að fá að vinna þannig
verkefni alveg frá grunni. Nú er ég
búinn að vera í þessum bransa í tutt-
ugu ár og vinna mikið með fólki, en
var farið að langa til að snúa mér
aftur að þessu upphafi, ef svo má
segja. Í einleiknum er maður að
leika á móti sjálfum sér, og tala á
móti sjálfum sér. Og það sem er ein-
mitt svo áhugavert við það að nota
einleiksformið á þessa sögu er að
önnur aðalhetjan fer að tefla við
sjálfa sig, og lendir í þessu sama
geðklofa ástandi og leikarinn er í, í
einleiknum.“
Ókunnur maður ögrar
heimsmeistaranum í skák
Sögumaður Zweigs er á leið til
Argentínu með stóru farþegaskipi,
og uppgötvar að Csentovic, hinn
nýkrýndi heimsmeistari í skák, er
með í för. Sá ku vera hinn mesti
sveitadurgur, og stíga ekki í vitið, þó
hann hafi þessa einstöku skákgáfu.
Það orð fer af honum að hann sé
hrokafullur og hinn mesti durtur í
mannlegum samskiptum. Sögumað-
ur okkar, sem hefur sérstakan
áhuga á einrænum furðufuglum,
skipuleggur fjöltefli við Csentovic,
til að komast í námunda við hann.
Heimsmeistarinn vinnur hverja
skákina af annarri, og er hópurinn
orðinn heldur hnípinn, þegar þeim
finnst allt í einu eins og staða þeirra
sé orðin vænleg. Þeir eru að fara
leika það sem þeir vona að sé snilld-
arleikur, þegar ókunnugur maður,
dr. B, sem bæst hefur í hópinn, var-
ar þá við þeim leik. Ókunni mað-
urinn reynist hafa mikla innsýn í
skákina, og sér átta leiki fram í tím-
ann. Hann leiðir þá í gegnum leikinn
og þeir ná jafntefli. Hann skorast
undan því að tefla einn við heims-
meistarann, verður taugaveiklaður
og feiminn, og lætur sig hverfa.
Sögumaðurinn fer á eftir honum til
að fá hann til að tefla skák, sem gæti
orðið sögufræg, ef honum tækist að
vinna heimsmeistarann. Ókunni
maðurinn segist ekki hafa teflt í 25
ár, en vegna sérstakra aðstæðna
hafa hann kynnst fræðilegri hlið
skáklistarinnar og segir sögumann-
inum magnaða sögu sína.
Brast þolinmæði að bíða birtu
Þór segir að það búi margt í
Manntafli og að sagan sé saga alls
konar fólks, með alls konar örlög.
„Zweig skrifaði söguna stuttu áður
en hann svipti sig lífi með konu
sinni. Hann skildi eftir sig bréf þar
sem hann sagði að hann brysti þol-
inmæði til að bíða eftir því að birti til
í heiminum. Þetta var 1942, Zweig
flóttamaður frá eigin föðurlandi og
nasisminn í algleymingi. Sagan
stendur fullkomlega fyrir sínu, þótt
þessi vitneskja sé ekki til staðar
þegar maður les hana, en óhjá-
kvæmilega dýpkar sagan fyrir þann
sem veit. Þessar manneskjur geta
verið persónugervingar þeirra afla
sem voru í gangi. En það er fleira.
Það er til dæmis mjög áhugavert
fyrir okkur að spegla okkur í örlög-
um Dr.B, og velta því fyrir okkur
hvernig við myndum bregðast við í
hans erfiðu kringumstæðum. Verkið
er líka stórkostleg lofgjörð til skák-
listarinnar, eins og Guðmundur G.
Þórarinsson benti á í grein sinni í
blaðinu um daginn. Enn ein hliðin
snýr að fíkn. Þarna er fjallað um
mann sem verður heltekinn af ár-
áttu og fíkn. Ég hef hvergi rekist á
betri lýsingu í bókmenntaverki á því
hvernig fíkn grípur manneskju.
Maðurinn er allur af vilja gerður til
að verða fíkninni ekki að bráð, er
fluggreindur og klár, en missir alveg
stjórn á sér.“
Þór segir þýðingu Þórarins
Guðnasonar frábæra, og ná vel stíg-
andinni í sögunni. „Það er alveg
magnað hvernig Zweig byggir upp
spennuna í þessu verki, - hvernig
hún stigmagnast alveg frá upphafi
til enda og heldur manni föstum.“
Var Dr. B Íslendingur?
Til eru þeir sem hafa haldið þeirri
kenningu á lofti að fyrirmynd að
persónunni Dr. B, hafi Zweig fengið
á ferðum sínum til Boston, þar sem
hann heyrði sögu Íslendingsins
Björns Pálssonar Kalman, sonar
Páls Ólafssonar skálds, sem mun
hafa verið óvenju leikinn skákmaður
en ku hafa teflt yfir sig, eins og
söguhetja Zweigs. Guðmundur G.
Þórarinsson fjallaði um þessi hugs-
anlegu Íslandstengsl í fyrrnefndri
grein sinni á dögunum, en einnig má
benda á grein Garðars Sverrissonar
um sama efni í Morgunblaðinu í
september 1982.
Leiklist | Manntafl eftir Stefan Zweig frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld
Mannleg örlög og
mögnuð spenna í
margræðu verki
Þór Tulinius: „Verkið er uppgjör við stríð og niðurlægingu mannanna.“
eftir Stefan Zweig
Þýðing:
Þórarinn Guðnason
Leikur og leikgerð:
Þór Tulinius
Tónlist og hljóð:
Davíð Þór Jónsson
Leikmynd:
Rebekka Rán Samper
Lýsing: Kári Gíslason
Sýningarstjóri:
Christopher Astridge
Leikstjóri:
Hilmir Snær Guðnason
Manntafl
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is