Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 68

Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 68
68 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Dimitri Eipides hefur starfað aðkvikmyndahátíðum og dagskrár-stjórn í hálfan fjórða áratug.Hann stofnaði Festival Int- ernational du Nouveau Cinema et de la Vid- eo de Montreal árið 1971 og var stjórnandi þeirrar hátíðar í fjórtán ár. Hann stýrir enn heimildamyndadagskrá hátíðarinnar. Frá 1992 hefur hann verið dagskrárstjóri við kvikmyndahátíðina í Þessalóníku á Grikk- landi og hlaut árið 1996 verðlaun Alþjóðlegu gagnrýnendasamtakana FIPRESCI fyrir störf sín þar. Hann hefur einnig stýrt Heim- ildamyndahátíðinni í Þessalóníku frá árinu 1999. Allt frá árinu 1987 hefur Eipides verið einn af alþjóðlegum dagskrárstjórum á Kvikmyndahátíðinni í Toronto sem er meðal virtustu hátíða í heimi. Eipides hefur kennt kvikmyndafræði við háskóla og setið í fjölda dómnefnda á kvikmyndahátíðum. Aðspurður um muninn á kvikmyndahátíð- um nútímans og venjulegri söluráðstefnu svarar Dimitri því til að auðvitað séu sumar kvikmyndahátíðir með því sniði að auðvelt sé að rugla þeim saman við venjulegar ráð- stefnur þar sem kaupmenn auglýsi vörur sínar. „Á slíkum hátíðum finnurðu hins vegar myndir sem eru líkari fjöldaframleiddri vöru en sérstakri list. Þær hafa til dæmis fyrirfram ákveðið magn af nekt, ofbeldi og öðru sem lög gera ráð fyrir að sjáist í kvik- myndum – oftar en ekki eru þetta banda- rískar kvikmyndir. Á hinn bóginn hefurðu kvikmyndahátíðir á borð við þessa þar sem forminu eru gerð listræn skil. Þar sem við- horfið til kvikmyndaformsins er vits- munalegt og þar sem hugmyndir og listræn sýn bera ætíð með sér þjóðfélagslega skír- skotun.“ Að þessu sinni hefur Dimitri umsjón með tveimur flokkum: Vitrunum, þar sem mynd- ir ungra og hæfileikaríkra leikstjóra verða sýndar, og Sjónarrönd, en þar verður kvik- myndagerð eins lands kynnt sérstaklega. Eingöngu nýjar myndir Um flokkinn Vitranir segir Dimitri að hér sé um nýjan keppnisflokk að ræða á kvik- myndahátíðinni. „Í þessum flokki verða einungis nýjar myndir sem eiga það sameiginlegt að vera gerðar af óháðum kvikmyndagerðarmönnum sem eru að gera sína fyrstu eða aðra kvik- mynd. Þessar kvikmyndir eru sumpart and- svar okkar tíma við þeirri markaðs- og sölu- hyggju sem er svo sterk í dag og við þeim yfirráðum sem Hollywood hefur á kvik- myndamarkaðnum. Þessir sjálfstæðu kvik- myndagerðarmenn leitast sífellt við að tjá umhverfi sitt á nýjan hátt og með því víkka þeir og teygja kvikmyndaformið út. Ég hef unnið við að kynna myndir af þessu tagi í mörg ár og það sem mér finnst ennþá merkilegast við starfið er að myndirnar virðast alltaf falla almenningi jafnvel í geð. Margir halda kannski í fyrstu að þetta séu aðeins listrænar myndir fyrir menningarvita en svo er alls ekki, þetta eru gamanmyndir, drama- og spennumyndir, í rauninni öll flór- an fyrir utan Hollywood-formúlumyndir.“ Annars segir Dimitri að það sem heilli hann fyrst og fremst við kvikmyndir sé það sama og heilli fólk við bókmenntir og leik- hús, nefnilega sagan. Fólk hafi gaman að því að heyra – og sjá – sögur og kvikmynda- formið sé, þegar öllu er á botninn hvolft, einungis enn ein viðbótin við sagnaformið. „Hins vegar tel ég að kvikmyndir ættu að leita lengra í listrænar áttir. Það hafa að sjálfsögðu margir farið með kvikmynda- formið eins og um fágaða list sé að ræða og þar er sóknarfæri formsins að finna.“ Þegar hann er svo spurður út í land eða heimshluta sem honum finnst vera að sækja í sig veðrið í alþjóðlegri kvikmyndagerð, liggur hann ekki á svarinu: „Asía er mjög virk. Bæði Suður-Kórea og Kína framleiða býsnin öll af kvikmyndum og þar eru gæðin orðin mjög mikil. Annað land sem er mjög áhugavert í sambandi við kvik- myndir er Íran þar sem kvikmyndagerð er á mjög háu stigi þrátt fyrir þá menningarlegu og pólitísku erfiðleika sem leikstjórar þurfa oft að glíma við. Nú er svo komið að á kvik- myndahátíðum í Cannes og Berlín eru yf- irleitt ekki færri en þrjár, fjórar íranskar kvikmyndir til sýningar.“ Aðdáandi íslenskra kvikmynda Dimitri segist vera mikill aðdáandi ís- lenskra kvikmynda – hann þekki þær allar, meira eða minna. „Þegar ég skipulagði kvikmyndahátíð- irnar í Þessalóníku sýndum við allar myndir Friðriks Þórs og hann hefur tvívegis verið viðstaddur hátíðina sem gestur. Þar fyrir utan sýndum við Nóa Albínóa og kvikmynd Baltasars, 101 Reykjavík. Það sem mér finnst merkilegast er að þrátt fyrir smæð þjóðarinnar sé svona þróuð kvikmyndagerð í gangi. Einnig eru myndirnar frumlegar, mannlegar og fullar af húmor. Þetta fyllir mig auk þess bjartsýni fyrir hönd hátíð- arinnar því að það er möguleiki á því að Reykjavík geti í framtíðinni orðið að eins- konar miðpunkti óháðrar kvikmyndagerðar í heiminum.“ Undirritaður ákveður í framhaldinu að halda því fyrir sig og lesendur Morg- unblaðsins að Deuce Bigalow: European Gi- golo sé önnur vinsælasta myndin í kvik- myndahúsum Reykjavíkur. Hann stenst þó ekki freistinguna að spyrja Dimitri hver sé síðasta Hollywood-myndin sem hann sá. Di- mitri hlær roknahlátri eftir að spurningin hefur verið borin upp, þagnar síðan og eftir smáumhugsun kemur svarið: „Ég bara man það ekki“. Svarið við síbyljunni Í lok þessa mánaðar hefst Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda en að þessu sinni hefur Grikkinn Dimitri Eipides yfirumsjón með tveimur kvikmyndaflokkum. Höskuldur Ólafsson ræddi við Dimitri um kvikmyndahátíðir almennt og mik- ilvægi þeirra í markaðssamfélagi nútímans. ’Þessar kvikmyndir eru sum-part andsvar okkar tíma við þeirri markaðs- og söluhyggju sem er svo sterk í dag og við þeim yfirráðum sem Holly- wood hefur á kvikmyndamark- aðnum.‘ Úr líbönsku kvikmyndinni A Perfect Day sem verður í flokknum Vitranir sem Dimitri Eipides hefur yfirumsjón með á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Dimitri Eipides er þekktur dagskrárgerð- armaður kvikmyndahátíða um allan heim. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður haldin dagana 29. september til 9. október. www.filmfest.is hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.