Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 11
STJÓRN Sambands ungra framsóknar-
manna samþykkti ályktun í gær þar sem
ríkisstjórnin er hvött til að skorast ekki
undan ábyrgð í alþjóðasamstarfi. Leggjast
ungir framsóknarmenn gegn því að fram-
boð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
verði dregið til baka.
„Sjálfsagt er að skoða hvernig hagkvæm-
ast verði staðið að framboðinu, en stjórn
SUF hvetur ríkisstjórnina til að halda áfram
að nota framboðið til að klára uppbyggingu
og endurskoðun utanríkisþjónustunnar með
því að taka upp stjórnmálasamband við öll
ríki heims,“ segir í ályktuninni.
Þá samþykkti landsþing Landssambands
framsóknarkvenna, sem fram fór á Ísafirði
um helgina, eftirfarandi ályktun:
„Þing Landssambands Framsókn-
arkvenna haldið á Ísafirði 17.–18. sept.
leggur áherslu á hlutverk Íslands í sam-
félagi þjóðanna í baráttunni fyrir friði, fullu
jafnrétti kynjanna og gegn fátækt í heim-
inum. Þingið tekur undir það sjónarmið að
sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
skapi okkur tækifæri til að axla ábyrgð sem
ein ríkasta þjóð heims, til jafns við frænd-
þjóðir okkar á Norðurlöndum.“
Stuðningur frá
SUF og fram-
sóknarkonumÖSSUR Skarphéðinsson, fv. formað-
ur Samfylkingarinnar, segist hafa
haft efasemdir um framboð Íslands til
setu í Öryggisráðinu og strax spurt á
Alþingi eftir kostnaðinum við það.
Efasemdir sínar um möguleika
framboðsins hafi ekki minnkað eftir
að mismunandi áherslur hafi komið
frá forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra í málinu.
Össur kveðst áður hafa tekið undir með utanríkis-
ráðherra varðandi áhyggjur vegna kostnaðar og annars,
en vinnubrögðin af hálfu ríkisstjórnarinnar nú séu for-
kastanleg. Hún hafi greinilega ekki unnið heimavinnuna
sína eins og speglist best í ágreiningi innan hennar.
Össur segist fullviss um að Ísland geti fyllilega valdið
því hlutverki að sitja tímabundið í Öryggisráðinu, Íslend-
ingar verði sem víðast að kveðja sér hljóðs á alþjóðavett-
vangi. Hins vegar verði hvert slíkt skref að vera mjög vel
undirbúið en ljóst sé að undirbúningur framboðsins innan
stjórnarinnar einkennist af handarbakarvinnu. Ekki sé
einu sinni friður um málið í flokki forsætisráðherra.
„Það eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórn-
arinnar að vaða í framboðið á meðan það er bullandi
ágreiningur innan bæði sjálfrar ríkisstjórnarinnar og í
röðum stjórnarþingmanna. Forsætisráðherra lætur bera
þau boð, í gegnum aðstoðarmann sinn, að búið sé að taka
ákvörðun um framboð en formaður þingflokks framsókn-
armanna segir ítrekað í fjölmiðlum að málið hafi aldrei
verið afgreitt í þingflokknum. Varaformaður flokksins
segir allsendis óvíst um stuðning við það. Hver er þá
staða málsins? Svona vinnubrögð eru þjóðinni til vansa og
það verður varla til að efla fylgi við framboðið þegar frétt-
ist að það sé ekki einu sinni samstaða um málið meðal
helstu valdamanna í flokki forsætisráðherra. Þetta eru
vinnubrögð fyrir neðan allar hellur,“ segir Össur.
Loforð um samráð ekki verið efnt
Hann segist hafa spurt Halldór Ásgrímsson að því á
Alþingi, þegar framboðið var kynnt á sínum tíma, hvað
kostnaðurinn yrði mikill. Engin svör hafi fengist, nema
þau að kostnaðurinn yrði ekki mikill. Sömuleiðis hafi því
verið lýst yfir af hálfu Halldórs að víðtækt samráð yrði
um framboðið, og ekki hægt að skilja öðruvísi en það ætti
m.a. við um þingflokka stjórnarandstöðunnar. Þetta lof-
orð hafi ekki verið efnt.
„Skrítnast finnst manni að þegar Davíð Oddsson tekur
við sem utanríkisráðherra upplýsir hann það opinberlega
að framboðið verði miklu dýrara en menn hefðu talið og
telur framgang málsins mjög tvísýnan. Ég túlkaði ræðu
hans um málið á Alþingi sem staðfestingu á orðum vara-
formanns fjárlaganefndar um að kostnaðurinn yrði einn
milljarður eða meira. Þetta segir mér það eitt að menn
fóru af stað með þeim hætti að Davíð blöskraði greinilega
staða málsins þegar hann tók það yfir,“ segir Össur.
Hann telur að á þessu stigi verði stjórnmálaflokkarnir
að koma saman og ræða alvarlega hvert framhaldið á að
vera. Það sé alls ekki sjálfgefið að málið fái stuðning.
Össur Skarphéðinsson segist taka undir með utanríkisráðherra
Efasemdir hafa ekki minnkað
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 11
FRÉTTIR
Geirlaugur Magnús-
son skáld lést 16.
september á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi, 61 árs að
aldri.
Geirlaugur fæddist
í Reykjavík 25. ágúst
1944. Foreldrar hans
voru Magnús Ketil-
bjarnason trésmiður
og Aðalheiður Stef-
ánsdóttir matráðs-
kona.
Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1966.
Hann lauk prófi í forspjallsvís-
indum frá Háskóla Íslands 1967
og síðar í heimspeki og bók-
menntum 1997–98, hann stundaði
nám í Komsúl, kommúnistaskól-
anum í Moskvu, 1967–68, nam
slavnesk mál við háskóla í Varsjá
1968–70 og lærði frönsku fyrir út-
lendinga í Aix-en-Provence 1976.
Í kjölfarið fór hann í bókmennta-
og kvikmyndafræðinám við Uni-
versité de Provence á sama stað
1976–80.
Hann starfaði sem kennari, leið-
sögumaður, verkamaður og við
bókaútgáfu (Máls og
menningar). Hann
kenndi m.a. við Fjöl-
brautaskóla Norður-
lands vestra í yfir 20
ár. Hann skrifaði
greinar í blöð og
tímarit.
Fyrsta ljóðabók
Geirlaugs, „Annað-
hvort eða“, kom út
1974 en alls gaf hann
út 17 ljóðabækur og
eru tvær í viðbót
væntanlegar núna á
næstu dögum, „Til-
mæli“ og „Andljóð“.
Hann fékkst talsvert við þýð-
ingar, einkum úr pólsku. Auk þess
skrifaði hann greinar í blöð og
tímarit.
Geirlaugur var tilnefndur til ís-
lensku þýðendaverðlaunanna 2005
fyrir Lágmynd eftir Tadeusz Roze-
wicz (ljóðabók eftir eitt fremsta
núlifandi ljóðskáld Pólverja).
Geirlaugur var í sambúð með
Petrínu Rós Karlsdóttur og eiga
þau dótturina Móheiði Hlíf. Hún er
í sambúð með Arnari Eggert Thor-
oddsen og eiga þau dótturina Ísold
Thoroddsen.
GEIRLAUGUR
MAGNÚSSON
Andlát
urskinsmerki og annað sem þarf til
að geta hjólað allt árið um kring.
Þúsund borgir í Evrópu taka þátt í
Samgönguviku að þessu sinni og er
Reykjavíkurborg að taka þátt í
þriðja sinn í ár. Tilgangur vikunnar
Í TILEFNI Samgönguviku í Reykja-
vík voru borgarbúar hvattir til að
hjóla og ganga um borgina um
helgina. Í gær var göngudagur fjöl-
skyldunnar og íbúar hvattir til þess
að ganga um hverfin sín, sér-
staklega með það í huga að kenna
börnum góðar gönguleiðir á þá staði
sem þau sækja. Í gær leiddi Guðjón
Friðriksson um 50 manns í göngu
um Vesturbæinn, sem var valinn
hverfi Samgönguviku að þessu sinni,
og rýndi í sögu hans og skipulag.
Á laugardag var hins vegar hjólið
í fyrirrúmi. Klukkan eitt lögðu af
stað hjólalestir frá Spönginni í Graf-
arvogi, Árbæjarsafni, ísbúðinni við
Hjarðarhaga og verslunarmiðstöð-
inni Firði í Hafnarfirði og mættust í
Nauthólsvík. Þaðan hjóluðu allir
saman, um 100 manns, í lög-
reglufylgd, að Hlemmi, svo niður
Laugaveginn og enduðu við Hljóm-
skálagarðinn.
Í Hljómskálagarðinum fór svo
fram svonefndur Tjarnarsprettur,
en um er að ræða hjólreiðakeppni
meistara, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Reykjavíkurborg.
Í Hljómskálagarðinum var hægt
að fá ráðgjöf og upplýsingar frá
vönum hjólreiðamönnum um ýmsan
öryggisbúnað eins og ljós, end-
er m.a. að vekja almenning til vit-
undar um nauðsyn þess að minnka
mengun af völdum umferðar og
hvetja til breyttra og betri sam-
gönguhátta. Vikunni lýkur á
fimmtudag með frídegi bílsins.
Hjólað og gengið í borginni
í tilefni Samgönguviku
Morgunblaðið/Þorkell
Reuters
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, segist í samtali
við Morgunblaðið hafa litið
svo á að Ísland væri komið
í framboð til setu í Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna
og umræðan nú snerist um
hvort hætta ætti við. Ingi-
björg segir það verða mjög
slæmt fyrir Ísland út á við ef hætt verði við á
miðri leið.
Hún segir að þótt skoðanir geti verið skipt-
ar sé afstaðan innan Samfylkingarinnar al-
mennt sú að styðja framboðið, m.a. innan ut-
anríkismálanefndar Alþingis. Þannig hafi
tillaga komið fram á landsfundi flokksins árið
2003 um að Ísland ætti ekki að styðja fram-
boðið, en sú tillaga verið felld.
Ingibjörg Sólrún segir Samfylkinguna hafa
haft tvo fyrirvara í málinu, annars vegar um
að Íslendingar móti sjálfstæða utanríkis- og
friðarstefnu áður en sest verði í Öryggisráðið,
sem enn hafi ekki verið gert, og hins vegar að
öllum kostnaði við framboðið verði stillt í hóf.
Fyrirfram verði að liggja skýr stefna um til
hvers sætið í Öryggisráðinu verði notað.
„Um það má deila hvort Íslendingar eiga að
sækjast eftir sæti í alþjóðastofnunum og vera
við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Ég
er almennt þeirrar skoðunar að við eigum að
gera það, ef við ætlum að vera sjálfstætt full-
valda ríki. Því fylgja réttindi og skyldur á al-
þjóðavettvangi og við eigum að axla þær,
hvort sem það lýtur að framlögum til þróun-
araðstoðar, þátttöku í NATO eða Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Þetta fylgir okkar sjálf-
stæði og fullveldi. Varðandi Öryggisráðið er
þetta fyrst og fremst spurning um hvenær við
viljum vera þar,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Gerum okkur ótrúverðug
Hún bendir á að yfirlýsingar hafi verið
gefnar út á alþjóðavettvangi samfellt í sjö ár
að Íslendingar sæktust eftir veru í Örygg-
isráðinu. Fulltrúar hafi verið sendir um allan
heim, til að afla fylgis við framboðið, og aðrar
þjóðir hætt við framboð af þessum sökum,
m.a. Finnar. „Mér finnst það gera okkur mjög
ótrúverðug á alþjóðavettvangi ef við snúum
svo við á miðri leið,“ segir Ingibjörg Sólrún
ennfremur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um framboð Íslands til Öryggisráðsins
Slæmt ef við snúum við
ÖGMUNDUR Jónasson,
þingflokksformaður Vinstri
hreyfingarinnar – græns
framboðs, VG, segir að
þingflokkurinn hafi ekki
tekið formlega afstöðu til
framboðs Íslands í Örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna.
Málið hafi heldur ekki kom-
ið til ákvarðanatöku á Al-
þingi en sjálfur segist Ögmundur hafa efa-
semdir um framboðið. Hann vill að Ísland
beini frekar fjármunum sínum og kröftum í
annan farveg innan Sameinuðu þjóðanna, m.a.
í landgrunns- og hafbotnsnefndinni og rann-
sóknum á því sviði.
Ögmundur segir málið vera stórpólitískt og
varði aðkomu Íslands að alþjóðamálum. Það sé
hins vegar einnig þverpólitískt og skoðanir
skiptar innan allra stjórnmálaflokka hér á
landi.
Skoðanir eru einnig skiptar innan raða
Vinstri grænna en í Morgunblaðinu á laug-
ardag sagðist Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, ekki hafa lagst gegn verkefninu á
sínum tíma. Það hlyti að koma að því að menn
myndu takast á við verkefnið, óeðlilegt væri að
Ísland sæti alltaf hjá.
Verði ákveðið af Alþingi
Ögmundur segir það vera mikilvægt að leiða
málið til lykta á farsælan hátt. Gott hafi verið
að fá umræðuna upp síðustu daga og fáist ekki
botn í málið heima fyrir verði það pínlegt fyrir
alla aðila. Hann telur Öryggisráðið sem slíkt
vera arfleifð gamalla stórveldatíma sem hann
vilji sjá ljúka sem fyrst.
„Rót vandans er sú að málið hefur ekki verið
formlega til lykta leitt á Alþingi, eins og vera
ber. Hér er um mikil fjárútlát að ræða í máli
sem hefur stórpólitíska þýðingu. Utanrík-
ismálanefnd er upplýst um gang mála en lýð-
ræðisleg umræða og atkvæðagreiðsla þarf að
fara fram á Alþingi. Við þurfum að hefja okkur
yfir allan ríg, leiða málið til lykta og tryggja
þannig hag lands og þjóðar,“ segir Ögmundur,
sem hefur oftar en einu sinni fjallað um málið á
vefsíðu sinni, nú síðasta um helgina, þar sem
hann ítrekar efasemdir sínar og rifjar upp
fyrri tillögur um hvað Ísland eigi frekar að
gera en að setjast í Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna.
Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG
Hefur efasemdir