Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Nýir frúarkjólar Full búð af öðruvísi vörum Lomonosov postulín, rússneska keisarasettið, í matar- og kaffistellum. Handmálað og með 22 karata gyllingu. Frábærar gjafavörur. Opið virka kl. 11-18, lau. 11-15. Sigurstjarnan, bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Alltaf besta verðið VEGGFÓÐ UR OG SKRAUTLISTAR Er ekki kominn tími til að gera heimilið hlýlegt fyrir veturinn? Mikið úrval af veggfóðri og veggborðum fyrir börn og fullorðna Skrautlistar og rósettur gera heimilið hlýlegt og glæsilegt TEPPABÚÐIN - LITAVER Grensásvegi 18 • símar 568 1950 og 581 2444. „við eru sérfræðingar í veggfóðri“ Opnum eftir sumarlokun Full búð af nýjum vörum Pelsar stuttir og síðir • Leðurjakkar - kápur • Mokkajakkar - kápur ÚTBREIÐSLUSTEFNA Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknatt- spyrnusam- bandsins, FIFA, gerir Knatt- spyrnusambandi Íslands kleift að ráðast í uppbygg- ingu og endur- bætur á Laugar- dalsvelli í vetur. Áætlaður kostn- aður nemur rúm- lega milljarði króna og þar af leggur KSÍ til 440 milljónir króna en stærsti hluti þess fjár kemur frá UEFA og FIFA. Hluti hagnaðar af heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu og Evrópu- keppni landsliða rennur til út- breiðslustarfs aðildarsambanda FIFA og UEFA. Samband getur meðal annars sótt um styrki vegna byggingar kennslu- og fræðslumið- stöðvar í tengslum við skrifstofu- húsnæði viðkomandi sambands og það er einmitt það sem KSÍ hefur gert. Fyrir um fjórum árum fékk KSÍ vilyrði frá FIFA um 400.000 dollara styrk til að hefja framkvæmdir og vilyrði fyrir áframhaldandi styrk- veitingum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Með samningi við Reykjavíkurborg í liðinni viku var þessum skilyrðum fullnægt, en borgin leggur til 398 milljónir króna í framkvæmdirnar og ríkisvaldið hafði áður skuldbundið sig til að reiða fram 200 milljónir. Auk styrkja erlendis frá leggur KSÍ fram fjármuni sem sambandið hefur ávaxtað í kjölfar sölu á fyrra húsnæði sambandsins sem var selt þegar KSÍ flutti og tók við rekstri Laugardalsvallar 1997. „Við notum ekki rekstur Knattspyrnusam- bandsins til þess að standa undir þessari byggingu,“ segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um fyr- irhugaðar framkvæmdir, og áréttar að þær komi ekki niður á framlögum til aðildarfélaga KSÍ. Eggert Magnússon segir að FIFA og UEFA hafi ákveðið að veita ákveðnum upphæðum til mannvirkjagerðar knattspyrnusam- banda og KSÍ væri að njóta góðs af þeirri stefnu. Ekkert væri samt sjálfgefið í þessu efni og það hefði tekið langan tíma að fá nauðsynlega fjárhæð frá FIFA og UEFA. Sem stjórnarmaður í UEFA hefði hann getað fylgt málinu vel eftir og nú væri ekkert til fyrirstöðu, en áætluð verklok eru 13. maí á næsta ári. Sparkvellir um allt land Fyrir um tveimur árum tilkynnti Knattspyrnusamband Evrópu að í tengslum við 50 ára afmæli UEFA hefði verið ákveðið að styrkja hvert aðildarsamband um eina milljón svissneskra franka (um 50 millj. kr.) til að byggja sparkvelli. Þá sagði Eggert Magnússon að hann vonaði að með aðstoð ríkisvaldsins, fyrir- tækja og bæjaryfirvalda yrði hægt að auka fjárhæðina í 150 til 200 milljónir. „Þetta hefur gengið eftir og þegar höfum við byggt 60 velli um allt land, en sennilega þurfum við um 80 til 100 velli til að fullnægja þörf- inni,“ segir hann. KSÍ fær nokk- ur hundruð milljónir frá UEFA og FIFA Morgunblaðið/Golli Uppbygging Laugardalsvallar miðar meðal annars að því að bæta aðstöðu áhorfenda enn frekar. Eggert Magnússon Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is VAKNAÐ hafa upp spurn- ingar, í kjölfar endurbótanna á Laugardalsvelli, um hvort hlaupabrautin fái að halda sér en knattspyrnuunnendum finnst mörgum hverjum það tímaskekkja að hafa frjáls- íþróttasvæði og knatt- spyrnuvöll samtengd. Áhorf- endur vilji fá stúkurnar nær vellinum svo ná megi upp meiri stemmningu á lands- leikjum og telja einhverjir slíkt geta haft áhrif á gengi landsliðsins hverju sinni. Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, segir engar hug- myndir vera uppi um flutning á frjálsíþróttasvæðinu á þess- um tíma og þyrfti að finna nýja lausn fyrir frjáls- íþróttafólk ef slíkt ætti að verða að veruleika. Hann seg- ist jafnframt einblína á þann áfanga framkvæmda sem eru að hefjast í lok mánaðarins og skoða megi málin síðar, s.s. að loka vellinum alveg og flutn- ing hlaupabrautarinnar. Hann segir KSÍ hafa verið í sátt og samlyndi við frjálsíþrótta- menn og vonist til að það góða samstarf haldi áfram. Ekki hreyft við hlaupa- brautinni Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.