Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GH
-S
N
05
08
00
2
Munið nýja stórglæsilega
vörulistann okkar sem
sýnir á yfir 500 síðum hið
mikla úrval raflagnaefnis
og lýsingarbúnaðar
sem við höfum
á boðstólum.
Komið í heimsókn
og fáið eintak.
ÓÁNÆGJA kom upp með vinnubrögð við
stjórnarkjör á landsþingi framsóknarkvenna,
sem haldið var á Ísafirði um helgina, hinu tólfta í
röðinni. Elsa B. Friðfinnsdóttir, fv. aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra, sté í pontu og lýsti
því yfir að vegna óánægju sinnar með vinnu-
brögðin myndi hún ekki neyta atkvæðisréttar
síns í stjórnarkjörinu.
„Ég mat það svo að talsverð smölun hefði átt
sér stað. Stór hópur ungra kvenna, aðallega
Freyjukonur úr Kópavogi að mér skilst, kom
með seinni vélinni í gær [á laugardag] að því er
virtist eingöngu til að taka þátt í kosningunum.
Þetta mat mitt var staðfest eftir þingið af fráfar-
andi formanni [Unu Maríu Óskarsdóttur], sem
sagði að stjórnarmenn hefðu fengið vinkonur
sínar og dætur til að mæta og tryggja stjórn-
arsetuna. Ég hef ekkert út á þessa einstaklinga
að setja, heldur kann ég ekki við þetta vinnulag
og ákvað því að kjósa ekki,“ sagði Elsa við
Morgunblaðið í gær.
Hún sagðist telja að fleiri en hún hefðu af
þessum sökum ekki greitt atkvæði í stjórnar-
kjörinu, miðað við kosningaþátttöku og mæt-
ingu á landsþingið. Um 90 konur voru á þinginu
en um 70 greiddu atkvæði í stjórnarkjörinu.
Vísa gagnrýninni á bug
Spurð um þessa gagnrýni Elsu vísaði Una
María Óskarsdóttir henni á bug. Á laugardeg-
inum hefðu ungar framsóknarkonur komið með
flugi, sem ekki hefðu komist fyrr, m.a. dóttir sín
og vinkona hennar. Einnig hefðu komið konur
frá Ísafirði og nærsveitum. Engin smölun hefði
átt sér stað og það væri eðlilegt að þeir sem
væru í stjórnarkjöri reyndu að afla sér fylgis.
Bryndís Bjarnarson úr Mosfellsbæ var kjörin
formaður í stað Unu Maríu, sem gaf ekki kost á
sér áfram, en Bryndís hafði áður verið
varaformaður. Auk Bryndísar voru kjörn-
ar í nýja stjórn þær Gerður Jónsdóttir,
Akureyri, Inga S. Ólafsdóttir, Ísafirði,
Kolbrún Ólafsdóttir, Reykjavík, og Mar-
grét Þórðardóttir úr Kópavogi.
Líkt og Una María vísar Bryndís gagn-
rýni Elsu á bug. Ekkert óeðlilegt hafi ver-
ið í gangi. Bryndís segir það eðlilegt í
stjórnmálastarfi að fleiri mæti á landsþing
þegar kjósa ætti nýja forystu. Þannig
hefðu ungar framsóknarkonur mætt vel
til að styðja sinn fulltrúa í kjöri. Bryndís telur að
Elsa hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel og
greinilega ekki þekkt til kvennanna á fundinum.
Þær hefðu ekki eingöngu verið úr Kópavogi
heldur af öllu landinu.
Hún segir þingfulltrúa ýmist hafa komið með
einkabílum, rútu eða flugvél og síðdegis á laug-
ardag hefðu tíu konur komið að sunnan og náð
að taka þátt í um helmingi þingstarfsins. Þær
hafi því ekki eingöngu komið til að kjósa nýja
stjórn.
Bryndís harmar ummæli Elsu á landsþinginu
og viðbrögð hennar í framhaldinu. Mikil sam-
staða hafi verið á þinginu og málefnavinna verið
góð. Framsóknarkonur eigi ekki skilið að fá nei-
kvæða umræðu um annars vel heppnað lands-
þing.
Elsa B. Friðfinnsdóttir ósátt við stjórnarkjör á landsþingi framsóknarkvenna
Telur smölun hafa átt
sér stað á landsþinginu
Bryndís
Bjarnarson
Una María
Óskarsdóttir
Elsa B.
Friðfinnsdóttir
Nýkjörinn formaður
vísar gagnrýni á bug
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SKÓLASVEIT Laugalækjarskóla varð í gær Norður-
landameistari grunnskóla í skák, en mótið var haldið í
Árósum í Danmörku. Sveitin lauk keppni með 14 vinn-
inga af 20 mögulegum, og var búin að tryggja sér sigur
fyrir lokaumferðina. Í öðru sæti var lið Noregs sem hlaut
11,5 vinninga.
Á sama tíma og á sama stað fór fram Norðurlandamót
framhaldsskólasveita. Þar keppti lið Menntaskólans í
Hamrahlíð og lenti það í öðru sæti með 9,5 vinninga.
Efstir urðu hins vegar Norðmenn með 11 vinninga.
Torfi Leósson, liðsstjóri og þjálfari Laugalækjarskóla,
segir strákana vera afar metnaðarfulla en hann hefur
unnið með þeim sl. fjögur ár. „Við kunnum ekki alltaf
mest í fræðunum en við gefumst aldrei upp. Mínir strák-
ar voru alltaf síðastir til að klára skákirnar. Þá sneru
þeir oft töpuðum skákum jafnvel í sigur á meðan hinir
fóru stundum á taugum. Þeir voru orðnir svo leiðir á að
tefla við þessa Íslendinga sem ekkert gáfu eftir,“ segir
Torfi og bætir því við að skákirnar gátu verið allt að
fimm tíma langar.
Aðspurður sagði hann alla vera kampakáta með sig-
urinn enda erfitt mót að baki sem stóð frá föstudegi til
sunnudags.
Laugalækjarskóli Norðurlandameistari í skák
Kunnum ekki alltaf mest í fræð-
unum en við gefumst aldrei upp
NEYÐARLÍNUNNI barst síðdegis á laug-
ardag beiðni um aðstoð við að ná í gangna-
mann sem hrasaði og meiddist í baki hátt
uppi í fjalli í Skáladal á Ingjaldssandi.
Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri fór á
staðinn sem og sjúkrabíll frá Þingeyri. Einn-
ig var Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri
fengin til aðstoðar.
Vel gekk að ná manninum niður úr fjallinu
miðað við aðstæður og var hann kominn í
sjúkrabílinn um kl. 19.30. Hann var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynn-
ingar.
Gangnamanni
bjargað úr fjallshlíð
STARFSMENN Sím-
ans ösluðu nú fyrir
helgi yfir Tungufljót í
Skaftártungu og
mældu dýptina í ánni
yfir ljósleiðara sem
liggur þar grafinn í
sandinn. Skammt fyrir
neðan slær Ása-
Eldvatn saman við
fljótið og úr verður
Kúðafljót. Þarna slæm-
ir fljótið sér um miklar
sandeyrar og full
ástæða fyrir starfs-
mennina að fara var-
lega, enda bundu þeir
sig saman þar sem þeir
fetuðu sig yfir kvísl-
arnar og sögðu vatns-
dýptina í talstöðina en
félagi þeirra sat í landi,
hlýddi á og færði töl-
urnar jafnóðum á blað.
Dýpið
mælt í
Tungu-
fljóti
Morgunblaðið/Einar Falur
ALÞINGI Íslendinga kemur saman að nýju
laugardaginn 1. október nk. Gert er ráð fyrir
því að Sólveig Pétursdóttir alþingismaður
taki þá við sem forseti Alþingis í stað Hall-
dórs Blöndal. Halldór var fyrst kjörinn for-
seti þingsins vorið 1999.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flyt-
ur stefnuræðu sína þriðjudagskvöldið 4. októ-
ber, en daginn áður verður fjárlaga-
frumvarpinu útbýtt. Fyrsta umræða um það
hefst fimmtudaginn 6. október.
Nokkrar breytingar hafa orðið á þing-
mannaliðinu frá því þingi var frestað í vor.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, tók
sæti Bryndísar Hlöðversdóttur, hinn 1. ágúst
sl., þegar sú síðarnefnda sagði af sér þing-
mennsku. Valdimar L. Friðriksson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi,
tók sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, hinn
1. september sl., þegar sá síðarnefndi sagði af
sér þingmennsku. Þá er gert ráð fyrir því að
Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík norður, taki sæti Davíðs
Oddssonar um næstu mánaðamót, en Davíð
hefur eins og kunnugt er lýst því yfir að hann
muni lok mánaðarins hætta afskiptum af
stjórnmálum. Eftir þessar breytingar er hlut-
ur kvenna á þingi orðinn rúmlega 33%.
Endurbótum á húsnæði Alþingis verður
lokið þegar þing kemur saman að nýju um
mánaðamótin, að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis. Endurbæturnar
hófust í fyrra en í sumar voru gerðar lagfær-
ingar á fyrstu og þriðju hæð hússins.
Þing kemur saman
annan laugardag
BORIÐ hefur á kvörtunum frá íbúum í Graf-
arvogi vegna of mikillar fjarlægðar frá næstu
strætisvagnabiðstöðvum við Egilshöll. Tvær
strætisvagnaleiðir ganga að Egilshöll, annars
vegar leið 24 og hins vegar leið 16. Samkvæmt
upplýsingum Strætó bs. stansar leið 24 um 150
metra frá Egilshöll og leið 24 um 200 metra
frá húsinu. Það er viðurkennt af hálfu Strætó
að þetta geti verið í lengra lagi þegar veður
eru leiðinleg en á hitt beri að líta að öryggis-
sjónarmið réðu för í þessum efnum.
Þannig stansi leið 24 beint við undirgöng við
Víkurveg og það hindri farþega í að ganga yfir
götuna, með tilheyrandi slysahættu á þungri
og hraðri umferðargötunni. Væri biðstöðin
færð nær Egilshöll þyrfti að gera umfangs-
miklar ráðstafanir til hindra að farþegar færu
yfir götuna í stað þess að nota undirgöngin.
Biðstöðvar þykja of
langt frá Egilshöll