Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG Á tveggja ára stúlku sem er
með sojaofnæmi. Ofnæmisviðbrögð
hennar eru meltingartruflanir, s.s.
niðurgangur og brjóstsviði. Ofnæmi
hennar er þess eðlis að ef hún fær
ekkert sojaprótein í
langan tíma t.a.m. 1–3
ár, þá gæti hún komist
yfir ofnæmið.
Soja er í ótrúlega
mörgum matvælum.
Smjörlíki er framleitt
úr sojaolíu þannig að
allt sem inniheldur
smjörlíki er á bann-
lista hjá dóttur minni.
Ef smjörlíki er ekki
notað í matvöru, er í
mörgum tilfellum not-
uð í staðinn jurtaolía
s.s. sojaolía. Flest öll
brauð og nánast allt tilbúið bakkelsi
og kex inniheldur annaðhvort soja-
olíu eða smjörlíki. Margar unnar
kjötvörur innihalda sojaprótein og
hafa gert það til langs tíma. Nú er
svo komið að úrbeinaðir kjúklinga-
vöðvar innihalda oft á tíðum soja-
prótein. Soja dylst í ótrúlegustu
vörum svo sem kjöti og grænmet-
iskrafti, ýmsum kryddblöndum,
marineringum og allskonar sæl-
gæti.
Nú skal tekið fram að undirrituð
veit að sojaprótein er hollt prótein
fyrir alla sem ekki hafa oftnæmi
fyrir því.
Matvælaframleiðendur og aðrir
sem framreiða tilbúinn mat þurfa
að gera sér grein fyrir því að ekki
þarf nema örlítið magn af ofnæm-
isvakanum, sem er sojaprótein í til-
felli dóttur minnar, til að framkalla
ofnæmisviðbrögð. Oft getur átt sér
stað svokölluð krossmengun. Ég
nefni sem dæmi um krossmengun,
tilfelli sem gæti átt sér stað. Í bak-
aríi er hnoðað í brauð sem inniheld-
ur sojaprótein t.d. smjörlíki. Svo í
framhaldi af því hnoðað í matvöru
sem inniheldur ekki soja en hræri-
vélarskálin ekki þrifin á milli. Það
magn af soja sem smitast í soja-
lausu vöruna nægir til
að framkalla ofnæm-
isviðbrögð hjá ein-
staklingi með fæðuof-
næmi.
Oft vantar nákvæm-
ari upplýsingar í inni-
haldslýsingar matvæla.
Ég tel að mat-
vælaframleiðendur
gætu greint betur frá
innihaldi í mörgum til-
fellum þannig að þeir
einstaklingar sem
haldnir eru fæðuof-
næmi geti haft meira
val. Ég nefni sem dæmi, ef tekið er
fram í innihaldslýsingu að vara inni-
haldi jurtaolíu og ekki hvaða tegund
þá get ég ekki treyst þeirri vöru og
því kaupi ég hana ekki fyrir dóttur
mína. Nú eru gríðarlega margar
tegundir af jurtaolíum notaðar í
matvæli og allar nema sojaolía eru í
góðu lagi fyrir heilsu dóttur minnar.
Ein ákveðin kextegund hefur oft
verið á borðum hjá mér þar sem
tekið er skýrt fram í innihaldslýs-
ingunni fyrir aftan innihaldsefnið
jurtaolíu að um pálmafeiti og raps-
olíu sé að ræða.
Annað svipað dæmi um hvernig
merkja má matvæli betur er þegar
matvælaframleiðendur setja á inni-
haldslýsingu að matvæli innihaldi
sterkju en taka ekki fram hvaða
tegund. Einstaklingar með hveitiof-
næmi geta ekki treyst þeirri vöru.
Betra væri ef matvælaframleiðand-
inn tæki fram um hvaða sterkju
væri að ræða; s.s. kartöflusterkju,
hveitisterkju eða maíssterkju, svo
dæmi sé tekið.
Þó lög um innihald matvæla kveði
ekki á um nákvæmari upplýsingar
þá tel ég að matvælaframleiðendur
ættu að íhuga hagsmuni þeirra sem
hafa ofnæmi. Ég tel neysluhópinn
mun stærri en margir halda. Mín
fjölskylda telur sex einstaklinga. Ég
leitast við að hafa á borðum mat
sem allir geta neytt, einnig litli of-
næmissjúklingurinn. Litlir fingur
ná oft í eitthvað sem ekki má borða
ef það er á boðstólum. Því reyni ég
að hafa sem minnst af því til á
heimilinu þó að aðeins einn ein-
staklingur af sex megi ekki borða
viðkomandi vöru. Ömmur og afar,
frænkur og frændur hafa þetta líka
í huga þegar dóttir mín kemur í
heimsókn.
Veitingamenn þurfa að geta svar-
að spurningum um innihald mat-
væla. Þeir þurfa að hafa alveg á
hreinu hvort hamborgarinn eða
kjúklingabringan innihaldi að hluta
til sojaprótein eða ekki. Ég hef að-
eins rekið mig á að þarna er víða
pottur brotinn.
Það er gríðarlega mikilvægt að
innihaldslýsingar séu réttar. Ef
uppskrift er breytt verður skilyrð-
islaust að breyta innihaldslýsingu
áður en varan fer í sölu aftur.
Ég vonast til að matvælafram-
leiðendur og veitingamenn beri
hagsmuni ofnæmissjúklinga fyrir
brjósti sem og annarra einstaklinga.
Hagsmunir einstaklinga
með fæðuofnæmi
Hjördís Sigurðardóttir
fjallar um fæðuofnæmi ’Oft vantar nákvæmariupplýsingar í innihalds-
lýsingar matvæla.‘
Hjördís Sigurðardóttir
Höfundur er matvælafræðingur
og móðir.
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
menntaráðs Reykjavíkurborgar,
segir í Fréttablaðinu 12. september,
að óleystur vandi R-listans við
rekstur leikskóla Reykjavík-
urborgar sé „þjón-
ustuskerðing“ því að
„það vanti fólk“.
R-listinn hafi komið
á þessari þjónustu og
lagt metnað sinn í
hana. Hvað segja for-
eldrar og starfsmenn
leikskóla um þetta?
Hver er metnaður
R-listans?
„Þjónustuskerð-
ingin“ snýst um þá
staðreynd að hvorki
foreldrar né starfs-
menn leikskóla og grunnskóla hafa
val um úrræði. Miðstýring núver-
andi valdhafa borgarinnar er svo
gamaldags og vinstrisinnuð að vald
og ábyrgð foreldra er tekið af þeim
og forræðishyggjan ræður ferðinni.
Hver lætur bjóða sér slíka stjórn-
arhætti nú á tímum? Enginn, sem
vill ná árangri eða njóta sín á vinnu-
stað.
Starfsmenn vilja geta valið um
vinnustað og vinnuveitenda. Metn-
aður vinnuveitenda er mismikill og
aukið val nýtist ekki síður leikskóla-
kennara en öðrum á vinnumarkaði.
Enginn vill starfa á vinnustað undir
metnaðarlausri stjórn. Á frelsinu
getur enginn tapað!
Stefán Jón er að vísu sá eini í
Samfylkingunni sem þorir að við-
urkenna úrræðaleysi þeirra sem
með þessi mál fara og hafa farið í
Reykjavík í 11 ár. Stefán Jón er að
vísu í röngu liði og þráast við að við-
urkenna það.
Gæluverkefni R-listafólks
R-listinn á ekki í vandræðum með
launagreiðslur til flokksgæðinga
sinna! Nýsköpunarsérfræðingar í
Orkuveitunni eða
umjónarmenn gælu-
verkefna vina og
vandamanna borg-
arfulltrúanna, svo sem
SPA kynningarstjóra
Reykjavíkur, skotveiði-
mannsins Sigmars B.
Haukssonar og fleiri
og fleiri fá vel greitt
fyrir að vinna að illa
skilgreindum verk-
efnum árum saman.
Enginn þorir að hrófla
við þessum skjólstæð-
ingum Ingibjargar Sól-
rúnar og Alfreðs Þorsteinssonar. Og
nú ætlar Dagur B. Eggertsson að
verja 80–100 milljónum króna í eitt-
hvert gloríuverk í Vatnsmýrinni,
sem hann kallar alþjóðlega sam-
keppni á svæði í eign annarra.
Í þessum efnum er engu til spar-
að, þótt árangurinn sé ósýnilegur og
þess vegna aldrei unnt að mæla
hann. Reykjavík er illa rekið sveit-
arfélag og breytinga er þörf strax.
Þrjár tegundir stjórnmálaafla
Það eru þrjár tegundir stjórn-
málaafla á Íslandi. Þeir sem sjá til
þess að hlutir gerist, þeir sem
dreymir um að hlutir gerist og þeir
sem vita ekki muninn á draumi og
veruleika. Stefán Jón verður að bíta
í það súra epli að fylgja Samfylking-
unni í síðasta hópnum. Þar eru eink-
um konur sífellt að dreyma um
meiri völd fyrir sig sjálfar og
gleyma veruleika hinna kvennanna,
sem eru í láglaunastörfum hjá
Reykjavíkurborg. Þar eru búin til
störf í kringum drauma og loftkast-
ala. Starfsfólk leikskóla og grunn-
skóla eru sem betur fer líka með eitt
atkvæði í komandi kosningum.
Ný öfl í borgina
Venjulegt launafólk á að ganga til
liðs við þann flokk sem það telur
best til þess fallinn að koma málum í
gegn. Sér til þess að hlutirnir gerist
og vinnur að raunverulegum jöfnuði
og jafnrétti. Gamaldags kenningar
um hægri og vinstri flokka hafa ekki
annað með laun leikskólastarfs-
manna að gera, en að vinstrimenn
vilja skammta öllum úr hnefa á með-
an hinir vilja leyfa öllum að njóta sín
í frelsi.
Við þurfum nýja stjórn í Reykja-
vík, sem stjórnar skólamálum af
festu og frelsi eins og gert er í
Kópavogi og Garðabæ. Það eru
raunverulegar starfsskyldur stjórn-
málamanna að sjá til þess að hlutir
gerist. Stjórnmálamenn eiga að
vinna fyrir laununum sínum. Það
ætti að vera krafa kjósenda.
Gerum störf á leikskólum aðlað-
andi fólki með metnað fyrir uppeldi,
kennslu og þroska barna. Er eitt-
hvað mikilvægara á Íslandi í dag?
Nei!
Það vantar hæft fólk
í borgina líka, Stefán Jón!
Jónína Benediktsdóttir
fjallar um borgarmál ’Reykjavík er illa rekiðsveitarfélag og breyt-
inga er þörf strax.‘
Jónína Benediktsdóttir
Höfundur er frambjóðandi á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningar.
AÐILD Íslands að Sameinuðu
þjóðunum var samþykkt af Alls-
herjarþinginu árið 1946 en stofn-
skrá samtakanna var undirrituð af
fulltrúum 51 þjóðar árinu áður á
ríkjaráðstefnu í San Fransisco. Ís-
land átti þátt í ráðstefnunni en við
vorum þó ekki formlegur stofn-
aðili. Þess var þó svo skammt að
bíða að við yrðum
með, að við erum í
raun frá byrjun aðili
að Sameinuðu þjóð-
unum. Um var að
ræða samtök banda-
manna sem sigruðu í
heimsstyrjöldinni en
Öryggisráðinu var
ætlað lykilhlutverk.
Þar eiga föst sæti
fimm helstu banda-
mennirnir: Bandarík-
in, Bretland, Frakk-
land, Kína og
Sovétríkin, nú Rúss-
land. Þá voru í upp-
hafi að auki sex ríkj-
um ætluð tveggja ára
seta í Öryggisráðinu
en þeim var fjölgað í
tíu árið 1966 í tveim
hópum fimm landa.
Ákvörðun um aðild
þeirra að Örygg-
isráðinu er í höndum
Allsherjarþingsins og
þar keppt um at-
kvæðin en nú eru að-
ildarríkin 191 talsins.
Þegar kemur að setu
Íslands þar fyrir hönd allra Norð-
urlandanna, er því um að ræða
eitt af þessum fimm sætum kjör-
inna til tveggja ára. Í ársbyrjun
2005 hófu setu í tvö ár: Argentína,
Danmörk, Grikkland, Japan og
Tansanía en fyrir voru: Alsír, Ben-
ín, Brasilía, Filippseyjar og Rúm-
enía.
Í gegnum tíðina hafa þróun-
arlöndin smá og stór gegnt því
kalli að sitja í Öryggisráðinu og
eru þá um leið fulltrúi ákveðins
hóps landa. Benín er þar núna og
að sjálfsögðu um leið sem fulltrúi
Afríkulanda. Fastanefnd þeirra
hjá Sameinuðu þjóðunum hefur
komið upp heimasíðu til að kynna
hlutverk þeirra að sitja í Örygg-
isráðinu 2004–2005 og gegna þar
mánaðarformennsku samkvæmt
fundarsköpum. Þar er ávarp
sendiherrans, upplýsingar um land
og þjóð, kynning á starfsliði hans
m.m. Þessi kynning þykir mér
bera það með sér að Benínmenn
eru stoltir af því að hafa verið
kjörnir til setu í Öryggisráðinu og
nota tækifærið til að kynna land
og þjóð. Vel mega þeir, sárfátæk
þjóð, vera það en þeir segja á
heimasíðunni þjóðartekjur á mann
á ári vera $ 380. Hér á Íslandi er
sú tala öll önnur. Í kaupmátt-
arsamanburði sem ég sá annars
staðar var útkoman árið 2002
u.þ.b. $ 1000 í Benín og $ 30.000 á
Íslandi. Þetta má hafa í huga í
þeirri áköfu umræðu, sem hafin er
um það hvort við sem eitt af þjóð-
ríkjum heims höfum ráð á því að
rækja eins og aðrir að fullu hlut-
verk okkar í Sameinuðu þjóð-
unum. Yrði það nú ekki fremur illt
til afspurnar, að við gætum ekki
vegna fjárskorts setið þarna með
fátækustu þjóðunum? Eitthvað
held ég að það slái falskar nótur á
Norðurlöndunum þar
sem umsvif íslenskra
fyrirtækja og banka
hraðvaxa.
Nú virðist sú skoð-
un uppi að Örygg-
isráðið sé ekki annað
en eitthvert rokdýrt
en gagnslaust tæki-
færi misviturra stjórn-
málamanna og emb-
ættismanna þeirra til
að afla sér vinsælda.
Og þá er líka gamalt
og gott ráð að demba
gremju sinni á tild-
urssama utanrík-
isþjónustu. Það er
máske ekki nema von
að þeim sem þetta
skrifar mislíki slíkt og
svo furðulegar fullyrð-
ingar í sjónvarpsþætti
um upplýsingar um
það hvernig atkvæða-
greiðslu um sætið í
Öryggisráðinu árið
2009 reiði af! Ég vil
þá aðeins leyfa mér að
vísa til þess, að það
var oft á tíðum býsna
erfitt að vera embættismaður á
málasviði utanríkishagsmuna sem
deilt var ákaft um á fáránlegustu
forsendum. Þetta átti svo sann-
arlega við um bæði aðildina að
EFTA og EES-samninginn. Hans
G. Andersen var náinn vinur minn
og ekki vildi ég hafa staðið í hans
sporum í öllum deilunum um að
helga þjóðinni íslenska land-
grunnið. Við skulum þá heldur
ekki gleyma því, að þessi réttindi
eru tryggð með Hafréttarsáttmál-
anum sem varð til eftir áratuga
þrotlaust starf á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. Þá þegar af
þeirri ástæðu er full ástæða fyrir
því að við leggjum okkur fram við
að sýna starfsemi þeirra samtaka
fulla rækt og gerum það í verki
með að sækjast eftir sæti í Örygg-
isráðinu.
Þá má benda á það að við höfum
hagsmuna að gæta eða áhugamál
sem snerta starfssvið dótturstofn-
ana Sameinuðu þjóðanna. Flestir
telja víst að fremur beri að efla
Alþjóðaheilbrigðisstofnunina frem-
ur en annað og starfsemi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar hefur
grundvallarþýðingu fyrir frelsi í
viðskiptum. Þannig má lengi telja
en sem stjórnarformaður í
UNICEF Ísland get ég ekki hjá
því komist að benda á, að þar hef-
ur myndast sérstakur farvegur til
að koma til aðstoðar við börn í
neyð. Um leið hefur næstum
undraverður árangur í fjársöfnun
meðal fólks og fyrirtækja sýnt
mjög breytt viðhorf Íslendinga til
umheimsins.
Víst er það svo að hinu upp-
haflega bandalagi sigurvegaranna
1945 var ætlað allt annað hlutverk
en Sameinuðu þjóðirnar hafa get-
að gegnt. Varðveisla friðar og
sáttaumleitanir í deilum voru höf-
uðmarkmiðið en sú starfsemi fór
fyrir róðann vegna yfirráðastefnu
Sovétríkjanna sem virtu samtökin
að vettugi. Meðal landa heims
hafa Norðurlöndin ávallt verið öfl-
ugur og virkur aðili í samstarfinu.
Það er skylda sem okkur Íslend-
ingum ber að rækja að beita okk-
ur ásamt þeim af fremsta megni
til að ná setu í Öryggisráðinu.
Ísland og Sam-
einuðu þjóðirnar
Einar Benediktsson
fjallar um aðild Íslands
að Sameinuðu þjóðunum
Einar Benediktsson
’Það er skyldasem okkur Ís-
lendingum ber
að rækja að
beita okkur
ásamt þeim af
fremsta megni
til að ná setu í
Öryggisráðinu.‘
Höfundur er sendiherra.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.