Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Björns-son fæddist á
Akureyri 24. ágúst
1949. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 11.
september síðast-
liðinn. Hann var
sonur Björns Jóns-
sonar forseta ASÍ,
alþingismanns og
ráðherra, f. 3. sept.
1916, d. 26. apríl
1985, og Þórgunn-
ar Kristbjargar
Sveinsdóttur hús-
freyju, f. 1. apríl 1922, d. 13.
nóv. 1990. Systur Björns eru
Rannveig, f. 1942, maki hennar
er Guðmundur Karl Jónsson;
Hildur, f. 1946, maki hennar er
Pálmar Guðjónsson; og Svava, f.
1957, maki Emil Gautur Emils-
son.
Eftirlifandi eiginkona Björns
er Guðný Aðalsteinsdóttir, f. 1.
sept. 1949. Foreldrar hennar eru
Aðalsteinn Sigurðsson, f. 1916,
og Carla Marie Albertsson, f.
1927. Seinni kona Aðalsteins er
Ástrún Valdimarsdóttir, f. 1920.
Dætur Björns og Guðnýjar eru:
1) Bryndís, f. 29. mars 1978,
maki hennar er
Magni S. Sigmars-
son, f. 1975. 2) Ás-
dís, f. 8. ágúst
1980, maki hennar
er Guðni Már
Harðarson, f. 1980.
Björn varð stúd-
ent frá MA 1969 og
lauk BS-prófi í við-
skiptafræði frá HÍ
1973. Að námi
loknu hóf hann
störf hjá kjara-
rannsóknanefnd en
gerðist síðan hag-
fræðingur Alþýðusambands Ís-
lands og gegndi því starfi frá
1981–87. Þá var hann um tíma
aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra. Hann var bankastjóri Al-
þýðubankans 1988–89, banka-
stjóri hjá Íslandsbanka 1990–93
og eftir það framkvæmdastjóri
hjá Íslandsbanka, þar til hann
varð aðstoðarforstjóri í ársbyrj-
un 2003. Hann lét af störfum í
bankanum fyrr á þessu ári.
Björn gegndi þar að auki fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum.
Útför Björns verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Ég minnist Björns Björnssonar
tengdaföður míns með djúpu þakk-
læti. Björn var einstakur maður,
góður tengdapabbi og ríkur per-
sónuleiki sem alla sína daga hlúði að
lífinu. Ég fékk að kynnast honum vel
þau fjögur ár sem ég bjó á heimili
hans og er ríkari fyrir vikið. Björn
hafði sérstakt lag á að láta fólki líða
vel í nærveru sinni, hann var alltaf
með á hreinu hvaða verkefnum ég
var að sinna og spurði af einlægni og
áhuga um guðfræðinámið.
Þannig hlúði hann að mér. Björn
var afar gestrisinn maður og sá til
þess að allir fyndu sig velkomna.
Björn var ekki maður margra
orða, hann náði langt í starfi sínu og
sinnti ýmsum trúnaðarstörfum af
hógværð. Aldrei heyrði ég hann last-
mæla nokkrum manni enda bar hann
virðingu fyrir manneskjum og mál-
efnum. Hann kaus að láta verkin tala
fremur en hástemmd orð um fyrir-
ætlanir sínar, hann gekk hratt og
skipulega í þau verk sem hann valdi
sér hvort sem það var að hjálpa við
klósettviðgerðir, útbúa kartöflugarð
í sumarbústaðnum eða skipuleggja
sumarfríið sitt. Björn kom hlutunum
beint í verk en gramdist stundum ef
aðrir fylgdu ekki með.
Minningarnar um Björn eru
margar og verður aldrei nóg sagt.
Hann hafði góða kímnigáfu og
stríddi sínum nánustu óspart. Auð-
velt er að sjá hann fyrir sér við mat-
arborðið í faðmi fjölskyldunnar með
hnyttnu tilsvörin á vörunum eða
sposkan á svip með stríðnisglampa í
augum. Minning sem kallar í senn
fram bros á vörum og tár á vanga.
Ég sé hann fyrir mér fyrir rúmum
tveimur vikum á heimili sínu, orðinn
þollítill með súrefnisgleraugu en
engu að síður að vökva blómin.
Þannig var hann, sama á hverju
gekk – alltaf að hlúa að lífinu.
Heilræðin hans tvö úr brúðkaups-
ræðunni til okkar hjóna hafa verið
ofarlega í huga síðustu daga: „Megi
börnin ykkar verða ykkur jafnmikil
gleði og þið hafið verið foreldrum
ykkar.“ Með litla ófædda barnabarn-
ið hlýjar þessi ósk hans okkur. En
jafnframt orðin sem hann endaði
ræðuna sína á: „Gætið hvert að
öðru.“ Við það mun öll fjölskyldan
standa.
Megi Guð sem nú geymir Björn
Björnsson einnig varðveita minn-
ingu hans.
Guðni Már Harðarson.
Ég læt mig engin binda bönd
– þú bregst mér ei mín styrka hönd.
Ég sé í fjarska sól á strönd
og sigli burt að nema lönd.
(Árni frá Múla.)
Kær bróðir, sem í dag er borinn til
hinstu hvílu, var mikill lífskúnstner í
besta skilningi þess orðs. Hann var
hafsjór af fróðleik og kannaði stöð-
ugt ný svið á lífsleiðinni. Uppistaðan
í lífi hans var traust og sterk og hann
þræddi ívafið þráð eftir þráð af list.
Hann hlaut í vöggugjöf góðar gáfur
sem hann nýtti bæði sjálfum sér og
öðrum til gagns og ánægju. Hann
gaf af sjálfum sér eins og þeir einir
geta sem mikið er gefið. Hann hafði
einstakt lag á að krydda tilveruna
með skemmtilegum tilvitnunum,
kímni og græskulausu gamni, okkur
öllum sem þykir vænt um hann til
gagns og gleði.
Ótal sinnum höfum við systurnar
notið leiðsagnar hans og hjálpsemi.
Börnum okkar var hann góður og
gjöfull frændi og vinur og fylgdist
alltaf með því sem þau voru að starfa
og fyrir það allt minnumst við hans í
mikilli þökk.
Foreldrum okkar var hann ein-
staklega góður sonur. Þau bjuggu í
skjóli hans og Guðnýjar um alllangt
skeið og var það þeim afar mikill
styrkur og uppspretta gleði og
ánægju að fylgjast með dætrum
þeirra vaxa úr grasi. Þar endurgalt
hann þeim þann kærleik sem hann
var umvafinn í æsku en hann var
augasteinn foreldra okkar.
Þrátt fyrir rólegt yfirbragð var
Björn hamhleypa til vinnu, vel
skipulagður, frekar vanafastur og
alltaf traustur og áreiðanlegur.
Björn var hamingjumaður í einka-
lífinu. Á unglingsárum bast hann
Guðnýju sinni ástarböndum. Saman
hafa þau fetað veginn í kærleik og
djúpri vináttu í 39 ár.
Sólargeislarnir í lífi þeirra eru
dæturnar tvær, Bryndís og Ásdís.
Sterkir og skemmtilegir þræðir
voru milli Björns og Cörlu tengda-
móður hans þar sem góð kímnigáfa
þeirra beggja fékk notið sín.
Við sem elskuðum Björn erum öll
harmi slegin. Við vildum öll hafa
hann svo miklu lengur hjá okkur. En
ekki dugar að deila við dómarann.
Við skulum hafa viðhorf hans til
lífsins að leiðarljósi. Hann horfði
alltaf ótrauður fram á veginn til
nýrra verkefna. Síðasta verkefnið
tókst hann á við af æðruleysi og
reisn.
Við kveðjum bróður okkar með
ást, virðingu og þakklæti.
Rannveig, Hildur og Svava.
Mikið óskaplega er lífið hverfult.
Það er allt í lukkunnar velstandi en
svo hringir góður vinur og segist
hafa greinst með krabbamein. Eftir
það verður ekkert eins og áður.
Bjössi tók veikindum sínum af
miklu æðruleysi og bjartsýni. Sam-
vistirnar í vinahópnum urðu á ein-
hvern hátt innilegri og þrátt fyrir
veikindin eru þessir síðustu mánuðir
fagrar perlur á langri perlufesti
minninganna.
Við Bjössi kynntumst fyrst þegar
við innrituðumst báðir í viðskipta-
deild Háskóla Íslands haustið 1969.
Hann var rólegur og yfirvegaður,
skarpgreindur, áreiðanlegur og
bauð af sér góðan þokka. Góðir
mannkostir sem einkennt hafa hann
alla ævina. Góð vinátta tókst með
okkur þegar við sáum saman um
ráðstefnu viðskiptafræðinema í
Vestmannaeyjum um íslenskan sjáv-
arútveg og hefur aldrei borið skugga
á síðan.
Þegar við vorum að ljúka náminu
kynntust konur okkar, þær Inga og
Guðný, og við fjögur fórum í ógleym-
anlega þriggja vikna Evrópuferð eft-
ir útskriftina. Á þessum tíma þróað-
ist náið vinasamband okkar Ingu við
Þórarin Klemensson (Tóta) skóla-
bróður minn úr MR, konu hans Ás-
dísi Sigurgestsdóttur og Bjössa og
Guðnýju. Við vorum öll að stofna
heimili, kaupa okkar fyrstu fasteign
og eignast börn. Á þeim árum sem
liðin eru höfum við fylgst með börn-
unum vaxa úr grasi og verða full-
orðið fólk. Sjálf höfum við örlítið elst
en ekki mikið og þeim mun undar-
legra er að einn skuli nú vera horfinn
úr hópnum.
Við Tóti og fleiri bekkjarbræður
úr MR vorum með óformlegan
bridgeklúbb sem tók nokkrum
breytingum á fyrstu árunum, eink-
um vegna námsferða meðlima til út-
landa. Bjössi kom fljótlega til liðs við
okkur og síðar Gylfi Sveinsson og
hefur hópurinn verið óbreyttur í
rúm 30 ár. Fyrst í stað spiluðum við
hálfsmánaðarlega en seinni árin
vikulega, alltaf á þriðjudögum,
stundvíslega frá kl. 20 til 24 en gerð-
um þó hlé á spilamennskunni yfir blá
sumarið. Spilakvöldin fluttust á milli
okkar í stafrófsröð og þær eru ekki
litlar kræsingarnar sem við höfum
þegið hjá eiginkonunum þessi rúmu
30 ár! Við fórum meira að segja í
húsbændaorlof í Brekkuskóg að
spila bridge í nokkur ár. Yfirleitt var
lítið vín haft um hönd á bridgekvöld-
um en þó skal játað að Brekkuskóg-
arferðirnar voru nokkur undantekn-
ing. Við vinirnir brölluðum reyndar
ýmislegt fleira, fórum t.d. tíu ár í röð
í veiðiferðir upp á Arnarvatnsheiði
með mörgum fleiri góðum félögum.
Í sumar gerðum við ekki hlé á
spilamennskunni heldur byrjuðum
fyrr og borðuðum saman góðan mat
og spiluðum svolítið. Þrátt fyrir
veikindi Bjössa héldum við áfram að
spila og njóta þess að vera saman í
lengstu lög; síðasta spilakvöldið var
30. ágúst sl. Nú verða þriðjudags-
kvöldin ekki þau sömu framvegis.
Það er sagt að gott sé að eiga góðs
að minnast. Það geta vinir Björns
vissulega huggað sig við. Betri
dreng og vin er vart hægt að hugsa
sér. Að okkur vinum hans er kveðinn
mikill harmur en sýnu meiri þó að
Guðnýju og fjölskyldunni. Með þess-
um orðum vil ég tjá þeim samúð
mína og okkar Ingu um leið og við
þökkum fyrir þau forréttindi að hafa
átt Björn að vini.
Daníel Þórarinsson.
Björn Björnsson er einn af fáum
nánum vinum sem ég hef eignast um
ævina. Þótt stundum hafi liðið nokk-
uð á milli þess að við hittumst var
hver fundur eins og framhald af
samtali sama morgun. Strengirnir
voru stilltir saman, sama lífsviðhorf-
ið og sama matið á umhverfinu.
Við hittumst fyrst nýkomnir úr
námi, báðir sæmilega sjálfsöruggir
og tilbúnir í slaginn fyrir betra sam-
félagi. Ég óþolinmóður og ýtinn,
Björn með báðar fætur á jörðinni en
hugmyndaríkur og fylginn sér þegar
á reyndi. Við höfum verið samferða
síðan nánast alltaf á sama vinnustað.
Fyrst í vinnu fyrir ASÍ og síðar í Ís-
landsbanka.
Í bankakerfinu nýttust kostir
Björns einstaklega vel. Traust minni
og fullkomin yfirsýn yfir þau verk-
efni sem hann var að fást við ásamt
útsjónarsemi varðandi lausnir mála
gerðu að verkum að við sem unnum
með honum fundum oft til vanmeta-
kenndar. Þekking og hæfni gáfu
honum sterka yfirburði.
Samt held ég að í verkum sínum
fyrir ASÍ hafi Björn notið sín enn
betur. Þar unnum við saman úr hug-
myndum sem hvorugur vissi hvor
átti þegar upp var staðið, fremur en
hvor hefði fundið farveginn til að
gera þær að raunveruleika. Við
skiptum með okkur málflutningi
gagnvart þeim hópum sem þurfti að
sannfæra. Hægð Björns og rósemi,
notaleg nálægð og kímni gerði sam-
vistirnar að góðum stundum, jafnvel
þótt tilefnið væri þras og leiðindi.
Við þær aðstæður reynir á hæfni í
mannlegum samskiptum. Það er
ekki auðvelt að koma inn í hóp til að
skýra og afla fylgis við hugmyndir
sem hópurinn telur ómögulegar, út í
hött og óframkvæmanlegar og skilja
við hópinn sáttan og reiðubúinn til
að beita sér fyrir framgangi niður-
stöðunnar. Þar reynir ekki bara á
þekkingu á málefninu heldur ekki
síður á dómgreind og skilning á for-
sendum og bakgrunni þeirra sem
talað er við. Björn var aldrei bara
starfsmaður. Hann var hluti af for-
ustu samtakanna og axlaði pólitíska
ábyrgð á því sem gert var til jafns
við aðra forustumenn. Út á við var
hann trúverðugur og öflugur tals-
maður.
Hugmyndaauðgi, fagmennska,
sannfæringarkraftur og þrautseigja
eru forsenda þess að axla forustu-
hlutverk og skila árangri. Innihald
skiptir meira máli en orðafjöldinn,
skipuleg verkstjórn meira máli en
skipurit. Björn gekk inn í alla hópa,
hvort sem var í bankanum eða
verkalýðshreyfingunni, eins og hann
ætti þar heima. Hann var sjálfur
mikill vinnumaður og var í öllum
verkum fyrirmynd án fyrirgangs eða
hávaða. Það fólk sem vann fyrir
Björn fann styrk hans og stuðning.
Hann kenndi og leiðbeindi og árang-
ur þeirra sem unnu fyrir hann virtist
koma af sjálfu sér.
Til að ná árangri í lífinu nægir
ekki hafa framtak, dugnað og færni í
starfi. Hamingja er aldrei sótt í ytra
umhverfi. Innri ró finnur fólk í sjálfu
sér og í samvistum við sína nánustu.
Kjölfestan í lífi Björns var gott fjöl-
skyldulíf og náið samband hans við
Guðnýju og dæturnar.
Við Guðrún sendum Guðnýju,
Bryndísi og Ásdísi innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ásmundur Stefánsson.
Vesturhiminninn skartaði sínu
fegursta sunnudagskvöldið 11. sept-
ember. Þvílík litadýrð. Ég hef trú á
að almættið hafi haldið þessa sýn-
ingu til heiðurs Birni Björnssyni vini
mínum, sem kvaddi okkur þennan
dag.
Kynni okkar Bjössa og Guðnýjar
konu hans hófust fyrir tæpum þrem-
ur áratugum. Eins og gengur voru
samskipti okkar mismikil gegnum
árin, en ávallt góð og gefandi.
Björn Björnsson var einstakur
maður. Hann var traustur, orðvar,
réttlátur og æðrulaus, eins og best
kom fram í veikindum hans. Björn
var afburðagreindur maður og skyn-
samur, svo hæfileikar hans nýttust
til hins ýtrasta í viðskiptalífinu, þar
sem hans starfsvettvangur var.
Bjössi hélt í gömlu gildin í við-
skiptum. Í hans huga var handsal
manna á milli jafngilt undirskrifuð-
um samningi.
Ég var svo lánsamur að umgang-
ast Bjössa mikið síðustu mánuðina í
lífi hans. Við tókum upp á því karl-
arnir að hressa okkur við með
göngutúrum eftir Ægisíðunni. Mikið
var rætt og rabbað, spáð og spek-
úlerað. Og hlegið. Bjössi var nefni-
lega einn af þessum skemmtilega
lúmsku húmoristum. Gönguferðirn-
ar enduðu á kaffihúsi í Nauthólsvík-
inni.
Björn og Guðný voru góð heim að
sækja. Mér fannst alltaf svo fallegt
að sjá hvað þau umgengust hvort
annað af mikilli virðingu.
Síðustu dagana véku Guðný, dæt-
urnar og tengdasynirnir ekki frá
sjúkrabeði Björns. Guðný kúrði
meira að segja hjá honum síðustu
nóttina, hélt utan um manninn sinn
og gætti hans. Það er sorglegt til
þess að vita að Bjössi fær aldrei að
sjá fyrsta barnabarn þeirra Guðnýj-
ar sem er væntanlegt síðar á þessu
ári. Það barn fær örugglega að
heyra mikið um Bjössa afa sem er
hjá Guði á himninum.
Gönguferðirnar okkar voru góður
vettvangur fyrir sameiginlegt
áhugamál okkar Bjössa, fuglalíf. Við
áttum okkur báðir þann draum að fá
að sjá farfuglana aftur í vor. Sú verð-
ur ekki raunin hjá honum Bjössa
mínum.
Ég þakka Birni fyrir samfylgdina.
Guðnýju og fjölskyldu votta ég mína
dýpstu samúð, og þakka fyrir að
hafa fengið að eiga þau öll að vinum.
Þorkell Stefánsson.
Við fráfall Björns Björnssonar er
horfinn af sjónarsviðinu sá maður
sem átti einna stærstan hlut í stofn-
un og farsælli uppbyggingu Íslands-
banka. Hann var allt í senn ljúf-
mennið sem allir vildu starfa með og
kletturinn sem stóð fastur fyrir í um-
róti og ólgusjó bankamála.
Á útmánuðum 1989 ákváðu banka-
ráð Alþýðubankans, Iðnaðarbank-
ans og Verslunarbankans að hefja
samninga við ríkisstjórnina um kaup
á eignarhlut ríkisins í Útvegsbank-
anum. Björn Björnsson var einn
þriggja manna sem falið var að und-
irbúa samningsgerðina og síðan í
kjölfarið að leiða starfið við stofnun
hins nýja banka. Rúmlega 6 mán-
uðum síðar tók Íslandsbanki til
starfa.
Þannig hófst daglegt samstarf
okkar Björns Björnssonar. Það varði
síðan í fjórtán ár.
Sameining fjögurra banka var
risavaxið verkefni sem okkur var fal-
ið að leysa á afar skömmum tíma.
Björn átti stóran þátt í hversu vel
tókst til. Honum var lagið að fá til
liðs við okkur fjölda starfsmanna
sem unnu hratt og örugglega að því
að koma nýjum banka á laggirnar.
Og eftir að bankinn tók til starfa
komu hæfileikar Björns enn betur í
ljós. Hann var skarpgreindur og
setti sig vel inn í öll mál. En hann var
jafnframt hógværari en flestir
menn. Öll viðfangsefni nálgaðist
hann með yfirvegun, raunsæi og hóf-
semi. Hann gat verið skoðanafastur
en hann var ávallt einlægur og
hreinskiptinn, grandvar og gaum-
gæfinn. Vegna þessara eðliskosta
naut hann trúnaðar allra og sam-
starfsmenn hans í bankanum virtu
skoðanir hans og tillögur umfram
aðra. Það gerði ég.
En mest um vert var þó að eiga
vináttu hans og félagsskap. Björn
var einstakur drengskaparmaður.
Betri samstarfsmann og félaga er
ekki hægt að kjósa sér. Það eru for-
réttindi að hafa notið vinskapar
þessa öðlings. Fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur.
Við Lilja sendum Guðnýju og fjöl-
skyldunni hjartanlegar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim
öllum styrk á erfiðum tíma.
Valur Valsson.
Með Birni Björnssyni er genginn
góður drengur sem við kveðjum með
söknuði.
Birni kynntist ég fyrst í viðskipta-
deild Háskóla Íslands. Minnisstætt
er þegar árgangar okkar tókust á
hendur að semja skýrslu um sam-
vinnuhreyfinguna sem kynnt var á
ráðstefnu á Akureyri. Björn vandaði
vel til verka og stóð fyrir sínu.
Ég átti eftir að kynnast því betur
hversu traustur og öflugur Björn
var. Gaman var að vinna með honum
þegar við undirbjuggum ásamt Vali
Valssyni kaup á hlut ríkisins í Út-
vegsbanka Íslands og sameiningu
fjögurra banka í Íslandsbanka. Við
áttum síðan eftir að vinna saman í
rúman áratug í þeim banka með
góðu samstarfsfólki. Engum leynd-
ust mannkostir Björns þótt hann
sjálfur væri lítt fýsandi að trana sér
fram. Björn átti stóran þátt í að
skapa þá öguðu lánamenningu sem
hefur reynst Íslandsbanka svo vel.
Hann var skarpgáfaður, stálminnug-
ur og talnaglöggur. Við Björn vorum
ekki alltaf sammála en segja má að
ef tveir menn í stjórn eru alltaf sam-
mála þá sé annar þeirra óþarfur.
Samstarfið í yfirstjórn bankans var
skapandi og samskiptin einkenndust
af gagnkvæmri virðingu og trausti.
BJÖRN
BJÖRNSSON