Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 37 MINNINGAR Margt er nú breytt frá því sem áð- ur var í bankarekstri. Skömmu eftir sameininguna í Íslandsbanka komu til fundar við okkur fulltrúar frá ASÍ og VSÍ sem voru í svonefndri vaxta- nefnd. Þeir gagnrýndu nýlega vaxta- hækkun Íslandsbanka en ríkisbank- arnir héldu vöxtum sínum óbreyttum. Á fundinum talaði einn viðmælenda okkar um bankapólitík og bankapólitísk mistök okkar bankastjóranna að hafa hækkað vexti. Björn spurði þá hver væri þessi bankapólitík. Ef það væri sú tík sem ráfaði um ganga í Lands- banka og Búnaðarbanka, þá værum við í Íslandsbanka einfaldlega á móti hundahaldi. Björn orðaði hugsun sína skýrt á kjarngóðri íslensku, var fastur fyrir og rökvís. Björn var frábær samherji og skemmtilegur félagi á góðri stundu. Blessuð sé minning hans. Við Rann- veig sendum Guðnýju og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Tryggvi Pálsson. Örlög höguðu málum svo að leiðir okkar Björns lágu saman á ýmsum vígstöðvum um nær aldarfjórðungs- skeið. Tókst fljótt með okkur sam- starf sem byggðist á trausti og virð- ingu. Þessi orð traust og virðing til sam- starfsmanna og fyrir verkefnum voru aðal Björns Björnssonar á hans lífshlaupi jafnframt sem einstök hógværð einkenndi öll hans verk. Birni var mest um vert að árangur næðist í hverju því verki er hann gekk til, að málum miðaði fram á veginn, hitt gilti hann einu við hverj- um fólk hló eða þakkaði árangur að verklokum hverju sinni. Árangurinn var málið. Verk Björns á viðburðaríkri ævi voru mörg hver stórbrotin og áhrifa- rík í þróun íslenskra efnahagsmála á níunda áratug síðustu aldar, á árum óðaverðbólgu og víxlverkana gengis launa og verðlags sem fæstir muna nú á dögum. Ásamt Ásmundi Stefánssyni mót- að hann hugmyndafræði hinnar nýju leiðar í kjarasamningum á vettvangi Alþýðusambandsins, þeirrar leiðar að feta kjarasamningsgerð úr hinum gamla farvegi víxlverkana í þann farveg sem enn ræður ríkjum á þess- um vettvangi. Kjarasamningagerð sem grund- vallast á raunhæfum væntingum um framtíðarþróun efnahagsmála og til- raun til skiptingar raunverulegra verðmæta við stöðugleika . Þessi stefnubreyting var sannar- lega erfið í framkvæmd og um hana stóðu margvísleg átök sem ekki verða rakin hér. En þessi stefna gekk fram og er góðu heilli enn grunnur kjarasamningagerðar nú við upphaf þessarar aldar 20 árum síðar. Um hlut Björns í stefnumótuninni hefur alltaf verið hljótt, þannig vildi hann hafa það. Það var sömuleiðis hljótt um ann- að stórvirki Björns sem aðstoðar- manns Jóns Baldvins í fjármálaráðu- neytinu 1987 þegar fram gengu stórbrotnustu skattkerfisbreytingar síðustu aldar, með upptöku stað- greiðslu tekjuskatts, virðisauka- skatts í stað úrelts söluskattkerfis samhliða stórfelldum breytingum á tollalögum þegar 5.000 af 7.000 vöru- númerum tollskrár urðu tollalaus. Þessar breytingar voru erfiðar og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hékk á bláþræði um hálfsmánaðar skeið meðan Björn leiddi fyrir hönd fjár- málaráðherra til lykta þessar breyt- ingar samhliða fjárlagagerðinni fyrir árið 1998. Þessi mál nefni ég sérstaklega hér í samhengi því þau lögðu grunninn að því sem á eftir kom, voru beinlínis forsendur þess að íslenskt atvinnulíf gat tekist á við samningana um hið Evrópska efnahagssvæði sem svo miklu hafa valdið um vöxt og vel- gengni okkar Íslendinga á síðustu árum. Hlutur Björns í þessum málum var stór. Enn eitt stórvirkið sem Björn átti þátt í var stofnun Íslandsbanka hins nýja sem tók til starfa árið 1990. Bankinn fæddist í kreppu við sam- runa fjögurra banka. Fyrstu starfs- ár bankans voru djúpstæð samdrátt- arár í íslensku atvinnulífi sem reyndu mjög á allt starfsfólk hins nýja banka sem og viðskiptavini bankans. Þetta voru ár gjaldþrota í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi töpum viðskiptakrafna fyrirtækja og út- lánatöpum í bankakerfinu. Þetta voru árin sem íslenska hagkerfið tók út fráhvarfseinkenni óðaverðbólgu- ára áttunda og níunda áratugarins. Ár skelfinga í íslensku atvinnulífi sem ekki urðu umflúin. Á þessum árum kom það fljótlega í hlut Björns að stýra útlánaeftirliti bankans sem ekki var létt verk við þessar aðstæður. Þar nutum við við- skiptavinir bankans sem sigldum ólgusjó samdráttar og útlánatapa við fallandi fasteignverð og tilheyrandi rýrnun veða mannkosta Björns við stjórnvölinn. Sú virðing sem hann sýndi okkur viðskiptamönnum sem í vandræðum áttum á þessum árum var þýðing- armikil og hleypti manni kappi í kinn við að standa undir trausti og sigrast á verkefnunum. Þau eru mörg fyr- irtækin í dag sem lifa góðu lífi sem voru á gjörgæsludeild Björns í Ís- landsbanka og nutu handleiðslu hans í gegnum erfiðleika þessara ára. Mitt fyrirtæki var eitt þessara sem naut þessa láns og er það þakkað hér að leiðarlokum. Margt fleira vildi ég fjalla um hér að leiðarlokum okkar en læt það kyrrt liggja og veit fyrir víst að það er honum mest að skapi. Guðnýju og dætrum þeirra Björns sendi ég mínar samúðarkveðjur og bið þeim huggunar í sorg sinni. Í mínum huga lifir hlý minning um heiðursmann. Víglundur Þorsteinsson. Ég veit ekki hvort maður getur vænst þess á lífsleiðinni að rekast á fólk sem getur kennt manni og miðl- að, getur styrkt mann og stutt, getur leiðbeint manni og leiðrétt, getur hvatt mann og hrósað. Sé svo er það ekki sjálfsagt og gerist líklega sára- sjaldan. En þannig var með samband okk- ar Björns. Við kynntumst í kjölfar sameiningar í Íslandsbanka hf. árið 1990. Ég þekkti hann ekki en vissi deili á honum. Hann hafði átt bak- grunn í starfi í verkalýðshreyfing- unni og stjórnmálum og hafði um nokkra hríð verið bankastjóri Al- þýðubankans. Og nú vorum við sem- sagt farnir að vinna í sama banka. Sem einn þriggja bankastjóra hins nýstofnaða Íslandsbanka hafði hann á sinni könnu útibúarekstur og ein- mitt á þeirri hlið starfseminnar voru mestu tækifærin til hagræðingar og einföldunar. Útibúanet bankans var þéttriðið, ekki síst hér á höfuðborg- arsvæðinu. Þar biðu því risavaxin og margslungin verkefni. Ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í stærsta verkefninu á því sviði sem var sam- eining útibúa í miðbæ Reykjavíkur, útibús Iðnaðarbankans við Lækjar- götu og útibús Útvegsbankans á Lækjartorgi. Í þessu sem öðru lá mikið við að allt tækist sem best og við sem bárum stjórnunarlega ábyrgð á rekstri útibúsins hittum Björn vikulega til að gera grein fyrir framvindunni. Ég fann þá strax að mér líkaði vel við manninn, þó mig grunaði ekki að samband okkar myndi þróast eins og síðar varð raunin. Hann fleipraði aldrei, sagði sinn hug, talaði kjarnyrta íslensku, átti auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu og var alveg til í að gera að gamni sínu ef svo bar undir. Hann var þá ráðagóður og ráðhollur sem jafnan síðar. Margoft átti ég eftir að reyna það. En Björn var skapríkur og ef honum mislíkaði gat hann hvesst sig skyndilega, en það var jafnharðan úr honum. Sá stormur sem þannig blés varð því sjaldan langvinnur og beindist ekki að mönnum persónulega. Hann gat haft ákveðnar skoðanir en hann var líka tilbúinn til að endurskoða þær ef ný vitneskja rak á hans fjörur. Þetta kunni ég að meta og upp frá þessum samskiptum okkar fann ég að hann var velgjörðarmaður minn. Nokkr- um misserum eftir okkar fyrstu kynni bar hann ábyrgð á ráðningu minni sem útibússtjóra í einu af mik- ilvægustu útibúum bankans, við Gullinbrú, en þá var ég aðeins 29 ára. Það var djörf ákvörðun. Og enn nokkrum árum seinna var hann sá sem mest gladdist yfir ráðningu minni í hóp framkvæmdastjóra bankans. Hann fagnaði sömuleiðis einlæglega ráðningu minni sem að- stoðarforstjóra bankans en það var ekki sjálfgefið því við vorum þá tveir í því hlutverki. Allt upp frá samstarfi okkar í Lækjargötunni fann ég stuðninginn og velviljann. Og eftir því sem árin liðu þróaðist samband okkar í vináttu. Við vorum ólíkir um margt. Á okkur var nokkur aldurs- munur og ég reikna með að skoðanir okkar í stjórnmálum hafi verið ólík- ar. En hvorugt var til trafala. Við gátum tekist á og skylmst nokkuð hraustlega en þegar orrustunni lauk var með okkur eins og Valhallar- menn forðum. Við stigum upp af vellinum og gengum saman til nýrra verka. Ég átti hljómgrunn hjá hon- um með ýmislegt í umhverfi okkar og hann studdi mig af einurð þegar kom að vangaveltum um hvernig haga mætti hlutum sem vörðuðu strauma og stefnur í bankarekstri. Það var verðmætt fyrir Íslands- banka að hafa Björn innan sinna raða hvort heldur sem var að huga að útibúarekstri eða sem æðsti yf- irmaður lánamála eins og síðar varð. Réttsýni hans, skarpskyggni og þekking voru ómetanleg þegar kom að þeim verkefnum. Samstarfi okkar Björns lauk svo skyndilega rétt fyrir áramótin síð- ustu en það hafði ekki teljandi áhrif á samband okkar. Við hittumst að vísu sjaldnar en töluðum oft saman í síma og hittumst reglulega yfir kaffibolla og morgunverði. Þá sem jafnan var hann ráðhollur og rétt- sýnn. Hann hafði þá kennt sér meins um nokkra hríð og var nýlega búinn að fá vissu um hvers kyns var. Fram- an af vildi hann halda áfram starfi sínu í bankanum og taldi fara best á því. En skömmu eftir að ég hafði lát- ið af starfi óskaði hann sjálfur eftir starfslokum og hætti í febrúar sl. Síðasti fundur okkar var í sum- arhúsi okkar hjóna núna að áliðnu sumri. Þá komu þau hjón til okkar einn sólríkan eftirmiddag og færðu okkur mynd af rjúpukarra sem Björn hafði tekið í landareign þeirra í Grímsnesi. Karrinn var að skipta um ham og sumarbúningur að ná yf- irhöndinni. Hann sagðist ætla að taka mynd af karranum aftur þegar hann væri að fara í vetrarbúning. Það verður ekki af því. Ég á Birni Björnssyni mikið að þakka, hann var mér ómetanleg stoð og stytta í erilsömu starfi. Ávallt reiðubúinn að kenna mér og miðla, styrkja mig og styðja, leiðbeina mér og leiðrétta, hvetja mig og hrósa. Hann var örlagavaldur í lífi mínu og ég mun búa að því þar til við hitt- umst aftur. Hann er mér harmdauði en um leið er ég þakklátur forsjón- inni að hafa leitt leiðir okkar saman. Jón Þórisson. Við kveðjum nú góðan félaga og fyrrum samstarfsmann okkar hjá Ís- landsbanka. Meðal ábyrgðarsviða Björns sem framkvæmdastjóra síð- ustu árin hjá Íslandsbanka var starfsmannaþjónusta bankans. Við nutum þannig góðs af víðtækri reynslu Björns á sviði kjara- og samningsmála sem hann miðlaði óspart af ef eftir því var leitað. Björn var góður yfirmaður, stórhuga, ákveðinn og jarðbundinn. Hann var traustur og treysti öðrum. Hann naut mikillar virðingar samferða- manna sinna sem vissu að þeir gátu reitt sig á Björn ef á þyrfti að halda. Eiginleikar Björns komu vel í ljós eftir að hann veiktist. Hann sýndi mikinn styrk í veikindum sínum og tókst á við þau af mikilli yfirvegun. Björns var sárt saknað þegar hann hætti í bankanum vegna veikinda sinna fyrir rúmu hálfu ári. En það er gott til þess að vita að hann gat notið síðustu mánaða með fjölskyldu sinni, ekki síst í sumarbústað sínum í Grímsnesinu þar sem hann undi hag sínum svo vel. Við vottum fjölskyldu Björns, Guðnýju, dætrum þeirra og tengda- sonum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Starfsmenn starfsmanna- þjónustu Íslandsbanka. Við í lánaeftirliti Íslandsbanka höfum verið lánsöm að njóta þeirra forréttinda að starfa náið með Birni Björnssyni frá því hann tók við yf- irumsjón og stjórn lánamála bank- ans fyrir rúmum tíu árum. Hann reyndist okkur traustur vinur og var bakhjarl okkar í leik og starfi. Björn var einn þeirra lykilmanna sem stuðluðu að stofnun Íslandsbanka árið 1989. Hann gat sér strax góðan orðstír meðal samstarfsmanna sem maður sem gott væri að leita til og hægt væri að treysta í hvívetna. Björn bar hag bankans og starfs- fólksins ávallt fyrir brjósti og beitti sér fyrir velferð beggja í starfi sínu. Björn var hógvær maður, rólynd- ur og minnugur með eindæmum. Hann var góður mannþekkjari og þekkti okkur sum betur en við sjálf. Hann var stríðinn og hafði gaman af því að hleypa okkur upp og etja okk- ur saman á góðlátlegan hátt, einnig naut hann þess að rökræða um heima og geima og aldrei kom maður að tómum kofanum. Hann gat verið hvass á stundum, en þó aldrei nema maður ætti það skilið. Björn var einn þeirra sem virtist ekkert hafa fyrir því að sinna öllu sem að honum sótti í annríki dagsins. Við, sem vorum í nálægð við hann undangengin 10 ár eða svo, vitum einnig að það gerði hann ekki með því að vinna óhóflega langan vinnudag eða með því að neita sér um það sem lífið hefur upp á að bjóða. Fjarri því. Honum var þetta kleift sökum einstaks innsæis og greiningargetu, en síðast en ekki síst hafði hann næman skilning á mannlegu eðli. Sumum starfsbræðr- um hans í bankaheiminum hefði vafalaust þótt sérkennilegt að sjá hve ósárt honum var um að gefa sér tíma til að ræða hin smæstu mál. En við sem kynntumst honum vissum að hann taldi sér ávallt skylt að hlusta, ef viðmælandinn taldi málið brýnt þá var Björn reiðubúinn að mæta á fund, spjalla í símanum eða hittast yfir kaffibolla og ekki skemmdi fyrir ef eitthvað meðlæti var í boði. Björn var þó umfram allt fjöl- skyldumaður. Guðný, stelpurnar og síðar tengdasynirnir, tengda- mamma, Láki og nánasta fjölskylda og vinir voru honum allt og hans kjölfesta. Þangað sótti hann styrk sinn og sínar gleðistundir. Hann hafði gaman af ferðalögum innan- lands og utan og þær voru skemmti- legar ferðasögurnar sem við fengum að heyra frá hjólreiðaferðum þeirra Guðnýjar, sem oftar en ekki voru farnar með Ásdísi og Tóta. Spila- klúbburinn var hátt skrifaður og þriðjudagskvöldin voru heilög enda höfðu þeir félagar spilað saman í 30 ár. Þá eru ógleymanlegar allar vor- ferðirnar okkar, þorrablótin og sam- verustundirnar. Það var okkur þungbært þegar í ljós kom fyrir rúmu ári síðan að Björn hefði greinst með krabba- mein, stuttu eftir að sami sjúkdómur hafði lagt annan starfsfélaga okkar, Guðmund Ágústsson, í valinn. Björn tók veikindum sínum eins og hverju öðru hundsbiti og sýndi sem oft áður hver mannkostamaður hann var. Hann ákvað að láta af störfum upp úr áramótum og einbeita sér að því að ná heilsu og njóta líðandi stundar með fjölskyldu og vinum. Við trúðum því alltaf að Björn næði heilsu á ný, en því miður hafði sjúkdómurinn betur. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran endurheimt í hafið. (Einar Ben.) Við sendum Guðnýju, Bryndísi, Ásdísi, Cörlu, Magna, Guðna og fjöl- skyldu Björns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir okkar allra er mikill. Með hinstu kveðju. Starfsfólk lánaeftirlits Íslandsbanka. Við Björn kynntumst á námsárum okkar í Háskóla Íslands, þar sem við notuðum sömu lesstofuna. Oft varð minna úr lestri en tilefni stóð til, og tíminn fór stundum meira í spjall og spil. Auðvitað var það ekki talið gott, en ef litið er til baka þá skilaði þetta sér í vináttu sem hélst og efldist alla tíð síðan. Þriðjudagar voru okkar dagar. Þá sátum við fjórir félagar saman og spiluðum bridge. Við vorum engir keppnismenn, höfðum bara gaman af þessu og gaman af því að spá í spilin og það sem var efst á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni. Lífið er líka líkt og að spila á spil. Það þarf að gefa og segja, og spila vandlega úr því sem þú færð á hendi. Þetta kunni Björn svo sannarlega. Að námi loknu hóf hann störf hjá Kjararannsóknanefnd og síðar hjá Alþýðusambandi Íslands. Hann lagði sig allan fram í starfi sínu. Þó hann ynni oft langan starfsdag í erf- iðum kjarasamningum á þessum ár- um, gaf hann sér ávallt tíma til að sinna fjölskyldu sinni og vinum. Á árunum hjá Alþýðusambandinu átti Björn ríkan þátt í að breyta vinnu- brögðum í kjarasamningum, því hann ávann sér traust bæði sam- herja sinna úr verkalýðshreyfing- unni og andstæðinga meðal vinnu- veitanda. Hann fékk menn til að vinna saman, setja sér sameiginleg markmið og breyta þannig íslensk- um vinnumarkaði til hagsbóta fyrir alla. Menn tóku eftir því hvernig hann hélt á spilunum og honum buðust ný tækifæri. Hann var um tíma aðstoð- armaður fjármálaráðherra og þegar hann ákvað að breyta til og gerast bankastjóri Alþýðubankans sáluga, mun fjármálaráðherrann hafa spurt Björn, hvað hann væri að vilja í þennan litla sparibauk. Hann hefur líklega talið ríkissjóð merkilegra við- fangsefni og séð eftir aðstoðarmann- inum. En Björn tók áskoruninni og var síðan einn þeirra manna sem beitti sér fyrir sameiningu fjögurra smá- banka á Íslandi. Þeir mynduðu Ís- landsbanka hf. sem seinna varð stærstur íslenskra banka og sá sem skilaði bestum árangri. Það var upp- hafið að þeim víðtæku breytingum sem orðið hafa á fjármálamarkaði á Íslandi. Björn gegndi margvíslegum ábyrgðarstöðum fyrir bankann en lengst af var hann yfirmaður lána- mála. Hann mótaði stefnuna í þeim málum með því að leggja áherslu á fagleg vinnubrögð og vandvirkni. Hann var mikils metinn af sam- starfsfólki sínu. Öllum þótti gott að leita til hans um ráð. Hann þekkti alla stærstu viðskiptamenn bankans, var minnugri en flestir aðrir og fljót- ur að taka ákvarðanir, í góðri sam- vinnu við sína samstarfsmenn. Ákvarðanir hans voru vel ígrundað- ar og byggðar á rökum. Þegar Björn fann að hann gat ekki sinnt starfi sínu af þeim krafti sem hann hafði tamið sér, lét hann af störfum. Það var mjög í hans anda. Það var sama við hvern var talað í bankanum, allir söknuðu Björns. Hann naut mikils trausts samtarfs- mannanna og einnig fjölmargra við- skiptavina sem hann hafði átt sam- skipti við. Björn og Guðný kynntust mjög ung á menntaskólaárunum á Akur- eyri. Þau hófu búskap, fyrst í Kópa- vogi en bjuggu lengst af á Leifsgötu 20 hér í bæ. Í því húsi bjuggu einnig foreldrar hans þau Björn og Þór- gunnur og um tíma Siggi föðurbróð- ir hans. Á Leifsgötuárunum fæddust dæturnar Bryndís og Ásdís. Þegar dæturnar komu til sögunn- ar efldist vinskapur okkar enn meira. Við eigum dætur á líku reki og fjölskyldur okkar náðu vel saman. Við lékum okkur saman, hlógum mikið saman, borðuðum saman og stundum slógum við öllu upp í kæru- leysi, fórum út að borða eða pönt- uðum pizzu saman. Þetta voru okkur öllum ánægjudagar og frá þeim eig- um við ljúfar minningar sem gott er að rifja upp núna. Við ferðuðumst saman bæði inn- anlands og utan og þá komu kostir Björns mjög greinilega í ljós. Hann var mjög góður og traustur félagi, mikill fjölskyldumaður, orðheppinn og skemmtilegur, stundum örlítið stríðinn en alltaf í jákvæðri merk- ingu þess orðs. Alla jafna var Björn skapgóður en gat reiðst snögglega ef SJÁ SÍÐU 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.