Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 46
KVIKMYNDIN TSOTSI eftir
Gavin Hood varð hlutskörpust
meðal gesta kvikmyndahátíð-
arinnar í Toronto og hlaut hún
„People’s choice“-verðlaunin í ár.
Myndin fjallar um sex daga í ein-
mana og ofbeldisfullu lífi Tsotsi
(þrjóts) miskunnarlauss ungs leið-
toga gengis. Almenn ánægja var
meðal gesta kvikmyndahátíð-
arinnar og kunnu þeir vel að meta
það gríðarlega framboð kvikmynda
sem hægt var að sjá á hátíðinni, en
alls voru þar sýndar 335 myndir
frá 52 löndum. Kvikmyndin Look
both ways frá Ástralíu fékk
Discovery-verðlaunin, en myndin
segir sögu nokkurra persóna sem
glíma við eftirköst lestarslyss um
óvenjulega heita helgi. Þá hlaut
Suður-kóreski leikstjórinn Kan
Yi-kwan Fipresci-verðlaunin fyrir
mynd sína Sa-Kwa, sem segir frá
ungri konu með særða sál sem
leitar að sannri ást.
Engin íslensk mynd komst á
verðlaunapall í Toronto en vefritið
Jam! Showbiz, sem gefið er út í
samvinnu við blaðið Toronto Sun,
gaf mynd Baltasars Kormáks, A
little trip to heaven, prýðilega
dóma.
Gagnrýnandinn Adam Swimmer
gefur myndinni fjórar stjörnur af
fimm mögulegum og hrósar
sérstaklega leikaranum Forest
Whitaker, sem hann segir að dragi
gríðarvel fram einmanaleika per-
sónu sinnar. Engu að síður séu all-
ir leikarar mjög hæfir og standi
vel fyrir sínu. Það sé Whitaker
sem hins vegar standi upp úr með
sinni frammistöðu.
Þá segir Swimmer Whitaker
sýna vel þá kreppu sem maður
lendir í sem dregur í efa siðferð-
islega fleti starfs síns þegar hann
fær samúð með manneskju sem
hann er að rannsaka.
Einnig hrósar Swimmer sér-
staklega kvikmyndatöku Óttars
Guðnasonar, sem hann segir að
hafi einstaka stjórn á ljósi og
myrkri og nái að draga enn betur
fram tilfinninguna um kulda og
einangrun.
Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðinni í Toronto lokið
TSOTSI hlutskörpust
meðal fólksins
A little trip to heaven fær góða dóma hjá vefritinu Jam!
Morgunblaðið/Árni Torfason
Forest Whitaker þykir hafa staðið sig afar vel að mati gagnrýnanda Jam!
46 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EINLÆGA aðdáendur íslenskrar sveita-
ballapopptónlistar má nú fara að klæja í lóf-
ana, því hljómsveitin Skítamórall er að fara
að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu og
kemur hún að öllum líkindum út í lok októ-
ber.
Hljómsveitin, sem er búin að vera iðin við
kolann undan farið, vinnur nú að lokafrá-
gangi plötunnar sem inniheldur ellefu ný
lög, en þrjú þeirra hafa fengið spilun á hér-
lendum útvarpsstöðum síðustu misseri. Það
eru lögin „Ástin dugir“, „Hvers vegna?“ og
nú síðast „Má ég sjá?“
Á morgun verður síðan nýtt lag kynnt til
leiks og má segja að drengirnir ráðist ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur. Lagið,
sem heitir Hún, er eftir Þorvald Bjarna Þor-
valdsson við texta Andreu Gylfadóttur. Þor-
valdi til halds og trausts við útsetningu lags-
ins var Gunnar Ólason, söngvari
Skítamórals.
Lagið verður frumflutt í þættinum Zúúber
á útvarpstöðinni FM957 í fyrramálið, en
myndbandið við lagið verður svo frumsýnt
um kvöldið í kvöldþættinum á Sirkus.
Það er PlanB, nýstofnað útgáfufyrirtæki í
eigu Einars Bárðarsonar, sem gefur plötuna
út. Strákarnir í Skítamóral eru alltaf hressir og til í gott grín og/eða glens.
Lagið „Hún“ verður
kynnt á morgun
Tónlist | Allt að gerast hjá Skítamóral
TALSVERT hefur farið fyrir hljóm-
sveitinni Haltri hóru síðustu miss-
erin, en hér er um að ræða afar
kraftmikla rokksveit eins og hið
krassandi nafn sveitarinnar gefur til
kynna. Hún vakti
verðskuldaða at-
hygli í fyrra með
tveimur lögum,
pönkuðu gít-
arrokki svolítið í
anda Dead Kenne-
dies, og hlutu lög-
in talsverða spilun þrátt fyrir að
koma aldrei út á plasti. Á skífunni
sem hér um ræðir er svipað uppi á
teningunum, en þó vekur athygli hve
hljómsveitinni hefur vaxið ásmegin í
lagasmíðum á þessum stutta tíma.
Engu að síður er hráleikinn sá sami
og krafturinn jafnvel enn meiri en
áður. Hljóðfæraleikur er með ágæt-
um, ekkert verið að gera meira en
þarf, sem er vel; bara talið í og rokk-
að duglega. Samspil gítaranna er á
köflum mjög smekklegt, bassaleikur
einfaldur en býsna þéttur og grodda-
legur, en þó mjúkur söngur Atla sér-
lega góður, en hér er á ferðinni harla
góður rokksöngvari. Þá er ótalinn
þáttur upptökustjórans sem er ekki
lítill, en hljóðblöndun plötunnar er
fyrirtaksgóð, en hljómurinn er hæfi-
lega hrár og hæfir tónlistinni full-
komlega.
Platan hefst á hinu gríðaröfluga
„Party through the night“ sem er
sannarlega með því betra sem heyrst
hefur lengi. Titillagið, sem á eftir
kemur, nær ekki alveg að halda uppi
trukkinu en þokkalegasta lag engu
að síður. Hið dimma „Act of passion“
er frekar óaðgengilegt í fyrstu en
vinnur á við hverja hlustun. „Crasy
happiness/happy craziness“ og „The
devil’s dilemma“ eru kraftmikil og
vel útfærð, þó sérstaklega það síð-
arnefnda sem tónlistarlega séð verð-
ur að teljast besta lag plötunnar,
samvinna gítaranna er hér einkar
skemmtileg og nýtur sín vel í fram-
úrskarandi hljóðblöndun. Lagið sýn-
ir berlega að hljómsveitin virðist
geta hrist af sér tveggja kafla krís-
una. Botninn er sleginn með hinum
dansvæna gleðipoppslagara „The
king of the dancefloor“, afbragðs-
góðu lagi með töluverðum „sítt að
aftan“-keimi.
Platan „Love me like you elskar
mig“ inniheldur hrátt og ómengað
rokk eins og það gerist best. Fyrir þá
sem gera þá kröfu til tónlistarmanna
að nánast hver tónn sé ný nálgun á
tónstiganum, er þetta kannski ekki
rétta platan. Fyrir okkur hina, sem
höfum gaman af góðu rokki eins og
það kemur fyrir af skepnunni, er
þessi plata hin áheyrilegasta.
Engin tveggja
kafla krísa
TÓNLIST
Geisladiskur
Hljómsveitin Hölt hóra sendi nýverið frá
sér plötuna Love me like you elskar mig.
Hljómsveitina skipa þeir Atli Fannar
(söngur), Eyþór (gítar), Magnús (gítar),
Sigurbjörn (bassi) og Valgeir (trommur).
Lög og textar eru eftir hljómsveit-
armeðlimi, um upptökustjórn og hljóð-
blöndun sá Magnús Arni Øder ásamt
Haltri hóru. Upptökur fóru fram í Stúdíó
Nema, Stúdíó Dodgy og í Bláfjöllum.
Hljómsveitin gefur út, dreifing 12 tónar.
Hölt hóra – Love me like you elskar mig
Grétar M. Hreggviðsson
kl. 4 og 6 Í þrívíddkl. 5.45 B.i 10 ára
Sýnd kl. 3.50 ísl tal
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára
kl. 4, 6, 8 og 10
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 6 og 8 b.i. 14 ára
Night Watch is F***ING COOL!
Quentin Tarantino
i t t i I !
ti r ti
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Sími 564 0000
Miðasala opnar kl. 15.15
í i
i l l. .
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Harðasta löggan í
bænum er þann mund að
fá stórskrýtinn félaga!
FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND
Harðasta löggan í bænum er þann
mund að fá stórskrýtinn félaga!
Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára
MEISTARI HROLLVEKJUNNAR SNÝR AFTUR
TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA
Sýnd kl. 6, 8 og 10
FRÁBÆR GRÍN OG
SPENNUMYND