Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 10
Forsætisráðherra í fríi og tjáir sig ekki við fjölmiðla 10 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræðan  Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun KVENNAHREYFING innan Sam- fylkingarinnar var stofnuð í Hvera- gerði á laugardaginn og mættu yfir 120 konur af öllu landinu á stofn- fundinn. Fjögurra manna stjórn var kjörin og hefur hún skipt með sér verkum. Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði, er formaður hinnar nýstofnuðu hreyfingar. Með Bryndísi í stjórn sitja Ragn- hildur Helgadóttir úr Reykjavík, Sigrún Stefánsdóttir frá Akureyri og Drífa Kristjánsdóttir af Suðurlandi. Þá mun þingflokkurinn skipa eina konu til viðbótar. Stjórnin mun und- irbúa framlagningu samþykkta um form hreyfingarinnar og helstu verkefni hennar á grundvelli vinnu stofnfundarins. Framhaldsstofn- fundur verður haldinn innan þriggja mánaða. Formaður kannast ekki við átök Í frétt frá RÚV á laugardaginn kom fram að átök hefðu skapast á fundinum en Bryndís kannast ekki við að svo hafi verið. „Ég hringdi í aðra úr stjórninni og spurði hvort hún kannaðist við þetta en svo var ekki,“ segir Bryndís. „Hún hafði hins vegar verið beðin að bjóða sig fram til formanns. Það var líka óljóst þegar fundurinn hófst hvort for- maðurinn yrði kjörinn sérstak- lega eða hvort stjórnin yrði kos- in í heild sinni eins og gert var.“ Bryndís segir að ákveðið hafi verið að halda framhaldsaðalfund innan þriggja mánaða og þar verði tekin fyrir mál sem varði lög hreyfingar- innar. „Það var búið að leggja fram drög að lögum en það höfðu ekki allir fundarmenn náð að lesa þau gaum- gæfilega svo það var ákveðið að fresta þessu,“ segir Bryndís. Hún segir að ekki sé komið alveg á hreint hvernig hreyfingin muni starfa, enda hafi mikil vinna farið í undirbúning stofnfundarins. Þannig séu til dæmis skiptar skoðanir um hvort aðeins skráðir meðlimir Sam- fylkingarinnar megi ganga í hreyf- inguna eða hvort hún verði opin öll- um. Einnig þurfi að ákveða hvort hreyfingin verði aðildarfélag flokks- ins eða hvort hún standi utan hans. Eðlilegt að stofna karlahreyfingu Bryndís segir að henni lítist vel á framhaldið. „Mér finnst nauðsynlegt að hafa svona kvennahreyfingar innan flokka yfirleitt,“ segir hún. „Þetta er samt ekki til höfuðs körlunum. Það er bara svo oft þannig að ef konur langar að hasla sér völl vantar þær tengslanet sem karlarnir virðast hafa ómeðvitað.“ Aðspurð um hvort hún teldi eðli- legt að stofna karlahreyfingu innan flokksins segir hún að telji karlarnir þörf á slíku félagi eigi þeir tvímæla- laust að stofna það. „Því fleiri öfl innan flokksins, því betra,“ segir hún. „Meðal brýnustu verkefna kvennahreyfingarinnar núna er að styðja við bakið á konum sem vilja gefa kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum og stuðla að því að þær konur sem fyrir eru haldi áfram.“ Í fréttatilkynningu frá hinni ný- stofnuðu hreyfingu er meðal annars lögð áhersla á að auka áhrif kvenna jafnt innan Samfylkingarinnar og í samfélaginu öllu og á að beita þurfi tiltækum tækjum til að leiðrétta ójafnrétti kynjanna sem enn sé til staðar. Kvennahreyfing stofnuð innan Samfylkingarinnar „Ekki til höfuðs körlunum“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Bryndís Friðgeirsdóttir ÁRBÆINGAR héldu sína árlegu hausthátíð á laugardag. Mikið var um að vera á hátíðinni sem hófst með helgistund í Árbæjarkirkju. Eftir það var nýtt Árbæjartorg vígt, en torgið er á milli kirkjunnar, skólans og félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Þaðan var haldið í skrúð- göngu í fylgd lúðrasveitarinnar Svans. Göngunni lauk í húsi Orku- veitunnar þar sem heilmikil skemmtidagskrá tók við. Þar var fjölskylduhátíð í tilefni opnunar Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts í húsakynnunum. Að sögn Hafsteins Snælands, frí- stundarráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar Árbæjar, gekk dag- urinn í alla staði vel. Hann segir að u.þ.b. 800 manns hafi komið í Orku- veituhúsið. Þar ávarpaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri samkomuna ásamt því að félagar úr Spaugstofunni voru með grín og glens, skólabörn tóku lagið, sýnt var atriði úr söngleiknum Annie, ýmsir tónlistarmenn léku fyrir gesti sem auk þess stóð til boða 500 manna hátíðarkaka. Hátíðinni lauk svo á Fylkisvelli þar sem Fylkir lék sinn síðasta heimaleik í sumar á móti ÍBV. Hausthátíð í Árbæ Morgunblaðið/Þorkell Ungmenni á vegum Árbæjarkirkju tóku lagið við vígslu Árbæjartorgsins. BJÖRN Bjarna- son dóms- málaráðherra segir á vefsíðu sinni um helgina að afstaða sín gagnvart Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna hafi um árabil verið sú að Ísland eigi að halda fast við framboð sitt. Meiri áhætta geti falist í að hverfa frá ákvörðun um framboð en að halda fast í hana. Í dagbókarfærslu sinni á föstudag rifjar Björn upp að það hafi verið fyrir 20 árum, að Geir Hall- grímsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, hafi tilkynnt starfs- bræðrum sínum á Norðurlöndunum, að Íslendingar vildu komast inn í norrænu framboðsröðina til örygg- isráðsins. Árið 1998 hafi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, með Halldór Ás- grímsson sem utanríkisráðherra, ákveðið að til framboðsins skyldi gengið. Björn Bjarnason segir að spurningar í málinu, sem þurfi að svara, lúti að því hvort skynsamlegt sé að verja fé og kröftum í baráttu fyrir setu í öryggisráðinu. Davíð ekki tekið af skarið „Davíð Oddsson hefur dregið at- hygli að kostnaðinum, sem þessu fylgir og réttilega sagt hann mikinn. Hann hefur hins vegar ekki tekið af skarið í málinu. Það gerði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hins vegar í ræðu sinni á leiðtoga- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 15. september,“ segir Björn. Daginn eftir, á laugardeginum, segist Björn á vef sínum sjá að fréttir fjölmiðla snúist enn um yf- irlýsingu forsætisráðherra um fram- boð Íslands til setu í öryggisráðinu. „Nú ganga forystumenn Fram- sóknarflokksins fram fyrir skjöldu og telja óvissu ríkja um málið,“ seg- ir Björn og rifjar upp að árið 1998, þegar framboðið var ákveðið, hafi verið ljóst að það yrði kostn- aðarsamt. Síðan hafi efnahagur þjóðarinnar batnað og enn traustari grunnur verið lagður að hagvexti en þá hafi verið í vændum. „Þegar ég íhuga þetta mál, finnst mér í raun meiri áhætta felast í því, að hverfa frá ákvörðuninni frá 1998 en halda fast í hana. Með því að snúa við blaðinu væri gefin yfirlýs- ing um, að Ísland treysti sér ekki til annars en standa á hliðarlínunni í alþjóðastjórnmálasamstarfi. Væri skynsamlegt fyrir stjórnvöld að gefa slíka yfirlýsingu á sama tíma og lögð er áhersla á útrás á öllum svið- um?“ spyr Björn og segist ekki sjá að forsætisráðherra hafi getað sagt annað um framboðið á 60 ára af- mælisfundi Sameinuðu þjóðanna en Halldór hafi gert sl. fimmtudag, bæði í ljósi ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar árið 1998 og ræðu Geirs H. Haarde sem starfandi utanrík- isráðherra á allsherjarþingi SÞ á síðasta ári. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í dagbókarfærslu um Öryggisráðið Meiri áhætta að hætta við Bætir engu við ræðuna HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi erlendis og mun á meðan ekki tjá sig við fjölmiðla, sagði Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum frá Halldóri við um- mælum forystumanna Framsóknarflokksins í blaðinu á laugardag um framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, sagði framboðið vera í upp- námi og Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður framsóknarmanna, sagði málið ekki hafa verið afgreitt í þingflokknum. Björn Ingi sagði Halldór hafa flutt sér þau skilaboð að hann hefði engu við ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sl. fimmtudag að bæta. Þar ítrekaði Halldór í lok ræðunnar að Ísland væri í framboði til setu í Öryggisráðinu tímabilið 2009 til 2010. Að sögn Björns Inga var þar eingöngu verið að upplýsa leiðtogafundinn um stefnu Ís- lands varðandi Öryggisráðið. Um þá stefnu hefði hann haft fullt samráð við vænt- anlegan utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, fyrir leiðtogafundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.