Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í UMRÆÐU um flutning innan-
landsflugs til Suðurnesja hefur ýms-
um sjónarmiðum verið haldið á lofti
svo sem vænta má í jafn viðkvæmu og
mikilvægu máli. Í há-
degisfréttum RÚV
föstudaginn 16. sept-
ember sl. brá hins veg-
ar svo við að talsmaður
Flugmálastjórnar
blandaði sér inn í um-
ræðuna með fáheyrðum
hætti og reyndi að slá
Keflavíkurvöll út af
kortinu. Þetta er at-
hyglisvert fyrir margt.
Í bakið á samgöngu-
ráðherra
Í fyrsta lagi kemur
embættismaðurinn þarna beinlínis í
bakið á fagráðherra flugmála en
kvöldið áður hafði Sturla Böðvarsson
lýst því yfir á fjölmennum fundi að ef
innanlandsflugið færi frá Reykjavík
væri eðlilegast að það lenti á Suð-
urnesjum. Auðvitað má Heimir Már
hafa sína prívatskoðun á staðsetn-
ingu innanlandsflugs en í umræddum
fréttatíma var hann kynntur sem
talsmaður Flugmálastjórnar. Sem
sagt opinber stofnun sem heyrir und-
ir æðsta yfirmann flugmála, sam-
gönguráðherra, setur opinberlega of-
an í við ráðherrann með einkennilegri
röksemdafærslu.
Eldgos og ekki eldgos
Í öðru lagi beitir Flugmálastjórn
fyrir sig þeim rökum að vegna hættu
á eldgosi á Reykjanesi sé Keflavík-
urflugvöllur ekki inni í myndinni fyrir
innanlandsflug. Heyr og endemi.
Sannarlega búum við á eldfjallaeyju
og höfum lagað okkur að þeirri stað-
reynd. Yrði alvöru gos á Reykjanesi
(sem reyndar hefur ekki orðið í 7–800
ár) er víst að gjóska þess legðist jafnt
yfir réttláta sem rangláta – nefnilega
Faxaflóasvæðið allt – þ.m.t. Reykja-
víkurflugvöll. Þá bendi ég talsmanni
Flugmálastjórnar á
ungt hraun á Álftanesi,
við Hafnarfjörð og í
Heiðmörk. Með rök-
semdarfærslu Flug-
málastjórnar ætti í raun
að leggja niður allt flug
á sv-horninu og beina
allri flugumferð á bas-
altsvæðin á Vest-
fjörðum eða Aust-
fjörðum.
Skaðar markað
Ég átel Flug-
málastjórn fyrir að
stunda „hræðsluáróður“ með yfirlýs-
ingum sínum á grundvelli eldgosa-
hættu. Vinnubrögð af þessum toga
eru vítaverð. Benda má á að mikill
uppgangur er á Suðurnesjum. Fjöl-
margir hafa kosið að flytja þangað á
síðustu árum – sveitarfélögin öll
kappkosta að bjóða lóðir til húsbygg-
inga. Yfirlýsing Flugmálastjórnar
getur skaðað þá uppbyggingu með
því að gefa í skyn að þar sé yfirvof-
andi meiri hætta á eldgosi en annars
staðar. Stofnunin á að kalla til baka
hina einkennilegu yfirlýsingu sína.
Dularfullar herþotur
í Reykjavík
Í ljósi þessara vinnubragða fyllist
maður einnig tortryggni vegna hinna
einkennilegu lendinga fjögurra
Harriet-þotna á Reykjavík-
urflugvelli. Sami talsmaður Flug-
málastjórnar segir í fjölmiðlum
(sama dag og hann reynir að slá
Keflavíkurflugvöll út af borðinu) að
herþoturnar hafi lent í Reykjavík
sem varaflugvelli vegna slæmra lend-
ingarskilyrða í Keflavík. Samtímis
lenda allar farþegaþotur suður frá.
Harriet-vélarnar eiga að vera sérlega
vel útbúnar og þola margt. Ég dreg
mjög í efa að lendingarskilyrði á Suð-
urnesjum hafi verið þennan dag
þannig að fullkomnustu herþotur hafi
þurft frá að hverfa meðan farþega-
vélar lentu sem ekkert væri. Ég
krefst þess að Flugmálastjórn geri
opinberlega grein fyrir því hvernig
og hver hafi tekið ákvörðun um hina
einkennilegu lendingu umræddan
dag.
Fagleg vinnubrögð
eiga að ráða
Hlutverk Flugmálastjórnar er að
gæta alls öryggis í flugi. Hefur hún að
mörgu leyti staðið sig vel í því. Hlut-
verk hennar er ekki að blanda sér inn
í pólitískar umræður og beita fyrir
sig vafasömum rökum. Stofnunin
glatar við það trúverðugleika sínum
og þá er illt í efni. Flugmálastjórn
ætti fremur að bjóða áhuga-
samtökum aðstoð við að fara faglega
yfir rök með og á móti því hvar innan-
landsflugi er best fyrir komið.
Flugmálastjórn
ræðst á Suðurnes
Hjálmar Árnason
svarar Flugmálastjórn ’Ég krefst þess aðFlugmálastjórn geri op-
inberlega grein fyrir því
hvernig og hver hafi
tekið ákvörðun um hina
einkennilegu lendingu
umræddan dag.‘
Hjálmar Árnason
Höfundur er alþingismaður.
REYJAVÍK er varla borg fyrir
fólk. Reykjavík er borg fyrir bíla.
Yfir 40% hennar eru undirlögð
steypu- og malbiksskúlptúrum
hönnuðum sérstaklega fyrir bíla.
Ekkert er til sparað,
sem von er – inni í
bílunum þarf fólk að
eyða ómældum tíma í
þessum glæsilegu
skúlptúrum, aðeins
með ráðleggingar frá
Umferðarráði á Rás 2
til að stytta sér
stundir eða að gefa
duglega inn í þeirri
von að einhver heyri
hve feykilega kraft-
mikil dósin, sem það
situr inni í, er.
Í öðrum borgum,
þar sem ástandið er jafnslæmt eða
jafnvel verra, eru yfirvöld – og
innilokaða fólkið ekki síður – farin
að gera sér grein fyrir að breikk-
un og „bæting“ skúlptúranna leys-
ir engan vanda, vegna þess að þeir
eru í raun og veru sjálfur vandinn.
Svo er því ekki háttað í henni
Reykjavík.
Í Reykjavík spretta upp slaufur,
lykkjur og flækjur upp á og niður
af mislægum gatnamótum til þess
að bílarnir komist tvö hundruð
metrum lengra áður en þeir verða
að stoppa á umferðarljósum. Þar
sem „framkvæmdir í samgöngu-
málum spara fé“ er það líklega hið
besta mál.
Hins vegar vill oft gleymast að
til „samgöngumála“ telst fleira en
milljóna og milljarða króna
„mann“-virki á mörgum hæðum,
hönnuð undir bíla. Samgöngur
sem byggja á slíkum virkjum eru
heldur ekki þær skilvirkustu eða
afkastamestu sem völ er á, a.m.k.
ekki í borgum. Almennings-
samgöngur, þ.e. strætó, eru…
ættu að vera mun hagkvæmari og
fljótlegri kostur til að komast milli
staða. Ættu að vera! En eru það
ekki, því strætó verður að notast
við sömu, glæstu „mann“-virkin
sem þegar eru yfirfull af eins
manns fjölskyldubíl-
um.
Undir „samgöngu-
mál“ ætti líka að
flokka hjólreiðar.
Ætti að flokka! En
það er ekki gert. Af
einhverjum sökum er
litið á hjólreiðar sem
heilsusamlegt tóm-
stundagaman, sem
ber að stunda á úti-
vistar- og göngustíg-
um borgarinnar – sem
flestir liggja, óupp-
lýstir með 50-70 cm
hjólaræmum, meðfram strand-
lengjunni.
Þó hjólastígana vanti er þó búið
að prenta kort; göngu- og hjóla-
stígakort. Prentun þessi er lofs-
verð og er almenn ánægja meðal
hjólreiðamanna með hana, þó
margt megi þar betur fara. Eitt af
því er hve margir stígar eru bara
á kortinu; þ.e. þeir eru hvergi sjá-
anlegir í borginni sjálfri, aðeins á
kortinu. Einnig hve oft mjóar
gangstéttir, oftar en ekki með
gráum stálgrindum eða ljósastaur-
um á þeim miðjum, eru hiklaust
merktar sem „hjóla“-stígar og að
tröppur þykja sjálfsagðar á hjóla-
stígum. Hins vegar er fínt að vita
að Hringbrautin, vestan Suð-
urgötu, sé orðin hjólastígur. Og ef
hjólað er eftir „bus“-akreininni á
Miklubraut (sem hjólreiðamenn
ættu að hafa fullan rétt á, þó ekki
væri nema sem „verðlaun“ fyrir að
hafa komist óskaddaðir gegnum
gatnamótavölundarhúsin sem
liggja á víð og dreif eftir Miklu-
braut og Kringlumýrarbraut) er
nú þegar komin nokkuð greið leið
vestur að hringtorginu við Ána-
naust – leiðin austur er enn nokk-
uð flókin og krefst töluverðar
dirfsku af hálfu hjólreiðamannsins.
Kort þetta er frábært framtak
ef allt sem þar er merkt mun
koma – ef allt sem kortið sýnir
mun verða að veruleika innan allt
of margra ára. Ef svo er verða
hjólreiðar sérlega hagkvæmur, og
þ.a.l. eftirsóknarverður, kostur í
samgöngum í borginni. Þá munu
hjólreiðar teljast til „samgöngu-
mála“.
Þetta eru þó nokkuð stór, og
þess vegna skáletruð, ef. Er ekki
sniðugra að byggja fyrst og þá
teikna kort af því sem er til stað-
ar? Hvað liggur á?
Vissulega er hugsanlegt að sam-
gönguvikan (16.–22. september)
eigi einhvern þátt þar í. Að kortið
skuli vera komið í prentun fyrir
þá viku; engu er líkara en að ekki
sé gert ráð fyrir að nokkur muni
hjóla eða ganga að þeirri viku lok-
inni. Minnir slíkur asi ekki eilítið
á mann sem er að mála skorstein
á húsi sem verið er að taka grunn-
inn að?
Asi eða enginn asi, rétt kort eða
ábótavant; öll þau er unnu að
þessu korti eiga þakkir skildar, og
fá þær hér með frá mér – og enn
meiri og fleiri ef þegar borgin fer
að líkjast kortinu frekar.
Reykjavík – borg bílanna?
Heimir Viðarsson
fjallar um gildi hjólreiða ’Er ekki sniðugra aðbyggja fyrst og þá
teikna kort af því sem er
til staðar?‘
Heimir Viðarsson
Höfundur situr í stjórn Lands-
samtaka hjólreiðamanna.
MORGUNBLAÐIÐ birti á dög-
unum brosglaða mynd
bæjarstjórans í Garða-
bæ, Gunnars Ein-
arssonar, og þá fyr-
irsögn, að nú muni
bæjarsjóður leggja
fram tuttugu þúsund
krónur á ári með
hverju barni til að
greiða þátttökugjöld
barna á aldrinum sex
til sextán ára vegna
þátttöku í íþrótta- og
æskulýðsstarfsemi. Í
greininni segir bæj-
arstjóri að í nýlegri
könnun komi fram að bæjarbúar
séu ánægðir með flest er lýtur að
íþrótta- og æskulýðsmálum, en aft-
ur á móti þyki fólki kostnaður við
þátttöku barna í íþróttum og öðru
félagslegu tómstundastarfi vera of
mikill. Gjöld í einstökum þáttum eru
rakin í greininni. Kostnaður við að
hafa barn í fimleikum
getur numið áttatíu
þúsund krónum, bolta-
greinarnar eru um kr.
þrjátíu þúsund, er þá
ótalinn ýmis kostn-
aður sem fylgir þátt-
tökunni. Fyrir utan
þetta eru síðan sum-
arnámskeið sem rukk-
að er fyrir sér-
staklega. Mörg börn
stunda nám við Tón-
listarskóla Garða-
bæjar og hleypur
kostnaðurinn á tugum
þúsunda króna.
Á þessu má sjá hversu gríð-
arlegur kostnaður þetta er fyrir
Garðabær –
hristir af
sér slenið?
Eyjólfur Bragason
fjallar um kostnað við
íþróttaástundun barna
Eyjólfur Bragason
STUNDUM verður mönnum á að
meta aðstæður rangt. Þegar borg-
arstjóri segir að loksins sé að verða
einhugur um að losa
okkur við Reykjavík-
urflugvöll leyfi ég mér
að efast um að það sé
rétt og eins að rétt sé
að færa miðstöð innan-
landsflugs úr höf-
uðborginni. Hluti af
rökum fyrir þessu felst
í að skoða „hugmynda-
fræðina“ að baki flug-
inu og hluti í að gerast
nútímalegur og „hugsa
grænt“.
Af hverju svona
innanlandsflug?
Auðvitað réðu
herðnaðarhagsmunir
því að Reykjavík-
urflugvöllur var byggð-
ur. En við vorum líka
heppin um leið því
hann auðveldaði upp-
byggingu öflugra sam-
gangna sem hafa skipt
byggð í landinu afar
miklu í um 70 ár. Flug-
ið kom að hluta í stað
hraðra járnbraut-
arsamgangna – frá borg til bæjar og
öfugt. Síðan hefur bíllinn náð langt
með bættu vegakerfi þannig að ekki
er grundvöllur (enn) fyrir styttri flug-
leiðum en u.þ.b. 250 km. Sú þróun,
bílferð í stað flugferðar, nær ekki
miklu lengra meðan vetnis/rafbílar
eru enn fjarri og eldsneytislítrinn
stefnir í 120–150 krónur. Gleymum
því ekki að ekinn kílómetri kostar 40–
80 krónur eftir bílgerð og slíka 400
ekna kílómetra skal bera saman við
verð flugferða. Í ljósi þessa er „hug-
myndafræðin“ að baki virku innan-
landsflugi sem hér segir: Flug með
20–50 manna hljóðlátum og sparneyt-
num vélum sparar fé sem ella færi til
aksturs. Flugið sparar tíma og því
meiri sem flugvellir eru nær þéttbýli.
Ferð frá „miðju til miðju“ tekur innan
við tvo klukkutíma og menn erindast
á tíma sem nemur allt niður í hálfs-
dagsferð. Flugið þjónar aðallega fólki
í brýnum erindagjörðum, stjórnsýsl-
unni, starfsfólki fyrirtækja og stofn-
ana, sjúklingum og námsmönnum en
ferðamenn eru í verulegum minni-
hluta (nema landsbyggðarfólk í ut-
anferðum). Þeir kjósa oftast hægari
ferðamáta.
Græn hugsun
Í umræðunni um Reykjavíkur-
flugvöll sést lítið til umhverfismála.
Menn láta jafnan eins og 70–90 km
akstur til og frá Keflavík sé „ekkert
mál“ og svo er „tíminn
svo stuttur“. Íslend-
ingar eru nauðbeygðir
til að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda
og það gerist ekki með
því að beina 300.000
manns eða fleirum á bíl-
um til Keflavíkur og
lengja flugtíma um 2 x 5
til 7 mínútur. Auk þess
eykst kostnaður af sí-
fellt fleiri eknum kíló-
metrum og verðmæta-
sóun af auknu bílasliti
sömuleiðis. Til eru að-
ferðir eins og vistfer-
ilsgreining til að sýna
fram á umhverfisáhrif
ólíkra kosta í sam-
göngum, þar sem flestir
þættir eru dregnir að
matinu, ekki bara valdir
þættir, eins og tími eða
rými.
Lausnir
En hvað með bygg-
ingarland í Vatnsmýr-
inni, bágt atvinnuástand
í Reykjanesbæ og fleira? Reykjavík-
urflugvöllur varðar alla landsmenn
og getur ekki nýst til að leysa vanda-
mál stakra byggða. Og hvað mýrina
góðu varðar þá felst ágæt lausn í að
hanna minnsta mögulega innanlands-
völl upp úr þeim gamla (tvær 1.000–
1.200 m brautir lengdar í sjó fram,
undir nýjar vélar) og nýta land sem
þar með losnar (er það 60% núver-
andi vallarlands?) undir byggingar.
Háskólabyggingar, þekkingarþorp,
breiðgatan Hringbraut, spítali og
fleiri mannvirku eru ekki beinlínis
hluti af heildrænni hugsun í skipu-
lagsmálum, svo miklir tækifær-
issinnar erum við Reykvíkingar og
höfum alltaf verið. Kannski er að
verða of seint að hanna fyrrnefnda
lausn með litlum, sjálfsögðum,
„grænum“ og „hugmyndafræðilega“
bærilegum Reykjavíkurflugvelli. Vel
gæti farið svo að innanlandsflug héldi
að einhverju leyti reisn á Keflavík-
urflugvelli en það væri ekki lausn
sem sæmir vakandi nútímamönnum.
Vatn sótt
yfir lækinn
Ari Trausti Guðmundsson
fjallar um Reykjavíkurflugvöll
Ari Trausti
Guðmundsson
’Og hvað mýr-ina góðu varðar
þá felst ágæt
lausn í að hanna
minnsta mögu-
lega innanlands-
völl upp úr þeim
gamla …‘
Höfundur er jarðeðlisfræðingur og
áhugamaður um umhverfismál og
ferðalög.