Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 13
Aukin eftirspurn eftir dísilbílum EFTIRSPURN eftir spar- neytnum fólksbílum hefur aukist verulega í Bandaríkj- unum að undanförnu í kjölfar þess að eldsneytisverð hefur hækkað. Volkswagen er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa notið góðs af þessu en sala fyrirtækisins í Bandaríkjun- um hefur það sem af er sept- embermánuði aukist um 72% miðað við ágústmánuð. Sér- staklega á það við um dísil- vélar sem eru mun spar- neytnari en bensínvélar. Rúnar H. Bridde, sölustjóri Subaru bifreiða hjá Ingvari Helgasyni, segist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið var við að áhugi fólks hér á landi á dísilbílum hafi aukist að undanförnu. „Fólk sem hefur verið á stórum bensíntrukk- um hefur verið að spyrja meira um bíla með dísilvélum. Hátt eldsneytisverð hefur áhrif og á að mínu mati eftir að hafa meiri áhrif,“ segir hann. Haraldur Þór Stefánsson, sölustjóri hjá Toyota, hefur ekki sömu sögu að segja. „Fólk hefur ekki sýnt mikinn áhuga á dísilbílum. Þetta skýrist kannski af verði bíls- ins en dísilbílar eru jafnan dýrari en bensínbílar,“ segir Haraldur. Hann segist þó hafa séð mikla aukningu á svokölluðum „hybrid“ bílum sem ganga fyrir bæði raf- magni og bensíni. „Á þeim eru lægri vörugjöld og þeir því hagkvæmari í verði auk þess sem þeir eru mun spar- neytnari.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF INNFLUTNINGUR MEÐ DHL EITT FYRIRTÆKI EINN GJALDMIÐILL EINN REIKNINGUR EINU ÁHYGGJUEFNINU FÆRRA Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. Á ÁRUNUM 2000–2005 fjárfestu Ís- lendingar í erlendum fyrirtækjum fyrir meira en 600 milljarða króna. Gögn frá Seðlabanka Íslands benda til að fjármunaeign Íslendinga í Bretlandi hafi numið um 62 milljörð- um króna árið 2004 og áætlanir Við- skiptaráðs gera ráð fyrir að fjárhæð- in fyrir árið 2005 verði 200 milljarðar króna á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Við- skiptaráðs, sem ásamt bresk-ís- lenska viðskiptaráðinu lauk nýverið við gerð skýrslu um útrás íslenskra fyrirtækja til Lundúna. Þar er, í viðtölum við lykilstarfs- menn sex útrásarfyrirtækja, Actav- is, Bakkavarar Group, Baugs Group, Íslandsbanka, KB banka og Lands- banka, leitast við að henda reiður á ástæður og forsendur útrásar ís- lenskra fyrirtækja. Auk þess er reynt er að meta ávinning íslensks viðskiptalífs af strandhögginu í Lundúnum, að því er segir í tilkynn- ingunni. Samflot lagt grunninn Í skýrslunni er meðal annars full- yrt að samflot íslenskra fjármála- stofnana og framleiðslufyrirtækja hafi lagt grunn að velheppnaðri út- rás til Lundúna. Hafi vöxtur eins fyrirtækis stuðlað að víxlvexti ann- arra fyrirtækja. Með samvinnu hafi heildin orðið að stærri summu ein- stakra liða. Það hafi gefið góða raun að halda breskum stjórnarháttum en blanda þeim saman við þá íslensku. Þá kemur fram að dreifing ís- lenskra fjárfestinga erlendis markist af klasaeinkennum, t.a.m. í Lundún- um þar sem sambönd geti nýst öðr- um fyrirtækjum en þeim sem þeirra afla. Auk þess spyrjist góður orðstír og þekking á íslenskum aðstæðum út og dragi úr grunnvinnu annarra ís- lenskra fyrirtækja sem ætli að hasla sér völl í Lundúnum. Þá segir að þekking manna á Íslandi og íslensk- um aðstæðum fari vaxandi en ein- staka fyrirtæki hafi enga stjórn á ímynd landsins. Ennfremur er bent á það í skýrsl- unni að einkavæðing bankanna hafi losað um miklar hömlur og ungt fólk hafi komið með reynslu og menntun frá útlöndum sem hafi nýst vel í út- rás íslensku fyrirtækjanna til Lund- úna. Viðskiptaráð áætlar fjármunaeign Íslendinga í Bretlandi um 200 milljarða Einkavæðing bankanna losað um miklar hömlur FARÞEGAR Icelandair í ágúst voru tæplega 203 þúsund og fjölg- aði um 19,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, en þá voru farþegarnir 170 þúsund. Sætanýt- ing félagsins í mánuðinum hækk- aði einnig um 2,7 prósentustig og var 83,9 prósent. Frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 14,5 prósent og eru þeir nú orðnir tæplega 1,1 millj- ón. Sætanýting hefur aukist um 2,4% og er 78,1% fyrstu átta mán- uði ársins. Fluttum tonnum Ice- landair Cargo fjölgaði um 1,6% frá síðasta ári og voru rúmlega 2.500 í ágúst. Frá áramótum hef- ur þeim fækkað um 1,5 prósent. Þá hefur fartímum í alþjóðlegu leiguflugi Loftleiða-Icelandic fjölgað um 34,9% í ágúst og 23,9% frá áramótum. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fækkaði hins vegar um 4,6 prósent í ágúst og voru þeir tæplega 30 þúsund. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir ástæðuna vera að erlendum ferðamönnum sé ekki að fjölga í samræmi við væntingar og að þeir noti innanlandsflugið minna en á síðasta sumri. Frá áramótum hefur þeim fjölgað um 3,2 prósent.                                       !         !  !                   !     "# $#   # %&&' %&&( )*  %&&' %&&( )*  Farþegum Icelandair fjölgar ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEIMSMARKAÐSVERÐ á gulli hef- ur ekki verið hærra í 17 ár. Við opn- un hrávörumarkaðarins í London á föstudag kostaði únsan af gulli 458 dollara en lækkaði svo lítillega þegar leið á daginn. Sérfræðingar telja ástæðuna vera að fjárfestingarsjóðir fjárfesta nú í gulli vegna óvissu um ástandið í bandaríska hagkerfinu, lægra gengis dollara og óvissu um verðbólgu. Þegar mikil óvissa ríkir kaupa fjár- festar gjarnan gull þar sem það þykir örugg fjárfesting. Hátt verð á gulli ● HÚSAVÍKURBÆR hefur samið við Þekkingu hf, um heildarumsjón tölvu- mála bæjarins. Þekking mun m.a. sjá um að tengja stofnanir bæjar- félagsins við miðlægan búnað sem verður staðsettur í Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga. Gagnaflutningar munu fara um ljósleiðara Orkuveitu Húsavíkur. Að sögn Huldu Ragnheið- ar Árnadóttur, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húsa- víkurbæjar, er markmiðið að sam- hæfa starfsemi fyrir- tækja og stofn- ana sveitarfélagsins. Þekking hf. sér um tölvumál Húsavíkur FYRSTI hlut- hafafundur Sím- ans eftir einka- væðingu var haldinn eftir há- degi á laugardag á hótel Nordica. Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrirtækisins og hefur hún skipt með sér verkum, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu Símans. Lýður Guð- mundsson verður stjórnarformað- ur. Auk hans voru kjörin í stjórnina þau Rannveig Rist, sem verður varaformaður, Panikos Katsouris, Gísli Hjálmtýsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson meðstjórn- endur. Varamenn voru kjörnir Ágúst Guðmundsson, Erlendur Hjaltason og Sveinn Þór Stefáns- son. Endurskoðunarstofa Símans var kosin Deloitte hf. Fram kemur í tilkynningunni að Lýður hafi á fundinum sagt að hann vilji tryggja að fyrirtækið verði áfram eftirsóknarverður vinnustaður. „Hann sagðist jafn- framt sjá í fyrirtækinu fjölmörg spennandi verkefni sem halda muni áfram að þróast í framtíðinni. Ný stjórn muni setja kraft í það að kynnast enn betur rekstri Símans og þeim tækifær- um sem eru fram undan. Að því loknu muni stjórnin skoða hvernig hún geti sett mark sitt á fyrirtækið.“ Þá kemur fram að Lýður hafi sagt að bú- ast megi við ein- hverjum breytingum og að hann hafi sagst sannfærður um að stjórnendur og starfsmenn Símans taki fullan þátt í þeim. „Á næstu dögum munu hluthafar fá sent yf- irtökutilboð í hlut sinn í Símanum. Tilboðsverð er hið sama og við kaup Skipta ehf. á hlutafé íslenska ríkisins. Tilboð þetta er gert með vísan til gildandi laga en burtséð frá því þá er eðlilegt að hluthöfum gefist kostur á að selja hlut sinn á þessum tímapunkti, er haft eftir Lýði. Lýður sagðist ennfremur leggja til við stjórn Símans að fé- lagið verði afskráð af tilboðsmark- aði Kauphallar Íslands þegar frest- ur til að taka yfirtökutilboði rennur út. Eignarhald á Símanum sé sam- þjappað og aðeins um 1,2% hluta- fjár í dreifðri eign. Félagið njóti því ekki þeirra kosta sem fylgja skráningu í Kauphöll, að því er segir í tilkynningunni. Ný stjórn Símans kosin um helgina Lýður Guðmundsson Rannveig Rist ● RAFRÆNA leiktækið dvd-kids komst í úrslit Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Bahrain í vikunni. Tækið var ásamt fimm öðrum verkefnum valið í flokki rafrænnar afþreyingar, en um er að ræða þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna er samkeppni þar sem besta stafræna efnið og nýmiðlun í veröldinni er kynnt, en yfir 1.000 verk- efni frá 168 löndum tóku þátt í þetta skiptið. Íslensk nýmiðlun í úrslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.