Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN ár hefur hækk- un fasteignagjalda á sumarhúsaeigendur ekki verið í neinu samræmi við verðþró- un í landinu. Mun- urinn er allt að tvö- faldur frá 2001 og stefnir í þreföldun miðað við þær álögur sem boðaðar eru. Endurmat hefur farið fram á 8.814 sumarbústöðum á veg- um Fasteignamats ríkisins að beiðni fjár- málaráðherra og tekur það til sumarhúsa og sum- arhúsalóða. Þetta mat tók gildi 1. september sl. og verður grundvöll- ur framreiknaðs fasteignagjalds 31. desember nk. Meðalhækkun end- urmats húsa og lóða er 24%. Að óbreyttri álagningarprósentu mun þetta endurmat og væntanlegur framreikningur þess stórauka gjaldtöku á sumarhúsaeigendur. Með lögum nr. 122/1996 um breytingar á lögum um sveit- arstofna sveitarfélaga var komið til móts við sjónarmið Landssambands sumarhúsaeigenda og lækkaði fast- eignaskattur um allt að 20%. Strax ári síðar bættu þau sveitarfélög, sem ekki voru þá þegar búin að leggja á sérstakt sorphirðugjald, þeim gjaldalið við fasteignaseðilinn, þannig að í reynd gekk lækkun á fasteignaskatti til baka. Nú er svo komið að sorphirðugjald hefur tvö- faldast frá árinu 2002. Á þessu ári hafa mörg sveitarfélög enn bætt við nýjum gjalda- lið, rotþróargjaldi, sem er innheimt með fast- eignaskattinum. Al- gengt er að sveit- arfélög innheimti sem næst 15.000 krónur fyrir eina losun á þriggja ára fresti, eða um 5.000 krónur á ári. Hjá mörgum fé- lagasamtökum og án efa víða í sum- arhúsabyggðum, eru fleiri sum- arhús tengd í sömu safnþróna en sveitarfélögin innheimta gjaldið á hvert hús. Þar af leiðir að marg- feldi húsa myndar höfuðstólinn en ekki fjöldi safnþróa. Forvitnilegt væri að heyra rök fyrir þeirri gjaldtöku. Samkvæmt 25. grein laga nr. 7/ 1998 um hollustuhætti og meng- unarvarnir er sveitarfélögum heim- ilt að leggja á þetta gjald en það má aldrei vera hærra en sem nem- ur kostnaði við veitta þjónustu. Hver hefur eftirlit með því að sveitarstjórnir fari að lögum í þeim efnum? Flestir sem til þekkja telja þess gjaldtöku óheyrilega háa, að minnsta kosti á þéttbýlissvæðum. Það sama á við um sorphirðu- gjaldið þar sem þjónusta er víða lítil sem engin. Í viðtali sem nýlega birtist í Morgunblaðinu við sveitarstjóra Bláskógarbyggðar kemur fram að „Bláskógarbyggð fær um 46 millj- ónir króna í fasteignagjöld, þar af 35–40 milljónir frá sumarhúsa- eigendum. Samkvæmt endurmati Fasteignamats ríkisins hækkar matið á sumarbústöðum í Bláskóg- arbyggð um 30% sem þýðir um 10– 15 milljóna tekjuaukningu fyrir sveitarfélagið.“ Af þessu má ljóst vera að megin tekjur, a.m.k. þessa sveitarfélags, koma frá sum- arbústaðaeigendum sem í nánast öllum tilvikum eiga lögheimili ann- ars staðar. Fyrir þessi gjöld fá sumarhúsaeigendur snjómokstur fyrir páska ef svo stendur á og brunavarnir. Það má því með fullum rétti halda því fram að mikill meiri hluti þeirra tekna sem sumarhúsa- eigendur greiða með fast- eignagjöldum renni óskert í rekst- ur sveitarfélaga. Það vekur athygli Lands- sambands sumarhúsaeigenda að í engu tilviki hafa hagsmuna- samtökin verið kölluð til sem um- sagnaraðili þegar sveitarfélög eru að ráða sínum málum gagnvart sumarhúsaeigendum. Þá kannast menn ekki við að sumarhúsa- eigendur, einstaklingar eða fé- lagasamtök í einstökum byggðum, hafi verið kallaðir til viðræðu um einhverja þjónustu þeim til handa. Einstaka sveitarstjórnir eða Landssamtök sveitarstjórnarmanna hafa fram til þessa ekki séð ástæðu til virða þá svars sem um þessi mál hafa fjallað. Landssamband sum- arhúsaeigenda krefst þess að þessi mál verði tekin til meðferðar af Landssamtökum sveitarstjórn- armanna og þeim ráðherrum sem málin varða. Gjaldtaka og þjónusta sveitarfélaga gagnvart sumarhúsaeigendum Ásgeir Guðmundsson fjallar um skatta á sumarhúsaeigendur ’Einstaka sveitar-stjórnir eða Lands- samtök sveitarstjórn- armanna hafa fram til þessa ekki séð ástæðu til virða þá svars sem um þessi mál hafa fjallað.‘ Ásgeir Guðmundsson Höfundur er formaður Lands- sambands sumarhúsaeigenda. VIÐBRÖGÐ prófessoranna Þor- valdar Gylfasonar og Ágústs Ein- arssonar við skipan Davíðs Odds- sonar í stöðu Seðlabankastjóra sýna litla fagmennsku. Málflutn- ingur þeirra virðist fullur af pólitískri heift og blindu. Eru þeir pólitískir pró- fessorar? Þegar Davíð Odds- son tók við sem for- sætisráðherra, voru erlendar skuldir þjóðarinnar yfir 60% af útflutningstekjum. Í dag er þjóðin nán- ast skuldlaus erlend- is. Ef öllum fjár- munum af sölu Símans hefði verið ráðstafað til greiðslu eftirstöðva erlendra skulda hefðu þær greiðst upp! Ekki orð um það hjá prófess- orunum! Á sama tíma hafa lífskjör hér- lendis tekið stór- felldum framförum og viðskiptalífið blómstrar, ekki orð um það. Auðvitað hefur Davíð ekki ver- ið einn. Hann hefur notið góðs af sam- starfi við aðra stjórn- málamenn. Þó ekki gangi vel í mínu sjáv- arþorpi er ég ekki svo blindur að geta ekki samglaðst yfir því sem vel gengur annars staðar á landinu. Hvernig geta prófessorar í Há- skóla Íslands – sem virðast haldn- ir „pólitískum athyglisbresti“ á kostum Davíðs Oddssonar, verið hæfir til að gefa umsögn um þetta? Eins gott að ég hef ekki þurft að sóa tíma og fjármunum í að sækja tíma í svona kennslu. Ég get lært meira – bara með því að horfa á valdabaráttu múkkanna við bryggjuna á Bakkafirði. Víkjum að Seðlabanka Íslands og skipan Davíðs Oddssonar. Mín skoðun er sú, að Seðlabanki Ís- lands þarfnist einmitt nú afburða sterks leiðtoga. Besti aðili sem völ er á hérlendis í það hlutverk, er Davíð Oddsson – með faglegri til- vísun í feril hans sem borgarstjóri og forsætisráðherra. Reynsluferill manna segir langtum meira um hæfileika þeirra, en hvaða próf þeir taka. Það mikilvægasta við leiðtoga er að þeir virki undir álagi og haldi réttri stefnu þegar ólgusjór gengur yfir. Dokt- orsgráða frá háskóla segir ekki alltaf mikið – eins og þessir tveir prófessorar eru stundum talandi tæmi um. Ég hef gagnrýnt sumt í stjórn- un sjávarútvegsmála og stöðu smærri sjávarbyggða – sér- staklega of lítið veiðiálag á þorski og tel það hættulega lítið. Ég tel að sjáv- arútvegsráðuneytið og Seðlabanka hafi vant- að sterkari leiðtoga að öllum þar ólöstuðum. Vandinn er að sterkir leiðtogar eru sjaldgæf- ir – og vandfundnir. Orð mín á ekki að skilja sem einhvern dóm yfir fráfarandi bankastjóra Seðla- banka eða fráfarandi sjávarútvegsráðherra. Ég tel báða þessa ein- staklinga mjög vand- aða menn sem hafi gert sitt besta. Ég verð að virða stjórn- unarstíl þeirra, þó að ég hefði kosið betri árangur. Í sjáv- arútvegsmálum má lagfæra margt, án þess að gera neinar byltingar – „taka eitt- hvað af“ öðrum eða fella gengið. Um slíkt bið ég ekki. Hátt gengi krón- unnar í dag og ýmsar umdeildar forsendur þar að baki, eins og t.d. endurteknar hækkanir stýrivaxta Seðlabanka á hæpnum forsendum, eru erfið mál. Vitlaust reiknaður „aukinn hús- næðiskostnaður“ er að rugga bátn- um – hættuleg villa – þegar hagur vísitölufjölskyldunnar í húsnæðis- málum er að batna vegna vaxta- lækkunar og hækkunar fast- eignaverðs (eignaaukningar). Þetta er dæmi um eldfim mál sem orka tvímælis og taka þarf föstum tök- um innan Seðlabanka. Allar breytingar sem fyrir liggja, „uppfærsla“ hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og skipan Seðlabankastjóra, eru dæmi um frábæra leiðtogahæfileika beggja formanna núverandi stjórn- arflokka og traust samstarf þeirra. Ef íslenska krónan á að halda velli þá hefur aldrei verið eins brýnt og nú að fá þann sterkasta leiðtoga í bankastjórn Seðlabanka Íslands sem völ er á. Það er kjarni málsins. Pólitískir prófessorar Kristinn Pétursson fjallar um feril Davíðs Oddssonar í stjórnmálum Kristinn Pétursson ’Ef íslenskakrónan á að halda velli þá hefur aldrei ver- ið eins brýnt og nú að fá þann sterkasta leið- toga í banka- stjórn Seðla- banka Íslands sem völ er á.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kalrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma ... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar                       Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.