Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Baldur Gunnars-son fæddist í Hafnarfirði 13. nóv- ember 1930. Hann lést á St. Jósefsspít- ala 10. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Sæmunds- dóttir, húsfreyja, f. 15. október 1893, d. 21. júní 1982, og Gunnar Jónsson, sjó- maður, f. 15. júní 1897, d. 17. nóvem- ber 1954. Systkini Baldurs eru: Sigríður, f. 1923; Jón Hjörtur, f. 1925, d. 1998; Steinunn, f. 1926; Sæmundur, f. 1929, d. 1995; Sæunn, f. 1931; og Guðný Gunnur, f. 1933. Árið 1954 kvæntist Baldur Öldu Traustadóttur, f. 14. apríl 1935. Foreldrar hennar voru Trausti Jónsson, f. 1907, d. 1994, og Dag- björg Jónsdóttir, f. 1906, d. 1949. Baldur var áður trúlofaður Huldu Elsu Gestsdóttur, f. 19. apríl 1930, d. 20. febrúar 1994, þau slitu sam- vistir. Börn Baldurs og Huldu Elsu eru: a) Kristín Marja Baldursdóttir f. 1949, eiginmaður Björgvin Björgvinsson, þeirra börn eru eru Friðrik Páll, f. 1988, og Alex- ander, f. 1989, barn Öldu og Þor- steins er Tinna Sól, f. 1995. Barnabarnabörn Baldurs eru 12. Baldur Gunnarsson var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og átti þar heima allt sitt líf. Hann fór ung- ur til sjós og var sjómaður frá 16 ára aldri til rúmlega fertugs. Hann hóf sjómannsferilinn með föður sínum sem þá var kokkur á togur- um. Baldur lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg og seinna hlaut hann vélstjóraréttindi. Baldur var á ýms- um fiskiskipum framan af ævi, svo sem Faxaborginni, en var í mörg ár vélstjóri á aflaskipinu Eldborgu GK 13 frá Hafnarfirði og voru það án efa hans bestu ár til sjós. Baldur teiknaði m.a. merki skipsins sem síðast þegar vitað var prýddi enn Hólmaborgina, áður Eldborg, frá Eskifirði. Hann lauk sjómannsferli sínum hjá Eimskip á skipinu Skógafossi. Eftir að í land kom starfaði Baldur lengst af sem lag- erstjóri hjá Almenna bókafélaginu eða vel yfir áratug. Einnig starfaði hann þó nokkur ár hjá Nóa Hreini og Síríus. Helstu áhugamál Baldurs voru málaralist og bækur og notaði hann hverja stund sem gafst frá amstri dagsins til að sinna áhuga- málum sínum og málaði m.a. tölu- vert. Útför Baldurs verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Soffía Eydís f. 1970, Hildur Erla, f. 1973, og Hulda Elsa, f. 1973, og b) Þórdís Jóna Kristjánsdóttir (ættleidd), f. 1950, eiginmaður Magnús Jónsson. Börn Þórdís- ar og fyrri eigin- manns, Þórðar Gunn- ars Valdimarssonar, eru Hildur Björk, f. 1967, María, f. 1969, Gunnar Þór f. 1974 og Tinna Karen, f. 1980. Börn Öldu og Bald- urs eru: 1) Dagbjörg Baldursdóttir, f. 1953, eiginmaður Tómas Frosti Sæmundsson, þeirra börn eru Hrafnhildur Elísabet, f. 1969, Fjóla Fabíóla, f. 1973, d. 1975, Sigurveig Sara, f. 1977, og Katrín Kine, f. 1985. 2) Trausti Baldursson, f. 1956, sambýliskona Gunnhildur Pálsdóttir, þeirra börn eru Smyrill, f. 1975, og Vífill, f. 1982. 3) Gunnur Baldursdóttir, f. 1959, eiginmaður Svavar Ellertsson, þeirra börn eru Alda Karen, f. 1978, Hilda Guðný, f. 1982, og Ellert Þór, f. 1988. 4) Alda Baldursdóttir, f. 1967, eiginmaður Þorsteinn Jónsson. Börn Öldu, barnsfaðir Friðrik Páll Ágústsson, Það haustaði of snemma í lífi föður míns, hann var þó maðurinn sem hefði getað málað haustið í litum sem aðrir sjá ekki. Hefði hann fengið tíma. En sem ungur maður gaf hann sér tíma til að kenna börnum sínum að mála og meta listina. Fyrstu sex árin í lífi barns geta verið þau mikilvæg- ustu, þá er grunnurinn að uppeldi þess lagður, og kannski að lífi líka. Hvort hann hefur verið sér meðvit- andi um þá staðreynd veit ég ekki, en oft hef síðar undrast frábærar upp- eldisaðferðir hans, einkum þegar haft er í huga að hann var ekki orðinn tví- tugur þegar hann eignaðist mig. Ég var frumburðurinn, og átti athygli hans óskipta fyrstu árin enda þótt ég væri alin upp hjá foreldrum hans. Hann opnaði heim bókmenntanna með því að lesa fyrir mig á kvöldin ævintýri og sögur, og leiddi mig inn í myndlistina með því að lofa mér að fylgjast með þegar hann málaði. Sem hann gerði í frístundum. Þá lét hann mig skoða listaverkabækurnar sínar, sagði mér frá myndunum og málur- unum, svo skilmerkilega að ég þekkti alla frönsku impressionistana með nafni fimm ára. Til að auka þekkingu mína í myndlistinni tók hann mig oft með þegar hann sótti sýningar í Listamannaskálanum og víðar. Hann átti það líka til að bregða á leik, hann var ungur, með strákinn í sér, og þá kenndi hann mér erlend dægurlög, lét mig standa uppi á stól og syngja hástöfum á tungumáli sem ég skildi ekki orð í. Og hann hafði ekki síður áhuga á íþróttum en músík, ég man eftir ágætri tilsögn í skylmingum. Hann samdi ljóð og safnaði bókum af ástríðu eins og faðir hans hafði gert. Það voru þó ekki ritgerðirnar sem hann aðstoðaði mig við þegar ég var komin í framhaldsskóla, heldur stærðfræðin. Hann var sá eini sem gat fengið mig til að skilja tölur. Þeg- ar ég fór ung að kenna notaði ég að- ferðir hans. Ég notaði einnig uppeld- isaðferðir hans, hafði þá reglu í huga að tala ætíð við börn með virðingu eins og væru þau fullorðið fólk. Vegna hæfileika sinna á svo mörg- um sviðum varð faðir minn aldrei gamall þótt hann eltist og þótt hann væri orðinn þroskaðri þegar systkin mín komu til sögunnar veit ég að þau fengu líka að njóta hugmyndaríkis hans. En eins og oft er títt um andríkt fólk, var hann hlédrægur maður. Leiddist allt umstang, sagði fátt þeg- ar margir voru viðstaddir en fór á flug í listinni þegar fáir hlýddu á. Hann var bæði góður og fallegur, öllum þótti vænt um hann. En mistilteinn- inn hæfði hann. Og ásunum var af- taka mikil og missa í fráfalli Baldurs. Kristín Marja Baldursdóttir. Með þessum örfáu orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Baldurs Gunnarssonar, sem lést hinn 10. september síðastliðinn á 75. ald- ursári. Leiðir okkar lágu fyrst saman á haustdögum árið 1968 og áttum við því samleið um langt skeið. Á fyrstu hjúskaparárum okkar Kristínar Marju var oft leitað til Baldurs, eink- um þegar þurfti að gera við þvotta- vélar og ýmsar rafmagnsvörur. Það var alveg sama hvaða tæki eða vél það var sem bilaði, allt gat Baldur gert við. Það var ósjaldan þannig að hann tók verkfærin með þegar hann kom í heimsókn til að yfirfara og gera við það sem hann vissi að tengdasonur hans hafði trassað eða hafði ekki kunnáttu til. Baldur var vélstjóri að mennt og sjómennskan kallaði á hann eins og marga aðra unga menn á þessum árum. Á síldarárunum var hann vélstjóri á aflabátnum Eldborg- inni, hann var stoltur af því að hafa verið þátttakandi í síldarævintýrinu og minntist á þá tíma þegar tækifæri gafst. Baldur var stórhuga á síldarár- unum og réðst í að byggja sér og fjöl- skyldu sinni tveggja hæða hús með risi og kjallara að Móabarði 10 í Hafn- arfirði. Hann var ekki einungis hand- laginn, hann var einstaklega drátt- hagur og ekki vafðist það fyrir honum að yrkja og setja saman vísur án þess að hafa mikið fyrir því, þótt hann sjálfur segði alltaf að hann ætti ekki auðvelt með það. Listhneigð var hon- um sannarlega í blóð borin og má sjá hvernig börn hans og barnabörn hafa erft gáfu hans og hæfileika. Þegar Baldur var í siglingum á millilandaskipum notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að fara á söfn í evrópskum stórborgum, þar sem hann kynnti sér það sem gömlu meistararnir höfðu málað og einnig það sem nútímalistin hafði fram að færa. Hann talaði oft um hve honum þótti þetta vera skemmtilegur og lær- dómsríkur tími. Þegar litið er til þeirra fjölmörgu málverka og vatns- litamynda sem Baldur gerði um æv- ina má sjá að hann hafði gaman af að mála myndir tengdar sjónum og sjó- mennsku. Hann hafði einnig mjög næmt auga fyrir landslagi og margar myndir hans af uppstillingum eru af- ar listrænar og vel málaðar. Baldur var ekki síður andans mað- ur enda las hann mikið fyrr á árum og bókasafn hans var orðið mjög stórt. Á síðustu árum kom Baldur stundum í heimsókn upp í Gerðhamra. Þá sátum við yfir kaffibolla og mauluðum kex og töluðum um skáld og skáldverk. Ekki vorum við alltaf sammála um til- gang og gæði bókmennta en við átt- um það sameiginlegt að fara saman í ferð um lendur skáldskaparins og nutum þess að geta gleymt okkur frá amstri dagsins. Þessi tími var ein- stakur fyrir mig og minninguna um tengdaföður og góðan dreng er gott að hafa. Að lokum bið ég þann sem öllu stýrir að styðja og styrkja Öldu og fjölskylduna í sorg þeirra við fráfall Baldurs Gunnarssonar. Björgvin Björgvinsson. Þegar afi vann hjá Almenna bóka- félaginu kom hann oft fótgangandi heim til okkar í hádeginu þótt um nokkurn spöl væri að fara. Þetta voru góðar stundir því afi hafði góða nær- veru og ekki skemmdi fyrir að oft tók hann alls konar góðgæti með sér. Afi var háttvís og hávaðalaus maður, hlustaði á okkur stelpurnar mala út í eitt með aðdáunarverðri þolinmæði en sagði þó skemmtilega frá svona þegar hann fékk að komast að. Allt hans fas og hátterni endurspeglaði rólegan mann sem fór í alla staði eftir hinni gullvægu reglu að flýta sér hægt. Við hin ýmsu tækifæri vakti það ávallt undrun okkar og þó nokkra kátínu hversu hægt afi borðaði og aldrei þreyttumst við á að óska skýr- inga á þessu háttalagi enda fengum við alltaf sama svarið sagt með yf- irvegaðri röddu: Það er gott fyrir meltinguna að borða rólega. Hvort sem það var því að þakka eða gönguferðum hans um Hafnar- fjörð og nágrenni, þá var afi hraustur maður. Einn var sá veikleiki sem hann þó hafði, og virðist sá veikleiki reyndar vera ættgengur, en afi var sólginn í súkkulaði. Við stelpurnar nutum þó góðs af því og oftar en ekki er við komum í heimsókn á Móabarð- ið fengum við Nóakonfekt eða annað súkkulaði, sem oftast nær var vand- lega geymt í afakompu. Afakompa var lengst af í risinu og hvíldi yfir henni mikil dulúð enda var aðgangur að henni stranglega bannaður. Stund- um fengum við þó að kíkja inn í helgi- dóminn og bar þar margt undarlegt og spennandi fyrir augu. Í kompunni málaði afi myndirnar sínar þegar tími gafst til og erum við systur stoltar að eiga málverk eftir afa sem prýða heimili okkar. Afi var hógvær maður og það sýndi sig í því að hann undr- aðist að við skyldum sýna myndum hans áhuga og þykja þær fallegar. En afi átti fleiri áhugamál, hann las mikið og átti ógrynni bóka. Vart varð þverfótað fyrir bókum innan um mál- verkin í afakompu. Það gladdi hann mikið að fá nýja bók að gjöf og á yngri árum gat hann oft lesið fram á nætur með kaffibrúsann sinn. Afi kenndi okkur að umgangast bækur af virðingu og fyrir það erum við þakk- látar. Á þessari kveðjustund finnum við glöggt að afi skipar stóran sess í æskuminningum okkar og verður hans sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Hildur Erla, Hulda Elsa og Soffía Eydís Björgvinsdætur. Í fjögurra ára afmælinu mínu komst ég að dálitlu merkilegu um hann afa minn, hann hafði sko alger- lega sömu skoðun og ég á því hvernig átti að borða kökur og aðrar kræs- ingar. Ég sat við hliðina á honum og við vorum bæði að gæða okkur á hinni víðfrægu tyggjóköku. Allt í einu bendir hann mér á að ég sé nú ekki að borða hana rétt, því maður á sko að borða verri hlutann fyrst og geyma þann góða þar til síðast. Mér leið næstum eins og Edison þegar hann fann upp ljósaperuna. Það er senni- lega þessi minning sem lætur mig alltaf hugsa um afa minn sem algeran sælkera. Hann afi minn gerði nú líka margt annað en að kenna litlum stelpuskjátum að borða kökur rétt. Frábær listamaður er sennilega sá titill sem ég myndi setja á hann í símaskrána. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en að hann hafi verið að dunda sér við að mála eða teikna eitt- hvað. Þegar ég lít á myndirnar sem hann hefur gert þá líður mér eins og hann sé hreinlega ekki farinn neitt, heldur vaki hérna yfir okkur og sé bara að halda áfram að teikna okkur öll. Á milli þess sem hann teiknar okkur er hann samt sennilegast að lesa góða bók. Hann afi minn átti nefnilega fleiri bækur en ég get ímyndað mér að nokkur gæti komist yfir að lesa á heilli ævi. Ég hef alltaf verið voðalega stolt af honum afa mínum, ég held nefnilega að duglegri mann sé erfitt að finna. Alltaf þegar ég bendi fólki á hvar afi minn og amma eiga heima þá hef ég alltaf bætt við „og hann afi minn byggði sko þetta hús“. Ég verð líka ævinlega þakklát fyrir þann tíma er ég bjó í kjallaranum hjá honum og ömmu, mikið var nú hugsað vel um mann. Elsku afi minn, það er svo óraun- verulegt að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, en ég hugga mig við það að þar sem þú ert núna líður þér svo miklu betur. Ég kveð þig því í bili, vit- andi það að einn daginn munum við hittast aftur. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Þín dótturdóttir, Alda Karen. Elsku afi. Við systurnar fengum ekki að kynnast þér eins vel og við vildum, þar sem við bjuggum lengi í útlöndum, en þú skilur samt eftir mikið tómarúm í hjörtum okkar. Við vorum mjög heppnar að við fengum allar að kynnast þér á ákveðnum stigum í lífum okkar. Við höfum mjög mismunandi minningar um þig, elsku afi, þar sem mikill aldursmunur er á okkur, en all- ar þær minningar munum við geyma á sérstökum stað. En minning stend- ur þó upp úr hjá okkur öllum og það er hversu mikill sælkeri þú varst. Hann afi átti alltaf nammi til að lauma að okkur. Einnig var alltaf gaman að fara með þér í veislur þar sem við vorum alltaf fyrst að borðinu til að ná okkur í kökur og gúmmulaði. Við lofum þér því, elsku afi, að borða alltaf eina sneið fyrir þig. Kær kveðja. Hrafnhildur Elísabet, Sigurveig Sara og Katrín Kine. BALDUR GUNNARSSON Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR GESTSSON, fyrrv. alþingismaður og bóndi á Hæli í Hreppum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðju- daginn 20. september kl. 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Jóhanna Steinþórsdóttir, Gestur Steinþórsson, Drífa Pálsdóttir, Aðalsteinn Steinþórsson, Margrét Steinþórsdóttir, Sigurður Steinþórsson, Bolette Höeg Koch, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGASON framkvæmdastjóri, Njörvasundi 36, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánu- daginn 19. september kl. 13. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Benedikt Aðalsteinsson, Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir, Sigurður Ingi Ljótsson, Ólafur Pétur Ásgeirsson, Edda Jónsdóttir, Eiríkur Sturla Ólafsson, Ísabella, Natalía og Máni Freyr. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, húsasmíðameistari, Hrannarbyggð 19, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 23. september kl. 14.00. Lilja Ólafsdóttir, Tómas Sigurðarsson, Rut Friðfinnsdóttir, Kristján Sigurðarsson, Lilja Ólöf Sigurðardóttir, Agnar Helgi Arnarson, Randver Sigurðsson, Helga Sveinbjörnsson, Ólafur Sigurðsson, Jón Hjörtur Sigurðsson, Sigríður Ingimundardóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.