Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 27 sjö, Sameinaði Framtíðarflokkurinn þrjú og Frjálslyndi flokkurinn tvö. En til að geta myndað meirihlutastjórn þarf Verkamannaflokkurinn að minnsta kosti 11 af þeim 23 þingsætum sem sex ofangreindir flokkar skipta á milli sín miðað við núverandi skiptingu atkvæða. Talið er að Clark muni einbeita sér að því að tryggja stuðning Framsækna flokksins, flokks Grænna, Sameinaða Framtíðarflokksins að við- bættum traustsyfirlýsingum frá Nýja-Sjáland- fyrst flokknum og flokki Maóría. Samstarf jafnaðarmanna við Þjóðarflokkinn eða ný-sjálenska Frjálslyndaflokkinn er hins veg- ar talið útilokað. Margir möguleikar í stöðunni Samstarf við Sameinaða Framtíðarflokkinn er hins vegar tvísýnt eftir að leiðtogi flokksins, Pet- er Dunne, lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja stjórn sem hefði Græna innanborðs, en þessir tveir flokkar tóku einmitt þátt í samsteypustjórn Verkamannaflokksins á liðnu kjörtímabili. Á móti kemur að Dunne hefur lofað að ganga fyrst til viðræðna við þann flokk sem hlýtur flest atkvæði, ásamt því sem að leiðtogi Nýja-Sjáland- fyrst flokksins, Winston Peters, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni ekki vera í andstöðu við sig- urvegara kosninganna. Þetta styrkir stöðu Clarks en getur þó snúist við hafi utankjörstaðaratkvæði veruleg áhrif á lokaútkomu kosninganna. Athygli vekur að Dunne hefur sakað Græna um að vera langt frá miðjunni í ný-sjálenskum stjórnmálum og að utanríkisstefna þeirra nálgist réttlætingu á hryðjuverkum. Þá hafa forystumenn flokks Maóría gagnrýnt stjórn Clarks fyrir einkavæðingu hennar á strandlendi, sem var áður skilgreint sem land- areign afkomenda frumbyggja, en vegna and- stöðu Þjóðarflokksins við sérstaka styrki til fram- boðs Maóría er ólíklegt að flokkur þeirra kjósi að slíta stjórnarsamstarfi við Verkamannaflokkinn. Þrátt fyrir erfiða stöðu hefur Brash neitað að lýsa yfir ósigri í kosningunum, en hvernig svo sem útkoma stjórnarmyndunarviðræðna verður er ljóst að hann er ótvíræður sigurvegari kosn- inganna, og óhætt að segja að framlag hans hafi endurreist Þjóðarflokkinn sem meiriháttar stjórnmálaafl á Nýja-Sjálandi. Það ætti því ekki að koma á óvart að Þjóð- arflokkurinn hefur lýst yfir fullum stuðningi við Brash fyrir komandi kjörtímabil hvað svo sem stjórnarmyndunarviðræður leiða af sér. Á móti kemur að Brash er 64 ára og því alls óvíst um hvort hann bjóði sig fram sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar í kosningunum 2008 fari svo að hann verði áfram í stjórnarandstöðu. Góða útkomu Þjóðarflokksins í kosningunum má ekki síst rekja til loforða Brash, formanns flokksins og fyrrum yfirmanns ný-sjálenska seðlabankans, um umtalsverðar skattalækkanir. Þá setti Brash, sem er doktor í hagfræði og andstæðingur mikilla ríkisumsvifa, fram hug- myndir um að fella niður opinbera styrki til stjórnmálabaráttu Maóría. Hátt olíuverð bar einnig á góma í kosningabar- áttunni og naut Brash góðs af tillögum sínum um að lækka gjöld á eldsneyti. Brash lofar að styrkja sambandið við Bandaríkin Enn fremur hefur Brash lofað kjósendum að sam- band landsins við Bandaríkin verði styrkt á sviði utanríkismála, á sama tíma og andstæðingur hans, Clark, minnti kjósendur á ákvörðun hennar um að styðja ekki við innrás bandamanna í Írak. Afskipti Brash af stjórnmálum hófust fyrir al- vöru árið 1980 þegar hann tapaði í kosningum í Auckland. Í millitíðinni hefur hann starfað fyrir Alþjóða- bankann, ásamt því að gegna stöðu formanns ný- sjálenska seðlabankans í 14 ár, lengur en nokkur annar. Óhætt er að segja að kosningabarátta Brash og áhersla hans á skattalækkanir eigi margt sameig- inlegt með stefnumálum John Howards, leiðtoga Frjálslyndaflokksins og forsætisráðherra Ástr- alíu, frá því að sá síðarnefndi komst til valda árið 1996. Þannig hefur Howard beitt sér mjög fyrir end- urskoðun á margvíslegum styrkjum til afkom- enda frumbyggja, ásamt því að hafa verið einhver ötulasti stuðningsmaður George W. Bush í stríð- inu gegn hryðjuverkum. Leggur áherslu á góðan árangur í efnahagsmálum Stjórnmálaskýrendur telja að deilur innan Verka- mannaflokksins um hversu langt ætti að ganga í skattalækkunum, eftir uppgjör síðustu fjárlaga í apríl, hafi skaðað flokkinn á upphafsstigum kosn- ingabaráttunnar. En þessar deilur drógu athygli kjósenda frá góðum árangi stjórnar Clarks í efnahagsmálum á síðustu árum. Þannig nam afgangur á síðustu fjárlögum yfir fjórum prósentum af landsframleiðslu og hafa skuldir ríkisins lækkað úr um 50 prósentum af landsframleiðslu árið 1992 niður í um sjö komma fimm prósent. Að auki hafa efnahagsumbætur stjórnarinnar mælst vel fyrir utan landsteinanna og var Nýja- Sjáland t.a.m. efst á nýlegum lista Alþjóðabank- ans yfir þau lönd sem greiðfærast þykir að stunda viðskipti. Að venju lagði Verkamannaflokkurinn mikla áherslu á menntun og heilbrigðismál og ítrekaði Clark iðulega þá stefnu sína að stuðla að jöfnuði á meðal landsmanna. Brýtur Clark blað í stjórnmálasögu landsins? Takist Clark að mynda stjórn verður hún fyrsti forsætisráðherra landsins frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar til að sigra í þrennum kosningum í röð, en hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna formannsembætti ný-sjálenska Verkamanna- flokksins. Sigur hennar yrði einnig athyglisverður fyrir þá sök að kona mun þá hafa leitt stjórn Nýja- Sjálands fjögur kjörtímabil í röð, en Jennifer Mary Shipley, leiðtogi Þjóðarflokkins, varð ein- mitt fyrst kvenna til að gegna embætti forsætis- ráðherra landsins kjörtímabilið 1997–1999. Á hinn bóginn hefur Clark, sem er doktor í stjórnmálafræði og fyrrum kennari í stjórn- málafræðum við Auckland University, setið á ný- sjálenska þinginu í um aldarfjórðung, og má því segja að ímynd hennar hafi glatað ákveðnum ferskleika í augum kjósenda. Vandamál Brash var hins vegar þveröfugt og notfærði Clark sér þá staðreynd óspart að hann á að baki aðeins um þriggja ára setu á ný-sjálenska þinginu. Verður Clark næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna? Líkt og í Ástralíu fara kosningar á Nýja-Sjálandi fram á þriggja ára fresti og vonast stuðningsmenn Þjóðarflokksins til að stjórnarsamstarf Verka- mannaflokksins muni gliðna í sundur á komandi kjörtímabili fari svo að Clark nái að mynda stjórn. Þá er talið að flokksþreyta innan Verkamanna- flokksins muni kalla á ný andlit í forystusveit flokksins á kjörtímabilinu. Hvað snertir samkeppni um formannsstöðu Verkamannaflokksins þá hefur Clark neitað vangaveltum um að hún muni stíga úr embætti formanns á kjörtímabilinu til að gefa eftirmanni sínum nauðsynlegt svigrúm til að sanna sig fyrir kjósendum fyrir kosningarnar 2008. Jonathan Milne, blaðamaður New Zealand Herald, er hins vegar ekki svo viss um að hún muni sitja út kjörtímabilið og hefur sett fram þá hugmynd að hún muni taka við af Kofi Annan sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna þegar hann lætur af embætti 31. desember 2006. tjórn Helen Clark velli? Reuters il stuðningsmanna sinna eftir þingkosningarnar. mynda í landinu. Fyrir guleika að stóru flokk- D og CDU, leggi saman ugri samsteypustjórn, nur stjórnarmynstur „reikningslegu“ sjón- hefði samsteypustjórn , græningja og frjálsra irihluta á þingi. er þó talinn afar ólíkleg- jósi þess að forystumenn rata hafa verið óþreyt- því að þeir fari ekki með um og græningjum í welle, formaður flokks- þessa ákvörðun flokksfor- og fyrstu tölur voru i því yfir að frjálsir yndu að breyttu breyt- am að vera í stjórn- hröders og Lafontain- starf þeirra ólíklegt „tölfræðilegur“ möguleiki kanslara og Joschka kisráðherra og leiðtoga mynda stjórn með flokki Gysis og Oskars hins vegar talinn afar a þeirra væringa sem illi Schröders og Lafont- því að sá síðarnefndi ðherraembætti í rík- isstjórn Schröders, sem og öllum póli- tískum trúnaðarstörfum á vegum flokksins fyrir rúmum sex árum. Schröder hefur ekki farið leynt með það á síðustu vikum að hvorki hann né flokkur hans muni svo mikið sem íhuga þann möguleika að taka upp samstarf við Lafontaine og liðsmenn hans. Enn einn „reikningslegur“ möguleiki er sá að græningjar fari í sam- steypustjórn með kristilegum og frjáls- um demókrötum. Ef tekið er mið af þeim hvössu skeytum sem gengið hafa á milli þessara ólíku flokka að und- anförnu má þó telja hæpið að slíkt sam- starf komi til greina. Samsteypustjórn stóru flokkanna möguleg? Eina mögulega stjórnarmynstrið virðist því sem stendur vera samsteypustjórn stóru flokkanna tveggja. Slík stjórn hefur aðeins einu sinni áð- ur verið mynduð í Þýskalandi. Það var árið 1966, þegar Kurt Georg Kiesinger, formaður kristilegra demókrata, mynd- aði stóra samsteypustjórn með jafn- aðarmönnum, undir forystu Willy Brandts. Stjórn þeirra Brandts og Kiesingers hélt um stjórnartauma í landinu í þrjú ár. Þetta voru miklir umbrotatímar, ekki síst vegna þess mikla pólitíska óróa sem hefur verið kenndur við svo- nefnda 68-kynslóð. Margir af núverandi þingmönnum græningja, þeirra á meðal Joschka Fischer utanríkisráðherra, létu mjög að sér kveða í þeirri baráttu. Þeir eru margir sem efast um að samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna sé í stakk búin til að leysa þau efnahagslegu vandamál sem blasa við í Þýskalandi um þessar mund- ir, en þeirra alvarlegast er án efa við- varandi atvinnuleysi tæplega 5 milljóna manna. Þá leikur heldur ekki vafi á því að það yrði erfitt fyrir þessa flokka að koma sér saman um aðgerðir og stefnu í heilbrigðis-, skatta- og orku- eða utan- ríkismálum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Á öllum þessum sviðum hefur ríkt djúpstæður ágreiningur um mark- mið og leiðir á milli stóru flokkanna tveggja. Við allt þetta bætist síðan sú spurning, hver eigi að gegna hlutverki leiðtogans í hugsanlegri samsteypu- stjórn af þessu tagi. Þrátt fyrir að það hafi tekist að velta ríkisstjórn Schröders og Joschka Fischers úr sessi, er engu að síður ekki hægt að horfa framhjá þeirri stað- reynd, að Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata, ríður ekki feitu hrossi frá þessum kosningum. Flokkur hennar hefur aðeins tvisvar sinnum frá stríðslokum farið ver út úr þingkosn- ingum í Þýskalandi. Þvert ofan í allar spár um glæstan sigur tapaði flokk- urinn þremur prósentustigum frá síð- ustu kosningum, þar sem hann galt reyndar mikið afhroð. Hugsa Merkel þegjandi þörfina Þá var Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, kanslaraefni flokks- ins. Hann, sem var lengi mótfallinn því að Angela Merkel tæki slaginn gegn Schröder, má því í aðra röndina vel við una. Og sama gildir um ýmsa fleiri flokksbræður Angelu Merkel sem áttu lengi vel erfitt með að dylja vantrú sína á því að henni tækist að leiða flokkinn til valda. Það má gera ráð fyrir að þeir muni á næstu vikum og mánuðum hugsa formanni sínum þegjandi þörf- ina. Strax eftir að úrslitin í kosningunum voru kunn létu fylgismenn Schröders líka þá eindregnu skoðun í ljósi, að það væri augljós vilji kjósenda að Gerhard Schröder yrði áfram kanslari Þýska- lands. Fari svo að Schröder og menn hans haldi fast við þessa skoðun er ólíklegt að Angela Merkel og félagar hennar geti myndað ríkisstjórn með jafnaðarmönnum. Í ljósi þeirra mjög svo óvæntu að- stæðna sem nú hafa skapast í þýskum stjórnmálum eru fréttaskýrendur þegar farnir að ýja að því að það geti á end- anum orðið nauðsynlegt að efna til nýrra þingkosninga. Flestir vona þó að málin leysist á annan veg, enda eru menn sammála um að nýjar kosningar væru fyrir margra hluta sakir algjört neyðarbrauð. AP Forystumenn nýja vinstriflokksins í Þýskalandi (Die Linke), þeir Gregor Gysi og Oskar Lafontaine, fagna úrslitum kosninganna, sem voru flokknum hagstæð. Reuters Leiðtogi þýskra græningja, Claudia Roth (fyrir miðju), þegar fyrstu tölur birtust. it og ríkir lar um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.