Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist í New York hinn 4. júlí 1944. Hann lést á Land- spítalanum 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrea Eygló Gísladóttir, f. 3. nóv. 1912, d. 6. feb. 1962, og Guðmund- ur Ólafsson, f. 26. des. 1910, d. 11. apríl 1974. Systir Ólafs er Jóhanna Sigríður Guð- mundsdóttir, gift Gylfa Svavars- syni. Þau eru búsett í Noregi og eignuðust sjö börn, af þeim eru sex á lífi, Andrea, f. 13.9. 1962, Laufey, f. 31.12. 1963, Halla, f. 11.1. 1966, Svavar, f. 21.12. 1967, d. 27.3. 1998, Rut, f. 20.8. 1970, Friðbjörg, f. 21.7. 1972, og Þórð- ur, f. 5.6. 1974. Fyrri kona Ólafs var Jóhanna Lövdahl, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Andri Birkir Ólafsson, f. 22.2. 1968, búsettur í Danmörku, maki María Guðbjartsdóttir, f. 17.6. 1968. Synir þeirra eru Jó- hann Ólafur, f. 10.10. 1990, og Andri Hrafn, f. 10.11. 1991. 2) aður æfingakennari við Æfinga- og tilraunaskóla Kennarahá- skóla Íslands sem nú heitir Há- teigsskóli. Hann gegndi aftur stöðu námsstjóra í eðlis- og efna- fræði árin 1979–1982 jafnframt því að sinna að hluta starfi sínu sem grunnskólakennari. Hann hafði umsjón með endurskoðun námsefnis í eðlis- og efnafræði hjá Námsgagnastofnun í nokkur ár og eftir Ólaf liggur mikið námsefni í þessum greinum. Hann kenndi kennslufræði eðlis- fræðinnar við Kennaraháskóla Íslands í um 30 ár og hélt fjölda námskeiða á vegum símenntunar Kennaraháskólans og fræðslu- skrifstofa um allt land, hið síð- asta á Austurlandi í ágúst 2004. Ólafur var áhugamaður um skák og hafði í fjölda ára umsjón með ungum skákmönnum í Æfinga- skóla KHÍ og undir hans stjórn varð skáklið skólans um árabil margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari í skóla- skák. Ólafur hafði frá haustinu 1998 umsjón með gerð kennsluhluta Rafheima, fræðsluseturs Orku- veitu Reykjavíkur, og starfaði við þróun þeirra og kennslu frá 1999 til dauðadags. Þá sinnti hann ýmsum sérverkefnum fyrir Orkuveituna, m.a. í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Útför Ólafs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Olga Björk Ólafs- dóttir, f. 18.11. 1973, maki Roland Hartwell, f. 17. ágúst 1969. Eftirlifandi eigin- kona Ólafs er Hlín Helga Pálsdóttir, f. 25.10. 1949. For- eldrar hennar eru Páll Agnar Pálsson, fyrrv. yfirdýra- læknir, f. 9.5. 1919, d. 10.7. 2003, og Kirsten Henriksen dýralæknir, f. 22.3. 1920. Börn Ólafs og Hlínar eru: 1)Helga Lára Ólafs- dóttir, f. 23.2. 1980, sambýlismað- ur Ásgeir Friðriksson, f. 14.5. 1973. 2) Magnús Björn Ólafsson, f. 21.1. 1982. Ólafur ólst upp á Grettisgötu 27 í Reykjavík. Hann lauk kenn- araprófi 1965 og starfaði við kennslu allan sinn starfsferil með megináherslu á raungreinar einkum eðlis- og efnafræði. Hann kenndi við Barnaskóla Garða- bæjar og Garðaskóla frá 1965 til 1972 er hann gerðist námsstjóri í eðlis- og efnafræði hjá skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneyt- isins. Haustið 1976 var hann skip- Ljúflingur er látinn. Vart er liðið ár síðan ljóst varð hversu komið var með heilsu Óla en hann stóð keikur og baráttuglaður, stundaði vinnu sína, sótti myndlistarsýningar og tónleika af kappi og ekki skyldi get- ið um vágestinn. Frændgarðurinn hnípinn og kvíðafullur enda reyndist það ekki að ófyrirsynju. Niðjar Gísla Jóhannessonar og Friðbjargar Frið- leifsdóttur sjá nú enn á bak kærum frænda og gleðigjafa. Frændurnir tveir þeir Óttarr Proppé, d. 11.9. 1993, og nú Óli, báðir fæddir á lýð- veldisárinu 1944 með fárra mánaða millibili, hafa verið frá okkur teknir. Þeim var sammerkt að vera fremst- ir í flokki við að gleðja unga og aldna með söng og spili þegar saman var komið. Skarð þeirra verður ekki fyllt og þeir munu lengi tregaðir. Sex ára aldursmunur nægir til að ekki liggja leiðir saman í leikjum né þroska og svo var um okkur Óla. Þó fylgdumst við að enda ekki langt milli æskuheimila. Á fullorðinsárum lágu leiðir ekki saman daglega þótt bæði fengjust við kennslu, en hlýtt á milli, ætíð. Systir Óla, Jóhanna Sigríður, bú- sett í Noregi, sér nú á bak sínum eina bróður en með þeim voru miklir kærleikar og heimsóknir tíðar á milli. Foreldrar þeirra skildu er þau systkin voru enn ung að árum og ljóst að það var ungum barnssálum þungt. Andrea föðursystir mín flutt- ist þá til Gísla föður síns, sem var orðinn ekkjumaður, með börnin að Grettisgötu 27. Þetta var mikið fjöl- skylduhús, á efri hæðinni bjuggu þau Ólafía, yngsta systir Andreu, og Atli Már með sínum börnum og var samgangur mikill. Afa Gísla naut ekki lengi við og Andrea var nú ein með börnin og vinnudagur langur til að ná endum saman, enda ekki styrkjum né bótum fyrir að fara. Börnin unnu móður sinni allt er þau máttu strax og þau höfðu aldur til. Föður mínum var annt um velferð systur sinnar og tengsl voru milli heimila þeirra. Einstakt trygglyndi sýndi Óli móður minni alla tíð. Hann vildi án vafa launa það sem hann taldi hana hafa þeim systkinum gott gjört í barnæsku og þá sérílagi um jól. Litlar hendur fengu verk að vinna og laun fyrir og síðan farið út að kaupa gjafir handa mömmu. Þessu gleymdu þau systkin ekki og það brást ekki að á aðfangadag birt- ust þeir feðgar Óli og Magnús með fallega og ilmandi skreytingu sem Hlín hafði útbúið og færðu móður minni. Óli gaf sér góðan tíma til spjalls og notalegheita, enginn asi þar meðan flestir borgarbúar þeystu um í kappi við klukkuna. Óli átti líka til að birtast óforvarandis á fallegum sumardegi að klappa gam- alli konu á vangann. Falleg og minn- isstæð stund er hann greip í selló föður míns, en Óli hóf að læra selló- leik fullorðinn maður sér til ynd- isauka enda músikalskur eins og víða kemur fram í ættinni. Það gleymist ekki hversu hlýr, glaður og natinn Óli var ævinlega við lítil frændsystkin og lagði sig í fram- króka við að ættarmót okkar „Grettlinga“ mættu vera þær gleði- stundir sem þær ævinlega voru. Fátt veitti Óla meiri unun en góð- ar stundir úti í náttúrunni, hjá vini sínum Erni í Húsey eða með fjöl- skyldu sinni og sárt til þess að vita að þau Hlín geti ekki notið fleiri stunda saman í sumarbústaðnum er veitti þeim svo mikla gleði. Hetjulegri baráttu er lokið. Ég er þakklát fyrir að mér auðnaðist að eiga kveðjustund við sjúkrabeð Óla sólarhring fyrir andlát hans, ljóst var að hverju stefndi, stundirnar yrðu ekki margar úr þessu. Fallega rauða hárið og skeggið var orðið hvítt, þrautir liðins árs höfðu tekið sinn toll, friður ríkti yfir ásjónunni og mér fannst sem ég sæi afa okkar á dánardægri. Edda Óskarsdóttir. Óli Guðmunds var fallegur maður, með kastaníubrúnt hár, dálitlar freknur, dimmbrún augu og kank- víst bros, sem hann var óspar á. Hann hafði svolítinn söng í talinu, sem gerði ennþá skemmtilegra að hlusta á hann segja frá. Hann lét sér ekki nægja að tala um hlutina held- ur framkvæmdi þá strax, var jafnvel kominn í ákvörðunarstað á inniskón- um ef því var að skipta. Hann gaf mikið af sér, í leik og starfi, hafði einhvern veginn alltaf stund aflögu fyrir aðra. Hlín Helga, eiginkona hans, var gæfukaflinn í lífi hans. Þau voru samvalin í þeim lífsstíl að lifa lífinu lifandi. Og honum leið vel á Sól- eyjargötu 7. Hvern aðfangadag jóla kom Óli færandi hendi með jólaskreytingu til foreldra minna og gaf sér tíma í spjall. Seinni árin vorum við hjónin líka komin í jólahópinn hans og þá var heimalöguð kæfa með í för. Og svo var hann bara svo yndislegur og skemmtilegur frændi. Lífskúnstner. Mæður okkar voru systur. Milli þeirra ríkti einstök og falleg vinátta alla tíð. Við bjuggum í sama húsi, á Grettisgötu 27. Óli átti heima niðri, á hæðinni, með systur sinni og móð- ur, en ég hjá foreldrum mínum uppi í risi. Vorum við elstu systurnar jafnaldrar þeirra Óla og Hönnu Siggu og við fjögur nánast eins og systkini. Stiginn var hlaupinn oft á dag upp og niður til að sinna einu og öðru eða bara til að hafa það nota- legt saman. Móðursystkini og fjöl- skyldur komu oft í heimsókn. Föt voru saumuð, reiðhjól gerð upp, dúkkuhús smíðuð, rifsberin og rab- arbarinn tínd úti í garði, sultað og saftað, senst og barna gætt, staðið á kattavaktinni, skúrað út úr dyrum o.s.frv. Og við krakkarnir virkjuð. Við fengum að fara árlega niður til Andreu í jólaönnunum til þess að móta og baka smákökudeig annan daginn og skreyta hinn daginn. Það var gert af listfengi, metnaði og gleði. Húsið sem við bjuggum í var járn- klætt timburhús, rautt með grænu þaki, þar sem afi og amma höfðu bú- ið alla tíð og eignast sín átta börn. Þar var mikill steingarður sem afi hafði hlaðið og tré sem amma hafði gróðursett. Þar áttum við krakkarn- ir okkar hamingjusömu bernsku. Stundirnar með Óla á seinni árum eru eftirminnilegar. Hann var mjög flinkur að elda mat og bauð um- svifalaust í „naglasúpu“, sem hann kallaði svo, hreindýra- eða kópa- kjötssteik, svo eitthvað sé nefnt. Stundin hjá þeim Hlín í yndisreit þeirra við Apavatn í fyrra er ógleymanleg, við veisluhöld, gítar- spil og söng, þar sem Óli flutti líka óvænt eigin ljóð og lög. Óli hafði gaman af að glíma við verkefni og leysti þau oft á hugvits- samlegan hátt. Hann var fullur af lífsþrá, en síðasta verkefnið reyndist honum ofviða svo sárt sem það er okkur fjölskyldu hans og vinum. Veri þessi góði frændi og vinur kært kvaddur með þökk. Björg Atla. Mér þótti afar vænt um Óla frænda minn og hann var mér mjög góður alla tíð. Það var gaman að vera með honum í Noregi hjá Hönnu Siggu systur hans og hitta þau svo aftur saman á Íslandi. Óli frændi var mjög blíður og hjartahlýr. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Ég sendi konunni hans, henni Hlín, börnunum og Hönnu Siggu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Friðbjörg Proppé. Kæri vinur, með brotthvarfi þínu hefur myndast hjá okkur tómarúm sem ekki verður fyllt. Vinátta okkar þriggja öll þessi ár er einstök og við lítum á það sem forréttindi að hafa fengið að standa þér svo nærri. Okk- ar sterka bræðralag var aldrei rætt en var samt svo traust að alltaf mátti reiða sig á það. Það var dýr- mætt að svo ólíkar persónur sem við vorum skyldu geta náð svo vel sam- an og líklega höfum við sótt til þín margt af því sem okkur skorti. Þú varst einstakur maður og gæddur sérstakri sköpunargáfu og listfengi. Það fór vel á því að þú valdir þér starfsvettvang þar sem aðrir fengu að smitast af eðlislægu rannsóknareðli þínu og áhuga. Í kennslunni hafðir þú hvetjandi áhrif á fjölda ungmenna. Eðlisfræðin lá vel fyrir þér og listrænt sjónarhorn þitt skein í gegn í námsgögnunum sem þú samdir og það gæddi þau sérstöku lífi. Fyrir rúmum þremur áratugum bauðst þú litlum hópi manna á skák- mót og sá sami hópur hefur alla tíð síðan hist reglulega til þess að tefla. Þú varst sjálfkjörinn foringinn í hópnum. Það var ekki síst við skák- borðið sem hæfileikar þínir og frum- leiki nutu sín hvað best. Þínar skák- ir skáru sig úr, því að þær voru alltaf fjörugar og skemmtilegar. Ykkur Hlín tókst að skapa fallegt og skemmtilegt heimili á Sóleyjar- götunni. Það fór ekki fram hjá nein- um sem heimsótti ykkur að þarna var hús með sál. Alltaf var opið hús þar sem gestir og gangandi voru boðnir velkomnir í hjarta Reykja- víkur. Gestrisnin og hlýjar móttökur voru af gamla skólanum. Á sextugsafmælinu þínu fyrir rúmu ári síðan lék allt í lyndi og það var eins og þú hefðir náð öllum þín- un meginmarkmiðum. Eins og þér var lagið varst þú hrókur alls fagn- aðar og afmælisveislan var hin glæsilegasta í alla staði. Ykkar litla paradís við Apavatn var ákjósanleg umgjörð á þessari gleðistundu. Þú varst búinn að ljúka farsælu ævi- starfi í kennslunni og varst tilbúinn til þess að einbeita þér að því að virkja þekkingu þína og sköpunar- gleði við áframhaldandi uppbygg- ingu Rafheima Orkuveitu Reykja- víkur. Strax eftir afmælið fórstu í skemmtiferð til Ítalíu og lífið brosti við þér. Í okkar minningu ert þú geislandi og skemmtilegur æskuvinur og við erum ríkari fyrir það að hafa átt samleið mér þér. Megir þú hvíla í friði, og blessun fylgi Hlín og fjöl- skyldu þinni. Þínir æskuvinir, Ingólfur og Stefán. Ég var á heimleið frá útlöndum þegar mér bárust þau tíðindi að Ólafur Guðmundsson, granni minn til fjölmargra ára, væri látinn. Það hefði ekki átt að koma mér á óvart en einhvern veginn er það svo að fæstir eru í raun fyllilega undirbúnir þegar kall vinar kemur, stundum líknandi, stundum miskunnarlaust. Hátt í þrjá áratugi bjó Óli í Sól- eyjargötunni í næsta húsi við fjöl- skyldu mína. Þetta eru gamaldags hús, þrjá kynslóðir í hvoru húsi. Hlín kona hans hafði búið á númer sjö nær allan sinn aldur, verið leik- félagi bræðra minna, og síðan urðu börn þeirra leikfélagar dóttur minn- ar. Óli varð þegar góður granni og eins og þeir gerast bestir, brosmild- ur og hlýr, og alltaf reiðubúinn að ráðleggja ef eitthvað var úr lagi gengið. Það duldist engum þegar vorið var komið í Sóleyjargötuna. Þá var Óli kominn í vinnugallann og út á Fjólugötu til að dytta að bílum fjölskyldnanna uppi og niðri, greini- lega í essinu sínu. Ég sá oft til hans út um eldhúsgluggann og fór út á stétt til að spjalla um náttúruna, ferðalög, börnin og lífið í landinu. Oft bættust fleiri í hópinn, tengda- foreldrar hans, eiginkonan, foreldr- ar mínir, allt eftir því hverjir voru á róli. Í vor er leið vantaði eitthvað í Fjólugötuna. Enginn Óli í vinnu- galla, ekkert líf úti á stétt. Óli var orðinn veikur og nú er hann allur, ekkert verður eins í götunni.Við öll á Sóleyjargötu 9 og bræður mínir sendum Hlín, börnum Óla, Kirsten tengdamóður hans og öðrum ætt- ingjum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guðrún Kvaran. Ólafur Guðmundsson, kær vinur og fyrrum samstarfsfélagi, er látinn. Ég kenndi með honum í Æfinga- skóla Kennaraháskóla Íslands (síðar Háteigsskóla), í Kennaraháskólan- um og líka á endurmenntunarnám- skeiðum fyrir starfandi kennara. Einnig kenndi hann mínum eigin börnum eðlisfræði í Æfingaskólan- um. Hann var góður kennari sem fékk nemendur sína, hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna til að hugsa og leita lausna á hinum ýmsu lög- málum eðlisfræðinnar upp á eigin spýtur. Þegar hann var beðinn að gefa skýringar á hinu og þessu brást hann gjarnan við með því að spyrja nýrra spurninga og þannig leiddi hann nemandann áfram í sinni eigin þekkingarleit. Það var ævintýri líkast að koma inn í eðlisfræðistofuna hans Óla. Hann sá gagnsemi og möguleika í svo mörgu og safnaði að sér ýmsu dóti og hlutum sem hann síðan not- aði til að gæða kennsluna lífi og út- skýra flókin fyrirbæri. Í tvígang kenndum við saman á námskeiði fyrir starfandi kennara sem haldin voru á Laugarvatni. Þangað kom hann akandi á Land-Rovernum sín- um með fullan bíl af dóti, s.s. forláta poppvél, ryksugu og ýmislegt fleira forvitnilegt sem unnið var með á ógleymanlegan hátt. Á kvöldin var gjarnan sungið og hann kenndi okkur öllum danska keðjusönginn „Rosen fra Fyn“ og stjórnaði hópn- um af sinni einstöku snilld. Síðastliðna mánuði áttum við margar dýrmætar stundir og sam- ræður sem mér eru afar kærar í minningunni. Elsku Hlín og fjölskylda. Ykkar söknuður er mikill en minningarnar dýrmætu lifa áfram. Óskar minn sendir Magnúsi vini sínum og ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur frá Bandaríkjunum. Gunnhildur Óskarsdóttir. Sem kennari var Óli Guðmunds engum líkur. Hann átti afar létt með að ná athygli nemenda og beitti þá oftar en ekki einhvers konar töfra- brögðum sem auðvelt var að tengja við eðlisfræðina sem var hans aðal kennslugrein. Hann var maður at- hafna; nemendur áttu að þreifa á, gera tilraunir og upplifa, ekki bara læra af bókinni. Námið varð leikur og kennslan líka. Samt tók Óli kennsluna alvarlega og naut virð- ingar og trausts nemenda sinna. Hann varð auðveldlega vinur nem- endanna og var annt um velferð þeirra í lífinu ekki síður en náms- árangur. Sem vinur, spilafélagi og ferða- félagi var Óli líka alveg einstakur. Fyrir 20 árum síðan fórum við tvær fjölskyldur saman í tjaldferðalag um Evrópu. Fallegir staðir og gott veð- ur var leitað uppi og svo var dvalið um tíma á hverjum stað. Óli fann upp á ýmsu til að skemmta stóru krökkunum, keypti til dæmis gúmmíbát við Comovatnið og sigldi með þeim milli smáþorpa meðan aðrir sóluðu sig á ströndinni. Þannig ferðalög voru í anda Óla og hann fór í mörg slík með fjölskyldu sinni og vinum. Útivist og ferðalög voru hans líf og yndi. Hann vildi ekki gera of stíf ferðaplön en láta veður, áhuga og stemningu ráða ferðinni. Við sem vildum hafa meira skipulag á hlut- unum urðum að sætta okkur við að dagskipan og ferðaplön gátu riðlast. Enda urðu ferðalögin mun skemmti- legri. Óli var ævintýramaður og vildi gefa svigrúm fyrir hið óvænta. Þannig var hann líka við spilaborðið þegar við spiluðum bridge. Staðlað- ar reglur voru honum lítt að skapi, hyggjuvit og tilfinningar réðu oftar en ekki ferðinni. Hann var mikill spilamaður en mestu skipti samt að hafa gaman af leiknum. Óli var gæfumaður í sínu lífi. Hann átti yndisleg börn og var ein- stakur pabbi og vinur barnanna sinna. Hlín var ekki bara konan hans heldur líka félagi og vinur sem virti hann og gaf honum það svig- rúm sem hann þurfti til að njóta sín. Ánægjulegt var að fylgjast með þeim þegar þau keyptu sumarbú- stað við Apavatn fyrir einu og hálfu ári. Allt var eins og þau vildu hafa ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.