Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 45 www.leikhusid.is Sala á netinu allan sólarhringinn. Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30 Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00 StórA Sviðið kl. 20.00 LitLA Sviðið kl. 20.00 KODDAMAÐURINN Fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 örfá sæti laus, fös. 30/9 nokkur sæti laus, lau. 1/10. Takmarkaður sýningafjöldi. KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Sun. 25/9 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 2/10 kl. 14:0, sun. 9/10 kl. 14:00 EDITH PIAF Fim. 22/9 , fös. 23/9 örfá sæti laus, lau. 24/9 örfá sæti laus, fim. 29/9, fös. 30/9. Sýningum lýkur í október. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Nýja svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 25/9 kl. 14 Lau 1/10 kl. 14 Su 2/10 kl. 14 Su 9/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 22/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 23/9 kl. 20 - UPPSELT Lau 24/9 kl. 20 - UPPSELT Má 26/9 kl. 20 - Aukasýning Fim 29/9 kl. 20- UPPSELT Fö 30/9 kl. 20- UPPSELT Lau 1/10 kl. 16 - Aukasýning Lau 1/10 kl. 20 - UPPSELT Fi 6/10 kl. 20 - Aukasýning Sala áskriftarkorta stendur yfir Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 WOYZECK: Í samstarfi við Vesturport. – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt Miðaverð á forsýningar aðeins kr. 2.000 Fö 23/9 kl. 20 Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Lau 24/9 kl. 20 Su 25/9 kl. 20 Su 2/10 kl. 20 Fö 7/10 kl. 20 Pakkið á móti - Örfáar aukasýningar fös. 23. sept. 12. kortasýning kl. 20 Belgíska kongó - gestasýning fös. 30. sept. 1. kortasýning kl. 20 lau. 1. okt. 2. kortasýning kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir 3. SÝN FÖS 23. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. SÝN LAU 24. kl. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. SÝN FÖS 30. kl. 20.00 6. SÝN LAU 1. OKT kl. 20.00 7. SÝN FÖS 7. OKT kl. 20.00 16. sýn. sun. 2/10 kl. 14 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 18. sýn. lau. 22/10 kl. 15 hugmyndalistina sem hann efast um að tilheyra á nokkurn hátt. Eflaust má lengi velta því fyrir sér hvar flokka ætti Daða sem listamann, en slíkar skilgreiningar hafa tilhneig- ingu til þess að gera minna úr bæði listamönnum og listaverkum en ástæða er til, afmarka þau óþarflega mikið. Það fer þó ekki hjá því að Daði vinnur með hugmyndir í verkum sín- um og að jafnvel hin skrautlegustu verk eru hugsuð um leið og þau eru máluð – hvernig er annað hægt? Þessi sýning birtir vel hinar mörgu hliðar Daða sem listamanns en list hans getur teygt sig í margar áttir, í henni lifa hugdettur sem birtast í litlum teikningum við hlið stórra og metnaðarfullra verka, en Daða er greinilega óhætt að halda lengra á braut slíkra málverka. Hin að mínu mati nokkuð ímyndaða togstreita HIN rómantíska goðsögn um svelt- andi listamenn á hanabjálka er liðin undir lok. Skáldin hanga minna á kaffihúsum en áður og málarar búa ekki lengur við vosbúð. Það er ekk- ert smart að vera fátækur í dag, eða fórna einhverju fyrir hugsjónir. Nokkrir áratugir eru liðnir síðan starf listamanna og rithöfunda varð daglaunavinna líkt og önnur störf, rithöfundar og listamenn sinna vinnu og fjölskyldu líkt og annað fólk, fylgja börnum sínum á skóla og leikskóla og setjast síðan við vinnu sína, enginn spyr lengur um anda- gift. Að vissu leyti er það léttir og ákveðin og æskileg afhelgun á list- inni sem fylgir þessum hugs- unarhætti, en kannski má hann ekki ganga of langt heldur. Án þess að ætla mér að rómantísera það um of fylgir starfi listamanns ákveðin bar- átta, eins manns barátta sem enginn getur háð nema hann sjálfur. Það er ekki alltaf einfalt að fylgja list sinni eftir en sumum tekst það um ára- tuga bil án þess að láta deigan síga, Daði Guðbjörnsson er einn þeirra. Það er þó augljóst að barátta hans hefur í gegnum tíðina verið mikil og ströng, þar sem togast hafa á hug- myndir ríkjandi strauma og stefna á hverjum tíma og innri sköpunarþörf hans sem einstaklings. Daði sýnir nú stórt olíumálverk ásamt minni vatns- litamyndum og teikningum í Ný- listasafninu. Málverkinu gefur hann nokkur hugsanleg nöfn, m.a. Don Kíkóti snýr aftur. /Trója/remix.in, Riddarinn raunumstóri /Trjóa/ remix, Sendiboði dauðans o.fl. Hann skrifar nokkuð ítarlegan texta um þetta verk sem felur margt í sér og segir m.a. að verkið í heild sé hugsað sem klisjupóstmódernismi. Þetta hugtak sé ég hér í jákvæðu ljósi þar sem klisjan er í hlutverki skapandi afls og hefur ekki sína hefðbundnu neikvæðu merkingu. Þetta er flott verk hjá Daða og sýnir vel hvað í honum býr sem málara og hug- myndasmið. Ég myndi jafnvel vilja ganga svo langt að segja að hér hafi Daði stigið yfir ákveðinn þröskuld með glæsibrag en í málverkinu sam- einast flest af því sem einkennt hefur Daða sem listamann í gegnum tíðina. Barátta málarans sem vinnur með efnið og litina, við hugmyndasmiðinn sem krefur hann í sífellu um merk- ingu og dregur í efa gildi efnisins er hér í brennidepli, en Daði var svo óheppinn að lenda á mótunarárum sínum á tímabili í listasögunni þegar málverkið þótti ekki það fínasta í listinni. Hann átti að vísu nokkra samleið með nýja málverkinu svo- kallaða á níunda áratug sl. aldar en sú bylgja leið hratt undir lok og nokkur tími leið þar til málverkið náði fótfestu í listinni á ný. En ridd- ari Daða hefur haldið velli, á þrauta- göngu sinni gegnum geómetríu og hugmyndalist hefur honum tekist að halda penslinum á lofti, rétt eins og Daði hefur haldið sínu striki gegnum tíðina. Í sýningarskrá segist Daði líta á þetta verk sem uppgjör sitt við milli málverks og hugmyndalistar hefur ef til vill sett meira mark á list Daða en nokkuð annað og ef til vill hefur hún haft neikvæð áhrif þar sem barátta hans fyrir listinni hefur orðið óþarflega erfið fyrir vikið. Þessi barátta er honum greinilega hugleikin eins og fram kemur í verk- inu sem unnið er á bréf frá Stjórn listamannalauna þar sem umsókn Daða hefur verið hafnað. Það er tæp- ast heilladrjúgt að dvelja við höfnun sem slíka og hið brosmilda, lífsglaða andlit sem Daði hefur málað yfir bréfið bendir einmitt til þess að hann hafi ekki hugsað sér það. Hann gefur höfnuninni langt nef og heldur þess í stað inn á meira spennandi brautir. Heimur og umhverfi riddarans sýna okkur bestu hliðar Daða, einstaks málara í íslenskri listasögu. Stigið yfir þröskuldinn Daði Guðbjörnsson: Riddarinn raunumstóri eða Don Kíkóti snýr aftur. MYNDLIST Nýlistasafnið Til 2. október. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13–17. MÁLVERK OG TEIKNINGAR, DAÐI GUÐ- BJÖRNSSON Ragna Sigurðardóttir ÞESSI blásandi Bæjari var meðal þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngum í München í Þýskalandi í gær í tilefni af því að þá hófst hin árlega bjórhátíð, Oktoberfest, sem nú er haldin í 171. sinn. Í München er búist við að um sex milljónir gesta sæki hátíðina, sem lýkur 3. október. Áður en yfir lýkur er gert ráð fyrir að gestirnir, ásamt heimamönnum, hafi skolað niður um fimm og hálfri milljón lítra af öli. Reuters Ölið kneyfað NÁMSKEIÐ í Shibori – kim- ono, hefðbundinni japanskri lit- unarmeðferð á efnum, verður haldið í Kópavogi dagana 20. september kl. 13–17 og 21. september kl. 13–17. Textíl- félagið heldur námskeiðið, en kennari verður Hisako Tokitomo, þekktur batik-, munstur- og jurtalitunar- sérfræðingur frá Japan. Hisaka Tokitomo hefur yfir 30 ára reynslu í litunarvinnu. Með henni koma þrír aðstoð- armenn. Þær koma allar á veg- um japanska sendiráðsins. Námskeiðið er haldið í vinnustofu TEX-verksmiðj- unnar á Hafnarbraut 11, jarð- hæð. Litunar- námskeið, Shibori – kimono ÁSLAUG Sigvaldadóttir opnaði málverkasýningu á Næsta bar, Ing- ólfsstræti, á laugardag. Áslaug útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995. Hún málar með olíu á striga og hefur haldið nokkrar málverkasýningar bæði í Reykjavík sem og á lands- byggðinni. Sýningin stendur til 14 október. Áslaug sýn- ir olíuverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.