Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Ásdís
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í Himnaríki.
ENDURUPPSETNINGU Hafn-
arfjarðarleikhússins á sínu fyrsta og
mesta kassastykki á tíu ára afmæli
leikhússins má túlka sem óvenju
varfærnislega listræna ákvörðun.
En hin hliðin á þessari klókindalegu
hugmynd er náttúrlega sú áhætta að
sýningin núna kallar augljóslega á
samanburð við hina fyrri. Það er
hreinlega ekki hægt annað en að
bera þær saman, og mikil yrði
skömm Hafnarfjarðarleikhússins ef
hún væru ekki að minnsta kosti jafn
skemmtileg núna og 1995.
Þessi samanburður er þeim mun
meira aðkallandi vegna þess að upp-
færslan er í grundvallaraatriðum sú
sama. Sviðsmyndin er sú sama,
sviðshreyfingar að mestu leyti eins.
Afgerandi munur birtist aðeins í
búningum, sem að þessu sinni eru
ýktari og skrítnari og er fyrir minn
smekk ekki til bóta. Og svo nátt-
úrlega í því sem hver leikari kemur
með til verksins, en fjórir leikarar af
sex ganga hér inn í Himnaríki í
fyrsta sinn.
Auðvitað er hægt að hnýta í Hilm-
ar og hans fólk fyrir að hafa ekki
notað tækifærið til að reyna efnivið
sinn með annars konar nálgun. En
svo er líka hægt að slappa bara af og
njóta sýningarinnar á hennar eigin
forsendum. Og það er svo sann-
arlega margs að njóta.
Himnaríki lifir í minningu þeirra
sem sáu sem óvenju frumlegur og
vel heppnaður gamanleikur. Frá-
bærlega skemmtilegt formið, þar
sem sama sagan er leikin tvisvar og
áhorfendur fá að fylgjast með mis-
munandi hliðum hennar í hvort
skiptið, á auðvitað stóran þátt í
gleðinni. En það væri ekki til mikils
ef innihaldið væri ekki svona gletti-
lega vel teiknuð mynd af vinahóp á
hinstu dögum djammára sinna, þeg-
ar leitin að nýjum bólfélaga og öðr-
um leiðum til að blása lífi í stuðið er
orðin aðeins of örvæntingarfull.
Fléttan er farsakennd án þess að
vera vélræn, málfarið er hárrétt,
tónninn er léttur, aldrei predikað,
atburðirnir og viðbrögð persónanna
við því sem gerist er látið tala sínu
máli. Himnaríki Árna Ibsens væri
eitt besta gamanleikrit á íslensku þó
svo það gerðist ekki sitt hvorum
megin við sumarbústaðarvegg.
Leikhópurinn tekur þetta þakk-
láta efni og gerir það algerlega að
sínu. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
er að minnsta kosti jafn skelfilega
hlægileg sem heimska en sjálfs-
örugga letibykkjan Unnur og hún
var í fyrra sinnið. Þá er Friðrik Frið-
riksson dásamlega yfirspenntur í
hlutverki Gauja og Elma Lísa Gunn-
arsdóttir hæfilega óþolandi sem
óhemjan Steinunn. Þrúður Vil-
hjálmsdóttir fær það hlutverk að
vera mótvægi við vitleysuna í hlut-
verki nýju kærustunnar sem fljót-
lega er samt komin í sama ruglið og
hinir. Þetta gerir þessi afbragðs-
leikkona sannfærandi og áreynslu-
laust. Erling Jóhannsson er að þessu
sinni í hlutverki ofurtöffarans Begga
og gerir hann að mun meiri skop-
fígúru en hann var í fyrri sýningu. Á
sama hátt og Tryggvi er ekki sama
hversdagslega kjölfestan í vinahópn-
um og hún var í meðförum Erlings
áður. Í stað þess gerir Jóhann G. Jó-
hannsson Tryggva hryllilega skrít-
inn og skoplegan. Það er kannski
heildarniðurstaðan af óhjá-
kvæmilegum samanburðinum.
Himnaríki 2005 er ýktara, litrík-
ara og fyndnara en 1995-útgáfan, en
að sama skapi veigaminna og erf-
iðara að koma auga á innihaldið. Á
heildina litið ágætis býtti myndi ég
segja. Gaman samt að hafa séð báð-
ar hliðar verksins.
Hafnfirska kviðmágatalið
LEIKLIST
Hafnarfjarðarleikhúsið
Höfundur: Árni Ibsen, leikstjóri: Hilmar
Jónsson, leikmynd: Finnur Arnar
Arnarsson, búningar og gervi: Ásta
Hafþórsdóttir, lýsing: Garðar Borg-
þórsson. Leikendur: Elma Lísa Gunn-
arsdóttir, Erling Jóhannesson, Friðrik
Friðriksson, Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Þrúður
Vilhjálmsdóttir. Hafnarfjarðarleikhúsinu
18. september 2005.
HIMNARÍKI
Þorgeir Tryggvason
Ásta Ólafsdóttir: Ferðasaga, 1999.
MYNDLISTARKONAN Ásta Ólafs-
dóttir er einstök jurt í íslenskri
myndlistarflóru, sambland af erlend-
um og innlendum menningar-
áhrifum, alþjóðlegri samtímalist og
þjóðlegri list, persónulegum upplif-
unum og almennum skírskotunum.
Myndmál Ástu og efniviður eru ein-
föld í eðli sínu og hrein og bein.
Myndmálið einkennist af tilvísunum í
menningarleg fyrirbæri á borð við
fornleifauppgröft, eldhúsáhöld eða
ýmis mynstur, íslensk eða erlend.
Efniviður verkanna er jafnan af nátt-
úrulegum toga, tré, bómull, steinar
o.s.frv. Oftast gerir hún þrívíð verk
og innsetningar og notar gjarnan tví-
víð verk sem hluta af þeim. Ásta hef-
ur einnig skrifað nokkuð og gefið út
bókina Vatnsdropasafnið. Það segir
sig sjálft að listakona sem notar
vinnubrögð af þessum toga hlýtur að
vera forvitin um lífið og tilveruna,
ólík menningarsvæði, alls kyns list
og ekki síst möguleika hinna mis-
munandi miðla, myndlistar og tungu-
máls. Þessi forvitni kemur fram í list
hennar og lífi, en Ásta hefur ferðast
um fjarlæg lönd og m.a. skrifað
greinar um þær ferðir sínar. Það er
dálítið skemmtilegt við list Ástu að
jafn einföld og verk hennar eru í raun
hvað varðar myndmál þeirra og efni-
við er alls ekki einfalt mál fyrir áhorf-
andann að ráða í þau.
Í viðtali við kanadíska rithöfund-
inn Margaret Atwood á bókmennta-
hátíð í Norræna húsinu barst hinn
fullkomni lesandi í tal. Atwood sagði
ekki heillavænlegt fyrir höfund að
velta lesendum sínum of mikið fyrir
sér en síðan eitthvað á þá leið að sjálf
tryði hún á hinn fullkomna lesanda.
Slík afstaða hlýtur að vera sú eina
mögulega, sama hvað um hvaða list-
grein er að ræða. Hver er svo sem til-
gangur þess að skrifa fyrir lesendur
sem gert er ráð fyrir að séu illa upp-
lýstir og áhugalausir? Ásta vinnur
list sína augljóslega fyrir hinn full-
komna áhorfanda, hún gerir ráð fyrir
því að hann hugsi sjálfstætt, leyfi sér
að skynja verkin um leið og hann leit-
ast við að öðlast skilning á þeim,
áhorfendur hennar eru líka opnir
fyrir ljóðrænu og hafa húmor.
Innsetning Ástu í Nýlistasafninu
nú nefnist Áttarhorn, Azimuth, og
hefur eins konar samanburð og sam-
spil ólíkra menningarsvæða að við-
fangsefni. Á miðju gólfi er svæði af-
markað með lausamöl, á henni hefur
verið komið fyrir skúlptúrum. Svæð-
ið minnir á eins konar bás í mann-
fræðisafni. Þar má sjá tréskúlptúra,
áprentað létt og gegnsætt efni, leir-
skálar, ein fyllt með seríós líkt og
fórn til guðanna. Heildin hefur yf-
irbragð indíánaþorps eða afrísks
þorps, þó tengslin séu ekki bók-
stafleg. Á vegg eru mynsturmyndir
sem minna á indíánamynstur og ljós-
myndir sem bera saman hraunholur
og hella við austurlensk hof og stund-
um eru sláandi líkindi í samsetningu
hraunhellnanna og byggingu hof-
anna. Innsetningin í heild leitast síð-
an við að skapa sitt eigið andrúmsloft
sem hluti af samtímalist, staðsett í
Reykjavík, í dag. Það hefur reynst
Ástu vel að halda textum sínum og
myndlistinni aðskildum og það gerir
hún einnig hér, hún treystir á sjón-
rænar og ljóðrænar hliðar verka
sinna til þess að miðla stemningu,
áhrifum, vangaveltum, allt eftir því
hversu opinn viðtakandinn er. Þetta
er falleg og ljóðræn sýning hjá Ástu,
helsti kostur hennar er einmitt sá
hveru lítið er útskýrt, hér fær hver
hlutur að lifa og anda og listakonan
birtir einstaklega vel sérstöðu sína
innan íslenskrar myndlistar.
Heimshorn mætast
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Til 2. október. Nýlistasafnið er opið mið-
vikudaga til sunnudaga kl. 13–17.
ÁTTARHORN/AZIMUTH, BLÖNDUÐ
TÆKNI, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR
Ragna Sigurðardóttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 19
MENNING
Stjórntækniskóli Íslands
Bíldshöfða 18
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er
ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um
hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við
þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að
nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og
athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi
fyrirlestra og verkefnavinnu.
Helsu námsgreinar:
Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni
Vöruþróun Vörustjórnun
Auglýsingar Áætlanagerðir
Viðskiptasiðferði Lokaverkefni
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
„Ég mæli með náminu
fyrir alla þá, er starfa við
markaðs- og sölustörf.
Ég hef verið í sölu-
mennsku í 6 ár og nám-
skeiðið hefur nýst mér vel
í starfi. Fjölbreytt og
áhugavert námskeið.“
Elísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Ég mæli tvímælalaust
með þessu námi fyrir
alla þá sem eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-,
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumál-
um sinna fyrirtækja.“
Hendricus Bjarnason
Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður
markaðstengdra verðbréfa kerfa
ING-bankans í Amsterdam
„Sölu- og markaðsfræði-
nám Stjórntækniskóla Ís-
lands er afar hagnýtt og
ott nám fyrir alla þá er
starfa við sölu- og mark-
aðsmál. Námið er mjög
markvisst og hefur nýst
mér vel í starfi frá upp-
hafi og kemur til með að
gera það í framtíðinni.“
Gróa Ásgeir dóttir,
Flugfélag Íslands.
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er,
frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn
reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín
getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma
eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Lyfið ekki ætlað á meðgöngu / brjóstagjöf án samráðs við lækni. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir
nikótíni eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið.Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni.
Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Nicotinell Classic
N
ýtt
Fyrir þá sem vilja mjúkt
og gott nikótíntyggjó
með nikótínbragði.
20% afsláttur
til 23. september