Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fimm einstæðarmæður með 2–4börn, ein amma,
systir einnar móðurinnar
og ung kona, alls 24 ein-
staklingar. Þetta eru kól-
umbísku flóttamennirnir
sem eru nýkomnir til
landsins eða eru væntan-
legir innan skamms. Að
auki er sjö manna fjöl-
skylda frá Kósóvó komin
til landsins.
Það er engin tilviljun að
svo margar einstæður
mæður eru í hópnum frá
Kólumbíu. Samkvæmt
upplýsingum frá Flóttamanna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna eru ein-
stæðar mæður sem hafa þurft að
flýja heimkynni sín í Kólumbíu í
sérstaklega erfiðri stöðu og af
þeim sökum er lögð áhersla á að
þær fái hæli í löndum þar sem bet-
ur er búið að þeim. Ísland þykir
raunar sérlega vel til þess fallið að
taka á móti einstæðum mæðrum
og fjölskyldum þeirra þar sem hér
er þetta viðurkennt fjölskyldu-
mynstur og velferðarkerfið tekur
á ýmsan hátt tillit til þeirra.
Konur í meiri hættu
Einstæðar kólumbískar mæður
sem hafa neyðst til að leggja á
flótta eru í meiri hættu en margir
aðrir í hópi flóttamanna. Lengi
hefur verið ljóst að konur í hópi
flóttamanna eru í meiri hættu en
karlmenn. Þær eru áreittar og of-
sóttar á ýmsa vegu og eru auk þess
í mikilli hættu á að verða fyrir lík-
amsárásum, þar á meðal kynferð-
islegu ofbeldi. Þá hefur einstæðum
mæðrum reynst afar erfitt að
koma undir sig fótunum á nýjan
leik vegna fordóma. Varla þarf að
fara mörgum orðum um áhrif
stríðs á börn.
Hópurinn sem kemur til Íslands
hefur um hríð dvalið í Ekvador og
Kosta Ríka. Þar er fólkið vissulega
öruggara en í Kólumbíu en engu
að síður lítur Flóttamannastofnun
SÞ svo á að öryggi þeirra sé ekki
tryggt, að sögn Þórunnar Júl-
íusdóttur, verkefnisstjóra hjá
Rauða krossi Íslands, sem annast
móttöku flóttamannanna ásamt
velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Líkt og í Kólumbíu mæti konurnar
ýmsum fordómum í Kosta Ríka og
Ekvador og verða jafnvel fyrir
árásum og ofsóknum af hálfu
heimamanna.
„Þær eru ekki metnar að verð-
leikum og fá ekki tækifæri,“ segir
hún. Konurnar geti ekki snúið aft-
ur til Kólumbíu miðað við núver-
andi ástand og í Kosta Ríka og
Ekvador sé litið niður á þær, í
fyrsta lagi vegna þess að þær eru
flóttamenn og í öðru lagi vegna
þess að þær séu einstæðar mæður.
Þeim eru þó ekki allar bjargir
bannaðar því margar þessara
kvenna hafa menntað sig, ein er
t.a.m. handverkskona og önnur
lærði hárgreiðslu.
Áhersla á íslenskunám
Flóttamennirnir fá allir íbúð í
Reykjavík og munu börnin og ung-
lingarnir sækja Austurbæjarskóla
og Iðnskólann og fullorðna fólkið
stunda íslenskunám í vetur. Rauði
krossinn útvegar þeim stuðnings-
fjölskyldur og er miðað við að 4–5
íslenskar fjölskyldur verði hverri
fjölskyldu flóttamanna innan
handar og aðstoði þær við að að-
lagast íslensku samfélagi. Þá mun
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
annast nauðsynlega þjónustu.
Það var Flóttamannahjálp Sam-
einuðu þjóðanna sem fór fram á
það að Ísland tæki á móti flótta-
mönnunum. Ingibjörg Brodda-
dóttir, deildarstjóri innflytjenda-
mála í félagsmálaráðuneytinu,
segir að íslenskt samfélag þyki á
margan hátt sérlega vel í stakk bú-
ið til að taka á móti hópnum og vís-
ar til þess að hér sé algengt að
börn alist upp hjá einstæðum
mæðrum sínum.
451 flóttamaður á 50 árum
Þegar flóttamennirnir verða all-
ir komnir til landsins hefur alls 451
flóttamaður komið hingað frá
árinu 1956, að jafnaði um níu á ári.
Frá 1996 hefur verið tekið á móti
flóttamönnum á hverju ári, að ár-
unum 2002 og 2004 undanskildum.
Að sögn Ingibjargar hefur ríkis-
valdið ekki tekið formlega ákvörð-
un um hvort tekið verði á móti
flóttamönnum á hverju ári, líkt og
mörg vestræn ríki hafi gert og
Flóttamannahjálp SÞ telur æski-
legt. „Við stöndum okkur samt
ágætlega. Við stöndum sómasam-
lega að því að leggja fjármuni til
Flóttamannahjálparinnar. Og
stærð hópanna sem við tökum á
móti er viðunandi,“ segir hún.
Eftir því sem ástandið í hælis-
landinu er betra, þeim mun auð-
veldara er fyrir flóttamenn að að-
lagast. Aðspurð segir Ingibjörg að
ástandið á vinnumarkaði um þess-
ar mundir muni að sjálfsögðu gera
flóttamönnunum auðveldara að
hefja nýtt líf hér á landi en hún
tekur skýrt fram að íslensk stjórn-
völd hafi aldrei tekið tillit til at-
vinnuástands þegar ákvarðanir
hafi verið teknar um að veita
flóttamönnum hæli.
Stærsti hópurinn kom frá Ung-
verjalandi árið 1956, alls 52. Fram
til ársins 1991 komu sex hópar til
viðbótar og frá árinu 1996 hefur
verið tekið á móti flóttafólki á
hverju ári, að árunum 2002 og 2004
undanskildu.
Fréttaskýring | 24 flóttamenn frá Kólumb-
íu og 7 frá Kósóvó til landsins á þessu ári
Mæður og
börn á flótta
Fimm einstæðar mæður frá Kólumbíu
og börn þeirra fá hæli hér á landi í ár
Þetta var áður kólumbísk lögreglustöð.
Flýja borgarastyrjöld,
ofsóknir og glæpagengi
Borgarastyrjöld hefur geisað
linnulítið í Kólumbíu í um fjóra
áratugi og á hverju ári falla þús-
undir manna í valinn. Í fyrra var
talið að um 1,2 milljónir af þeim
45 milljónum sem búa í Kólumbíu
séu á flótta innan Kólumbíu und-
an ofsóknum og stríðsátökum.
Skæruliðar heyja blóðuga bar-
áttu gegn stjórnvöldum og
glæpahópar vaða uppi. Morð,
pyntingar, nauðganir og mann-
rán eru daglegt brauð í sumum
hlutum landins.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KÚLUSKÍTSHÁTÍÐIN 2005 fór
fram nú um helgina og er þetta
þriðja árið sem þessi tveggja daga
hátíð er haldin hér. Hátíðin hófst
með því að farin var skrúðganga frá
Sel hóteli út með Stakhólstjörn þar
sem kúluskítshöfðinginn kom að
landi á báti sínum með nokkrar gull-
fallegar kúlur sem hann afhenti
Yngva Ragnari hótelstjóra til varð-
veislu yfir hátíðina.
Mannfjöldi tók þátt í skrúðgöng-
unni í fögru veðri og voru þar á með-
al yfir 70 japanskir ferðamenn, sem
glöddust mjög við þessi hátíðahöld,
enda er fyrirmyndin einmitt sótt til
Japan.
Þar heitir kúluskíturinn „marimo“
og er þjóðargersemi. Þriggja daga
hátíð er haldin ár hvert við vatnið
þar sem hann finnst í Japan, með
miklu tilstandi og miklum hefðum
sem tengjast kúluskít.
Vatnaskúfur skal hann heita
Í Mývatnssveit hafa veiðibændur
lengi þekkt kúluskít, enda flækist
hann í netum þeirra þegar lagt er á
svæði þar sem hann lúrir á botn-
inum. Gamall veiðimaður sagði
fréttaritara að menn hefðu ekki
kippt sér upp við að fá hann í netin
því hann er auðhristur úr þeim og
því meinlaus.
Það var síðan 1977 sem rann-
sóknamenn urðu fyrst varir við
þennan sérkennilega gróður og áttu
lengi í erfiðleikum með að átta sig á
fyrirbrigðinu, og reyndar ekki fyrr
en japanskur fræðimaður, dr. Isamu
Wakana, hafði samband við Árna
Einarsson um 1999 sem sú sér-
kennilega staða varð mönnum ljós
að fyrirbrigðið er hvergi að finna á
jörðu hér nema í Mývatni og einu
japönsku vatni.
Jurtin finnst að vísu í fleiri vötn-
um á Íslandi, en það sérkenni að hún
myndi 12 cm kúlu eða bolta er ein-
stakt hér. Nú hefur jurtinni verið
gefið íslenskt heiti sem er „vatna-
skúfur“. Árni Einarsson sagði það
vera nokkurn mælikvarða á heil-
brigði vatnsins hvernig kúluskít-
urinn dafnar. Hann hefur verið held-
ur á undanhaldi þessi ár síðan farið
var að rannsaka tilvist hans í Mý-
vatni.
Von um góða veiði á næsta ári
Margt var til skemmtunar á hátíð-
inni um helgina. Dr. Árni Einarsson
sagði frá kúluskítnum, samkeppni
var meðal barna um bestu teikningu,
fjölbreytt leiktæki voru í boði, Eist-
arnir Jan og Valmar fluttu tónlist
með fiðlum og píanóleik. Þjóðdansar
voru stignir með söng sem danshóp-
urinn Vefarinn frá Akureyri flutti á
planinu við Sel hótel við hrifningu
viðstaddra. Trúðurinn Skralli
skemmti fólki. Boðið var uppá kaffi-
hlaðborð, matarveisla var um kvöld-
ið, varðeldur, flugeldasýning og
dansleikur. Kynnir á dagskránni var
Arnór Benónýsson. Á sunnudag var
farið aftur niður á vatnsbakka og
kúluskítnum skilað til síns heima og
fylgir þeirri athöfn sú ósk og von að
góð veiði gefist á næsta ári.
70 Japanar á kúluskítshátíð
Morgunblaðið/BFH
Tekið á móti kúluskítnum við Stakhólstjörn.
Eftir Birki Fanndal, Mývatnssveit
BLINDRAFÉLAGIÐ og foreldradeild Blindrafélags-
ins afhentu á laugardaginn Sjónstöð Íslands sjónmæl-
ingatæki að gjöf. Tækin voru keypt fyrir afrakstur
sölu barnabókar og geisladisks undanfarna mánuði,
sem foreldradeild Blindrafélagsins stóð fyrir. Tækin
munu breyta möguleikum ungra barna með alvarlega
augnsjúkdóma til aukins sjónþroska, minnka þörfina
fyrir svæfingar og þar með auðvelda mælingar á
augum.
Að lokinni afhendingu stóð foreldradeildin fyrir
samkomu fyrir blind og sjónskert börn og fjölskyldur
þeirra. Þar komu meðal annars fram þau Benedikt
búálfur (Björgvin Frans Gíslason) og Birgitta Hauk-
dal. Þeim sem studdu söfnunina er þakkað fyrir.
Morgunblaðið/Þorkell
Helga Dögg Heimisdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir afhentu Guðmundi Viggóssyni, forstöðumanni Sjón-
stöðvar Íslands, gjafabréf fyrir nýju tækjunum á samkomunni á laugardaginn.
Sjónstöð Íslands afhent ný
sjónmælingartæki