Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMBOÐIÐ STENDUR Davíð Oddsson utanríkisráðherra átti í gær fund með starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum, sem komnir eru til að sitja allsherjarþing SÞ í New York. Davíð var m.a. spurður um framboð Íslands til setu í örygg- isráðinu og sagðist hann hafa sagt þeim að ákvörðunin um framboð myndi að öllum líkindum standa. Þrjár bjargvættir Þrjár fjórtán ára gamlar stúlkur drýgðu hetjudáð í síðustu viku og björguðu lífi manns sem hafði skorist alvarlega á hendi þannig að slagæð fór í sundur. Hætta á jarðfalli úr Óshlíð Almannavarnanefnd Bolung- arvíkur kom saman til fundar í gær vegna grjóthruns í Óshlíð sl. helgi. Einar Pétursson bæjarstjóri segir að eitt af því sem skoða á betur sé hætt- an á jarðfalli úr Óshlíð vegna stórrar sprungu ofarlega í hlíðinni. Þrátefli í Þýskalandi Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi jafn- aðarmanna, hófu í dag að þreifa fyrir sér um myndun stjórnar í landinu en bæði gera þau tilkall til kanslaraemb- ættisins. Fátt bendir til, að það muni ganga greiðlega. Við Vinstriflokkinn vill enginn tala og talsmaður frjálsra demókrata, sem hugðust mynda stjórn með kristilegum, sagði í gær, að flokkurinn myndi hvorki fara í stjórn með jafnaðarmönnum og Græningjum né með kristilegum demókrötum ef Græningjar yrðu þar einnig. Með þetta í huga hallast margir að því, að samstarf stóru flokkanna sé eina lausnin þótt fáir séu af henni hrifnir. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 27 Úr verinu 12 Minningar 28/37 Viðskipti 13 Brids 39 Erlent 14/15 Dagbók 40 Höfuðborgin 17/18 Víkverji 40 Akureyri 18 Velvakandi 41 Austurland 19 Staður og stund 42 Daglegt líf 20 Menning 43/49 Listir 21/22 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 23/35 Veður 51 Bréf 25 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                MIKLAR framkvæmdir eru nú í gangi á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum. Meðal annars er unnið að því að steypa nýtt plan undir brotajárn eins og sjá má á myndinni ásamt því að setja upp steypta fjögurra metra girðingu á svæðinu, til þess að skipta því betur niður og hólfa af, að sögn Einars Ásgeirssonar fram- kvæmdastjóra. Einar segir að sumar þessara framkvæmda hafi verið áætlaðar áður en bruninn varð í nóvember í fyrra en annað hafi verið ráðist í eftir brunann. „Framkvæmdir ganga vel og við stefnum að því að ljúka verkinu innan mánaðar,“ segir Einar og bætir við að tekinn hafi verið í notkun fullkomnari vinnslu- búnaður á svæðinu, þannig að vinna megi hraðar og þar af leiðandi hafa minni birgðir á svæðinu hverju sinni. Morgunblaðið/Kristinn Breytingar á athafnasvæði Hringrásar Í SÍMTÖLUM sem starfsmenn Neyðarlínunnar áttu við skip- brotsmenn í skemmtibátnum Hörpunni sem fórst á Viðeyj- arsundi 10. september sl. kom aldrei fram að slasað fólk væri um borð í bátnum. Hjón sem björguðust úr slysinu hlutu bæði beinbrot þegar báturinn strandaði. Rannsókn lögreglu á slysinu er langt komin. Eftir er að taka viðbótarskýrslur af hjónum sem björguðust en þau hafa réttarstöðu sakborninga í mál- inu. Í tilkynningu lögreglu fyrir helgi kom fram að rökstuddur grunur léki á því að þau hefðu neytt áfengis þetta kvöld. Nið- urstaða úr blóðprufum liggur fyrir, en beðið er formlegrar vottunar um prufurnar. Í til- kynningu lögreglunnar kemur fram að báturinn hafi verið á „talsvert miklum hraða“ þegar hann lenti á skerinu. Hægt er að fá nákvæmar upplýsingar um hraða bátsins úr mælitækj- um hans. Lögreglan vill hins vegar ekki upplýsa hraða báts- ins á þessu stigi rannsóknar. Ekki tilkynnt um slasaða í bátnum „LÆKKUNIN er tilkomin vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði að undanförnu eða eftir að ástandið við Mexíkóflóa er að komast í samt horf eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir,“ sagði Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu hf. en félagið reið á vað- ið í gærmorgun og lækkaði eldsneyt- isverð á stöðvum sínum. Bensínlítr- inn lækkaði um 2,50 krónur, lítrinn af dísil-, gas- og flotaolíu lækkaði um tvær krónur og lítrinn af svartolíu um eina krónu. Olís og Skeljungur gripu til sömu aðgerða í kjölfarið, líkt og Atlants- olía – sem bætti um betur og lækkaði bensínlítrann um þrjár krónur en verðið á dísil um 2,50 krónur á lítr- ann. Algengasta verð á bensínlítran- um í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðv- um Olíufélagsins, Olís og Skeljungs er nú 114,7 krónur en á dísil 112,2 krónur. Hjá Atlantsolíu og ÓB kost- ar bensínlítrinn nú 113, 3 og dísil- olían 110,8 en hjá Orkunni kostar bensínlítrinn 113,7 krónur og dísil 111,2 krónur. Magnús segist ekki sjá fram á frekari verðlækkanir en verðið hafi farið lítið eitt upp á við rétt eftir lækkunina þar sem OPEC-ríkin gáfu í skyn að þau myndu að öllum lík- indum ekki auka olíuframleiðslu sína. Olíufélögin lækkuðu öll verð á dísil-, gas- og flotaolíu í gær „Frekari lækkunar ekki að vænta í bráð“                                            LJÓST er að frekari aðgerða er þörf til að tryggja framgang verðbólgu- markmiðs Seðlabanka Íslands. Að- hald í opinberum fjármálum skiptir miklu máli í því sambandi, auk þess sem æskilegt er að framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs skýrist. Þetta kemur fram í greinargerð bankastjórnarinn- ar vegna verðbólgu umfram þolmörk, sem afhent var Árna Magnússyni, starfandi forsætisráðherra, í gær. Samkvæmt lögum og reglum um Seðlabankann ber honum að halda verðbólgunni sem næst 2,5% og eru þolmörkin 1,5% til hvorrar áttar frá því markmiði. Verði þolmörkin rofin, eins og gerðist fyrr í mánuðinum, ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðum þessa og hvernig hann hyggst bregðast við. Seðlabankinn segir í greinargerð sinni að eins og fyrr á árinu sé verð- bólgan fyrst og fremst eftirspurnar- drifin. „Raunar virðist eftirspurnar- þrýstingurinn hafa vaxið og birtist sem fyrr skýrast í þeim þáttum vísi- tölunnar þar sem erlendrar verðsam- keppni gætir minnst, þ.e.a.s. í hækk- un á verði húsnæðis og þjónustu. Hátt gengi krónunnar hefur á hinn bóginn haldið verulega aftur af verðbólgu jafnvel þótt gengishækkunin undan- farið ár hafi ekki komið að fullu fram í verðlagi. Þegar gengi krónunnar að endingu veikist á ný munu þessi áhrif ganga til baka, en hugsanlegt er að þegar það gerist muni einnig draga verulega úr verðhækkun húsnæðis eða verð þess jafnvel lækka,“ segir meðal annars. Þörf fyrir strangt aðhald Jafnframt segir að unnið sé að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans og verði þær birtar síðar í mánuðin- um. Þegar þær liggi fyrir muni bank- inn meta þörfina fyrri frekari að- haldsaðgerðir, en ljóst sé að þeirra sé þörf til að tryggja framgang verð- bólgumarkmiðsins næstu tvö árin. „Nauðsynlegt er að hið opinbera leggi sitt af mörkum í þeirri baráttu. Staða ríkisfjármála er nokkuð sterk um þessar mundir en engu að síður er þörf fyrir strangt aðhald á komandi ári. Því meira sem aðhald opinberra fjármála er þeim mun minni byrðar þarf að leggja á peningastefnuna. Um leið verða neikvæð hliðaráhrif að- haldssamrar peningastefnu minni en ella. Ennfremur er æskilegt að staða Íbúðalánasjóðs skýrist sem fyrst þar eð óhóflega aukningu útlána undan- farið ár má að talsverðu leyti rekja til breytinga á markaði fyrir fasteigna- veðlán.“ Seðlabankinn segir frekari aðgerða þörf til að tryggja verðbólgumarkmiðin Æskilegt að framtíðarhlut- verk Íbúðalánasjóðs skýrist Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SALA á lambakjöti var minni í sum- ar en í fyrrasumar. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir þetta ekki benda til að skortur hafi verið á lambakjöti í sumar. Í fyrrasumar hafi menn verið að selja birgðir af kjöti á lægra verði og það skýri mikla sölu. Nú hafi hins vegar eng- ar birgðir verið til og því hafi fólk ekki verið að fylla frystikistur sínar af ársgömlu lambakjöti. Í ágúst seldust um 542 tonn af lambakjöti, en í ágúst í fyrra seld- ust 712 tonn. Özur segir að salan í síðasta mánuði sé yfir meðaltali. Þótt lítið hafi verið til af lambakjöti hafi ekki verið neinn skortur á kjöti. Hann segir að bændur séu mjög sáttir við að yfir 7.000 tonn af lambakjöti skuli hafa selst innan- lands frá síðasta hausti. Fram- leiðsla á lambakjöti í fyrra var um 8.600 tonn. Özur segir ólíklegt að framleiðslan í ár verði meiri en þá. Minni sala á lambakjöti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.