Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR K. Guðfinnsson, þingflokks- formaður sjálfstæðismanna, segir að stjórn þingflokksins hafi ekki gengið frá neinum tillögum um það hvernig þingmenn muni skipta með sér verk- um á komandi þingi. Hann segir að þingflokkurinn muni hittast í fyrsta lagi eftir næstu helgi. Ljóst er að breytingar verði á verkaskiptingu þingmannanna. Einar K. verður sjávarútvegsráðherra í lok mánaðar- ins og losnar þá staða formanns þingflokksins. Þá er verður Sólveig Pétursdóttir forseti þingsins og losn- ar þá staða formanns utanríkismála- nefndar. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að Halldóri Blöndal hefði verið boðið að verða formaður utanríkismálanefndar. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að menn spjölluðu ýmislegt og að þessi mál hefðu ekki verið útrædd innan þingflokksins. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að taka við for- mennsku í utanríkismálanefnd sagði hann: „Ég hef fram að þessu tekið að mér þau verk sem ég hef verið beð- inn um að taka að mér fyrir flokk- inn.“ Ekki búið að ákveða verka- skiptingu FJÖLDI manns tók þátt í smölun hrossa á Laxárdal í A-Húnavatnssýslu um helgina. Að lokinni smölun var réttað í Skrapatungurétt. Veðrið lék við hrossin og hestamenn sem nutu útiverunnar til hins ýtrasta. Meðal þeirra sem tóku þátt í smalamennskunni voru knapar á þessum fallegu gráu klárum. Hrossasmölun og Skrapa- tungurétt draga í vaxandi mæli að sér ferðamenn, inn- lenda og erlenda. Ferðamenn áttu t.d. kost á að leigja sér hesta fyrir smalamennskuna. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Með gráa til reiðar í Skrapatungurétt RUT Kjartansdóttir, dagmóðir í stjórn Barnavistar, félags dagfor- eldra, segir að hvorki hafi gengið né rekið í málefnum dagforeldra frá því fyrr í sumar. „Okkar mál eru í biðstöðu,“ segir hún. Dagforeldrar í Reykjavík hafa m.a. farið fram á að borgin hækki niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum. Regína Ásvalds- dóttir, sviðsstjóri rekstrar- og þjón- ustusviðs borgarinnar, segir að ver- ið sé að skoða þessi mál innan menntaráðs borgarinnar. Dagforeldrar hafa einnig farið fram á að fá meiri frádrátt frá skatti. Nú fá þeir 14% frádrátt vegna kostnaðar við leikföng, við- haldS á dagheimilum og fleira. Ragnheiður Elín Árnadóttir, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, segir að erindi dagforeldra um meiri skattfrádrátt sé til skoðunar innan ráðuneytisins. Hún vonast til þess að niðurstaða geti legið fyrir næstu daga. Mál dagforeldra til skoðunar LÖGREGLAN á Akranesi hefur svipt ökumann ökurétti til bráða- birgða í þrjá mánuði. Ökumaðurinn var fyrir helgi stöðvaður á Akra- nesi eftir að bifreið sem hann ók hafði verið mæld aka á 140 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Ökumaðurinn var færð- ur á lögreglustöðina og sviptur ökurétti til bráðabirgða. Mældist á 140 km hraða ÞJÓFAR gerðu sér það að leik að kveikja í bókum í einni kennslu- stofu Öldutúnsskóla aðfaranótt mánudags. Eldvarnarkerfi gerði strax viðvart og kom slökkvilið á staðinn og réð niðurlögum eldsins. Sömu nótt var tilkynnt um inn- brot í söluturn við Dalshraun í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu eru þessi mál í rannsókn. Kveiktu í bókum í skólastofunni HEILLADÍSIR voru á ferð í Ár- bænum þriðjudagskvöldið þrettánda september síðastliðinn og vöktu yfir Þórhalli Ólafssyni. Dísirnar eru fjór- tán ára og heita Eyrún Anna Tryggvadóttir, Hafrún Hafliðadóttir og Silja Sif Kristinsdóttir, en með því að halda ró sinni og bregðast rétt við björguðu þær að öllum líkindum lífi Þórhalls. Stelpurnar voru að fara í lyftu í blokk sem Hafrún býr í þegar þær heyrðu hrópað á hjálp og í sömu andrá hljóp maður upp úr kjall- aranum útataður blóði. „Við urðum hræddar en hann stoppaði lyftuna og bað okkur að hjálpa sér,“ segja stelpurnar. „Við fórum með honum niður og hringd- um í Neyðarlínuna og mömmu hans. Síðan fylgdum við leiðbeiningum Neyðarlínunnar þangað til sjúkrabíll kom og sótti hann.“ Aðkoman í íbúðinni var ógnvæn- leg og þar var blóð út um allt. Þór- hallur hafði ætlað að skipta um peru í eldhúsljósi en ekki vildi betur til en svo að ljósakúpullinn datt á hann og hann skarst illa á hendi svo að slag- æð og taugar fóru í sundur. Stelp- urnar héldu hendinni uppi og þrýstu á sárið með handklæðum þar til hjálp barst. „Við þurftum líka að spyrja hann alls konar spurninga, því konan hjá Neyðarlínunni sagði að við mættum alls ekki missa hann. Við þurftum að halda honum vakandi en þegar sjúkrabíllinn kom var hann alveg að missa meðvitund,“ segir Eyrún. „Við vorum örugglega hjá honum í hálf- tíma en þetta gerðist snöggt og leið hratt. Okkur var sagt að við hefðum líklega bjargað lífi hans, því ef hann hefði verið lengur aleinn hefði hon- um getað blætt út.“ Ætla ekki að verða læknar Stelpurnar áttu að læra fyrir próf þetta kvöld en eins og gefur að skilja var einbeitingin lítil. Þær sváfu líka lítið fyrst eftir atburðinn. „Það minnir einhvern veginn allt á þetta og maður man allt sem gerðist alveg nákvæmlega,“ segir Silja. „Mig dreymdi þetta allt aftur og aft- ur.“ Stelpurnar segja þó að líðanin sé orðin betri og þær afþökkuðu áfallahjálp. „Nú er ég bara fegin að við náðum að bjarga honum,“ segir Eyrún. Þær segja það skrítna tilfinningu að hafa bjargað mannslífi. Þær hafa aldrei lært skyndihjálp en finnst að hana ætti að kenna í skólum. „Þegar við sögðum námsráðgjaf- anum frá þessu varð hún svo stolt af okkur að hún flaug upp úr stólnum,“ segir Hafrún og Elínborg, móðir Silju, segir alla mjög stolta af stelp- unum. „Krakkarnir í skólanum hafa sagt í gríni að númerin hjá okkur verði neyðarnúmerin þeirra í fram- tíðinni,“ segir Eyrún, en móðir Þór- halls heimsótti stelpurnar eftir at- burðinn og þakkaði þeim fyrir hönd fjölskyldunnar. Það hefðu líklega ekki allir brugð- ist við með jafnyfirveguðum hætti og stelpurnar gerðu og strákar hafa sagt að hefðu þeir lent í þessu hefðu þeir kannski bara komið sér í burtu. Stelpurnar hvetja hins vegar alla sem lenda í svipuðum aðstæðum til að hjálpa til, hringja í neyðarnúm- erið 112 og hlusta vel á leiðbeiningar Neyðarlínunnar. Stelpurnar eru allar í Árbæj- arskóla og æfa fótbolta með Fylki. Aðspurðar um framtíðaráætlanir og hvort læknisstarfið heilli svara þær ákveðnar að svo sé ekki. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég kom heim var að ég ætlaði ekki að verða læknir,“ segir Silja. „Þær voru eins og hetjur“ „Húðin lafði bara niður og ég sá niður í bein,“ segir Þórhallur. „Ég fékk mikið sjokk og fyrstu viðbrögð voru að skola sárið svo það kæmi ekki mikið blóð á símann, sem sýnir hvað viðbrögðin verða undarleg. Maður er búinn að horfa á svo marg- ar bíómyndir að ég hringdi í 911 [bandaríska neyðarnúmerið], en það var auðvitað ekki mikið að gerast þar,“ bætir hann við hlæjandi. Þórhallur segist hafa verið búinn að missa tilfinningu í fingrunum og þá gat hann ekki sleppt hendinni af púlsinum þar sem blæðingin var það mikil. „Ég hljóp fram á gang og reyndi að banka hjá nágrönnum en heyrði svo í stelpunum,“ segir hann. „Þeim dauðbrá auðvitað þegar þær sáu mig en hjálpuðu mér samt. Þær voru eins og hetjur og eiga allan heiður skilinn. Ef þær hefðu ekki verið þarna einmitt á þessari stundu væri ég ekki á lífi.“ Stelpurnar létu sér þó ekki nægja að bjarga lífi Þórhalls. „Þær buðust til að skúra fyrir mig líka en mér fannst það nú einum of mikið,“ segir hann, „en þær voru al- veg stórkostlegar.“ Þórhallur segist vera þekktur fyr- ir klaufaskap og að illa muni líklega ganga að losna við þann stimpil héð- an af. Hann vill koma á framfæri þökkum til allra sem hlut áttu að máli en hann er nú frá vinnu. Hann er þó á batavegi og segist líta björt- um augum fram á veginn. Þrjár fjórtán ára stúlkur björguðu lífi ungs manns sem slasaðist í Árbænum „Dauðbrá auðvitað þegar þær sáu mig en hjálpuðu mér samt“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Hafrún, Eyrún og Silja brugðust við erfiðum aðstæðum á yfirvegaðan hátt og björguðu lífi Þórhalls. UM 29% ökumanna sem óku um Fjallkonuveg við Foldaskóla í Graf- arvogi í síðustu viku óku það hratt að þeir mega eiga von á sekt frá lög- reglu. Þetta eru 64 ökumenn. Sérstaka athygli vakti að tveir ökumenn óku á meira en 50 km hraða fram hjá kyrrstæðum skólabíl sem var að hleypa skólabörnum út við skólann. Lögreglan í Reykjavík var með sérstakt umferðareftirlit í Graf- arvogi síðastliðna viku. Mælt var við skólana í hverfinu og aðallega á göt- um með 30 km hámarkshraða. Hraðamælt var m.a. á Fjallkonuvegi við Foldaskóla og mega 64 ökumenn sem um þá götu óku eiga von á að hljóta sekt fyrir of hraðan akstur. Á Hamravík við Víkurskóla óku 30 ökumenn það greitt að þeir mega eiga von á sekt en það eru 35% þeirra ökumanna sem óku um Hamravíkina meðan mælingin fór fram. Mælt var einnig á Lokin- hömrum í nágrenni Hamraskóla. Af þeim 108 ökutækjum sem fóru um Lokinhamra meðan mæling var gerð reyndist ekkert yfir hámarks- hraða en á Lokinhömrum er 50 km hámarkshraði. Í liðinni viku var einnig vegna ábendinga íbúa við Lynghaga mælt í þeirri götu. Á Lynghaga er 30 km hámarkshraði. Tveir ökumenn óku hraðar en lög leyfa og er það 2% þeirra ökumanna sem óku um Lyng- hagann meðan mælingin fór fram. Lögreglan í Reykjavík áætlar að vera áfram með hraðamælingar við grunnskóla í þessari viku. Áhersla verður einkum í Voga og Langholts- hverfi og einnig verður mælt í Graf- arholti. 29% ökumanna við Folda- skóla sektuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.