Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR Peysuúrval ullarpeysurnar komnar „ÞEGAR maður var yngri lék maður nú á hverjum einasta degi. Fór alltaf út á völl strax eftir vinnu klukkan fimm síðdegis og lék til níu eða tíu á kvöldin. Núorðið fer ég hins vegar yf- irleitt tvisvar í viku, enda fæturnir ekki eins góðir og áður,“ segir Jóhann Eyjólfsson, sem er einn elsti spilandi kylfingur landsins, en hann hefur stundað golf í sjötíu ár. Að sögn Jóhanns hóf hann að leika golf árið 1935 þá aðeins fimmtán ára gamall, en hann fékk inntökugjald í Golfklúbb Íslands, sem var forveri Golfklúbbs Reykjavíkur, í jólagjöf frá föður sínum árið 1934. Faðir Jóhanns, Eyjólf- ur Jóhannsson, forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, var einn af stofnendum Golf- klúbbs Íslands sem stofnaður var í desember 1934. Penisillínið bjargaði Jóhann hefur verið afar sigursæll á golf- vellinum í áranna rás og það eru ófáir bikararnir sem prýða heimili hans, auk við- urkenningaskjala og gullpeninga. Golfið er raunar ekki eina íþróttin sem Jóhann hefur stundað með góðum árangri, því hann var liðtækur hlaupari á sínum yngri árum, stundaði fimleika með Ármanni frá níu ára aldri, síðar keiluspil og knattspyrnu, en hann lék bæði í meistaraflokki og fyrsta flokki Vals um árabil og varð Íslandsmeistari með Val alls fimm sinnum, m.a. árið 1944, aðeins ári eftir að hann lenti í slæmu bílslysi sem leiddi til þess að læknir hans tjáði honum að hann myndi aldrei geta spilað fótbolta aftur, en taka þurfti hluta úr vöðva í fótlegg Jóhanns auk þess sem hann fékk slæma blóðeitrun í löppina. „Það varð mér til lífs að ég fékk penisillín, var raunar fyrsti Íslendingurinn sem fékk lyf- ið hérlendis og það bjargaði mér,“ segir Jó- hann og rifjar upp að lyfið hafi verið sent sér- staklega til landsins með herflugvél frá Bandaríkjunum. „Þegar ég útskrifaðist tjáði Snorri heitinn Hallgrímsson læknir mér að ég ætti ekki að láta mér detta í hug að ég gæti spilað fótbolta aftur. Þetta var í desember 1943 og ég varð Íslandsmeistari með Val 1944,“ rifjar Jóhann upp og þakkar það fim- leikaæfingum sem hann fór að stunda aftur af kappi þegar sárin voru gróin og náði við það aftur krafti í fótinn. Inntur eftir því hvaða afrek eða keppni hann sé stoltastur af í tengslum við golfið bendir Jó- hann á þrjá fagurpússaða silfurskálar uppi í hillu sem hann fékk að launum þegar hann varð heimsmeistari öldunga í golfi árin 1975, 1979 og 1981 í Colorado Springs í Bandaríkj- unum. Einnig nefnir hann viðurkenningu sem hann ásamt Eiríki Helgasyni fékk fyrir þátt- töku sína í alþjóðakvennagolfmóti í Bretlandi árið 1969. Þegar blaðamaður hváir útskýrir Jóhann að framkvæmdastjóri mótsins hafi beðið þá Eirík um að leika með í keppninni til þess að öll liðin væru fjögurra manna og hafi þeir góðfúslega orðið við því og þar með lík- lega orðið einu tveir mennirnir í heimi sem keppt hafi á kvennagolfmóti. „Upphaflega áttum við bara ganga með kon- unum tveimur í liðunum og skrifa skor þeirra enda máttu þær ekki skrifa niður skorin hjá hvor annarri, en síðan komust skipuleggjend- urnir að því að heppilegra væri að við spiluðum með þeim til þess að öll liðin væru álíka lengi að spila hverja umferð og urðum við auðvitað við því.“ Spurður hvernig hann skýri gott gengi sitt á vellinum svarar Jóhann um hæl að hinar þrot- lausu æfingar hafi auðvitað skilað sér. „Ef maður spilar á hverjum degi þá nær maður náttúrlega árangri,“ segir Jóhann og bendir á að árangurinn sem hann hafi náð þegar hann var upp á sitt besta sé þó ekkert í samanburð- inum við þann árangur sem unga fólkið sé að ná í dag. „Enda vorum við bara sjálflærðir sem vor- um í þessu þá,“ segir Jóhann og bendir á að bæði boltarnir og kylfurnar hafi breyst mikið í tímans rás, þannig geri ný efni í boltunum það að verkum að þeir fljúgi mun lengra en áður. „Einnig hafa kylfurnar breyst mikið, þó að- allega hausarnir,“ segir Jóhann og sýnir blaða- manni orðum sínum til staðfestingar kylfu frá síðara hluta 19. aldar sem hann fékk að laun- um fyrir að sigra mót hjá klúbbnum Euro Golf. Aðspurður segist Jóhann hins vegar aðeins hafa átt tvö golfsett um ævina. „Sumir eru allt- af að skipta um sett, en ég hef haldið mig við þessi tvö, enda hafa þau dugað mér vel.“ Oft fallegast útsýnið á golfvöllum Þeir eru ófáir golfvellirnir sem Jóhann hefur leikið á um ævina, bæði hér heima og erlendis. Um áratugabil var Jóhann félagi í enska ferða- golfklúbbnum Euro Golf og ferðaðist með þeim víða um heiminn, m.a. til Skotlands, Mexíkó, Bermúda, Sviss, Bandaríkjanna og Suður-Frakklands og spilaði á alla helstu vell- ina. Spurður hver sé besti völlurinn í end- urminningunni segir Jóhann erfitt að gera upp á milli þeirra, en nefnir þó bæði Beth Page- völlinn á Long Island og sérlega góðan völl á Bermúda, sem hafi verið með því besta grasi sem hann hafi fundið á golfvelli. „Annars er merkilegt að umhverfið á golf- völlum er oft með því fallegasta sem völ er á í hverju landi,“ segir Jóhann og nefnir í því samhengi útsýnið á Korpúlfsstaðavellinum, þangað sem hann leggur reglulega leið sína á þríhjólinu sínu til að leika íþróttina sem hann hefur nú verið bitinn af í rúm sjötíu ár. „Þrotlausar æfingar skila sér auðvitað“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Jóhann var um áratugabil meðlimur í enska ferðagolfklúbbnum Euro Golf og ferð- aðist með þeim víða um heiminn, m.a. til Skotlands, Mexíkó, Bermúda og Bandaríkj- anna. Hér tekur hann á móti regnhlíf árið 1977 fyrir sigur á Euro Golf-móti. „Annars er merkilegt að umhverfið á golf- völlum er oft með því fallegasta sem völ er á í hverju landi,“ segir Jóhann Eyjólfsson. Ekki leið sá dagur þegar Jóhann Eyjólfsson var yngri að hann færi ekki á völlinn til að spila í nokkra klukkutíma. Í dag lætur hann sér nægja að fara tvisvar í viku, „enda fæturnir ekki eins góðir og áður“, segir Jóhann, sem er einn elsti spilandi kylfingur landsins, en hann hefur stundað golf í sjötíu ár. „ÞETTA er gjörbylting og líklega meiri breyting en að kaupa nýtt húsnæði,“ sagði Valgerður Auðunsdóttir, formað- ur SPOEX, samtaka psoriasis- og exem- sjúklinga, en hún opnaði á föstudag göngudeild samtakanna á nýjan leik eftir miklar breytingar. Framkvæmdirnar hófust í maí síðast- liðnum og nemur kostnaður þeirra yfir tuttugu milljónum króna en samtökin standa straum af kostnaði með aðstoð frá stuðningsaðilum. Valgerður segir breytingarnar koma sér vel fyrir fólk með húðsjúkdóma en á göngudeild eru um 60 komur á dag, þrjá daga vikunnar, yfir vetrartímann. „Tækjabúnaður er allur nýr og til dæm- is erum við nú með tölvustýrða UVA og UVB ljósaskápa sem við höfðum ekki áður. Með þeim skapast mikið öryggi fyrir þá sem nýta sér ljósameðferð. Einnig er aðstaða starfsfólks allt önn- ur þannig að þetta er einfaldlega kú- vending frá því sem áður var.“ Með breytingunum eru samtökin komin með mikilvægt setur fyrir hinn almenna borgara með húðsjúkdóm en að sögn Valgerðar eru um sex til níu þúsund Íslendingar með psoriasis og enn fleiri með exem. Formaður SPOEX, Valgerður Auðunsdóttir, tekur á móti Ög- mundi Jónassyni alþingismanni við opnun endurbættrar göngudeildar samtakanna síðstliðinn föstudag. Göngudeild SPOEX opnuð á ný eftir breytingar Gjörbylting fyrir samtök- in og aukið öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.