Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 13

Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 13
 ! "#$%&' %()#$*++, #+,     ! - #".-/*0#" #"  )1 231#" /$ #" %(456& 0#" 7&18#)" &##99 &##9 "(1 : : : : : : : : : : : VERÐBÓLGA á Íslandi er aðeins 0,4% samkvæmt samræmdri vísi- tölu neysluverðs sem Hagstofan birti í gær. Til samanburðar er 2,2% verðbólga að meðaltali í ríkj- um EES og á evrusvæðinu þegar sama mælikvarða er beitt. Mesta verðbólga á Evrópska efnahags- svæðinu er 6,3% í Lettlandi, 4,3% í Lúxemborg og 4,2% í Eistlandi. Minnst er verðbólgan 0,4% á Íslandi en 1,0% í Svíþjóð og Finnlandi. Samkvæmt þessari vísitölu hefur verðbólgan minnkað töluvert hér á landi á árinu. Það sem skýrir mik- inn mun á verðbólgu samkvæmt þessum tveim mælikvörðum er að húsnæðisverð er ekki innifalið í samræmdu vísitölunni. Minnst verð- bólga á Íslandi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÍSLENSKA matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt alla hluti í einum stærsta síldarframleiðanda Finnlands, Boyfood Oy. Halldór Þórarinsson, stjórnarformaður Fram Foods, segir fyrirtækið með kaupunum komið í leiðandi stöðu á síldarmarkaði Norðurlanda. Boyfood Oy selur síld undir vöru- merkinu Boy en jafnframt er Boy- food stór framleiðandi síldarvara sem seldar eru undir vörumerkjum verslana. Fram Foods hf. rekur fyr- irtæki í sex löndum; Svíþjóð, Frakk- landi, Íslandi, Þýskalandi, Chile og Finnlandi, sem framleiða matvæli unnin úr sjávarafurðum sem seld eru í neytendaumbúðum víðs vegar um Evrópu. Vörurnar eru fram- leiddar undir eigin vörumerkjum og vörumerkjum verslana. Halldór Þórarinsson, stjórnarfor- maður Fram Foods, segir að Boy- food falli þannig vel að starfsemi Fram Foods, kaupin á fyrirtækinu stækki markaðssvæði Fram Foods og efli stöðuna á Norðurlöndunum. „Með þessum kaupum erum við komnir með mjög sterka stöðu í Finnlandi, enda hefur Boyfood samninga við allar stærstu verslun- arkeðjur Finnlands. Um leið erum við búnir að styrkja stöðu okkar í Skandinavíu verulega, þá komnir með mjög öflugt fyrirtæki í Finn- landi og í Svíþjóð, Fram Food AB. Skandinavía er helsti síldarmarkað- ur heims, þar er mikil síldarneysla sem byggist á gamalli hefð.“ Halldór segir að Boyfood sé traust fyrirtæki og Fram Foods áætli að byggja upp og framþróa vörumerkið Boy og byggja á þeim gæðastimpli sem vörumerkið hefur í huga Finna. „Finnar eru þriðju mestu fiskætur heims, þannig að markaðurinn er stór og öflugur. Auk þess er neysluhefð þeirra samofin ís- lenskri síldarsögu, því vörumerkið Boy er upphaflega byggt upp í kringum íslenska síld og gerir enn.“ Fram Foods var stofnað árið 2003 og keypti öll dótturfélög Bakkavarar utan Bretlands. Félagið er að stærstum hluta í eigu lykilstarfs- manna. Kaupverð Boyfood Oy er trúnaðarmál en eftir kaupin er áætl- uð velta Fram Foods verði 55 millj- ónir evra, ríflega 4 milljarðar króna. Skrefi nær Austur-Evrópu Halldór segir að stækkun Fram Foods sé liður í að fylgja eftir þeirri þróun sem á sér stað á evrópska smásölumarkaðnum, þar sem versl- unarkeðjur séu sífellt að stækka. „Við höfum fram til þessa einbeitt okkur að Norðurlöndum og Norður- Evrópu og munum halda því áfram. En með þessum kaupum erum við komnir skrefinu nær Austur-Evr- ópu og það skapar vissulega tæki- færi.“ Boyfood hefur frá stofnun þess ár- ið 1977 og þar til nú verið í eigu Matti Ruuska. Í tilkynningu frá Fram Foods er haft eftir honum að Boyfood hafi alltaf haft sterk tengsl við Ísland og íslenska síld, þar sem gæði íslenskrar síldar hafi átt stóran þátt í því að gera Boy að sterkasta vörumerkinu á finnska síldarmark- aðnum. Fyrirtækjaráðgjöf Kaup- þings banka veitti ráðgjöf og ann- aðist fjármögnun viðskiptanna. Fram Foods kaupir einn helsta síldarframleiðanda Finnlands Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is                   "#$  %  $ ;%</$8=*> 11%)</$8=*> $&+=*>   #</$8=*> ?</$8=*> -<"=*> 0#"@1=*> &@/=*> A$841=*> A)$=*> ?"@10#"=*> #=*> 0 =*> $ $ 5+*@1=*> B$=*> & # '  /1</$8=*> 1 1&$0#"=*> - 8&5=*> C;#";</$8=*> ?(*!156&$=*>  /; =/=*> 3=5=*> *518=*> DE  #;D/#$ F &)&=*> 7#$)&=*> (    )* 1#"95*5&=*> ?"( 0#"=*> #+$*G#$&$#"%*> F!1*!=*> )  +  ! CH9I (& %&1>%&              ' '   ' ' ' '     ' ' '  ' ' ' *+ *%&1>%& ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' ' J'  :K J :K ' J :K J' :K ' J :K J' :K J' :K J'  :K J :K ' ' J :K J:K J  :K ' ' ' ' ' ' J :K J' :K ' ' ' ' ' ' ' -#"%&18 " F#@/&(#/1". A$8#  > >  > > >    >  >  > > > ' '  >   > ' ' ' '    >  > ' ' ' > ' ' '                                                     7&18(4,>1> F->L =$$# 5)#" %&18       ' '  ' ' ' '     ' ' '  ' ' ' F->'7*=$&*1+> F->' =$&$ $> ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Spáir gjaldþrotum í breskri smásölu ● BRESKAR smásölukeðjur munu lenda í miklum erfiðleikum á næstu mánuðum, að mati sérfræðings sem spáir hrinu gjaldþrota fram að jólum. Bretinn Paul McGowan er stjórn- armaður bandaríska fyrirtækinu Hilco, sem sérhæfir sig í rekstri skuld- ugra smásölufyrirtækja. Hann segir við breska dagblaðið The Indipendent að staða breskra smásöluverslana sé erfið og hún eigi eftir að versna. Tvær nýjar flugleiðir ● FLUGFÉLAGIÐ City Star Airlines, sem meðal annars er í eigu Íslend- inga, hefur tilkynnt að það muni stofna tvær nýjar flugleiðir í næsta mánuði. Annars vegar verður flogið frá Aberdeen í Skotlandi til Stavang- urs í Noregi og hins vegar frá Aber- deen til Kristiansund, sem einnig er í Noregi en höfuðstöðvar félagsins eru í Aberdeen. Flogið verður tvisvar á dag alla virka daga til að byrja með og síðar mun einnig bætast við flug á sunnudögum. City Star er í eigu Íslendinga og Breta og tengist það meðal annars íslenska flugfélaginu Landsflugi. SÆNSKA tryggingafélagið Skandia fagnar því að kauphöllin í Stokkhólmi hafi tilkynnt sænska fjármálaeftirlitinu og efnahags- brotadeild lögreglunnar um grun um innherjaviðskipti með bréf fé- lagsins. Þetta kemur fram í til- kynningu sem félagið sendi kaup- höllinni. Þar kemur einnig fram að fréttaflutningur af málinu fyrir helgi hafi verið villandi en skilja mátti af frétt þeirri sem sænska ríkissjónvarpið, SVT, flutti af mál- inu að rannsóknin beindist gegn Skandia. „Það er ekki rétt. Anders Ackebo, yfirmaður eftirlits hjá kauphöllinni, tók skýrt fram í við- tölum að kæran beindist ekki gegn neinum tilgreindum aðila né gegn tilgreindu fyrirtæki. Miðað við við- tölin beinist kæran ekki gegn Skandia,“ segir í tilkynningunni. Anders Ackebo staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið að málið beindist ekki gegn Skandia. „Við sendum fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild erindi en þau beinast aldrei gegn neinum sér- stökum aðila. Það er síðan þeirra að rannsaka málið,“ segir Ackebo. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins byggist erindið sem hér er um að ræða á því að ný lög um innherjaupplýsingar tóku gildi ný- lega í Svíþjóð. Þar er allur upplýs- ingaleki til fjölmiðla skilgreindur sem leki á innherjaupplýsingum. Nýlega birtust fréttir þess efnis í sænskum fjölmiðlum að von væri á tilboði í fyrirtækið frá Old Mutual. Samkvæmt nýju lögunum eru þessar upplýsingar skilgreindar sem innherjaupplýsingar og þess vegna er málið kært til yfirvalda. Beinist ekki gegn Skandia Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi í Landssíma Íslands á laugardag að Brynjólfur Bjarna- son yrði áfram for- stjóri fyrirtækisins. Ný stjórn Sím- ans var kjörin á fyrsta hluthafa- fundi fyrirtækisins eftir einkavæð- ingu þess sem haldinn var síðastlið- inn laugardag. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er Lýður Guð- mundsson stjórnarformaður. Brynjólfur áfram forstjóri ♦♦♦ ● Verð hlutabréfa breyttist lítið í við- skiptum í Kauphöll Íslands í gær. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,07% og er 4.572 stig. Bréf Íslandsbanka hækkuðu um 1,68%, bréf Össurar hækkuðu um 1,19% og bréf Lands- bankans um 0,91%. Bréf Atorku lækkuðu um 1,72% og bréf Nýherja lækkuðu um 0,75%. Viðskipti með hlutabréf námu 958 milljónum, þar af 339 milljónum með bréf Kaup- þings banka. Lítil breyting á hluta- bréfaverði "M ND     : : F9 O   !  : : H H O   ! ! : : A O 11     : : CH9O /P/   !  : :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.