Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 16
Austurbær | Gömul hús þurfa viðhald, og ekki er verra að nota þá fáu haustdaga sem ekki rignir til þess að mála það sem þarf utandyra. Það fannst Gísla Kristinssyni í það minnsta, og hélt sig vel að verki í gær við að mála gluggakarma á húsi gamla kennaraskólans við Laufásveg í gær, þar sem í dag eru skrifstofur Kennarasambands Íslands og Kennarafélags Reykjavíkur. Ekki veitti af því að vinna hratt, enda spáð rigningu í höfuðborginni í dag. Morgunblaðið/Kristinn Dyttað að gamla Kennaraskólanum Viðhald Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu LAXAMÝRI Atli Vigfússon fréttaritari Sameining sveitarfélaga er umræðuefni margra í Þingeyjarsýslum þessa dagana. Menn eru ekki á einu máli um hvaða kostir það eru sem fylgja nýjum tímum á sveit- arstjórnarstiginu. Eitt er víst að með stórri sameiningu mun valdið færast frá litlu sveitunum til stærri staða og langt verður á milli manna. Margir kílómetrar eru frá Að- aldal til Raufarhafnar og áherslur ólíkar. Spurningin er hverju menn áorka þegar þarf að hugsa um marga staði, allavega verða tengslin ópersónulegri en verið hef- ur. Í nýlegum bæklingi sem sendur hefur verið inn á öll heimili er sameiningin sögð tryggja velferð íbúanna á komandi árum en eitt er víst að margt af því sem er farið kemur ekki aftur þó svo að menn sameinist. T.d. eru mjög litlar líkur á innanlandsflugi frá Húsavík, mjólkursamlagið kemur ekki aftur, útibú skattstofunnar er farið, allar barnsfæðingar verða á Akureyri, yfirstjórn vegagerðar í héraðinu er horfin og ráðu- nautaþjónustunni verður áfram stýrt úr Eyjafirði. Svona mætti lengi telja.    Reynsla þeirra sem þegar hafa sameinast Húsavík hefur lítið verið rædd, enda hefur bæjarstjórnin enn ekki gefið sér tíma til þess að koma suður í Reykjahverfi og funda um málið. Nú fer kjörtímabilinu að ljúka og því ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Nokkuð hefur borið á því að sum málefni séu mjög ómótuð auk þess sem lítið hefur sést af verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins þar sem áður var Reykja- hreppur. Eitt er víst að þeir sem ráða ferð- inni hafa ekki færst nær og nú eiga Reyk- hverfingar einungis einn fulltrúa í stjórn sveitarfélagsins í stað fimm áður.    Rjúpan er komin með eina og eina hvíta fjöður sem segir okkur að veturinn sé í nánd. Fólk veltir því fyrir sér hvers vegna menn héldu ekki út þriðja friðunarárið og líka því hvers vegna veiðar voru leyfðar mun lengur en Náttúrufræðistofnun lagði til. Enn eru til menn í Þingeyjarsýslum sem muna rjúpu og árið sem Kaupfélag Þing- eyinga flutti út 80.000 fugla. Það var jafn mikið og veiðin á öllu landinu á að verða í haust. Rjúpan er ekki svipur hjá sjón og hana elta fálkar, refir, minkar og sílamáfar inn um allar heiðar. Í haust bætist við skot- veiðin með mörgum útlendum veiðihundum og bændur spá því að friða þurfi rjúpuna aftur áður en langt um líður. Blönduós | Þegar afli dags- ins er skoðaður á bryggj- unni er yfirleitt átt við fisk úr sjó. Ellert Guðmundsson, símaverkstjóri á Blönduósi, fékk þó heldur óvenjulegan afla á flotbryggjunni á Blönduósi á dögunum þeg- ar minkur hljóp í flasið á honum þegar hann var að binda bát sinn við bryggju. Datt honum helst í hug að lyktin af nýveiddum þorski hafi orðið til þess að hungrið varð skynseminni yfirsterkari hjá minknum, en hafði snör handtök og skaut hann með haglabyssu þegar hann var viss um að ekkert væri í skotlínunni annað en minkurinn og tómur olíubrúsi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Óvenjulegur fengur eftir sjóferð Davíð Hjálmar Har-aldsson heyrði af fráfalli eins af mátt- arstólpum dýra- samfélagsins í Hús- dýragarðinum: Guttormur var greindar naut sem griðunga er siður. Herðasver um hagann þaut, hlóð og kálfum niður. Bíði ellin grett og grá og gerist skrokkur rotinn, æðsta verður óskin þá að enda svona – skotinn. Bjarni Stefán Konráðs- son las vísur Einars Kol- beinssonar úr göngum og orti hringhendu í léttum dúr: Einar snjalli yrkja kann, á ef kallar víman. Og á fjalli flæktist hann fullur allan tímann. Af máttar- stólpum pebl@mbl.is Vogar | Tveir fulltrúar H-listans í hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps hafa ósk- að eftir leyfi frá nefndarstörfum þar sem þeir hyggja á nám erlendis. Er þar með sú óvenjulega staða komin upp að formaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson, er einn eft- ir af þeim hreppsnefndarfulltrúum sem kosnir voru til setu í nefndinni í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Það eru þeir Birgir Þórarinsson og Kristinn Guðbjartsson sem óskuðu eftir leyfi frá nefndarstörfum, en í þeirra stað koma þau Hanna Helgadóttir og Sigurður Kristinsson, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Formaður hreppsnefndar einn eftir Súðavík | Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps ákvað á fundi sínum á fimmtudag að auka hlutafjáreign sveitarfélagsins í Sumar- byggð hf. um 6 milljónir króna. Eins og kunnugt er sér Sumarbyggð um útleigu á sumarhúsum í gömlu byggðinni í Súðavík. Barði Ingibjartsson vék af fundi meðan til- lagan var afgreidd vegna hugsanlegs van- hæfis. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum en Albert Heiðarsson greiddi atkvæði á móti. Auka hlutafé í Sumarbyggð ♦♦♦ Málstofa Landbúnaðarháskóla Íslands Málstofan hefst kl. 14:30 í Ásgarði (nýja skóla) á Hvanneyri. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 21. september mun Tony Fox, prófessor við Danmarks Miljöundersögelse, vera í Málstofu og ræða um fuglavernd á norðurslóðum í erindi sem hann nefnir: „Challenges to the international conservation of artic goose populations - the case of the Greenland White - fronted Goose“. Erindi og umræður fara fram á ensku. Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST - T.D. Í 101 SKUGGI - VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali ♦♦♦ Ísafjörður | Hafist var handa við að sprengja steina í Gleiðahjalla ofan Ísa- fjarðar í gær, en steinarnir sem sprengdir voru eru þannig að lögun og stærð að þeir gætu farið af stað við hreyfingar í hlíðinni og jafnvel farið niður í byggð. Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar lét í gærmorgun rýma hús sem liggja nærri hlíðinni og verða þau væntanlega rýmd aft- ur í dag þar sem gert er ráð fyrir að fram- hald verði á sprengingum. Ekki er þó reiknað með því að tjón hljótist af spreng- ingunum eða grjóthruni. Hættulegir steinar sprengdir Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.